Morgunblaðið - 22.04.1987, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 22.04.1987, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 71 * Lárus Olafsson lyfja- fræðingur — Minning Fæddur 22. október 1911 Dáinn 10. apríl 1987 Lárus Oskar Olafsson fæddist 22. október 1911, á Eiðum í _Eiða- þinghá. Foreldrar hans voru Ólafur Óskar Lárusson, héraðslæknir á Eiðum, en bjó lengst á Brekku í Fljótsdal. Kona hans, móðir Lárus- ar, var Sylvía Níelsína Guðmunds- dóttir, Isleifssonar formanns og kaupmanns á Háeyri og Sigríðar Þorleifsdóttur hins ríka á Háeyri Eyrarbakka. Lárus Ólafsson bar nafn afa síns, Lárusar Pálssonar smáskammta- læknis frá Arnardranga í Landbroti afkomanda sr. Jóns Steingrímsson- ar. Lárus Pálsson var námfús og lærði dönsku og þýsku í Reykjavík hjá Eggert Briem seinna presti á Höskuldsstöðum. Þetta var honum nauðsyn svo hann mætti lesa lækn- ingabækur. Þá fékk hann fræðslu um smáskammtalækningar hjá prestunum Magnúsi Jónssyni á Grenjaðarstað og Arnljóti Ólafssyni á Bægisá. Lárus hómópati flutti nú að Sjón- arhóli á Vatnsleysuströnd 1874 og rak þar búskap til sjós og lands. Guðrún Þórðardóttir kona hans var mesti skörungur og gæðakona. Lárus þótti alla tíð glöggur.og hepp- inn hómópati. Sr. Ólafur Ólafsson fríkirkju- prestur söng yfir honum og segir svo í líkræðunni. „Lækningarstörf- um hélt Lárus til æviloka, ferðaðist hann út um land á sumrum meðan heilsan og kraftar leyfðu. Var hann jafnan aðsóttur af sjúkum mönnum, hvar sem hann fór. Var hann fyrir þessar sakir kunnugur orðinn að fornu og nýju um endilangt ísland, og átti jafnan góða vini í flestum, ef ekki öllum sýslum landsins.“ Lárus Pálsson var trúmaður mikill og lagði svo fyrir að Passíusálmarn- ir væru lagðir á brjóst hans að honum önduðum. Það er sagt að Vatnsdalur í Húnaþingi og Fljótsdalur á Héraði séu veðursælastir allra dala, þeir liggja lágt yfir sjó, og náttúrufeg- urð mikil. Á Héraði ólust upp Lárus Ólafsson, sem hér er minnst, og systkini hans níu. Undu þau þar vel hag sínum í sveitakyrrðinni. Foreldrum hans búnaðist þar vel. Faðir hans var vel látinn í hinu víðlenda héraði og var glöggur læknir. Kona hans var gestrisin og gædd miklum mannkostum og fékk hið besta orð. Þegar Lárus var um fermingu kvaddi hann Brekku með trega, er föður hans var veitt Vestmanna- eyjalæknishérað 1925, en þar var einnig náttúrufegurð og margbreytt mannlíf. Lárus undi sér þar vel. Þetta var hægt og tekjumikið lækn- ishérað en faðir hans með stóran barnahóp. Ólafur læknir reisti læknissetur sem hann kallaði Am- ardranga. Lárusi Ólafssyni féll vel við sjóinn og var eitt sumar á togar- anum Sindra. Lárus fór í Gagnfræðaskólann á Akureyri, en að námi þar loknu settist hann í fjórða bekk Mennta- skólans í Reykjavík og varð stúdent 1933. Lárus var geðþekkur maður, dökkur og hár, fríður sýnum og snyrtimenni. Hann hafði jafnan létta lund, var glaðvær, söngmaður góður og söng um skeið í karlakórn- um Fóstbræðrum, frásagnagáfu hafði hann ríka í vinahópi. Leiðrétting í minningargrein um Sigríði Hall- dóru Guðjónsdóttur hér í blaðinu á skírdag misritaðist nafn yngstu dóttur hennar og eiginmanns henn- ar, Kristjáns Þorvarðarsonar. Hún heitir Guðjóna. Dóttirin Sigríður er fædd árið 1952 en ekki 1942. Á því ári fæddist elsta dóttir þeirra, Þórhildur. Um leið og þetta er leið- rétt er beðist afsökunar á mistökun- Að loknu stúdentsprófi stóð hann á vegamótum eins og við margir. Sagðist hann geta vel hugsað sér að verða prestur, því hann var trú- maður eins og Lárus afi hans. Þá voru föðurbræður hans merkir prestar, þeir sr. Sigurður Lárusson í Stykkishólmi og sr. Jakob Lárus- son í Holti. En ættar- og vensla- tengsl við læknislistina urðu sterkari. Getið hefur verið föður hans og afa, en föðursystur hans tvær, Margrét og Guðrún, voru gift- ar læknum. Er Olafur Örn Arnarson yfirlæknir á Landakoti systursonur Lárusar Ólafssonar. Árið 1933 settist Lárus Ólafsson í læknadeild og lauk heimspeki- prófi. En eftir þetta fyrsta lærdóms- ár bauðst honum lyfjafræðinám og tók hann því. Var hann nú í Ing- ólfsapóteki frá 1934—1938. Lauk hann Exam. pharm. í júní 1938. Bráðlega sigldi hann til Hafnar í framhaldsnám og starfaði eitt ár, 1939, í Lövens Kemiske Fabrik í Kaupmannahöfn. Hann fékk nú ábendingu frá fjárhaldsmanni sínum að nú myndi honum hollast að halda heim til íslandsbyggða. Lárus tók þessari ráðleggingu vel og gerði ferð sína heim, en mánuði seinna var Danmörk hertekin. Á þessum tíma mun Lárus hafa gerst túlkur hjá breska setuliðinu í Hvítanesi í Hvalfirði, sagði hann sjálfur svo frá að hann hefði haft umsjón með vinnuflokki við bygg- ingu húsa þar. 1943 gerist hann aðstoðarapó- tekari í Færeyjum. Fer þá hugur hans að stefna að lokaprófi í lyfja- fræði. Kom það sér nú vel að hann var orðinn leikinn í enskri tungu. Fór hann til Philadelphia College of Pharmacy and Science og lauk þaðan B.Sc.-prófi 1946. Hélt hann nú bráðlega heim og starfaði í ýmsum apótekum, mest í Reykjavík, enda vel að sér í faginu og hélt svo fram um árabil. Þá kom það í hug Egils Thorar- ensen kaupfélagsstjóra á Selfossi að sá ljóður væri á störfum kaup- félagsins að engin væri þar lyfjabúð eins og hjá KEA á Akureyri. Fékk hann lyfsöluleyfi 1949. Réð hann Lárus sem apótekara á Selfossi og undirbjó hann stofnun þess. Starf- aði Lárus þar til 1952. Um þessar mundir festi Lárus ráð sitt og gekk að eiga Ásdísi Lárusdóttur frá Austur-Meðalholt- um í Gaulvetjabæjarhreppi. Myndar konu, er hún vel gefin og listræn. Þau gengu í hjónaband 22. okt. 1951 á afmælisdegi hennar. Þau eignuðust tvo sonu, sem þáðir eru myndlistarmenn, Ólaf Óskar er kvæntist Steinunni Svavarsdóttur, barn þeirra Ásdís Hrund. Þau hjón skildu. Um skeið bjó Ólafur með Valdísi Óskarsdóttur og eignuðust þau dreng, Davíð Óskar. Yngri son- ur Lárusar og Ásdísar er Hannes Rúnar Óskar, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur lyfjafræðingi. Enn- fremur átti Lárus með konu sinni sveinbarn sem dó á fyrsta degi. Þau hjón Ásdís og Lárus slitu samvistir eftir 13 ára hjúskap. Um árabil stundaði Lárus lyfja- fræðistörf og síðustu árin verslun- arstörf meðan heilsan leyfði. En vegna meiðsla á fæti lá hann oft langdvölum, er fóturinn bagaði hann. Er ég flutti til Reykjavíkur heimsótti ég Lárus oft vikulega á Landspítalann og í Hátúni og rædd- um við margt saman. Hann dáði foreldra sína sem verðugt var. Ólaf föður sinn, sem reglusaman mann, góðviljaðan og glöggan lækni. Hóf- semi hans í vínnautn er hann dreypti aðeins á vínglasi, en Lárus hafði um skeið verið nokkuð ölkær. Móður sína Sylvíu er bjó þeim fyrir- myndar heimili á Brekku og Arnardranga í Eyjum. Hún sýndi mikla ástúð og umhyggju sínum stóra barnahópi. Lárus hafði jafnan stóra mynd fyrir ofan hvílu sína af móður sinni. Lárus hugsaði einnig ti! fjölskyldu sinnar, en ávallt var góður andi milli hans og fjölskyld- unnar. Hann gladdist yfir sonum sínum og var vel konum þeirra og hafði ánægju af bamabömum sínum. Láms var ekki dómharður um náungann né skólabræður sína sem eiga góðar minningar um hann. Hann er nú kvaddur af okkur gömlu skólafélögunum með góðum huga ög fyrirbæn til æðri heima. Pétur Þ. Intrialdsson t Minningarathöfn um eiginkonu mína, móöur, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐI JÓNSDÓTTUR, Kleppsvegi 28, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 24. april kl. 13.30. Útför verður gerð frá Víkurkirkju laugardaginn 25. apríl kl. 14.00. Jón Hallgrímsson, Sigurgrímur Jónsson, Sigrún Scheving, Erlen Jónsdóttir, Matthfas Gislason, Elín Jóna Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir sýndan vinarhug við fráfall móður okkar, MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hofteigi 42. Þorbjörg, Hólmfríður, Margrét, Sigurðurog Gunnar Jensbörn. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar SVEINBJÖRNS EGILS- SONAR frá kl. 13.00. Radíostofan hf., Skipholti 27. Símon Teitsson Borgamesi — Minning Fæddur 22. mars 1904 Dáinn 13. apríl 1987 Hinn 13. þ.m. lézt Símon Teits- son járnsmíðameistari á sjúkrahús- inu á Akranesi, 83 ára að aldri. Hann var fæddur 22. marz árið 1904 á Grímarsstöðum í Andakíls- hreppi. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Daníelsdóttir frá Hvít- árósi og Teitur Símonarson bóndi á Bárustöðum og síðar á Grímars- stöðum. Símon hlaut góða uppfræðslu í æsku, trúlega nokkuð umfram það sem almennt gekk og gerðist upp úr aldamótum. Gekk hann m.a. í Flensborgarskólann í Hafnarfirði. En hann var fróðleiksfús að upplagi og aflaði sér alla ævi víðtækrar þekkingar á landi og þjóð og menn- ingu hennar. Hann fylgdist og vel með um framvindu þjóðmála, ekki sízt málefna sveitarfélaganna og naut hann ávallt mikils trausts meðal sveitunga sinna vegna hyggni og farsælla tillagna um framfaramál og framkvæmd þeirra. Hann aðhylltist umbótastefnu í at- vinnumálum og beitti sér ávallt fyrir þeim málum, sem horfðu til fram- fara. Jafnan var hann þó gætinn og einkar hlutlægur í hugsun, eins og oft einkennir búhyggna menn, sem vilja nýsköpun, sem ætlað er að standi til frambúðar. Þessi festa þótti ætíð einkenna störf Símonar og vitna þar um störf hans í hrepps- nefnd Borgarness, en þar þótti hann ótrauður forgöngumaður umbóta og gat sér orð fyrir að koma á sátt- um. Árið 1942 hóf Símon störf hjá Finnboga Guðlaugssyni í Borgar- nesi. Var það landsþekkt fyrirtæki um marga áratugi, sem annaðist margháttaða nýsmíði og viðgerðir á vélum og bifreiðum. Það sam- starf varð báðum til góðs og er víst að verk Símonar og skyldurækni juku traust viðskiptamanna á fyrir- tækinu. Sjálfur fann Símon sér þarna viðfangsefni og lífsstarf við sitt hæfi — og gat hann þó víða haslað sér völl ef hann vildi, svo fjölhæfur sem hann var. Finnbogi mat og Símon mikils þótt ekki væru þeir alltaf sammála og er ég reyndar kunnugur þeirri virðingu, sem þeir báru hvor fyrir öðrum, því báðir voru þeir einlægir trúnaðar- vinir mínir. Finnbogi hefur um skeið legið þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akranesi. Atvikin réðust þannig að Símon var fluttur í sömu stofu dauðveikur og var ekki langt í mill- um þeirra er Símon dó, frekar en verið hafði lengst af í lífi þeirra og starfi á verkstæðinu í Brákarey. En nú bergmálar þar ekki lengur frá steðja Símonar. Ný tækni og nýir menn leysa brautryðjendurna af hólmi. Hér er ekki ætlunin að tíunda lífshlaup Símonar Teitssonar. En ekki vil ég þó skiljast svo við þessi kveðjuorð að ekki sé minnast á það hugðarefni Símonar, sem honum var einna hjartfólgnast, en það ef lífstíðarvinátta hans við íslenzka hestinn. Allt frá bernskuárum hlúði hann að hestum, tamdi þá og rækt- aði. Hann naut í ríkum mæli þess unaðar, sem samskiptin við hestinn geta veitt mönnum. Sú íþrótt er í senn göfgandi, heilnæm og skemmtileg. Sannarlega átti Símon margan gæðinginn sjálfur. En hann leiðbeindi einnig yngri áhugamönn- um og kenndi þeim að vekja gagnkvæmt traust milli manns og hests. "■ Símon var traustur maður og vinfastur. Hann var alla ævi gæfu- maður í einkalífi sínu, kvæntur Unni Bergsveinsdóttur, sem er ætt- uð úr Breiðafirði, fædd í Flatey. Eignuðust þau Símon fimm börn; Örn bifvélavirkja, Bergsvein kjöt- iðnaðarmann, Teit bifvélavirkja, Sigrúnu fulltrúa í sýsluskrifstofunni í Borgarnesi og Sigurbjörgu hús- freyju í Hafnarfirði. I dag sendum við hjónin og fjöl- skylda okkar Unni og börnunum einlægar samúðaróskir. Um leið minnumst við Símonar, þessa drengilega manns og þökkum sam- fylgdina. Ásgeir Pétursson t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR frá Gunnhildargeröi, Hátúni 10, Margrét Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Þráinn Jónsson, Þórunn Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Soffía Jónsdóttir, barnabörn Jóndóra Jónsdóttir, Marteinn Rúriksson, Ingveldur Pálsdóttir, Jóhann Bjarnason, Halldóra Hilmarsdóttir, Sigmar Ingvarsson, Gunnþór Bender, barnabarnabörn. og t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS VALDIMARSSONAR, Setbergi, Hauganesi. Birna Jóhannsdóttir. Vatdimar Kjartansson, Dagný Kjartansdóttir, Björn Kjartansson, Sigurlin Kjartansdóttir, Aðalheiður Kjartansdóttir, Björgvin Kjartansson, Sigþór Kjartansson, barnabörn og Kristín Jakobsdóttir, Ingólfur Jónsson, Svava Jóhannsdóttir, Jón Bjarnason, Jóhann Bjarnason, Laufey Sigurþórsdóttir, Sigrfður Jóhannsdóttir, barnabarnabörn. um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.