Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 47 dimmdi yfír á sumardaginn fyrsta, þegar við fréttum andlát hennar. Sumarið er komið og nýtt líf vakn- ar. Við munum áfram leika okkur í görðunum og á götunni, en ætíð minnast hennar sem góðs vinar. Krakkarnir á Kjartansgötu. Hinn 23. apríl sl. hvarf móður- systir mín, Ingibjörg NorðQörð af sjónarsviði lífsins eftir langvarandi sjúkdómslegu. Rúmlega þijátíu ár eru liðin síðan ég komst í kynni við Ingibjörgu og þá hlýju og lífsgleði, sem var svo ríkur þáttur í eðli henn- ar og setti svipmót. sitt á allt heimilislífíð á Kjartansgötu 6, þar sem hún hafði yndi af að fagna gestum. Samúð hennar var sívak- andi og framkoma hennar í garð annarra mótaðist af alúð og góðum vilja. En mildi Ingibjargar var sam- tvinnuð óbifanlegum skapstyrk, eins og þeir geta vottað um, sem heimsóttu hana í veikindum hennar og dáðust að þolinmæði hennar og jafnlyndi, þar sem hún lá rúmföst en hughraust og róleg. Mörgum nútíðarmanninum hætt- ir til að vanmeta gildi mannlegra tilfínninga og varpa þeim á dauða hluti. Ingibjörg gerðist aldrei sek um þess háttar vanrækslu. Hún valdi sér betra hlutskipti. Kærleik- urinn, æðsta tilfínning sem maður- inn þekkir, var leiðarljós í lífí hennar og drottnandi þáttur í fari hennar. Í hennar augum var kærleikurinn uppspretta allrar vizku. Einhveijum kann að þykja stórt að orði kveðið í þessum fáu línum um þessa hjartagóðu frænku mína, en þeir sem þekktu hana, geta að öllu leyti tekið undir orð mín. Ég votta Sverri, Diddu, Nönnu og Ottari mína innilegustu samúð. Guð varðveiti og blessi minningu Ingibjargar Norðfjörð. Pétur Gunnlaugsson Á sumardaginn fyrsta lagði hún upp í hinstu förina. Veturinn hafði verið henni þungbær, kraftamir þrotnir og sýnt um leikslok, en að baki átti hún langt og farsælt líf. Sjálf sagðist hún_ hafa verið sólar- megin í lífínu. í dag, þegar við kveðjum Ingibjörgu Norðfjörð, vil ég taka undir þau orð hennar. En hún var ekki aðeins sólskinsbam í þeim skilningi sem hún lagði sjálf I orðið. Hún var líka sólskinsbam vegna þess að það var alltaf bjart í kringum hana, hún var birtugjaf- inn, og þótt hún sé horfín okkur sjónum lýsa minningamar. Það er gæfa að hafa átt vináttu Ingibjargar og ég þakka dóttur hennar og vinkonu minni, Kristínu, fyrir að hafa leitt okkur saman. Þótt leiðir hafí skilið um sinn er ég þess fullviss að þær muni liggja saman að nýju og ég hlakka til endurfunda á landi lifandi manna. Guð gefi henni góða heimkomu. Sigrún Gísladóttir Móðursystir mín, Jóhanna Ingi- björg NorðQörð, lést á sumardaginn fyrsta, 23. apríl sl., eftir langvar- andi og erfíð veikindi. Jarðarför hennar fer fram í dag kl. 3 e.h. frá Dómkirkjunni. Þessi yndislega frænka skilur eftir í hugarskoti vina og vanda- manna ljúfar minningar um konu, sem þrátt fyrir mótlæti hin síðari ár var ávallt jákvæð og bjartsýn, rak fyrirmyndarheimili og var um- hyggjusöm eiginkona og móðir. Að vera jákvæður er eiginleiki sem ekki öllum er gefínn. Ingibjörg, eða Sútta eins og við kölluðum hana, var alin upp á stóm og glaðværu heimili, þar sem bjartsýni var í al- gleymingi og það veganesti hafði hún til hinsta dags. Ingibjörg fæddist í Reykjavík 22. mars 1911, dóttir hjónanna Vil- helms Bemhöfts, tannlæknis, og Kristínar Þorláksdóttur Johnson. Bræður hennar, stórkaupmennimir Guido, Godtfred, nú látinn, og Sverrir, voru fljótir að feta í fótspor móðurömmu þeirra, Ingibjargar Johnson, og hasla sér völl á verslun- ar- og viðskiptasviðinu. Sverrir rak um árabil, ásamt móður sinni, Verslun Ingibjargar Johnson í Lækjargötu. Þar störfuðu systumar Ingibjörg og Kristín þar til þær hurfu úr foreldrahúsum. Ingibjörg stundáði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og jafíiframt verslun- amám í Skotlandi 1929. Hinn 3. júní 1939 verða þátta- skil í lífí Ingibjargar. Hún giftist Agnari Norðfjörð, hagfræðingi. Foreldrar hans voru þau Jóhannes Norðfjörð, kaupmaður og úrsmíða- meistari, og kona hans, Ása Jónsdóttir. Agnar lauk hagfræði- prófí frá Hafnarháskóla 1935 og starfaði síðan hjá Fiskimálanefnd fram til ársins 1941, þegar hann stofnaði heildsölufyrirtækið Agnar NorðQörð & Co., sem hann rak æ síðan, eða þar til hann hætti störf- um vegna veikinda þremur árum fyrir andlát sitt, hinn 19. janúar 1982. Sem smádrengur má ég vel eftir glettni Agnars og þeim spum- ingum sem hann beindi til manns. Hann hafði þann skemmtilega eig- inleika að umgangast böm sem jafningja. Ingibjörg og Agnar eignuðust flögur böm. Þau em: Sverrir, fædd- ur 17. júní 1941, arkitekt, kvæntur Alena Anderlova, arkitekt; Kristín, fædd 27. ágúst 1942, lögfræðing- ur, gift Þorvaldi Búasyni, eðlis- fiæðingi; Ingibjörg Nanna, fædd 3. júní 1947, flugfreyja, sambýlis- maður Jón Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri; og Agnar Óttar, fæddur 8. mars 1949, viðskipta- fræðingur. Bamabömin em nú alls sjö. Að koma á heimilið á Kjartans- götu 6 var ávallt skemmtiiegur viðburður. Meðan ég var ungur var ég sendur milli heimsálfa til að dveljast á íslandi á sumrin. Dvaldi ég þá hjá Ingibjörgu og Agnari og var hugsað um mig sem eitt heimil- isbamanna. Sú ástúð og hlýleiki sem Ingibjörg sýndi mér gat ég aldrei fullþakkað henni. Síðustu ár Ingibjargar vom þungbær. Hún sýndi mikla þraut- seigju í veikindatíð Agnars og hjúkraði honum af kostgæfni þar til yfir lauk. Hún sjálf varð alvar- lega veik fyrir nokkmm ámm og þrátt fyrir erfiðleika, sem steðjuðu að, sýndi hún ávallt hugarró og bjartsýni, sem hún hafði tamið sér frá æsku. Við fráfall Ingibjargar koma í hugann fagrar minningar um góða og ljúfa konu. Kristín, móðir mín, mun sakna hennar sárt. Þær hafa alla tíð verið bestu vinkonur. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar senda bömum Ingibjargar okkar innilegustu samúðarkveðjur. S verrir Haukur Gunnlaugsson Og hér var hjarta hreint sem gull og himinull, þó margra kenndi meina, og heilög gleði' og hógvært geð af himnum léð, og orð, sem unnu’ á steina. (Gr. Th.) Tengdamóðir mín var ljúflingur. Þegar ég var tíu ára hjálpaði ég eldri bróður mínum að bera út póst um Norðurmýrina á aðfangadags- kvöld. Ein húsmóðirin tók einkar vel á móti litla póstinum, bauð hon- um inn fyrir og gaf honum fallegt epli. Meira en tuttugu ámm síðar rifjaðist þetta atvik upp þegar ég sá sérstæða skreytingu á jólum á heimili tengdaforeldra minna, sem minnti mig á það. Bömunum á Kjartansgötu þótti vænt um hana. Oft komu lítil böm að dyrum hennar og spurðu: „Er Ingibjörg heima?" Þegar hún kom til dyra og ræddi við litla gesti mátti heyra hvíslað: „Áttu kex?" eða „Áttu namm?" Alltaf var eitt- hvað við hendina til að gleðja vinina. Þeir sem nær henni stóðu nutu ást- úðar hennar í enn ríkari mæli. Áður en Ingibjörg giftist Agnari Norðíjörð hagfræðingi og stórkaup- manni vann hún verslunarstörf, var verlsunarstjóri í Verslun Ingibjarg- ar Johnson. Hún kunni vel til þeirra verka. Síðan helgaði hún heimilinu öll sín störf. Þar var gott að koma. Þegar Agnar veiktist og gat ekki lengur sinnt fyrirtæki sínu rifjaði Ingibjörg upp gömlu kynnin af verslunarstörfúnum, jafnframt því að hún létti honum erfíða legu. Oft mátti þá heyra hana tala við við- skiptavini fyrirtækisins og um viðskiptin. Hún hafði engu gleymt. Þar fór ávallt sami ljúflingurinn. Það hlýtur að hafa verið notalegt að koma í verslun Ingibjargar John- son, þegar viðmót hennar setti þar svip á. Þá lá fyrir Ingibjörgu eins og Agnari að kenna kvala og kvilla þegar að ævikvöldi leið en brúna jafnheiðskír himinn hugarró sýndi. Dauða næst bjartlegast brosti blíðlyndið henni úr augum. (Bj. Th.) Hljóðlát hetja hefur kvatt okkur. Hún kenndi bömum og barnaböm- um lítið vers sem henni þótt vænt um: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að beði minum; gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í faðmi þinum. (Höf. óþ.) Þetta litla vers var áleitið þegar komið var að rúmi ömmu siðustu vikumar. Það var í samræmi við eðlisþætti hennar að sækja í hljóð- látri bæn styrkinn og æðruleysið, sem við urðum vitni að. Yngsti son- urinn hefur undanfama mánuði mælt auð sinn í ömmum. Það var fallega hugsað og verðskuldað lof um ömmumar. Méð þakklæti í huga kveðjum við elskulega ömmu og tengdamóður, ríkir af góðum minningum. Þorvaldur Búason og synir. Laugavegi 61 Blóma- og gjafavöruverslun Kransar, kistuskreytingar, hvers konar skreytingar og gjafir. Gæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið nm helgar. Sími 16650. Blómastofa Fnðfinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Lregsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG NORÐFJÖRÐ, Kjartansgötu 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. maí kl. 15.00. Sverrir Norðfjörð, Alena Anderlova, Kristfn Norðfjörð, Þorvaldur Búason, Ingibjörg Nanna Norðfjörö, Jón Ásgeirsson, Agnar Öttar Norðfjörð og barnabörn. Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall VILBORGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sörlaskjóli 14. Helga Friöfinnsdóttir, Gunnar Grettisson, Lilja Gunnarsdóttir, Friðfinnur Gunnarsson. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVÍSU KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR, Háholti 17, Akranesl, sem lést þann 26. apríl sl., verður gerð frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 6. maí kl. 13.30. Ásta Halldórsdóttir, Ragnar Halldórsson Þórunn Björgólfsdóttir, Sverrir Halldórsson, Steinunn Ingvarsdóttir, Oddný Erla Valgeirsdóttir, Valdemar Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakklr fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonarokkar, föður, tengdafööur, afa og bróöur, SIGURÐAR ÖGMUNDSSONAR, frá Litla-Landi, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 11G, Landspítal- anum, læknum og starfsfólki Göngudeildar krabbameinssjúklinga. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Trauatadóttir, Ögmundúr Ólafsson, Guörún Jónsdóttir, Inga Dóra Sigurðardóttir, Friðrik Karlsson, Ögmundur Brynjar Sigurðsson, Elsa Karin Sigurðsson, Anna Linda Sigurðardóttir, Magnús Hermannsson, barnabörn og systkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HJÁLMTÝS B. HALLMUNDSSONAR, Ljósvallagötu 28, Reykjavfk. Unnur Guðmundsdóttir, Stefanía Halla Hjálmtýsdóttir, Þorkell Guðnason, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, Gfslfna R. Hallgrímsdóttir, Guðni, Hjálmtýr og Þorsteinn. t Innilegt þakklæti til vina og kunningja um land allt fyrir hlýhug og vináttu, auðsýnda við andlát og jaröarför eiginkonu minnar og móður, ÖLFU PÁLSDÓTTUR, Lindarbrekku, Siglufirði. Helgi Ásgrfmsson, Páll Helgason og fjölsk. t Hugheilar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför RAGNARS G. JÓNSSONAR, Rauðalæk 15. Guörún Benediktsdóttir, Björg J. Ragnarsdóttir, Elnar Jónsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, EINARS PÁLSSONAR, Leifsgötu 3, Reykjavík. Gyöa Guömundsdóttlr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.