Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1987
Kvennalistakonur funduðu um helgina:
Reiðubúnar að ganga
á fund forsetans
Hafatilnefnt Guðrúnu Agnarsdóttur
og Kristínu Karlsdóttur til þess að
ræða við forsetann
Pétur í hópi sýningargesta. Lúðraflokkur lék lagið „Komdu nið-
ur . . .“ þegar hann kom niður af þaki Laugardalshallarinnar eftir
300 klukkustunda einveru.
Söfnun Krýsuvíkursamtakanna:
Náðu milljón
króna markinu
KVENNALISTAKONUR segjast
tilbúnar til þess að ganga á fund
forseta íslands og greina henni
frá þeim megináherslum sem
þær vilji ganga út frá í hugsan-
legum stjórnarmyndunarviðræð-
um. Hafa þær ákveðið að þær
Guðrún Agnarsdóttir og Kristín
Karlsdóttir, sem skipaði efsta
sæti listans i Austurlandskjör-
SJÓMAÐUR á Lýtingi NS 250
drukknaði er hann festist í linu
og dróst fyrir borð þegar bátur-
inn var að veiðum á laugardag.
Skipið var statt um tvær mílur
frá landi, skammt frá Bakkafirði,
þegar slysið varð. Verið var að
leggja línu og vafðist hún um fót
sjómannsins, sem dróst fyrir borð.
Félagar hans gerðu strax ráðstaf-
anir til að ná honum inn, en þegar
það tókst var hann látinn. Sjópróf
MENN á vélsleðum hafa í vetur
farið inn í skógrækt Siglfirðinga
í Skarðdalslandi og þeyst um
skógræktarsvæðið þvert og endi-
langt. Að sögn Jóhanns Þorvalds-
sonar, skógræktarfrömuðar, er
aðkoman ljót og hafa skemmdir
verið unnar á gTÓðri.
Vélsleðamennirnir hafa klippt
dæmi, gangi á fund forsetans,
þegar forsetinn ákveður viðræð-
ur við fulltrúa stjórnmálaflokk-
anna. Jafnframt segjast þær
tilbúnar fari svo að forsetinn
feli þeim umboð til stjórnar-
myndunar. Þetta kom fram í
samtali Morgunblaðsins við
Kristínu Halldórsdóttur alþingis-
mann í gærkveldi.
vegna málsins voru haldin á Vopna-
firði í gær, en að sögn Sigurðar
Helgasonar, sýslumanns, kom ekk-
ert fram í þeim sem gæti bent til
þess að aðbúnaði um borð væri
ábótavant.
Sjómaðurinn hét Viðar Ólafsson,
til heimilis á Fagrahjalla 19 á
Vopnafirði. Hann var 25 ára gam-
all, kvæntur og átti tvö böm.
göt á skógræktargirðinguna til að
komast inn í hana.
Skógræktarfólkið hefur lagt
geysilega vinnu í skógræktina og
er hörmulegt til þess að vita að
einhveijir skuli bijótast þangað inn
og valda skemmdum á nýgræðingi.
Matthías.
Ekkert liggur fyrir um það hve-
nær forseti Islands mun ræða við
formenn stjómarflokkanna, en við-
mælendur Morgunblaðsins í gær
bjuggust ekkert frekar við að það
yrði fyrr en síðar í vikunni.
Kristín Halldórsdóttir sagði að
ekki væri hægt að tala um að undir-
búningsvinna kvennalistakvenna
hefði miðast við það að taka út ein-
hvern lágmarksskilyrðalista. „Við
emm með sterka meginpunkta og
við munum ekki gefa þá upp, fyrr
en þessu samtali við forsetann er
lokið,“ sagði Kristín.
Kristín var spurð hvenær hún
teldi að kvennalistakonur yrðu til-
búnar til þess að ræða við forsetann.
„Við erum í raun og vem tilbúnar.
Þó að við höfum unnið mjög stíft
undanfarna viku höfum við auðvit-
að vitað það alveg frá upphafi hver
forgangsmálin yrðu. Það sem hefur
helst tafið fyrir okkur, er að okkur
hefur gengið fremur illa að fá ýms-
ar tölulegar upplýsingar úr kerfinu.
Við fréttum það í dag, að upplýsing-
ar um stöðu ríkissjóð, og þá sérstak-
lega um spár varðandi tekjuhliðina,
yrðu ekki frágengnar fyrr en seinni-
partinn í víkunni."
Kristín var spurð hvort það hefði
eitthvað skýrst við hvaða flokka
þær vildu fyrst ræða, eða hvort þær
vildu ræða við alla um hugsanlegt
stjómarsamstarf: „Nei, en við mun-
um fyrst skýra forsetanum frá því,“
sagði Kristín, „og það gildir það
sama um þetta atriði og þann mál-
efnalega gmndvöll sem við munum
upplýsa hana um, sem svör við
hennar spurningum. Auðvitað hefur
þetta verið rætt og það em svolítið
skiptar skoðanir meðal okkar, en
það er ekki hægt að segja að þetta
hafi verið mikið rætt, því aðallega
hefur umræðan verið um málefnin
og útfærslu þeirra.“
Kristín var spurð hvort meiri-
hluti kvennalistakvenna gerði ráð
fyrir því að Kvennalistinn fengi
umboðið til stjórnarmyndunar: „Við
teljum það ekki útilokað og emm
tilbúnar til þess, ef forsetinn metur
þær upplýsingar þannig, sem hún
aflar sér, að það sé líklegt til árang-
urs að veita okkur umboðið fyrst-
um.“
TJALDBÚINN á þaki Laugar-
dalshallarinnar, Pétur Asbjörns-
son, sem dvaldist þar til að vekja
athygli á söfnun Krísuvíkursam-
takanna, kom niður á jörðina á
slaginu kl. 21.00 á sunnudags-
kvöld. Hópur manna fagnaði
Pétri þegar hann seig niður af
þakbrúninni í kaðli og lék lúðra-
flokkur lagið „Komdu nið-
ur . . .“ honum til heiðurs. „Við
náðum því marki sem við settum
okkur, að safna einni milljón
króna. Eg er þvi nokkuð ánægð-
ur,“ sagði Pétur. Afram verður
tekið við framlögum í söfnunina
í síma 621005.
Krýsuvíkursamtökin hafa einsett
sér að opna meðferðarheimili fyrir
unglinga, sem ánetjast hafa vímu-
efnum, í skólahúsinu í Krýsuvík.
Til þess að fullbúa megi heimilið
og innrétta þau 60 herbergi sem
þar eiga að verða þarf um 33 millj-
ónir króna. „Það er stefnt að því
að einhver starfsemi geti hafist í
Krýsuvík fljótlega og það fé sem
safnaðist í þessari lotu kemur því
að góðu gagni,“ sagði Pétur. „Þeg-
ar er bytjað að skipuleggja næstu
söfnun sem væntanlega verður gerð
þannig að hópur unglinga hjóli í
kringum landið og safni áheitum.“
Pétur sagði að hann myndi nota
næstu daga til að átta sig eftir ein-
veruna á þakinu. Hann hefur skipt
um vinnustað og byijar störf á bif-
vélaverkstæði Heklu hf. í næstu
viku. „Eg er að hugsa um að bregða
mér í fjallgöngu með vini mínum
um næstu helgi og svo gæti farið
að ég labbaði á Esjuna einhveija
næstu daga,“ sagði hann.
Á sýninguna Sumarið '87 komu
32 þúsund gestir þá 11 daga, sem
hún var opin.
Dróst fyrir borð
og drukknaði
Siglufjörður:
Yélsleðamenn valda
skemmdum á skógrækt
Siglufirði.
Tog hf. kaupir meirihluta hlutafjár Frosta hf. á Súðavík:
Hreppsnefndin samþykkir að
reyna að fá kaupunum rift
Borgarafundur um málið um næstu helgi
Isafirði.
ALVARLEGUR ágreiningnr er
nú risinn á milli meirihluta
hreppsnefndar Súðavikur-
hrepps og helstu forráðamanna
Frosta hf., stærsta atvinnufyr-
irtækisins í Súðavík. Hlutafé-
lag, sem stjórnendur félagsins
og skipstjórar stofnuðu, keypti
nýlega meirihluta hlutafjár fé-
lagsins. Meirihluti hrepps-
nefndarinnar samþykkti að
leita allra leiða til að fá sölunni
rift og hefur boðað til borgara-
fundar um málið.
Súðavíkurhreppur á 42% hluta-
§ár Frosta hf. en afgangurinn
hefur verið í eigu fyrirtækisins
sjálfs frá því á síðastliðnu ári að
þáverandi framkvæmdastjóri og
aðrir helstu hluthafar seldu hlut
sinn í félaginu eftir ágreining við
hreppsnefndina. í framhaldi af því
ritaði stjóm Frosta hf. öllum íbú-
um Súðavíkurhrepps og fyrirtækj-
um á staðnum bréf og bauð
hlutabréf til kaups, að hluta með
greiðslum til margra ára, og var
viðkomandi gefinn frestur til 28.
febrúar síðastliðinn til að skila inn
beiðnum um hlutabréfakaup.
Sautján einstaklingar sýndu mál-
inu áhuga og sendu inn beiðnir
um hlutabréfakaup upp á samtals
nokkra tugi þúsunda króna, eftir
því sem næst verður komist. Þá
barst einnig inn tilboð frá nýstofn-
uðu hlutafélagi, Togi í Súðavík,
um kaup á öllu fölu hlutafé. Eig-
endur Togs hf. eru Jóhann R.
Símonarson, skipstjóri á Bessa,
skuttogara Frosta hf., Auðunn
Karlsson framkvæmdastjóri, odd-
viti Súðavíkurhrepps og stjórnar-
formaður Frosta, Ingimar
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Frosta, Jónatan Ásgeirsson, skip-
stjóri á rækjutogara Frosta hf.,
Haffara, og Barði Ingibjartarson,
stýrimaður á Bessa.
Tveimur dögum eftir að frestur
rann út barst framkvæmdastjór-
anum óstaðfest símskeyti frá
Reykjavík þar sem tvítugur
Súðvíkingur, Guðmundur Heið-
arsson, nemi í Samvinnuskólan-
um, gerði tilboð í kaup á 20%
hlutafjár. Samkvæmt tilboði
stjómar Frosta hf. til Súðvíkinga
átti sá hlutur að seljast fyrir um
það bil 30 milljónir kr.
Þegar hlutafjárkaupin voru svo
tilkynnt í hreppsnefnd í síðustu
viku mótmælti Hálfdán Kristjáns-
son, hreppsnefndarmaður og
sparisjóðsstjóri í Súðavík, sölunni.
Samþykkti hreppsnefndin, að til-
lögu hans, að leita allra leiða til
að hnekkja sölunni. Þá var Hálf-
dáni falið að fylgja málinu eftir.
Oddviti Súðavíkurhrepps, Auðunn
Karlsson, sem er einn af eigendum
Togs hf., var í Reykjavík þegar
fundurinn var haldinn.
Hálfdán sagði að með sölunni
hefðu fulltrúar hreppsins í stjórn
Frosta brotið þann yfirlýsta vilja
hreppsnefndar að sveitarfélagið
hefði meirihlutann í stjóm fyrir-
tækisins og gæti gripið þar inn í
ef á þyrfti að halda. Ekki hefði
þótt ástæða til að hreppsnefndin
færi að auka hlut sinn, þar sem
aðrír möguleikar hefðu verið fyrir
hendi til að tryggja vald sveitarfé-
lagsins. Hálfdán sagði að stjóm-
endur Frosta væm að selja
sjálfum sér meirihluta fyrirtækis-
ins og bjóst hann við að reynt
yrði að fá söluna ógilta með vísan
til vanhæfís þeirra sem að sölunni
stóðu.
Jóhann Símonarson, stjórnar-
formaður Togs hf., sagði að komið
hefði verið í óefni fyrir stjórn
Frosta hf. Þeir fáu sem sýndu
málinu áhuga hefðu aðeins skrifað
sig fyrir óverulegum hluta bréf-
anna, hreppsnefndin hefði hafnað
forkaupsrétti í desember og frest-
ur til að ganga frá eignarhaldi
bréfanna að renna út. Þessi staða
hefði leitt til þess að lykilmennirn-
ir í rekstrinum hefðu tekið sig
saman til lausnar vandanum.
Hann sagðist ekki skilja afstöðu
Hálfdáns Kristjánssonar, sem
aldrei hefði sýnt áhuga á hluta-
bréfakaupunum, en hann, eins og
allir aðrir Súðvíkingar, hefði að
sjálfsögðu allan tímann getað gert
það sem hann vildi til að efla hlut-
deild sína í hlutafélaginu.
Ingimar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Frosta, sagði að í
lok febrúar, hefðu komið tilboð í
öll föl hlutabréf Frosta hf. og því
engin ástáeða til að taka afstöðu
til óstaðfests símskeytis, sem hon-
um hefði borist í hendur tveimur
dögum eftir að frestur rann út.
Ástæða þess að þeir fímmmenn-
ingamir réðust í kaupin væri
einfaldlega sú að þeir tryðu á
framtíð fyrirtækisins, enda stæði
það þeim ef til vill næst. Þeir legðu
allt sitt undir í þessu máli. Fram-
tíðin yrði svo að skera úr um
hvort þeir hefðu ráðstafað fjár-
munum sínum skynsamlega. Tog
hf. keypti hlutabréf að nafnverði
20,7 milljónir á rúmar 62 milljón-
ir króna.
Hreppsnefndin hefur boðað til
borgarafundar i félagsheimilinu í
Súðavík næstkomandi sunnudag,
klukkan 14, til að ræða hluta-
bréfasöluna.
Úlfar