Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI frtumeðtil miWBEi FEROASKRIFSTOFAN POLAFtlS Kirkjutorgi4 Simi622 011 Selen Chróm Glandín hellsuefnin BÍO VÍTAMÍNIN eru byggð á visindaleg- um rannsóknum, enda oröin mest seldu vitaminin á Noröurlöndum og víðar i Evrópu. •Bío-Selen + Zink hetur hjálpað gigt- veikum, styrkir hjarta- og blóðrásarkerf- ið, baetir ónæmiskerfið. • Bio-Chrom hefur reynst sykursjúkum vel og þeim er hafa of litinn sykur i blóð- inu, kemur jafnvægi á sykurinnihald blóðsins. Eina lifræna Chrom-vitamínið á markaðnum. •Bío-Glandin-25, sterkasta gammalin- olíusýran á markaðnum, hjálpar gigt- veikum og styrkir ónæmiskerfið. •SÖLUSTAÐIR: Árbæjarapótek, Holtsapótek, Lyfjaberg, Kornmarkað- urínn, Mosfellsapótek, Garðabæjar- apótek, Apótek Seltjarnarness, Ingólfsapótek. • Bío-Selen umboðið. Sendum í póstkröfu út á land. P.O. Box - 10154,110 Reykjavík, sími 91-76610. Hvaða kostur er bestur? leg rakvélarblöð! Og hver v'fl’/C' rakvél dugar jafn- lengi og eitt rakvélarblað. Hið hentuga samfélag eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson Bók dr. Hannesar H. Gissurar- sonar: Hayek’s Conservative Liberalism. Garland Publishing, Inc, New York & London 1987, pp 222. Það er talsvert vogunarmál að fara að skrifa um nýja doktorsrit- gerð eftir lærðan stjórnmálafræð- ing, geri það samt. Bæði er það að bókin fjallar að miklum hluta um þær lendiir andans þar sem heim- speki, stjórnmálafræði og hagfræði rækta forvitnilega samgang, og sem gjarna mætti vera meiri hér á landi, og svo það, að bókin er eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson, doktorsritgerð hans, eftir fjögurra ára framhaldsnám í Oxford og víðar, bæði í Evrópu og Ameríku. En seinustu árin hefir Hannes Hólmsteinn verið þjóðinni mikið áhugaverður og þarfur maður sök- um skrifa sinna og framgöngu. Fyrir nokkrum árum kom ný og fersk rödd inn í þjóðfélagsumræð- umar hér á landi. Þetta var rödd Hannesar Hólmsteins. Með skýrri hugsun, rökföstum málflutningi og öruggri sannfæringu blés hann eins og hvítur stormsveipur á hrynjandi spilaborg hugmyndanna hjá komm- únistum, marxistum og hinum ýmsu taglhnýtingum þeirra. Slag- orðaglamur og illyrðaskak Þjóðvilj- ans varð að kveinstöfum undan þungum höggum röksemdafærslu Hannesar. Hann sýndi andstæðing- um sínum framan í alvöruna, en þeir höfðu oftast komizt upp með orðagjálfrið eitt saman. Ekki leng- ur. I orði er flóttinn frá kommún- ismanum nú algjör að heita má hér á landi. Enginn heimtar þjóðnýtingu sem allshetjar lausn. Og flestir ef- ast um ágæti hennar þar sem hún þó virðist geta hentað. Hún er hætt að vera neitt annað en hreint hagkvæmnisatriði. Lausnarorðið er lausnarorð ftjálshyggjunnar: frelsi mannsins og ftjáls miðlun þekking- arinnar, ftjáls markaður. Reynslan af framkvæmd komm- únismans, og hinna ýmsu tegunda sósíalisma, heftr komið með svörin við spurningunum, sem kreppan mikla gerði svo brennandi, oftast langdregið nei. íjóðin stendur í þakkarskuld við dr. Hannes fyrir að hafa gert mikið til þess að auð- velda henni að átta sig á hinum nýju viðhorfum. Doktorsritgerðin sýnir, að hann hefir ekki hrapað að neinu. Hann er maður alvörunn- ar, það er sannleikans. Það segir oss talsvert um dr. Hannes, að nokkrir af fremstu hugsuðum samtímans eru sálufé- lagar hans og vinir. Ég nefni aðeins þá Friedrich von Hayek og Milton Friedman. En þeir eru, svo sem kunnugt er, frægir menn, sem unn- ið hafa þarft verk með því að stuðla að hreinsun hugarheims þjóðanna af margvísiegu fánýtu glingri og rusli sem grunnfæmisleg lífsstefna og lífsstíll hafa skilið eftir við sjúkrabeð sinn, fyrst og fremst marxisminn. Þeir sem kynnu að efast um það að fréttin af andláti marxismans sé sönn, þeir ættu endilegá að lesa hina merku bók Hermanns von Berg: Marxismus-Leninismus. Bund Verlag, Köln. Höfundurinn var lengi prófessor í marxistiskum fræðum í Austur-Þýzkalandi. Bókin er myndlykill sem gefur leiðrétta mynd af Marx og marxismanum. Forystumenn austantjalds hafa augljóslega lesið hana. Þeir ætla að hætta að mæla hin efnahagslegu gæði á þá mælikvarða sem raunvís- indi láta í té. Marginalistamir hafa sigrað. í linnulausri heimsstyijöld orðanna hafa talsmenn hins frjálsa markaðar sigrað. Hann hentar bezt samfélaginu. Ftjálshyggjan. Það ætti því engum að koma á óvart að Hannes Hólmsteinn skyldi velja heimspeki og stjómmálafræði Friedrichs von Hayeks sem ritgerð- arefni. Hayek hefir lengi verið frægur maður, en í fyrstu aðeins sem hagfræðingur. Bók hans Preise und Produktion vakti mikla athygli þegar hún kom út, Hannes H. Gissurarson með bók sína, Hayek’s Conservative Lib- eralism. en féll svo í skuggann af hinni frægu bók Keynes, sem fljótt kom miklu róti á hugi manna í krepp- unni miklu. En bókin var skrifuð mjög í anda Böhm-Bawerks, sem stundum var kallaður „hinn borg- aralegi Marx“, víst sökum, auð- magnskenningar sinnar í mörgum bindum, samt ólíkt læsilegri en bók Marx. Ahugi Hayeks náði miklu vlðar en þetta. Hann íhugaði aðferðar- fræði þjóðfélagsvísindanna. Sú sinna bar víst fyrst ávöxt í þremur greinum í Economica 1942—44: „Scientism and the study of soci- ety“. Hann mun fyrstur hafa komið með nafnið scientism. Þetta er það viðhorf að aðferðir raunvísindanna eigi almennt gildi, skoðun sem hann hafnar. En síðan komu fleiri rit frá hans hendi, sem vöktu mikla at- hygli, þó ekkert eins og The Road to Serfdom, sem hristi rækilega upp í mönnum. Frá þeim tíma hafa sameignarsinnar og félagshyggju- fólk verið í erftðri aðstöðu á vígvelli hugsjónanna, og loks nú á flótta. Um leið heftr hin nakta beinagrind röksemda ftjálshyggjunnar bætt á sig af holdi mannúðarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá óskum vér öll að lifa í mannsæmandi og manneskjulegu umhverfi. Það er hryggilegt hve róttækl- ingum gengur illa að skilja, að þetta eru verðmæti sem fást ekki fyrir peninga, það er, með velmegun. Þeir gagnrýna og hæða oft viðleitni til að rækta þá hluti með manninum sem fá aukið og eflt þessi eftirsókn- arverðu gæði: gott umhverft ein- staklingsins, en það er fyrst og fremst lífsviðhorf og hegðun ann- arra manna. í dag Blilc Eiðistorgi Fyrirliggjandi í birgðastöð Ryðfrítt stan?astal Stálgæöi: AISI304 □•I vinkill • •• sívalt profílar OOo pípur flatt Fjölbreyttar stærðir SINDRA og þykktir STALHF Borgartúni 31 sími 27222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.