Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 66

Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 66
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 Svik voru engin höfð í frammi eftir Guðbjörn Jónsson Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna öll umfjöllun um hið svokallaða Albertsmál er svo ein- hliða honum í óhag. Ég hef að vísu aldrei hitt Albert sjálfan, en mér finnst það ekki hljóma trúlega, að maður sem búinn er að vera þetta mikið og víða í opinberu lífi í mörg ár fari að yfirlögðu ráði að gerast brotlegur við þann málaflokk sem hann er í forsvari fyrir. Ég held, að EF Albert hugsaði þannig hefði það komið í ljós fyrir löngu. Hann hefur verið það áberandi og um- deildur í opinberum umræðum í það mörg ár að ég er viss um að það hefði einhvers staðar lekið út ef grunur hefði verið um misferli. Þá er kannski komið að þeim spumingum sem vonandi margir spyija um þessar mundir. Hvers vegna er Albert orðinn svona tví- mælalaust óheiðarlegur nú? Á það sér kannski rætur í kynslóðaskipt- ingu í forystusveit flokksins sem hann starfaði fyrir? Eða er skýring- arinnar kannski að leita í heiðar- leika og drenglyndi í málflutningi? Til er saga um mann sem hand- tekinn var grunaður um glæp. Við yfírheyrslu var svo oft stagast á því að hann hefði framið glæpinn, að hann var nærri farinn að trúa því sjálfur. Þetta er eiginlega það sama og fjölmiðlar hér eru að gera nú gagnvart Albert. Þeir hamra í sífellu á fullyrðingunni ALBERT GERÐI. En hvað gerði Albert? Jú, Albert framseldi og lagði í banka tékka sem honum var sendur, tékka sem átti að fara til fyrirtækis hans. Nú eru örugglega einhverjir sem segja fullir vandlætingar: Hann átti ekki að gera þetta. Hvað átti hann þá að gera? Átti hann að endur- senda tékkann og fara fram á að hann yrði sendur til baka stflaður á fyrirtæki hans? Hvað myndir þú gera? Nú eru vafalaust margir sem ekki átta sig á því hvemig einka- reikningur eiganda einkafyrirtækis virkar. Það má líkja þeim reikningi við tékkareikning hjóna þar sem bæði hafa heimild til úttektar en aðeins annað ber ábyrgð á tekjuöfl- uninni. Ef við gefum okkur að karlmaðurinn afli tekna á reikning hjónanna, þá er fyrirtækið samn- efnari þar á móti. Ef við gefum okkur þá að konan sé með úttektar- heimild væri samnefnari þar á móti einkareikningur eiganda. Skoðið nú þetta í rólegheitum og hugsið um hvað þið mynduð gera ef greiðsla (ávísun) bærist til ykkar stfluð á konuna, en væri raunverulega greiðsla til mannsins. (Þessu má eins snúa við allt eftir því hvor aðili er hafður í tekjuöflun í dæm- inu.) Mynduð þið senda ávísunina til baka og biðja um að önnur yrði send á nafn mannsins. Eða mynduð þið leggja ávísunina inn á sameigin- legan reikning ykkar? Annað atriði sem mikilli upphróp- un veldur í þessu sambandi er sú staðreynd að þessi greiðsla var ekki sett á skattskýrslu fyrirtækis Al- berts. I fyrri umfjöllun er notuð fullyrðingin Albert sveik undan skatti. Ég er það kunnugur því hvemig skattaskil verða til að ég læt mér ekki detta í hug að Albert hafi haft hugmynd um hvort þessi eða hin greiðslan sem fyrirtækið fékk væri inni í skattframtali hans eða ekki. Til þess að sinna þeim málum hafði fyrirtækið bókhaldara og endurskoðanda. Þeir sáu um uppgjör og framtal sem Albert síðan skrifaði undir. Það er kannski ekki „Ég er það kunnugur því hvernig skattaskii verða til að ég læt mér ekki detta í hug að Al- bert hafi haft hugmynd um hvort þessi eða hin greiðslan sem fyrirtæk- ið fékk væri inni í skattframtali hans eða ekki.“ stórmál þó ég sé nokkuð viss um hvemig þessu var háttað. Hitt er kannski stærra mál að ég er full- viss um að ÖLLUM þeim ráðamönn- um Sjálfstæðisflokksins, sem mest hamast á þeirri fullyrðingu að Al- bert hafi framið skattsvik, ÞEIM er fyllilega ljós eigin rangtúlkun á máli þessu. Nú spyr sjálfsagt ein- hver hvers vegna ég sé svona viss um þessi atriði. Ég byggi það fyrst og fremst á menntun forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Fjöldi þeirra hefur einnig reynslu í rekstri, þann- ig að það verður að teljast stórlega ámælisvert fyrir þessa menn að láta þennan málflutning óátalinn. Það sem er talinn mesti glæpurinn í þessu sambandi hjá Albert er að hann skyldi skrifa undir skatt- skýrsluna án þess að vera viss um að allt væri í lagi. Hvemig er það með þig, lesandi góður. Hefur þú aldrei látið gera skýrslu fyrir þig? Hefur þú spurt út í öll atriði skýrsl- unnar áður en þú skrifar undir? Hefur þú ekki talið þér óhætt að treysta því sem sett var á skýrsluna fyrir þig? Ein af stærstu upphrópunum þeirra sem áfellast Albert er sú að hann skyldi vera fjármálaráðherar þegar þetta varð. Víst er það rétt, að SVIK voru engin höfð í frammi. Þetta atvik höfðaði til vanræksluá- kvæða skattalaga en ekki dóms og refsingar fyrir skattsvik. Þett er öllum forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins fullkomlega ljóst og því verður allur málflutningur þeirra að teljast vítaverður. Lesandi góð- ur. EF þessi mistök starfsmanna Alberts eru svona afgerandi fyrir ofan siðferðismörk Sjálfstæðis- flokksins, hvemig væri þá að spyija: Hver er ábyrgð Matthíasar Á. Mathiesen fyrrverandi viðskipta- ráðherra og Matthíasar Bjamason- ar núverandi viðskiptaráðherra á tapi Útvegsbanka íslands? Að lokum þetta. Ef Albert Guð- mundsson væri sá refur sem allt kapp er lagt á að gera hann að um þessar mundir hefði hann ekki rek- ið fyrirtæki sitt sem einkafyrirtæki í öll þessi ár. Hann hefði strax og refshugsjónin fæddist gert fyrir- tæki sitt að hlutafélagi. Nú spyr almenningur hvers vegna? En svona þurfa sjálfstæðismenn ekki að spyija, þeir vita svarið. Þeir vita að EF Álbert hefði gert fyrirtæki sitt að hlutafélagi hefði hann greitt miklu minni gjöld til ríkisins en hann hefur þurft að greiða fyrir einkafyrirtækið. Höfundur er fulltrúi ogá heima íBauganesi 7. Engin miskunn í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Engin miskunn með Richard Gere og Kim Basin- ger í aðalhlutverkum. Leikstjóri myndarinnar er Richard Pearce. Myndin fjallar um Eddie Jillette (Richard Gere) sem er lögreglumað- ur í Chicago. Félagi Eddie í Chicago-lögreglunni er myrtur af glæpaforingjanum Losado frá New Orleans. Eina vitnið að morðinu er ástkona Losados, Michel Duval (Kim Basinger). Eddie er staðráðinn í að hefna félaga síns og bíður eft- ir tækifæri Richard Gere og Kim Basinger í hlutverkum sínum i myndinni Eng- in miskunn. Gullin bráð í moigunsárið... ... smiör á dóðuðu ^ % C/ y* • i bmuði!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.