Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987.
25
Gjöf Tokai-háskóla
til Jarðhitaskólans
Á undanfömum fjórum árum
hafa visindamenn frá Tokai-
háskólanum í Tókýó í Japan
stundað rannsóknir á íslandi á
sviði jarðvísinda, bæði sjálfstætt
og í samvinnu við innlenda aðila,
m.a. Orkustofnun.
Rannsóknimar hafa verið kost-
aðar af útgáfufyrirtækinu Kyoikus-
ha í Japan. Nú er rannsóknaverk-
efninu lokið og japönsku
vísindamennimir á fömm. Þeir hafa
hins vegar ákveðið að skilja eftir á
íslandi þau vísindatæki, sem hópur-
inn hefur notað. Um er að ræða
§ölda tækja til jarðvísindalegra
Ný barnabók:
Skotta
og vinir
hennar
MÁL og menning hefur gefið út
bókina Skotta og vinir hennar
eftir Margréti E. Jónsdóttur.
Anna V. Gunnarsdóttir teiknaði
myndimar í bókina.
í fréttatilkynningu segir að sag-
an íjalli um dýralífíð við sumarbú-
stað í íslenskri sveit. Húsamúsin
Skotta er ein eftir í holu fjölskyld-
unnar og verður skelfíngu lostin
þegar mannfólkið birtist um vorið.
En hún er hugmyndarík og dugleg
og ákveður að læra mannamál til
að ráða betur við þessa óvæntu
gesti í bústaðnum sem holan henn-
ar er við.
Margrét E. Jónsdóttir er frétta-
maður á Ríkisútvarpinu og er þetta
fyrsta bókin hennar. Anna V. Gunn-
arsdóttir vinnur einnig sína fyrstu
bókarskreytingu í Skottu og vinum
hennar.
Bókin er 98 bls. að stærð og
unnin í Prentsmiðjunni Odda hf.
Minningar-
sjóður um
Einar frá
Einarsstöðum
Nokkrir vinir Einars heit-
ins á Einarsstöðum hafa
stofnað sjóð við útibú Lands-
banka íslands á Húsavík til
minningar um Einar.
Verður fé úr sjóðnum varið
til styrktar ekkju Einars og dótt-
ur þeirra hjóna og með þeim
hætti reynt að létta þeim lífsróð-
urinn. Með því vilja þeir sem
þama eiga hlut áð máli minnast
Einars og þjónustu hans við þá
sem til hans leituðu í marg-
háttuðum erfíðleikum. Jafn-
framt er minnst á hlut
eiginkonunnar sem ávallt stóð
við hlið manns sfns og studdi
hann í þessum efnum eins og
best mátti verða.
(Fréttatiikynning)
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
rannsókna. Kyoikusha-fyrirtækið
og Tokai-háskólinn hafa ákveðið
að afhenda Jarðhitaskóla Samein-
uðu þjóðanna tækin til afnota fyrir
nemendur skólans frá þróunarlönd-
unum. Tækin koma til með að
nýtast nemendum Jarðhitaskólans
í verkefnum vegna jarðfræði, efna-
fræði og eðlisfræði jarðhitasvæða.
Um leið munu tækin nýtast þeim
íslensku vísindamönnum, sem
kenna nemendum skólans. Þessi
gjöf er mikil lyftistöng fyrir starf-
semi Jarðhitaskólans.
Dr. Goro Miyata frá Kyoikusha-
útgáfufyrirtækinu afhenti Jarðhita-
skólanum vísindatækin formlega,
að viðstöddum nemendum skólans.
Morgunblaðið/Einar Falur
Fulltrúar japönsku fyrirtækjanna afhenda dr. Jóni Steinari Guð-
mundssyni skólastjóra Jarðhitaskólans tækin.
Leitin að
konunni ár-
angurslaus
LEITIN að konunni í Vest-
mannaeyjum hefur engan
árangur borið og hefur nú ver-
ið að mestu hætt. Næstu daga
verður þó haldið áfram að
ganga fjörur.
Konan, Bryndís Karlsdóttir, 51
árs, til heimilis að Hólagötu 16 í
Vestmannaeyjum, er gift og á
fjóra uppkomna syni. Hún fór að
heiman aðfaranótt þriðjudagsins
fyrir viku, en síðan hefúr ekkert
til hennar spurst. Björgunarfélag
Vestmannaeyja og Hjálparsveit
skáta hafa leitað hennar með að-
stoð sporhunds og þyrlu Land-
helgisgæslunnar.
Víifell hf. valdi Barkaitiúseiningar.
Árið 1982 byggði Vrfilfell hf. úr Barkarhúseiningum 1800
m2 verksmiðjuhús og annað jafnstórt á síðasta ári.
Barkarhúseiningar eru sterkar, einfaldar í uppsetningu og
byggingartíminn því mun skemmri en með hefðbundnum
aðferðum. Það skiptir verulegu máli að byggingartími verk-
smiðjuhúsa sé skammur þannig að byggingin skili arði sem
fyrst.
Húseiningarnar eru einangraðar með pólýúrethan, sem hefur
minnstu hitaleiðni þeirra einangrunarefna sem eru á mar-
kaðnum. Góður frágangur gerir það að verkum að allt viðhald
er í lágmarki, innan dyra sem utan. Barkarhúseiningar halda
rekstrarkostnaði byggingarinnar i lágmarki.
Þegar byggt er úr Barkarhúseiningum er auðvelt að stækka
og breyta, eftir því sem umsvifin aukast. Barkarhúseiningar
gera þér auðveldara að byrja smátt og láta húsnæðið síðan
aðlagast umsvifunum en ekki að húsnæðið standi þeim fyrir
þrifum.
GERÐU RAUNHÆFAN SAMANBURÐ Á BARKAR HÚS-
EININGUM OG HEFÐBUNDNUM BYGGINGARAÐFERÐUM.
BÚRKUR hf.
HJALLAHRAUNI 2 SÍMI 53755
PÓSTHÓLF 239 ■ 220 HAFNARFIRÐI
ÓSA/SlA