Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 72

Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 fréttum Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni Islandsmeistara- keppni 10-12 ára í dansi með frjálsri aðferð Laugardaginn 11. apríl fór fram í félagsmiðstöðinni, Tónabæ, í Reykjavík, íslandsmeistarakeppni 10-12 ára í dansi með fijálsri að- ferð. 29 einstaklingar og 18 hópar tóku þátt í keppninni, sem haldin hefur verið tvisvar áður og var mikil stemning meðal áhorfendanna 300, er dansararnir sýndu listir sínar. Selma Bjömsdóttir, Garðabæ hlaut fyrstu verðlaun í einstaklings- keppninni, Ingibjörg Haraldsdóttir varð númer tvö og Fanný Bjama- dóttir nr. þrjú. Kalaharihópurinn frá Garðabæ var hlutskarpastur í hópa- keppninni, í öðru sæti var Splash frá Reykjavík og í þvf þriðja Satum- us frá Reykjavík. Vinningshafar fengu bikara og verðlaunapeninga og auk þess fatnað, plötur og mat- arúttektir frá nokkrum verslunum. Keppendur sýndu mikil tilþrif Nú er um að gera að einbeita sér. Gamli skólinn kvaddur Stúdentsefnin í hinum ýmsu framhaldsskólum eru nú að hefja próflestur og er gamli skólinn yfirleitt kvaddur með virktum. Á síðustu árum hefur sú hefð skapast að nemendur klæða sig í alls kyns búninga við þetta tækifæri og fær tymgmyndarflugið að bregða á leik er búningarnir em hannaðir. Nem- endur í Menntaskólanum við Sund „dimitteruðu" þann 14. apríl og félagar þeirra úr Menntaskólanum í Reykjavík daginn eftir. Mátti þessa daga sjá heilu hópana þramma um bæinn klædda hinum skrautlegustu búningum. Bananar í uppáhaldi hjá MR-ingum. Ljósmynd/Rebekka Rán Samper Víg^reifir Kósakkar úr MR. Ljósmynd/Rebekka Rán Samper Herskáir menn innan úr Sundum. Lj6smynd/GUnnar Eriingsson MS-ingar - senn fijálsir? Ljósmynd/Gunnar Erlingsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.