Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
Byggja, nýja heilsu-
gæslustöð í V ogunum
Vogum.
UNNIÐ er að endurskoðun teikn-
inga að innréttingum í nýtt
húsnæði heilsugæslustöðvar Suð-
urnesja í Vogum. Stefnt er að
þvi að í húsinu verði læknamót-
taka, lyfjaafgreiðsla og tann-
læknaaðstaða.
Á árinu 1985 var keypt fokhelt
einbýlishús við Vogagerði undir
heilsugæsluna, samtals 130 fer-
metrar að stærð. Stefnt er að því
að framkvæmdir hefjist við hús-
næðið á næstunni, enda hafa verið
veittar kr. tvær milljónir til þess.
Að sögn Karls Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra heilsugæslu-
stöðvar Suðumesja, er stefnt að því
að nýta það fé, sem hefur verið
veitt til verksins, en þar sem teikn-
ingar voru ekki tilbúnar og kostnað-
aráætlun liggur ekki fyrir hefðu
engar ákvarðanir verið teknar.
Stefnt er að því að í húsnæðinu
verði auk læknamóttöku, lyQaaf-
greiðsla og aðstaða fyrir tannlækna
sem ekki hefur verið fyrir hendi
áður. Þó er ekki gert ráð fyrir að
aðstaða fyrir tannlækna verði tilbú-
in strax.
Heilsugæslustöð Suðumesja hef-
ur verið starfandi í Vogum um
nokkurra ára skeið, en í litlu hús-
næði, en með tilkomu nýja hússins
eykst húsnæði vemlega.
- EG
Húsið sem heilsugæslan verður í við Vogagerði. Morgunblaðið/EG
HÁSKÓLABÍÓ VAR BYGGT ÁRIÐ 1964
TRAUST BYGGING
ÚR GÓÐRISTEYPU
í gegnum tíðina höfum við framleitt steypu í margar glæsilegustu
byggingar borgarinnar. í þau 40 ár sem Steypustöðin hefur starfað hef-
ur ávallt verið lögð mikil áhersla á vandaða framleiðslu og öflugt eftirlit
með steypunni þar til hún er komin í mótin. Reynsla okkar tryggir
kaupendum góða steypu.
VIS/VSO