Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Snjó- bílnum bjarg- aðaf . sprungu áVatna- jökli Ferðalangarnir létu óhappið ekki raska ró sinni Eskifirði. SNJÓBÍLLINN Tanni sem er í eign Benna og Svenna hf. á Eskifirði festist í sprungu í austanverðum Kverkfjallahrygg á Vatna- jökli á föstudaginn langa og sat þar fastur í á annan sól- arhring. Bílsljórinn Sveinn Sigurbjaraarson var á ferð á jöklinum með hóp ferða- manna frá fjórum löndum en alls voru í bílnum tólf farþegar frá Danmörku, Þýskalandi og Svíþjóð auk íslendinga. Farþegunum varð ekki meira um en svo, að enginn vildi snúa heim eftir óhappið og var förinni haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist og kom hóp- urinn til byggða á sumar- daginn fyrsta. Að sögn Sveins lagði hópurinn af stað á skírdag og var fyrir- huguð átta daga ferð um jökulinn. Það var svo kl. 22.00 á föstudag að bfllinn festist á sprungu í aust- anverðum Kverkfjallahrygg. Morgunblaðið/Sveinn Sprungan var u.þ.b. 15 metra djúp, 3-5 metra breið og 30-40 metrar á lengd. Á myndinni má sjá hvernig Tanni er þvert yfir sprungunni, siginn niður hægra megin að aftan. Sveinn athugar aðstæður áður en hann keyrir Tanna eftir þverslánum yfir á „fast land“. Rin ISLAND Aðalfundur 1987 Aðalfundur FORM ISLAND — félags áhugamanna um hönnun — verður hald- inn í dag þriðjudaginn 28. apríl 1987 kl. 17:00 á Hallveigarstíg 1, kjallara. Að loknum aðalfundarstörfum mun dr. Ingjaldur Hannibalsson forstjóri Álafoss hf. halda fyrirlestur um tengsl hönnuða og framleiðenda og mikilvægi markaðs- mála. Fyrirlesturinn hefst kl. 18:00 og eru allir áhugamenn um hönnun velkomnir. Aðstæður á jöklinum eru þannig að mjög snjólítið er þar uppi og snjóhengjur því þynnri og með minna burðarþol en að öllu jöfnu. Farþegamir tólf í bílnum, en sá yngsti í hópnum var 10 ára gam- all og annar félagi hans 12 ára, sýndu allir fullkomna stillingu og héldu ró sinni þrátt fyrir þetta óhapp. Hjálparsveit skáta á Fljóts- dalshéraði sem var stödd í Sigurð- arskála við æfingar kom fljótlega á vettvang og veitti aðstoð. Síðar komu svo menn úr björgunarsveit- inni Gró frá Egilsstöðum með búnað úr byggð. Komu þeir á snjóbflunum Innikrák og Goða, sem er útbúinn með snjótönn og spili. Upphaflega var ætlunin að fylla í sprungumar undir Tanna með snjó en þegar til kom reynd- ist ekki vera nægilega mikill snjór til staðar í nágrenninu en óvenju- snjólétt er á jöklinum eins og áður sagði. Þegar þessi leið reyndist ekki fær var gripið til þess ráðs að draga Tanna, sem lá 50 gráður á sprungustefnuna, þannig að hann lægi í 90 gráður. Var hann síðan dreginn upp á þverslár og dregin á þeim yfir sprunguna og var bfllinn laus um kl. 12.30 á páskadag. Sveinn Sigurbjarnarson. Á meðan á björgunaraðgerðum stóð dvöldu farþegar í góðu yfir- læti í tjöldum við sprunguna og höfðu eldhús í snjóhúsi. Þegar að loknum björgunarstörfum var ferðinni haldið áfram áleiðis til Grímsvatna þar sem dvalið var í tvo sólarhringa í slæmu veðri. Snjóbíllinn Tanni sem hópurinn var á er kanadískur af Bombardi- er-gerð, árgerð 1974, ogvarfyrsti snjóbfllinn hér á landi er útbúin var með snjótönn. Þjónaði bíllinn fyrst Austfirðingum með ferðum yfir Oddsskarð í tíu ár með góðum árangri. Tanni og Sveinn Sigurbjamar- son hafa áður órðið fréttaefni en Sveinn var með þeim fyrstu til að notfæra sér loran-tæki við fjallaferðir og er Tanni annar bfllinn hér á landi er búinn var slíku tæki. Sagði Sveinn að tæki þessi væru nú orðin algeng bæði hjá snjósleða- og jeppamönnum. Vildi hann þó vara menn við að treysta tækinu í blindni. Alltaf þyrftu menn að reiða sig fyrst og fremst á eigin dómgreind þar sem loraninn getur breytt sér við viss veðurskilyrði og eins ef menn em staddir við fjöll. Loks sagðist Sveinn vilja koma á framfæri þakklæti til hjálparmanna úr björgunarsveit Slysavarnafélags- ins á Egilsstöðum og hjálparsveit skáta á Fljótsdalshéraði. — Ingólfur ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.