Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 Frá miðbæ Nairóbí. Hér er hver glæsibyggingin við aðra svo að jafnvel hin stóra Reykjavík blikn- ar gjörsamlega í samanburði við þær! Húsið fyrir miðju með klukku- turninum er þinghús Kenýu. Þar eiga allir þjóðflokkar þjóðarinn- ar sína fulltrúa. Við enda þess er gröf hins elskaða þjóðarföður, Yomo Kenyatta. Hennar er gætt nótt og dag. Lengst til vinstri í fjarska er landsspítalinn, sem heitir i höfuð Kenyatta. Sr. Kjartan Jónsson skrifar frá Ken Nairóbí, borgin í sólinni Ljósm. Kjartan Jónsson Yfirfullt fátækrahverfi. Bárujámsþökin teygja sig eins langt og augað eygir. Hér há margir lifsbar- áttu upp á líf og dauða. Bílflautumar em þeyttar í sífellu. „Komið með okkur, komið með okkur, gjafverð," er hrópað úr öllum áttum, svo að úr verður eins konar flautu symfónía, sem minnir á miðnætursónötu íslenskra skipa á gamlárskvöld. Fólk streymir að úr öllum áttum. Það er ekki erfitt að fylla litlu rútumar og „matatúana", „pick- up-ana“ með teningslanga far- þegahúsunum aftan á að þessu sinni, því að venjulegum vinnudegi er lokið og mönnum því mjög í mun að komast heim fyrir myrk- ur. Mikill skortur er á strætisvögn- um og því reynir hver sem betur getur að ota sínum tota í sam- keppninni um sætin. Fyrsti bíllinn mjakast af stað. Hann vekur ekki traust hjá ókunnum útlendingi og því síður löngun til að fá sér far. Merki um langa og dygga þjón- ustu í þágu borgarbúa em augljós, enda er hann greinilega kominn á giftingaraldur. Glæsileika ungl- ingsins er ekki lengur fyrir að fara. Það vantar rúður í farþega- húsið, besti hluti lakksins er horfinn og sveigjanleiki ijaðranna einnig. Háir smellir gefa til kynna, að eitthvað sé bogið við gírkas- sann. Hvert sæti er um það bil tvísetið, auk þess em troðið er í gangveginn til hins ýtrasta. Þrír menn hanga svo í tröppunni aftan á. Uppi á þakgrindinni er 1 V2 m hár stafli af farangri, töskur, borð, stólar, bananaklasar o.s.frv. ís- lendingurinn, sem er alinn upp við „fágaða" umferðarmenninguna á Fróni, hristir höfuðið hneykslaður og minnist orða gömlu konunnar, sem blöskraði sífelldar fréttir af hemaðarbröltinu í Evrópu á stríðsárunum: „Þeir hætta víst ekki fyrr en þeir drepa einhvem!" Okkur er næst að hneykslast, en hér er enginn að fárast yfír smámunum og ferðin er hafín með bros á vör. Það er einn af frábær- um eiginleikum Afríkubúa að geta tekið lífínu með jafnaðargeði. Þetta er götumynd af Nairóbí, höfuðborg Kenýu í A-Afríku. Hún er mjög einkennandi fyrir umferð landsins. Glæsileg borg Það sem fær margan gestinn til að gapa af undrun, er hinn glæsi- legi miðbær. Þar er hvert glæsistór- hýsið við annað og miklar breiðgötumar eru svo fullar af bflum, að það eru hreinustu vand- ræði að fá stæði. Er þetta raun- verulega í Afríku? Maður fer óhjákvæmilega að efast. Er nokkuð annað til í þessari heimsálfu en sultur og volæði, blóðþyrstir ein- ræðisherrar og hroðalegar voða- skepnur? Nairóbí er oft kölluð höfuðborg Afríku manna á meðal og það ekki að ófyrirsynju, því að margar Afríku- og alþjóðastofnanir hafa þar aðalstöðvar eða útibú, t.d. Umhverfísvemdarsamtök Samein- uðu þjóðanna, Kirknasamband Afríku o.m.fl. auk þess sem ótal alþjóðaráðstefnur eru haldnar þar. Nöfn fjölda alþjóðafyrirtækja tróna uppi á háhýsunum s.s. Fiat, British Airways, Barclay’s Bank, Hilton o.s.frv., sem sýnir, að helstu tröll alþjóðaviðskipta eiga þar hags- muna að gæta. „Hvergi eru fleiri heiðingjar saman komnir á jafn litlu svæði í landinu og í Nairóbí. Vandamálin þar eru óþrjótandi. Fólkið í fátækrahverf- unum á í erfiðleikum á flestum sviðum iífsins. Það er komið úr tengsl- um við menningu þjóðflokksins í sveitinni og orðið að ópersónu- legum hlut í mann- þrönginni.“ Fjölbreytt mannlíf Mannlíf borgarinnar er mjög fjöl- breytt, enda býr þar fólk af öllum 42 þjóðflokkum landsins auk að- komumanna hvaðanæva úr heimin- um. Læknir á einu sjúkrahúsa borgarinnar sagðist hafa meðhöndl- að fólk af 50 mismunandi þjóðem- um á einu og hálfu ári. Í miðbænum ber mest á vel klæddu miðstéttar- fólki, en einn og einn betlari hímir upp við húsvegg og teygir skálina sína fram. í stórborginni fjarri ættjörðinni verður Frónbúinn harla lítill. Það var því góð tilfinning í fyrsta skipti, sem ég fór í bæinn, að sjá íslenska fánann bera við himin á einu af stórhýsum borgarinnar og frétta, að þar væri ræðismannsskrifstofa. Við íslendingar erum þá ekki svo litlir eftir allt! Stutt saga Nairóbí er mjög ung borg, yngri en Reykjavík, en hefur þó um 20 sinnum fleiri íbúa. Saga hennar hófst um síðustu aldamót, er Bretar hugðust auka arðsemi sína af A-Afríka með því að leggja jám- braut frá Mombasa við Indlandshaf til Kampala í Úganda. Ætlunin var að flytja óunnar landbúnaðarvörur s.s. bómull til sjávar og þaðan til verksmiðja Bretlands. Hún kom til sléttunnar á mótum landa Maasai- manna og Kikuyu-manna í maí 1899. Þar var byggð brautarstöðin Nairóbí. Nafnið er tekið úr máli Maasai-manna og merkir „staður, þar sem kalt vatn fínnst". Fljótlega voru reistar skrifstofur, verkstæði, búðir og íbúðarhús og aðeins ári síðar hlaut Nairóbí viðurkenningu sem kaupstaður. Arið 1907 leysti hún hina gömlu borg Mombasa af hólmi sem höfuðborg A-Afríku og áhrif nýrra tíma bárust frá henni um nærliggjandi lönd. Mörgum þegnum bresku krún- unnar blöskraði þessar fram- kvæmdir, sem kostuðu þá um 5,5 milljónir sterlingspunda á þáverandi gengi og kölluðu hana „Geð- veikisjámbrautina". Um 20.000 indverskir iðnaðar- og verkamenn voru fluttir til landsins vegna þessa verkefnis. Margir þeirra settust síðan að í landinu og urðu helstu fjármálamenn þjóðarinnar. Um það leyti, sem Nairóbí mynd- aðist, tóku breskir landnemar að streyma til landsins. Flestir þeirra settust að í hálöndunum umhverfís borgina sökum þess, hve loftslagið þar er svalt og heilnæmt og settu mjög mark sitt á hana. Hún er í um 180 m hæð yfír sjó og um 500 km frá strönd Indlandshafsins. Fljótlega spruttu upp alls kyns atvinnufyrirtæki sem framleiddu m.a. ýmiss konar vaming fyrir land- nemana. Það varð til þess, að margir verkamenn fluttust til borg- arinnar, og hún óx með ógnarhraða, miklu hraðar en borgaryfirvöld réðu við. Þá þegar kom upp sú staða, sem varir við enn þann dag í dag, að borgin skiptist annars vegar í skipulögð hverfí efnaðri borgara og hins vegar í yfírfull fátækrahverfi, vandamál, sem enn hefur ekki tek- ist að sigrast á. Er fram liðu stundir varð iðnaður borgarinnar það öflugur, að hægt var að hefja útflutning. Nú á dögum er iðnaður undirstaða atvinnulífs borgarinnar ásamt verslun og þjón- ustu við ferðamenn. Vandamál stórborgar í hinu unga þjóðfélagi Kenýu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.