Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 84

Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 84
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA | I GuójónÓ.hf. 1 91-27233 Vjjóno^, ffgtittliIftMto /aNQAMWIMMI IRAKii SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Skrifstofur rýmdarvegna NATO-fimdar ALLAR skrifstofur á þriðju i Hótel Sögn verða rýmdar í byrjun júní næstkomandi vegna fundar utanríkisráð- herra NATO-ríkjanna, sem þá verður haldinn hér í Reykjavík. Hér er um að ræða skrifstofur Búnaðarfélags íslands, Stéttar- sambands bænda og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins og mun flest starfsfólk á þessum þremur skrif- stofum, á milli 40 til 50 manns, taka sér sumarfrí á þessum tíma. Sérstök ósk barst um að hús- næðið yrði rýmt vegna fundar utanríkisráðherranna og urðu áð- umefnd samtök góðfúslega við þeirri beiðni. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur á sama tíma efnt til hóp- ferðar til Rínarlanda og að sögn Gunnars Guðbjartssonar, fram- kvæmdastjóra, er sú ferð farin í tilefni af 40 ára starfsafmæli Framleiðsluráðsins, og því ekki í neinum tengslum við NATO- fundinn á Hótel Sögu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg IÞYRLUA KJORSTAÐ HJÓNIN á Hornbjargsvita, Álfhildur Benediktsdóttir og Ragnar Jóhann Halldórsson, nutu góðrar þjónustu Landhelgisgæslunnar nýverið er þau þurftu að komast á kjörstað á ísafirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var í gæsluflugi fyrir vestan og þótti þá tilvalið að nota ferðina og koma hjónunum á kjörstað enda alls óvíst hvemig viðrar á Vestfjörðum á kjördag, en þarna á milli er einungis hægt að komast sjóleiðina eða með þyrlu. Flugið til ísafjarðar tók um 20 mínútur og auk þess að kjósa notuðu hjónin ferðina til innkaupa. Meðfylgjandi mynd tók ljós- myndari Morgunblaðsins, Ámi Sæberg, þegar þyrlan lenti aftur á Hornbjargi og höfðu hjónin þá verið alls fjórar klukkustundir í burtu. Börnin þijú höfðu beðið heima á Horni í umsjón ömmu sinnar. w Kir kj umunir nir komnir til skila Morgunblaðið/Einar Falur Þráinn Bjarnason, formaður sóknarnefndar, kemur altarisstjök- unum, sem em 220 ára gamlir, fyrir á sínum stað í kirkjunni á Búðum. Altaristaflan er frá árinu 1750. Kirkjumunirnir, sem stolið var úr Búðakirkju á Snæfells- nesi fyrr í mánuðinum, eru nú komnir í leitirnar og innbrotið upplýst. Lögreglan afhenti Þráni Bjarnasyni í Hlíðarholti, formanni sóknarnefndar, grip- ina þegar búið var að rannsaka málið og fór hann með þá i kirkjuna í gær, ásamt sóknar- prestinum, séra Rögnvaldi Finnbogasyni á Staðarstað. „Við emm öll fegin að fá þessa gripi aftur. Þeir eru nánast verðlausir nema hér í kirkj- unni,“ sagði séra Rögnvaldur. Tveir menn búsettir á Hellis- sandi viðurkenndu þjófnaðinn þegar lögreglan yfirheyrði þá vegna annars máls um páskahelg- ina. Annar maðurinn kveikti í bílskúr við íbúðarhús og bíl á Hellissandi aðfaranótt föstudags- ins langa. Notaði hann landa, sem hann hafði bruggað ásamt félög- um sínum, sem eldsnejdi við íkveikjuna og skildi flöskuna eftir á vettvangi með smálögg í. Landinn var rakinn til hans og upplýstust þá stórt bruggmál og íkveikjan í bílskúrnum. I fram- haldi af því viðurkenndu mennirn- ir ýmis afbrot sem þeir hafa framið. Meðal þeirra er kirkjurán- ið á Búðum og íkveikja í einu af húsum Hraðfrystihúss Hellis- sands hf. í febrúar í fyrra er stjórtjón varð. Þá viðurkenndu þeir allmörg innbrot, þjófnaði, skemmdarverk og ávísanafals. Sjá frétt á blaðsíðu 36. Alverið í Straumsvík: Tæpir 4 milljarðar í aukið rekstrarfé stefnt að hallalausum rekstri á árinu ÁLVERIÐ í Straumsvík hefur fengið 150 milljónir svissneskra franka eða um 3,9 milljarða ís- lenskra króna í viðbótarrekstr- arfé frá Alusuisse. Stefnt er að því að ISAL verði rekið halla- laust á þessu ári og benda fyrstu rekstrartölur til að það takist. Á síðasta ári nam tap fyrirtækisins 714 milljónum króna. að leggja fyrirtækjunum til rekstr- arfé. Sú stefna hefur verið tekin að framleiða verðmætari vörur í ál- verksmiðjum Alusuisse en áður og hefur framleiðsla á verðmætari vör- um til endanlegra nota aukist úr 50% í 70% í Straumsvík undanfar- ið. Þá er sífellt meiri áhersla lögð þar á rekstrarhagræðingu. Sjá frétt og viðtal við Ragnar Halldórsson bls. 46 Þota í gegnum Viðbótarrekstrarfé þetta verður aðallega notað til að minnka af- skriftarstofn í rekstrarreikningi ÍSAL, en hár fjármagnskostnaður hefur verið ein af aðalástæðum fyr- ir taprekstri fýrirtækisins undan- farin ár. Nýir stjómendur Alusuisse hafa ákveðið að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins og arðbærra dótturfyrirtækja með því að lækka hlutafé sitt til helminga og afskrifa skuldir dótturfyrirtækjanna á móti. Einnig verður gengið í varasjóði til hljóðmúrinn? Sunnlendingar í nánd við Hvolsvöll töldu sig verða vara við það i gærmorgun að hljóðfrá þota færi í gegnum hljóðmúrinn. Talsverður hvellur heyrðist og hrikti í hurðum. Engar kvartanir höfðu í gær borist til loftferðaeftirlitsins vegna þessa, en hjá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli fengust þær upplýs- ingar að þá um morguninn hefðu F-15-flugvélar farið frá Keflavík til æfingasvæðis við Höfn í Horna- firði. Eir. vélanna hefði hugsanlega getað rofið hljóðmúrinn óafvitandi en reglur Varnarliðsins segðu að í flugi yfir landi væri aldrei farið yfir hraða hljóðsins. Saltaður handfiskur og bútungur til Reunion SÍF hefur nú samið um sölu á nokkru magni af söltuðum hand- fiski og bútungi til eyríkisins Reunion á Indlandshafi. I dag fer fyrsti gámurinn áleiðis þangað. Takist vel til með þessa sendingu áætlar SÍF að aðrar fylgi í kjölfar- ið. Á Reunion, sem er frönsk nýlenda, er hefð fyrir neyzlu salt- fisks og má ætla að markaður sé þar fyrir nokkur húndruð tonn á ári. Sigurður Haraldsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍF, sagði í samtali við Morgunblaðið, að salt- fiskmarkaði væri víða að finna í þriðja heiminum, en því miður gætu fæst þessara landa borgað nægilega hátt verð fyrir saltfiskinn. Reunion væri dæmi um markað, sem fylgzt hefði verið með og væri nú tilbúinn til að greiða markaðsverð fyrir salt- fiskinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.