Morgunblaðið - 22.04.1987, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 22.04.1987, Qupperneq 69
-MORGUNBLAÐIÐ, 'MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 69 Þegar húsmæður eru kallaðar beint af Guði frá heimilum sínum verður mikill sjónarsviptir. Heimilið verður meira en einum einstaklingi fátækara. Söknuður heimilismanna og annarra vina fyllir húsið. Jafn- framt getur nokkur þakkargleði fylgt sorginni, þá langvarandi veik- indi og þrautir hafa verið daggestir hins dána vinar og móður. Þess eru mörg dæmi, en í þessu tilfelli er minnst Sigríðar Ingimund- ardóttur, fyrrum húsmóður í Asbúðartröð í Hafnarfirði, en nú Austurtúni 12, Álftanesi. Foreldrar hennar voru Marta Eiríksdóttir frá Bíldudal, vestfirskr- ar ættar, mikil félagskona, og Ingimundur Hjörleifsson frá Sanda- seli við Kúðafljót, sannur Skaft- fellingur. Foreldrar hennar voru henni og öllum börnum fyrirmynd, t.d. að iðjusemi, félagsmálum, og kunn að reglusemi. Eiginmaður hennar var Finnur H. Guðmundsson húsasmíðameist- ari frá Ástúni, Ingjaldssandi í Önundarfirði. Sísí, eins og hún var af flestum kölluð, ólst upp hjá foreldrum sínum í mikilli umhyggju og vemd, lífsglatt barn og greint. Hún var dugleg við nám í bamaskóla og lauk gagnfræðaprófi í framhalds- skóla, er þá var kallað. Á stríðsárunum síðari var hún í hópi barna og unglinga að sumar- lagi í Núpsskóla í Dýrafirði er Fafnarfjarðarbær fékk til afnota. Mun bæjarbúum hafa þótt þröngur leikvöllur barnanna á götunni, þá hermenn geystust um bæinn með hertæki sín. Við dvölina í sveitinni kynntist hún mörgum Vestfirðingum, þar á meðal verðandi eiginmanni sínum. Allir sem þekktu til hennar, og þeir voru fjölmargir, minnast smitandi gleði hennar og gáska, bæði á heimaslóðum og í samfagnaði á mannafundum. „Já, hún Sísí, nú tókst henni vel upp að segja frá og skemmta,“ sögðu margir. Kringum hana var alltaf glaðværð og fyndni. Nú er glaðværðin horfin, en ein- hvern veginn finnst mér hugsun mín leiða fram í hugann bros og gleði, þá leitað er leiða til baka um fjörutíu ára æviskeið. Bros kemur, og frásögn mun hafa mótast svo fast í huga þeirra, er henni kynnt- ustj að engum gleymist. Á hinum langa biðtíma á Landa- kotsspítalanum, í höndum ágætra lækna og hjúkrunarfólks, var oft á milli þrautastunda hennar hægt að líta hina „gömlu Sísí“, glaða og velviljaða. Margs er að minnast, og hugur minn leitar til aldraðs föður nær níræðu og litlu ömmubarnanna hennar, sem henni þótti svo undur vænt um. Börn og tengdaböm sakna móðurylsins, en þau eiga styrkan föður, sem misst hefur einna mest, og þá verða öll þessi börn gleði hans og markmið. Minnist ég nú Hafdísar, góðrar tengdadóttur þeirra, sem gift er Eiríki matreiðslumanni. „Hún er svo yndirsleg," sagði Sísí. Þau hafa búið hjá foreldrunum í lengri tíma og verið þeim stoð og stytta í veik- indum hennar. Hin börn þeirra hjóna eru: Hild- ur, blaðamaður, gift Gunnari Gunnarssyni rithöfundi, og Gunnar, / Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! 2 fl&tfgittiMfKfrife Ingunn Gríms- dóttir — Minning Fædd 17. júlí 1894 Dáin 7. apríl 1987 rafvirki, búsettur í Súðavík við Djúp, kvongaður Sigríði Halldórs- dóttur frá Hnífsdal, verkstjóra í frystihúsinu þar. Finnur, faðir þeirra, er nú vakt- maður hjá Landsíma Islands. Ég veit að allt þetta fólk hefur í huga að búa vel að öldungi heimil- isins, Ingimundi, láta honum líða sem allra best, þá einkadóttir er dáin. Fyrir mína hönd og allra góðu vina hennar, vil ég færa kærar kveðjur og þakklæti fyrir gjafir hennar, gleði og bros, er allir nutu. Ég veit hún ber fram þakkir og góðar óskir, fyrir handan tjaldið, kærum eiginmanni, fyrir góðu sam- eiginlegu störfin, ásamt ferðum hans á sjúkráhúsið til hennar, sem hún vissi eigi alltaf af vegna veik- inda sinna. Blessun Guðs og friður fylgi henni og fjölskyldu hennar. Tengdafaðir, G.B. frá Ástúni. í gær var til moldar borin föður- amma mín, Ingunn Grímsdóttir. Hún fæddist í Skálholtsstað í Bisk- upstungum 17. júlí 1894 og var því tæplega 93 ára er hún lést. Ung að árum fór hún ásamt Eiríki bróð- ur sínum til Kanada. Þar kynntist hún manni sínum, Ágúst J. Trom- berg, sem nú er látinn. Þeim varð fjögurra barna auðið, eitt dó í æsku en hin komust til fullorðinsára, en eru nú látin. Ég vil geta þess hér að amma var mikil sóma- og at- hafnakona og öllum mjög góð. Ég veit að þar tala ég fyrir munn allra, sem nú syrgja. Við erum tvö frændsystkini sem erum heilsuveil, Ingunn frænka og ég. Á hvetjum laugardegi heimsótti hún ömmu og fann þar öryggi því hún er búin að verða fyrir þeirri lífsreynslu að missa foreidra sína, og fann hún að hjá ömmu var gott að vera. Ég veit að þetta er mikill missir fyrir Ingunni frænku og okk- ur öll hin, en Guð er sá er ber smyrsl á sárin, líknar og gefur okk- ur sem syrgjum það sem við þráum og þörfnumst í lífinu. Blessuð veri minning um góða konu. Steingrímur Kristjónsson t Systir mín, GUÐRUN ODDSDÓTTIR, lést á Reykjalundi 1 5. apríl. Sigríður Benediktsson og aðstandendur. t Móðir okkar, JENNÝ STEFÁIMSDÓTTIR, Austurbrún 4, lést í Landspítalanum þann 20. apríl sl. Guðrún Alfonsdóttir, Jón Alfonsson. t Eiginkona mín, VALGERÐUR HALLGRlMSDÓTTIR KRÖYER, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést aðfaranótt 21. apríl í Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd og aettingja, Ingi H. Kröyer. t Systir okkar og móðursystir, SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR frá Stærri-Bæ, andaöist á Elliheimilinu Grund 15. þ.m. Veröur jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, miövikudaginn 22. apríl kl. 10.30. Bjarnfríður Pálsdóttir, Bergþóra Pálsdóttir, Guörún Júliusdóttir, Haraldur Eyjólfsson. t Móðir okkar, KRISTÍN THEODORA V. NIELSEN frá Seyðisfirði, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 19. apríl. Útförin verður gerð frá Seyð- isfjarðarkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd annarra ættingja, Hlín og Jónfna Axelsdætur Nielsen. t Frændi minn, STEFÁN PJETURSSON, fyrrum þjóðskjalavörður, andaðist á Elliheimilinu Grund á páskadag. Árni Krisjánsson. t Eiginmaður minn, BÖÐVARLÁRUSHAUKSSON, Kambaseli 14, lést á páskadag. Ása Guðmundsdóttir. t Eiginmaður minn, DÝRI BALDVINSSON, rennismiður, Brúnastekk 9, Reykjavík, lést á heimili okkar að morgni 17. april. Þóra Þórðardóttir. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR A. FINNBOGASON frá Hvoli, Innri-Njarðvfk, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni páskadags. Börnin. Faðir okkar, t JÓHANN FRIÐLEIFSSON frá Siglufirði, andaðist að morgni páskadags á Hrafnistu í Hafnarfirði. Börnin. t Faöir minn, tengdafaðir og afi, VIGBERG ÁGÚST EINARSSON, Melbæ 12, lést að morgni hins 16. apríl. Útför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 15.00. Ásta Vigbergsdóttir, Axel Björnsson, Björn Axelsson, Egill Axelsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRENTSÍUS DAGÓBERTSSON frá Hellissandi, Baldursgötu 12, lést í Borgarspitalanum að morgni 18. apríl. Jóhanna Guðmundsdóttir, Erna Lárentsfusdóttir, Sigurður Sigurðsson, Brynjólfur Lárentsiusson, Jóhanna Gunnþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN E. BJARNASON frá Reyðarfirði, Álfaskeiði 64d, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi 22. april kl. 1 3.30. Bjarni Þórarinsson, Þóranna Þórarinsdóttir, Ásdís Þórarinsdóttir, Óskar Þórarinsson, ívar Þórarinsson, Þórir Þórarinsson, Valur Þórarinsson, barnabörn ívarsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Ingólfur Árnason, Bjarni Björgvinsson, Gunna Kristjánsdóttir, Maria Jónsdóttir, Kristín Elisdóttir, Ólafía Andrésdóttir, I barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.