Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 35 Hvar er siðgæðið? eftir Hálfdán Kristjánsson Það hefur víst ekki farið framhjá mörgum landsmönnum, sem fylgst hafa með fréttum, að nokkur ólga hefur verið í Súðavik, í kjölfar sveit- arstjórnarkosninganna síðastliðið sumar. En hvað er raunverulega að gerast. Er eitthvað að marka þær flugufregnir, sem menn hafa gripið á lofti? Hvers vegna hefur hreppsnefnd Súðavíkurhrepps sam- þykkt að leita allra leiða til að hnekkja sölu Frosta hf. á eigin hlutabréfum til Togs hf.? Og hvað er þetta Tog hf.? Ein afleiðing sveitarstjómar- kosninganna í Súðavík síðastliðið sumar var sú að sveitarfélagið varð um skeið eini hluthafinn í Frosta hf., sem jafnframt er yfir 70% hlut- hafi í Alftfirðingi hf., sem á Bessa ÍS-410, og er líka yfir 70% hluthafi í Þorgrími hf. Það hefur verið um margra ára skeið kappsmál hreppsnefnda sveit- arfélagsins hvetju sinni að hafa einhver áhrif á stjórnun fyrirtækis- ins með heildarhagsmuni í huga. Eitt atriði, sem vanmáttugt sveitar- félag hlýtur að hugsa um, er að reyna að tryggja sem best að þeir sem sækja atvinnu sína til byggðar- lagsins séu þar heimilisfastir og greiði þangað sín gjöld til að standa undir sameiginlegum útgjöldum kauptúnsins, en vemlegur brestur hefur verið á þessu. Oddviti sveitarfélagsins, hæfi- lega virtur Auðunn Karlsson, lagði á það ofurkapp að fá að fara einn með atkvæði Súðavíkurhrepps á aðalfund Frosta hf. síðastliðið sum- ar. Þar sem hreppurinn var stærsti og á leiðinni að verða eini hluthaf- inn í Frosta hf., þá fékk oddvitinn með því að fara einn með hlutafé sveitarfélagsins aðstöðu til að skipa með sér í stjórn fyrirtækisins að eigin geðþótta. Það er við hæfi að nefna það að þetta kapp oddvitans byggðist að sjálfs hans sögn á því að hann bæri svo mikla umhyggju fyrir kauptúninu og framtið þess, að hann treysti engum til að vinna þar betur að málum en sjálfum sér. Já, það er gott að eiga um- hyggjusama og traustverðuga forystumenn, sem hugsa ávallt fyrst um annarra hag. Eftir að sveitarfélagið er orðið eini hluthafinn í Frosta hf. er það hlutafé, sem fyrirtækið hafði keypt inn, boðið til sölu. Bréf þar um barst flestum Súðvíkingum sem og starfsmönnum fyrirtækisins og dótturfyrirtækja þess. Ekki virtist vera mik.il áhugi fyrir kaupum, enda ekki ljóst hvaða hagsmunum var verið að ganga framhjá, ef hafnað yrði, því í allri umræðu í hreppsnefnd og innan stjómar fyrirtækisins, að þeirra sjálfra sögn, miðaðist hún við að hag sveitarfélagsins yrði borgið um alla framtíð, þannig að ef ástæða væri til hefði hún tök á að grípa inn i atburðarásina og hafa áhrif. Auðveldast til að tryggja þetta að mati allra væri að dótturfyrirtæki félagsins keyptu löglegan hlut í móðurfélaginu, sem er 10%, en þar sem atkvæði dótturfélaga teljast ekki með við atkvæðagreiðslu í móðurfélagi frekar en eigin bréf þess þá var þessu markmiði um mögulegan rétt sveitarfélagsins til áhrifa náð. Samkvæmt öruggum heimildum kom fram eitt tilboð, sem var all- vemlegt, en það gerði ráð fyrir kaupum á bréfum fyrir um 30 millj- ónir króna, en á einhverjum annarlegum forsendum er því nán- ast stungið undir stól, en hvers vegna? Lá f iskur undir steini? Jú, ný tegund, felufiskur, var á sveimi. Hlutafélagið TOG hf., sem hafði það að meginmarkmiði að eignast hlut í öðm hlutafélagi, nefnilega Frosta hf. En hverjir eru eigendur þessa feluhlutafélags? Auðunn Karlsson, oddviti sveitarfé- lagsins og stjórnarformaður Frosta hf., stjómarmaðurinn Jónatan Ingi Ásgeirsson, skipstjóri hjá dótturfyr- irtækinu og stjórnarformaður þess, ísfirðingurinn Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, ráðinn af þeim félögum, Isfirðingur- inn Jóhann R. Símonarson, skip- stjóri á skipi dótturfyrirtækisins Frosta hf. Bessa ÍS-410, svo og hreppsnefndarmaðurinn Barði Ingi- bjartsson. Samkvæmt bókfærðri yfirlýsingu Barða Ingibjartssonar í fundar- gerðabók Súðavíkurhrepps var meginforsenda þess, að þetta þá óskráða fyrirtæki keypti nokkurn hlut í Frosta hf. sú, að annaðhvort Hálfdán Kristjánsson „Sá trúnaðarbrestur, sem hér hefur orðið milli oddvita og hrepps- nefndar, er svo alvar- legur að einsdæmi hlýtur að teljast.“ yrði keypt allt eða ekkert, þannig að það yrði tryggt að fyrirtækið TOG hf. hefði ávallt yfirburði við atkvæðagreiðslu. En hvernig- gerast kaupin á eyrinni? Þau virðst gerast með einföldum hætti. Oddvitinn og stjómarformað- urinn Auðunn Karlsson, ásamt meðstjórnarmanni sínum, Jónatani Ásgeirssyni, kemur með tilboð frá nýja félaginu sínu og leggur það á borðið hjá framkvæmdastjóra Frosta hf., sem er líka hluthafi í nýja hlutafélaginu og óskar eftir því við hann að nú verði boðað til fundar til að taka ákvörðun um það tilboð, sem borist hafi í eigin hluta- bréf Frosta hf. Nú er kallað á sveitarstjóra sveit- arfélagsins, en hann er líka í stjórn fyrirtækisins, og nú hefst fundur, þar sem meirihlutinn, með sam- þykki sveitarstjórans, selur sjálfum sér öruggan meirihluta í fyrirtæk- inu Frosta hf., enda bárust engin önnur tilboð að sögn oddvitans og stjómarformannsins. Hann hefur jafnframt látið hafa eftir sér í fjöl- miðli að þetta sé fullkomlega löglegt. Skyldi lögfræðingurinn þeirra ekki hafa upplýst herrana um ákvæði 56. og 60. greinar hluta- félaganna, sem kveður á um vanhæfi stórnarmanna til að semja við sjálfa sig, auk viðurkenndra sið- gæðisreglna. Skyldu þessir höfðingjar, oddvit- inn og sveitarstjórinn, hafa gleymt þeim meginmarkmiðum, sem um hafði verið rætt í hreppsnefnd, en það var að tryggja meirihluta sveit- arfélagsins um alla framtíð og láta það ekki gerast að það ástand kæmi upp aftur, sem var búið að vera viðloðandi allt frá sjötta áratugnum. Sá trúnaðarbrestur, sem hér hef- ur orðið milli oddvita og hrepps- nefndar, er svo alvarlegur að einsdæmi hlýtur að teljast. Spurn- ingin nú er því væntanlega sú, hvenær hann segir af sér, svo hann verði ekki sviptur embætti. Höfundur er hreppsnefndarmað- ur og sparisjóðsstjóri íSúðavík. MDNZA CHEVROLET MONZA er framhjóladrifinn og rúmgóður fjölskyldubíll, hannaður af vesturþýsku hugviti og tækni, með mýkt og snerpu Chevroletsins. Auk þess er hann sérlega styrktur, með hlífðarpönnu, stærri hjólbarða og fjölmargt annað er hentar sérstaklega íslenskum akstursaðstæðum. Chevrolet Monza er ríkulega búinn aukahlutum, en verðið er þó broslega lágt. ' CHEVR01ET' GM Verð frá kr. 453.000. Góðir greiðsluskilmálar. BÍLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.