Morgunblaðið - 22.04.1987, Qupperneq 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987
Sigríður Ingimundar-
| dóttir - Minningarorð
| f Fædd 24. júní 1926
, Dáin 14. apríl 1987
Komið cr að kveðjustund. Minn-
ingar streyma fram er ég kveð
mágkonu mína, Sigríði Ingimund-
ardóttur.
Oft höfum við kvatt hana Sísí
okkar er hún bjó sig til ferðar gegn-
1 um árin.
Það fylgir því oft tómleiki og
eftirsjá að kveðja kæran vin en jafn-
1 framt tilhlökkun og gleði að hitta
hann á ný, endurnærðan og með
5 jjóðar minningar.
Osjaldan eru gjafir gefnar við
; heimkomu sem veita þeim sem
l heima sitja hlutdeild í ferðagleðinni
I og jafnframt vissuna um að vera
þess virði að eftir þeim sé munað,
þótt margt hafi á dagana drifíð.
Hún Sísí var lík „farfuglunum“, hún
hafði ferðaþrá og löngunina til að
sjá og upplifa eitthvað nýtt, en einn-
ig var hún með hugann við heimilið
sitt, ástvini, ættingja og kunningja,
finnandi eitthvað til að flytja heim
til að gleðja og prýða. Sísí var á
’ margan hátt óvanalegur persónu-
leiki, það duldist engum sem
einhver kynni höfðu af henni. Það
að taka þátt í lífinu, gleðjast og
'gleðja aðra var hennar markmið.
Hún laðaði að sér jafnt böm sem
gamalmenni og átti létt með að
stofna til kynna við ókunnuga.
Oft kom hún okkur á óvart með
skemmtilegum uppátækjum. Hún
framkvæmdi margt sem engum
öðmm gat dottið í hug. Sem betur
fer bjó hún alla tíð við það frelsi
að mega njóta þess sem persónu-
leiki hennar kallaði á, og fyrir það
ber sannarlega að þakka foreldrum
hennar og eiginmanni.
Marga góða eðlisþætti hlaut hún
í arf frá sínum góðu foreldrum,
Mörtu og Ingimundi, svo sem hrein-
skilni, hjálpsemi og tryggð.
Ég veit að Sísí kveið ekki þeim
umskiptum sem vom óumflýjanleg.
Hún sagði: „Hún mamma mín mun
vera einhvers staðar nálægt, það
veit ég með vissu.“
Að lokum flyt ég sérstakar kveðj-
ur frá sonum mínum. Þeir áttu
góðan og tryggan vin þar sem Sísí
var og ég minnist liðinna stunda
þegar til stóð að bjóða í afmæli
þeirra eða slíkt, þá var Sísí alltaf
tilnefnd fyrst allra. Já, margar em
gjafirnar sem við fengum frá henni
og margs er að sakna, en það var
ekki hennar lífsstíll að sitja lengi
og örvænta. Hún kveikti gjarnan á
kertunum sínum og fann eitthvað
til að dreifa huganum. Hún Sísí
fæddist á Jónsmessunótt þegar
dagurinn er hvað lengstur og birtan
ráðandi, og kvaddi okkur á páskun-
um þegar við lítum til himins með
upprisuvon í hjarta. Þess skulum
við nú minnast.
Henni sé þökk fyrir allt.
Alla og fjölskylda.
Ég sá tengdamóður mína fyrst
fyrir rösklega tuttugu árum. Ég
hafði þá tekið upp á því að trúlof-
ast dóttur hennar, án þess að vara
fólk við eða biðjast leyfis, enda
óhægt um vik: Sísí bjó í Noregi
ásamt manni sínum, Finni, og
yngsta barni þeirra. Þau fluttu heim
til Islands haustið 1966 eftir nokk-
urra ára dvöl ytra, ég stóð á
bryggjunni þegar Gullfoss lagði að,
hélt á stómm blómvendi, strauk
óstyrkur rytjulegan skegghýjung
sem farinn var að vaxa á höku mér
— meira af vilja en mætti.
Ég þóttist sjá það á henni þegar
hún kom niður landganginn að hún
hefði kannski óskað dóttur sinni
mannborulegri piltungs — en úr því
sem komið var væri ekki um annað
að ræða en skjóta að manninum
hlýlegri kveðju.
Og það var gott á milli okkar
allar götur síðan, eins og milli henn-
ar og fólks yfirleitt, hún var nefni-
lega þeim góða eiginleika gædd að
geta tekið hveijum og einum eins
og hann eða hún var, hún virti
annað fólk — en hikaði jafnframt
ekki við að vera hún sjálf; hrein og
bein og engum öðmm lík.
Sísí var einkabam foreldra sinna,
þeirra Mörtu Eiríksdóttur, sem látin
er fýrir nokkm, og Ingimundar
Hjörleifssonar, sem lifir dóttur sína.
Kannski hefur það haft sitt að segja
varðandi félagslyndi hennar. Hún
vildi hafa fólk í kringum sig, fannst
aldrei skemmtilegra en þegar hóp-
uðust að henni gestir, og skipti
engu hvemig á stóð né hversu lengi
menn vildu dvelja. Hennar hús varð
sjálfkrafa okkar hús og lífsbjörg
þeirra Finns var hiklaust til skipt-
anna. Þar af leiddi að heimilið,
væri það í Hafnarfirði, Þrándheimi
eða á Álftanesi nú síðast, var aldr-
ei venjuleg, þröng umgjörð um
kjarnafjölskylduna eins og sagt er
um það venjulega fjölskyldumunst-
ur, heldur miklu fremur samkomu-
staður vina, ættingja og vensla-
manna sem bar víða að. I
Ásbúðartröðinni var trúlega aldrei
snúið lykli í skrá, þar var ævinlega
einhver heima til að skerpa undir
könnunni eða búa um rúm.
Sísí og Finnur vom samhent og
samstiga frá því þau fyrst sáust,
og raunar ekki nema skemmtilegt
að hugsa til þeirra og lífshlaupsins
gegnum kreppuárin, stríðið og svo
fjörutíu ára hjúskap: það hlaup var
aldrei eftirsókn eftir vindi eða fjár-
munum, heldur einlæg þroskaleit
Ingerhillur
oqrekkar
Eigum á lager og útvegum meö
stuttum fyprvara allar geröir af
vörurekkum og lagerkerfum.
Veitum fúslega allar nánari
ER SU GAMLA
ORÐIN LÉLEG?
Vantar þig nýja útihurð?
Bjóðum glæsilegt úrval útihurða sem tara eldri húsum sérlega
vel.
Vandaðar hurðir byggðar á áratuga reynslu okkar við framleiðslu
útihurða fyrir islenska veðráttu.
Framleiðum aðeins alvöru útihurðir, útihurðir eru okkar sergrein.
Komdu við i sýningarsal okkar og skoðaðu úrvalið, þú verður ekki
fyrir vonbrigðum.
HYGG»NNVE4UR mrjT^ HURÐAIÐJAN
HIKO-HURÐ -I KARSNFSRRAUTgfl-SIUI4S411
KARSNESBRAUT 98 - SIMI43411
200 KÓPAVOGUR
Blaðburðarfólk
óskast!
AUSTURBÆR
Grettisgata 2-63 o.fl.
Lindargata 1-38o.fl
Hverfisgata 4-62 o.fl.
Hverfisgata 63-115 o.fl.
Síðumúli
og vilji til að lifa lífinu lifandi. Þau
ferðuðust meira en fólk almennt
gerir, snöruðu sér hvað eftir annað
yfir pollinn, skoðuðu nágrannalönd-
in, fóru oft suður um allar trissur
og höfðu furðulegt lag á því að láta
ferðadrauma sína rætast, þótt þau
ættu aldrei gildan sjóð. Þegar við
Hildur og Dagur bjuggum erlendis
voru Sísí og Finnur stundum komin
á tröppurnar hjá okkur án þess að
við ættum þeirra sérstaklega von,
enda þau ekki fólk sem stundaði
það að skipuleggja sína lífsham-
ingju og sín ævintýr. Þau áttu
samleið frá því þau hittust fyrst
„undir kirkjugarðsveggnum á
Núpi,“ sagði Sísí mér einhvem tíma,
og síðan það var lögðu þau kapp á
að gera eins gott úr hverri stund
sem unnt var. Eg minnist þess ekki
að hafa nokkru sinni heyrt Sísí
kvarta undan einu eða neinu í lífinu;
þau Finnur bæði þannig gerð að
þeim kom aldrei til hugar að sam-
félagið, einhveijar stofnanir úti í
bæ ellegar annað fólk ætti að
byggja upp þeirra lífshamingju;
þegar Finn og Sísí vantaði hús að
búa í teiknaði Finnur það sjálfur
og reisti.
Þau fundu sér framtíðarreit á
Álftanesi og húsið þeirra flaug upp
á undraskömmum tíma. En höfðu
ekki búið þar nema skamma hríð,
þegar Sísí kenndi sjúkdóms síns.
Okkur verður víst á að spyija hvers
vegna lífsglöð, glaðsinna kona fær
ekki að njóta fleiri þroskaára. Hún
varð ekki nema sextug.
Tíminn er það fyrirbæri sem við
skiljum síst. Þegar við nú lítum
hvert á annað og erum í senn undr-
andi og hrygg, héldum áreiðanlega
að enn myndun við eiga saman
mörg, skemmtileg ár, getum við þó
huggað okkur við að Sísí notaði
tímann betur en margur, hafði
meira séð og meira lifað en ýmsir
þeir sem eiga langa elli. Á mæli-
kvarða okkar nútímamanna eru
sextíu ár ekki hár aldur, en við,
vinir Sigríðar Ingimundardóttur,
börn hennar, eftirlifandi eiginmaður
og aldraður faðir, sjáum á bak
óvenjulegri konu og eigum um hana
dýrar minningar.
Gunnar Gunnarsson
„Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi.“ „Maður er manns
gaman.“
Þessum tveimur tilvitnunum í
Hávamál mætir maður sí og æ og
alls staðar. Á erlendri grund meðal
frændþjóða er þetta eitt af því
fýrsta sem við mann er sagt þegar
vitað er að maður er íslendingur.
Þetta hafa margir lært og við ís-
lendingar vitum það.
Sigríður mágkona mín, alltaf
kölluð Sísí, sem við kveðjum í dag,
átti marga bræður og systur, í
merkingu Hávamála. Vinir hennar
vissu hver hún var og þau voru
orðin mörg sporin sem Sísí fór
vegna vina sinna og hún taldi þau
ekki eftir sér. Hún komst yfir mik-
ið. Tíminn entist henni ótrúlega
vel. Engan hef ég þekkt sem gat
jafn fljótt komið sér af stað milli
staða og alltaf var hún að gera
öðrum greiða, fundvís sem hún var
á smátt og stórt sem gat glatt þá
sem heima voru. Hún hafði næmt
auga fyrir hlutunum, skynjaði feg-
urðarþörf og gleðigjafa þann sem
góð gjöf getur verið. Hún hlífði sér
aldrei. Hún bar margan baggann
fyrir aðra og kvartaði aldrei. Það
er margur fallegur hluturinn á
heimilum fjölskyldu hennar og vina
sem hún hefur borið heim.
Við skulum þakka henni fyrir það
í dag og þá ekki síður fyrir glað-
værð hennar og glettni í frásögn.
Engum gat leiðst í návist Sísíar;
gleðin, brosin og hláturinn voru
aldrei langt undan þar sem hún var.
Ég varð þess aðnjótandi að hún
heimsótti mig oft á heimili mitt í
Noregi. Hún kynntist íslenskum
vinum mínum í nágrenni okkar og
það var fastur liður í heimsókn
hennar að bjóða þeim heim til að
gleðjast og kætast með henni.
Svona var Sísí, þrátt fyrir að hún
ætti við vanheilsu að stríða síðustu
árin og oft alvarleg og langvarandi
veikindi, uppskurði og sjúkralegu.
Fáa hef ég þekkt sem lifðu svo al-
gjörlega, þráðu að upplifa náttúr-
una; sólina, snjóinn, sumarið og
veturinn. Hún sýndi kjark og áræði,
hún framkvæmdi ósk sína og löng-
un til að ferðast, sjá og upplifa —
lífið, fólkið og umhverfið.
Sísí var gift Finni bróður mínum.
Þau voru sjaldan nefnd sitt í hvoru
lagi, það var bara Sísí og Finnur,
það segir allt. Þau kynntust ung
og skildust varla síðar. Þau eignuð-
ust þijú börn, Hildi, Gunnar og
Eirík sem öll eru gift og barnabörn-
in eru orðin fjögur að tölu, auga-
steinar ömmu og afa og dvöldust
langdvölum á heimili þeirra og það
var ekkert vanalegt heimili, a.m.k.
ekki nú til dags. Við skulum kalla
það „fjölskylduheimilið“.
Fjölskylduhúsið á Ásbúðartröð í
Hafnarfirði var fast heimili þeirra
þriggja fjölskyldna um áratugi.
Finnur, sem er húsasmiður, byggði
það og auk þeirra bjuggu þar for-
eldrar Sísíar, Marta Eiríksdóttir og
Ingimundur Hjörleifsson, Haukur,
hálfbróðir hennar, með sína fjöl-
skyldu og síðar bjuggu öll þeirra
böm um styttri eða lengri tíma á
heimilinu og böm þeirra aftur oft
langdvölum, því alltaf stóð heimili
Sísíar og Finns opið. Við systkini
Finns, fjögur að tölu, nutum líka
gestrisni þeirra og oft mörg í einu.
Þau höfðu líka húsrúm fyrir systur
mína og Bjarna, mann hennar, um
tíma meðan beðið var eftir nýju
húsnæði. Otaldar em þær nætur-
gistingar sem við og foreldrar okkar
áttum í Ásbúðartröðinni, þetta em
allt ljúfar minningar og gleymast
ekki.
Já, þetta var óvenjulegt heimili
og þar áttu líka foreldrar Sísíar sinn
þátt; þeirra heimili var alltaf opið
og Sísí bar arfinn áfram. Hún þakk-
aði líka foreldmm sínum uppfóstmn
og umhyggju á einstæðan hátt. Þau
skildu aldrei lengi, bjuggu lengstum
í sama húsi, já, mörg síðustu árin
í sömu íbúð. Svo byggði líka bróðir
minn nýtt hús á Álftanesinu, fallegt
og reisulegt stendur það með bjart
útsýni yfir sjó og land, yfir borg
og bæ. Foreldrar Sisíar fylgdu þeim
í nýja húsið, það rúmaði líka oft
alla fjölskylduna, vini og vanda-
menn. Austurtúnshúsið er fullt af
lífi, lífi hennar sem nú hefur kvatt
okkur en minningarnar lifa, í húsinu
hennar sem henni þótti svo vænt
um, sem geymir alla ástvinina, unga
sem eldri. Sísí skilur eftir sig birtu
og gleði. Við söknum hennar en
finnum iiana alls staðar og í öllu.
f langri sjúkralegu átti hún
stuðning manns síns og fjölskyld-
unnar allrar. Börn, tengdaböm og
barnabörnin heimsóttu hana á
sjúkrahúsið og þau glöddust öll yfir
að sjá hana heima stutta stund
áður en hún varð svo að láta undan
langvarandi og erfiðum sjúkdómi.
Vinirnir sem stóðu við sjúkrabeð
hennar voru margir og við þökkum
þeim stuðning og umhyggju fyrir
henni og fjölskyldu hennar á erfið-
um stundum.
Við emm komin á leiðarenda, við
erum komin að byijuninni, Sísí á
góða framtíð: „Ber er hver að baki
nema sér bróður eigi.“
Sísí átti þannig marga bræður
og systur og við þökkum henni sam-
fylgdina, vináttu og gleðistundir.
Sigríður Guðmunds-
dóttir Wilhelmsen