Morgunblaðið - 22.04.1987, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 22.04.1987, Qupperneq 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987 ■J. > i 4)fi> hef verii útneFnd ^KreditKorhxdröttningi'ársins." ást er... . . . aó gefa Bonsai. TM R©g. U.S. Pat Otf,—all nghts resarvad c 1987 Los Angeles Times Syndicate Þú skalt reyná að ræða um málafærslulaunin við kon- una mina! HÖGNI HREKKVÍSI // ALLT í LAGI,ELS<AN •• É6 HITTI flQ 'A BARNO/W Með morgnnkafiinu DC. PSVK. Mér skilst þér þyki að ver- ið sé að gera gys að þér, þegar þú borgar fyrir sjón- varpið? Okrarans höfuð er guggið og grátt Til Velvakanda. Þessi grein er innlegg varðandi okurvexti í skjóli lögverndaðs þjófn- aðar en ekki endilega skrifuð til þess að koma höggi á núverandi stjómar- herra, vegna þess að þótt aðrir kæmust til valda í þeirra stað held ég að þeir myndu ekkert gera í mál- inu, þótt þeir byijuðu strax að æpa loforð um það hér og þar. Til þess er þeim málið alltof skylt. Það er kannski sama og að bera í bakkafullan lækinn að koma með sögu um hvernig vextir og verðbætur sem t.a.m. sakleysislegar stofnanir eins og bankar og sparisjóðir fá, en mér skilst að slíkar stofnanir séu hátt upp í 20 talsins, talið frá gamla miðbænum í nokkurn veginn beinni Iínu í áttina að Laugardalnum, svo eitthvað þarf af starfsfólki og þá peningagróða til að þetta geti þrifist. Frá einni slíkri stofnun voru teknar að láni 150.000 kr. mitt árið 1983. Lán þetta var bundið lánskjaravísi- tölu og var veitt til fjögurra ára með 16 afborugunum á 3ja mán. millibili. I dag er búið að borga af þessu láni 191.864 kr. og er þó eftir að greiða þijár afborganir en þegar því er lok- ið er búið að greiða samtals rúmar 250.000 og svo geta reikningsglöggir menn á vegum þessara lánastofnana framreiknað þessa upphæð til raun- virðis í dag til uppörvunar fyrir tilvonandi lántakendur, en ofangreind lán var tekið 23/9 ’83, ef þið vilduð gjöra svo vel. Þetta er smáræði og allt að því smáborgaraleg uppástunga hjá mér, en þar sem mér er oft hugsað til víðara samhengis í stað þess að vera bara þægur og góður einblínungur, gat ég ekki hætt að velta fyrir mér tölum hjá því fólki sem tóku margf- alt hærri lán. Látum þetta nægja um bankana og sparisjóðina en ég hef grun um að enginn á þeirra vegum lyfti upp stílvopni þó ekki væri nema til að bera blak af vaxtaokrinu — til þess er þeim málið alltof skylt. Eg spjallaði við konu sem vinnur hjá húsnæðislánakerfmu. Sú hafði tekið lán — húsnæðismálalán — og mér skildist á henni að það væri svona lán sem yxi eftir því sem meira væri borgað af því — upp í nokkurs konar eignaupptöku í mörgum tilvikum, þannig að lánið getur orðið meira en sem nemur t.d. brunabótamati á eign þeirri er það fær að æxlast í. Þá er viðkomandi fasteignaeigandi skyndi- lega orðinn fyrrverandi fasteignaeig- andi og spurning hvort ekki væri betra fyrir hann að láta „eign“ sína til skuldareiganda áður en hann þarf að fara að borga með henni ef honum dytti í hug að reyna að selja hana á almennum markaði og fengið sína fyrrverandi fasteign bara leigða frá skuldareiganda á vægu verði dágóð- an tíma. Þá þarf hann ekki að vera að basla við að borga af láninu og vera fasteignaeigandi að nafninu til sem þarf að borga öll fasteignagjöld og halda eigninni við o.s.frv. Því ekk- ert er til í lögum sem skyldar skuldar- eigendur að standa í þess háttar. Kæri Velvakandi. Ég er gistikennari við háskólann á vormisseri og er að reyna að læra tungumálið. Þess vegna er ég þakk- lát fyrir íslenskan texta við barna- efni í sjónvarpinu. Góð æfing, og mér finnst það auðveldara að lesa íslensku en að skilja málið þegar talað er á venjulegum hraða. En ég get ekki annað en spurt: Hveij- Upphaflegt lán sem þessi kona fékk 1983 var 60.000 en var í apríl 1987 kr. 200.000 þrátt fyrir afborg- anir. Það þýðir líka að þeir sem tóku lán frá lífeyrissjóð eða húsn.lánakerf- inu, t.d. úti á landi, að upphæð 600.000 kr. 1983 skulda nú kr. 2 milljónir, ég rita TVÆR MILLIÓNIR svo að sá sem tekur við greininni eða sá sem lætur hana í setningu haldi ekki að hér sé um prentvillu að ræða og gleymi nokkrum núllum. Eignir úti á landi hafa ekki hækkað svona mikið síðan 1983. Hveijir nærast á þessu okri? Er enginn ábyrgur? Er möguleiki á að lagfæra þennan þjófnað á fasteignum þegna þessa lands. Hveijir eru hinir seku? Eftir höfðinu dansa limimir og sá er sekur hvort sem það er stjórn- málaflokkur eða eitthvað annað sem setti þetta svindl á laggirnar. Sekt nr. 2 liggur hjá þeim er taka þátt í þessu siðlausa athæfi. Sekt nr. 3 liggur hjá þeim sjálfum sem þessu óréttlæti eru beittir ef þeir þegja yfir því. Þröstur J. Karlsson um er textinn ætlaður? Heldur fólk raunverulega að íslensk börn, t.d. sex eða sjö ára, geti lesið textann? Sama er að segja um barnakvik- myndir og -myndbönd. Ég votta börnunum hér á landi dýpstu samúð mína. Það er hundleiðinlegt að skilja ekki talið!! Joan Maling Hverjum er textinn ætlaður? Víkverji skrifar Nú fara að verða síðustu forvöð fyrir þá, sem hafa atvinnu af að kanna skoðanir kjósenda, áður en dómurinn sjálfur fellur í kosning- unum á laugardag. Á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum hefur samkeppni aukist að undanförnu. Ef rétt er munað, eru það fjórir aðilar, sem hafa samband við fólk til að komast að raun um afstöðu þess: Félagsvísindastofnun háskól- ans, SKÁIS, Hagvangur og DV. I sumum löndum eru opinberar reglur um hvernig staðið skuli að framkvæmd slíkra kannanna og hvenær birta má niðurstöður í þeim opinberlega. Til dæmis eru því skorður settar, hve nærri kjördegi sagt er frá viðhorfi almennings til einstakra flokka. Engar slíkar regl- ur eru tii hér á landi. Kannski er þeirra alls ekki þörf. Við getum vafalaust treyst þvi, að staðið sé að þessum athugunum á hlutlægan og vandaðan hátt. Víkveiji fékk þó bakþanka, þegar átta ára drengur sagði honum sigri hrósandi frá því síðastliðinn laug- aradag, að hann hefði eflt ákveðinn stjórnmálaflokk með stuðningi sínum. Hvernig gerðist þetta? „Síminn hringdi," sagði drengurinn „og kona sagði, að þetta væri hjá SKÁÍS og hvort hún mætti spyija mig að því, hvaða flokk ég myndi kjósa, ef kosið yrði í dag. Ég sagði nafnið á flokknum og hún þakkaði mér bara fyrir og lagði á.“ xxx Víkverja þótti það sniðugt hjá framsóknarmönnum að hefja mikla auglýsingaherferð sjálfum sér til stuðnings á Stöð 2. En eftir að hafa fylgst með þessum auglýs- ingum í nokkra daga, fóru að renna á hann tvær grímur. Er það svona, sem á að reka stjórnmál? Byggjast þau á ofdýrkun á einstökum mönn- um og þeirri einföldun, sem í henni fellst? Framsóknarmenn litu þannig á, að flokkur þeirra væri í mikilli kreppu fyrir þessar kosningar. Hann þyrfti að höfða til fólks með nýjum hætti í því skyni að þurrka út þá'ímynd, að flokkurinn væri gamaldags kerfisflokkur og for- ystumenn hans hugsuðu ekki um annað en ráðherrastóla, svo að vitn- að sé til atriða, sem framsóknar- menn nefna gjarnan sjálfir, þegar þeir ræða um flokkinn sinn. Sú ákvörðun að hefja auglýsinga- herferð í sjónvarpi sýnir, að framsóknarmenn eru ekki fastir í sama fari. Á hinn bóginn ýtir dýrk- unin á Steingrími Hermannssyni og myndir af honum, þar sem hann er að sinna embættiserindum sem forsætisráðherra eða að ganga inn í Stjórnarráðshúsið, undir þá skoð- un, að verið sé að kjósa mann í ráðherrastól frekar en á Alþingi. Notkun ytri tákna, húsa, högg- mynda og rauðra dregla til að auka trú á einstaklingum er ekki bundinn við Framsóknarflokkinn. Þannig var Þorgils Axelsson efsti maður hjá Bandalagi jafnaðarmanna í Reykjaneskjördæmi kynntur með áhrifamiklum hætti af flokki sína í Stöð 2. Þorgils gekk rösklega inn á skjáinn úr skjóli styttunnar af Kristjáni níunda konungi á Stjórn- arráðsblettinum, þar sem hann afhendir íslendingum stjórnar- skrána 1874. Telur Þorgils að sjálfsögðu brýnt, að Islendingar fái nýja stjórnarskrá! xxx Víkveiji ók austur fyrir fjall á páskadag. Þá var allt að sjálf- sögðu lokað í höfuðborginni. En um leið og komið var inn I Árnessýlsu stóðu viðskipti við ferðamenn með miklum blóma. Meira að segja sást fólk í vatnsrennibrautunum í Hótel Ork í Hveragerði. Hvenær kemur að því að hið sama gildi um alla landsmenn um þjónustu á helgidög- um? Er það ekki orðið úrelt að leggja niður starfsemi í jafn langan tíma og raun ber vitni um páskana — þótt öllum þyki okkur auðvitað notalegt að fá frí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.