Morgunblaðið - 28.04.1987, Page 31

Morgunblaðið - 28.04.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 31 400 skæruliðar á Sri Lanka felldir Colombo, Reuter. Stjórnarhermenn á Srí Lanka hafa fellt rúmlega 400 Tamíla í mikílli herferð gegn skæruliðum undanfarna fimm daga, að þvi er embættismenn sögðu í gær. Blásið var til nýrrar sóknar gegn skæruliðum til að hefna fyrir fjölda- morðið í miðborg Colombo, höfuð- borg landsins, í síðustu viku. Embættismaður sagði að um 150 skæruliðar hefðu verið felldir í áhlaupi á stöðvar þeirra við borgina Jaffna á norðurhluta eynnar. Um 250 til viðbótar voru síðan felldir S austurhluta landsins, flestir þeirra í árás víkingasveitar stjómarhersins á stöðvar skæruliða í Eeralukulam í héraðinu Batticaloa í austurhlut- anum sl. laugardag. Talsmaður stjómarhersins sagði að 23 hermenn stjómarinnar hefðu fallið í árásum á skæmliða síðustu daga. Moskva: Afram viðbúnaður í bandaríska sendiráðinu New York, Reuter. JACK Matlock, sendiherra Bandaríkjanna í Sovétríkjunum, sagði í viðtali, sem birtist í tima- ritinu Newsweek i gær, að sérstakur viðbúnaður væri enn viðhafður í sendiráðinu í Moskvu vegna njósnahneykslisins á dög- unum. hugasemdarlaust. Vörðurinn, sem er korporáll í sjóhemum, sagði að vemlega hefði verið slakað á örygg- isvörzlu við sendiráðið og ýmiss konar boð og bönn virt að vettugi. Stórveldin hafa að undanfömu verið að brigsla hvort öðm um njósnir og aðra ósvinnu og sendimenn þeirra segjast hvergi vera óhultir, allra síst innan- dyra í eigin húsakynnum. Þessi mynd af tveimur mönnum á tali, líklega fulltrúum stórveldanna, birt- ist í New York Times fyrir nokkm og minnir á, að oft er í holti heyrandi nær. Bretland: Matlock sagði að ný sveit örygg- isvarða úr landgönguliði flotans væri á leið til Moskvu. Væri þar um að ræða sérstaka úrvalssveit manna, sem valdir hefðu verið sérs- taklega vegna hneykslisins á dögunum. Þá vom fjórir varðliðar afhjúpað- ir fyrir að hafa leyft sovézkum njósnumm að valsa um sendiráðs- bygginguna gegn blíðu sovézkra kvenna. Talið var að njósnaramir hefðu notað tækifærið og komið hljóðnemum fyrir út um alla bygg- inguna. Loks skýrði Newsweek frá því að Duane Parks, fyrrverandi örygg- isvörður við sendiráðið, hefði við rannsókn njósnamálsins sagt frá því að í fyrra hefðu tveir öryggis- verðir farið með tvær pólskar konur upp á herbergi sín. Hefði þeim ver- ið hleypt í gegnum hið vel varða aðalhlið sendiráðslóðarinnar at- Undirbúningur kosninga- baráttunnar að hefjast St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra og Neil Kinnock, leið- togi Verkamannaflokksins, héldu fundi nú um helgina til að undirbúa komandi kosningabar- áttu. Allt bendir til, að kosningar verði haldnar í júnímánuði. Skoð- anakannanir benda til, að Ihalds- flokkurinn hafi veruiegt forskot á Verkamannaflokkinn. Frú Thatcher sótti ásamt fimm öðram ráðhermm úr ríkisstjóminni fund með 200 frambjóðendum íhaldsflokksins í komandi kosning- um. Fundurinn var haldinn í Birmingham, en búist er við, að úrslit kosninganna ráðist f Miðlönd- um. Þetta var undirbúningsfundur frambjóðendanna, þar sem farið var yfír helstu málefni, sem deilt mun verða um. Á þessum fundi, sem var lokaður blaðamönnum, hélt forsætisráð- herrann klukkustundar langa ræðu Svissnesk dagblöð um kosningarnar: íslenskum viðskiptum líkt við venjur undirheimanna Zttrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FALL ríkisstjómar Steingríms riðin í fréttum svissneskra Hermannssonar og kosninga- fjölmiðla af úrslitum alþingis- sigur kvennalistans era aðalat- kosninganna á íslandi á laugar- Kosningamar vekja athygli 1 Hollandi Wageningen, frá Eggert Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÚRSLIT kosninganna á íslandi ingabaráttunnar og var forsíðufrétt hollenskra dagblaða á mánudagsmorgun. Sú staðreynd að ríkissljóra Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins tapaði meiri- hluta sínum á þingi og Kvennalistinn bætti við sig umtalsverðu fylgi, vakti mesta athygli fréttaskýrenda. Lykil- staða Kvennalistans við vænt- anlega stjórnarmyndun og það að nú kæmist slíkur flokkur ef til vill í fyrsta skipti i rikis- stjórn í mannkynssögunni, þótti mörgum athyglisverð þróun. íslenzku kosningamar vöktu töluverða athygli hollenskra blaðamanna á kosningadag. Öll helstu dagblöð landsins birtu greinar um helstu viðburði kosn- spár um væntanleg úrslit hennar. Klofn- ingur Sjálfstæðisflokksins, og það mikla fylgi sem gert var ráð fyrir að flokkurinn tapaði til Borgara- flokksins, vakti einnig mikla athygli. Jafnframt var leitt getum að því að félli stjómin og vinstri stjóm tæki við eftir kosningar, gæti það haft alvarleg áhrif fyrir áframhaldandi vem vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Með tilliti til þess hversu mikilvægu hlut- verki vamarliðið á íslandi gegnir í augum margra Hollendinga, má gera ráð fyrir að hollenskir fjöl- miðlar muni fylgjast vel með væntanlegum stjómarmyndunar- viðræðum í Reylqavík næstu vikur. dag. Þingsætafjölda Borgara- flokksins er einnig getið en viða er hvorki minnst á Alþýðuflokk né Alþýðubandalag. Dagblaðið Tages Anzeiger, sem er gefíð út í Ziirich, birti frétt af alþingiskosningunum frá frétta- ritara sínum í Stokkhólmi í gær. Þar segir um frammistöðu Borg- araflokksins: „Borgaraflokkurinn, sem var stofnaður fyrir nokkmm vikum í mótmælaskyni við fráví- sun Alberts úr ríkisstjóminni, hlaut 10 prósent atkvæða og 6 af 63 kjömum þingmönnum. Það er vel við hæfí í íslenskri pólitík: ættartengsl, klíkuskapur og sam- bland einka- og opinberra aðgerða setja einnig svip á störf annarra stjómmálamanna á eyjunni. Við- skipti landsins fara að hluta til fram með þeim hætti að helst minnir á venjur undirheimanna." Neue Zurcher Zeitung birti nokkuð rækilega frétt af kosnin- gaúrslitunum frá fréttaritara sínum í Kaupmannahöfn. Þar seg- ir meðai annars að kvennalistinn sé nú veigamikið afl í landinu og muni jafnvel eiga sæti í næstu ríkisstjóm. Fréttaritari blaðsins telur hins vegar ólíklegt að Borg- araflokknum verði boðin aðild að stjómarmyndun. og tíundaði öll helstu afrek stjómar- innar síðastliðin átta ár. Hún sagði, að það þyrfti að vera öllum ljóst, hvað stjómin hefði gert í efna- hagslífínu. „Við emm hinn góði framkvæmdaflokkur," sagði hún. „Við emm næsta skrefíð áfram í þjóðlífínu. Okkur er sagt, að margt eigi eftir að gera. En við emm ekki að glata kröftunum; við emm að safna þeim.“ Thatcher sagði, að meira þyrfti að selja af eignum rikisins; með meiri einkaeign byggi ein þjóð í landinu. Á fundinum var Thatcher spurð, hvort hún mundi stofna kvenna- ráðuneyti, ef hún ynni næstu kosningar, en það er eitt af baráttu- málum Verkamannaflokksins. Hún svaraði því til, að sér fyndist ævin- lega brýn þörf á karlaráðuneyti, þegar hún hlustaði á Neil Kinnock. Neil Kinnock hélt fund í Nort- hampton með flokksmönnum. Hann notaði tækifærið og réðst harkalega á Bandalagið og þá, sem halda því fram, að fyrst og fremst eigi að kjósa þann frambjóðanda, sem mestan möguleika eigi á að fella frambjóðanda íhaldsflokksins. Hann sagði, að þetta mundi færa Thatcher sigur í kosningunum og það væri ekkert afl í breskum stjómmálum nema Verkamanna- flokkurinn, sem gæti fellt sljóm Thatcher. Ræðunni var vel tekið, en hún er fyrsti liður í áætlun leið- togans til að efla flokkinn eftir slæmt gengi í skoðanakönnunum að undanfömu. Skoðanakönnun, sem birtist í The Observer síðastliðinn sunnudag, gefur íhaldsflokknum 11% forskot á Verkamannaflokkinn. 42% að- spurðra kváðust mundu kjósa íhaldsflokkinn, 31% Verkamanna- flokkinn og 25% Bandalagið. Þessar tölur þýddu, að íhaldsflokkurinn fengi 94 sæta meirihluta í neðri málstofu breska þingsins. Flestar skoðanakannanir spá íhaldsflokkn- um sigri. Verkamannaflokkurinn þyrfti um 10% sveiflu atkvæða til sín til að sigra. Það hefur ekki gerst frá árinu 1945, þegar flokkurinn vann glæstasta og óvæntasta sigur í sögu sinni. Portúgal: Tilkynnir Soares um kosningar í dag? I íoiiohnn Rantar Lissabon, Reuter. MARIO Soares, forseti Portú- gals, hefur kallað Þjóðarráð landsins til fundar þriðjudag og þykir þetta benda til, að Soares hafi ákveðið að leysa upp þingið og boða til kosninga, sennilega um miðjan júlí. Stjómarkreppa hefur verið I þrjár vikur, eða frá því ríkisstjóm Anibal Cavaco Silva féll í atkvæðagreiðslu um vantraust. Talið er einsætt að flokkarnir, sem stóðu að því að koma ríkisstjóminni frá, einkum Lýðræðislegi endumýjunarflokkur Eanes, fyrv. forseta, hafi vonazt til að Soares fæli annað hvort Eanes eða Constancio, foringja Sósialista að mynda stjóm. Stjómarandstaðan er ekki áfjáð í kosningar, að sögn fréttaskýrenda, þar sem stjóm Cavaco Silva hefur notið mikilla vinsælda og hefur náð vemlegum tökum á efnahagsóreiðunni, sem ríkti í landinu. Stjómmálasérfræð- ingar spá flokki Cavaco Silva mikilli fylgisaukningu í kosningum nú. Aftur á móti er búizt við að atkvæð- in hrynji af Eanistum, Lýðræðislega endumýjunarflokknum. Stjómmálasérfræðingar segja að það sé kaldhæðnislegt að svo virð- ist sem Lýðræðislegi endum ýjunarflokkurinn hafí hreinlega tekið sér sína eigin gröf með því að þeysa fram á þingingu með van- trauststillöguna. Það hefði ekki þurft mikla vizku til að sjá að Soar- es myndi aldrei hafa falið Eanes stjómarmyndun og forsenda fyrir því að Soares snúi sér til Vitor Constancio, formanns sósialista, virðist ekki raunhæfur kostur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.