Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 - Músíktilraunir Tónabæjar og Bylgjunnar 1987: METAN frá Sauðárkróki varð í öðru sæti. STUÐKOMPANHÐ: Venerunt, viderunt, vicerunt. Ljósmynd/BS KVASS frá Stykkishólmi varð í þndja sæta. Bassaleikari h^ómsveitarinnar átti 14 ára afmæli úrslitadaginn og 750 manna kór söng afmælissöng honum til heiðurs. ILLSKÁRSTI KOSTURINN frá Laugarvatni varð I fjórða sæti. Dregur til tíðinda Guðmundur Pétursson var sérstakur gestur kvöldsins og hann brást ekki. Hér er hann I miklum ham. Úrslitakvöld Músíktilrauna Tónabæjar og Bylgjunnar var * föstudagskvöldið 24. apríl og léku þá átta hljómsveitir til úr- slita. Greinilegt var að áhugi á tilraun- unum er vaxandi, til marks um það er aðsóknin, en fróðir töldu að vel á áttunda hundrað gesta hafi troð- fyllt Tónabæ þetta kvöld. Fyrirsján- legt er að ef svo fer sem horfír verði að flytja úrslitakvöldið í stærra hús 1 framtíðinni. Fyrsta hljómsveit á sviðið var Óþekkt andlit af Akranesinu. Ekki bar mikið á því að hljómsveitarmeð- limir væru taugaóstyrkir að ráði en slæmt var að þeir skyldu þurfa að byija að spila áður en húsið var orðið fullt. Eflaust hafði það sín áhrif á útkomu þeirra í atkvæða- greiðslunni. Gjömingur kom næst á sviðið og var greinilega í mun betra formi en 9. apríl. Söngkonan virtist öruggari og söng betur. Út- setningar höfðu þó ekki batnað. Kvass úr Stykkishólmi kom næst á svið og sást vel hvað söngvarinn er stór hluti sveitarinnar. Aðrir hljómsveitarmenn stóðu sig þó með ágætum þrátt fyrir að nokkurs taugaóstyrks gætti. Trompetinn fékk nú að heyrast meira og gaf það góða raun. Sauðkrækingamir í Metan tóku við og stóðu sig einn- ig vel. Þeir voru nú ekki eins fínir í tauinu og 9. apríl, en voru þess í stað í röndóttum samfestingum sem var einkennisbúningur þeirra þetta kvöldið. Á eftir Metanmönnum komu Fagmenn. Þeir voru í ryk- frökkunum frá kvöldinu áður og með stúlkumar sér til halds og trausts. Ekki dugði það þó til, því hljómsveitin var mun lakari en fímmtudagskvöldið. Virtist tauga- óstyrkur hafa ráðið mestu. Leikur þeirra var ósamstæður og söngvar- inn var nær raddlaus. Hljómsveitin Rocky af Skagaströndinni kom næst á svið í nýjum einkennisbún- ingum. Hljómsveitarmeðlimir vom áberandi taugaóstyrkir ekki síður en Fagmenn og kom það niður á leik hljómsveitarinnar. Greinilegt var og að söngvari hljómsveitarinn- ar heyrði ekki vel í sjálfum sér og hljómsveitarmeðlimir ekki hvor í öðmm. IUskársti kosturinn var næstur á svið. Laugvetningar virt- ust einnig taugaóstyrkir en þeim var til bjargar að sögvari hljóm- sveitarinnar var einkar ömggur í framkomu og breiddi þannig yfír annars slaka frammistöðu anarra í sveitinni. Þó hafði hljómsveitin greinilega bætt sig mikið frá fyrsta tilraunakvöldinu 2. apríl. Sfðasta tilraunahljómsveit kvöldsins var svo Stuðkompaníið frá Akureyri. Þar bar ekki mikið á taugaóstyrk og óhætt er að segja að þeir hafí náð áheyrendum á sitt band þegar í byijun. Sérstakur gestur kvöldsins var gítarleikarinn ungi úr Bláa bflskúrs- bandinu, Guðmundur Pétursson, sem lék tvö lög með þeim Halldóri Lámssyni og Þorleifí Guðjónssyni úr MX-21. Úrslitin urðu síðan þau að Stuð- kompaníið sigraði ömgglega með fullt hús stiga. Lítið skildi að Met- an, sem varð f öðm sæti, Kvass, sem varð í þriðja sæti, og Ulskársta kostinn, sem varð í fjórða sæti. Akureyringar vom vel að sigrin- um komnir og gaman verður að heyra hvað kemur úr þeirra hljóð- verstímum en verðlaunin sem hljómsveitimar hlutu vom eftirtal- in: Fyrstu verðlaun vom 40 hljóð- verstímar frá Hljóðrita í hljóðveri 1 og 2 og hljóð„effecta“ tæki frá verslun Steina við Skúlagötu. Þessu til viðbótar kemur sfðan spila- mennska ■ á vegum Reykjavíkur- borgar á 17. júní m.a. Önnur verðlaun vom 20 hljóð- verstímar í hljóðveri Stemmu og tvö „delay effect" tæki frá Poul Bem- burg. Þriðju verðlaun vom tuttugu hljóðverstímar frá Sýrlandi og Boss trommuheili frá versluninni Rín. Fjórðu verðlaun vom tuttugu hljóðverstfmar frá Hljóðakletti. Athygli vert er að engin hljóm- sveit af höfuðborgarsvæðinu náði verðlaunasæti og sýnir það betur en margt annað stöðuna í hljóm- sveitarmálum syðra. Greinilegt er að menn hafa ekki gert sér grein fyrir því hve jafngóðar landsbyggð- arhljómsveitimar væm og hve mikillar reynslu þær höfðu hlað sér. Tilfinnanlega vantar aðstöðu fyrir hljómsveitir syðra til að spila fyrir áheyrendur, enda vom margar Reykjavíkursveitimar að spila fyrir áheyrendur í fyrsta sinn. Ekki verður skilið við þessar músíktilraunir Tónabæjar og Bylgj- unnar án þess að geta um góða frammistöðu kynna kvöldanna, þeirra Péturs Steins og Ásgeirs Tómassonar og sérstakar þakkir á skildar Bjami Friðriksson sem var hljóðstjóri öll kvöldin. Er þá ógetið þess sem öðmm fremur bar hita og þungann af öllu skipulagi og allri framkvæmd kvöldanna, Kon- ráðs Sigurðssonar sem vann mikið þrekvirki. Ótrúlegt fannst manni reyndar hvað all gekk vel eftir áætlun og ekki hefði maður trúað því að óreyndu að keppnin gæti gengið jafíi vel og raun bar vitni. Ný útgáfa bláa bílskúrsbandsins. Árni Matthíasson Stefndum alltaf hátt Segðu mér frá Stuðkompaní- inu. Hvað er það gamalt? Það er ársgamalt núna 16. apríl. Þegar ég talaði við ykkur rétt áður en tilraunirnar byij- uðu sagði einn ykkar að það passaði að koma suður á fimmtudeginum og vinna siðan á föstudeginum. Voruð þið þetta öruggir? Nei, en við settum okkur það markmið að sigra. Við komum líka suður til að sigra. Þið eruð búnir að spila mikið fyrir norðan er það ekki? Jú, við vomm víst ein tekju- hæsta hljómsveitin fyrir norðan í fyrra, utan við Skriðjöklana. Hvemig fannst þér hljóm- sveitirnar sem þú spilaðir með? Mér fannst sumar þeirra góðar en aðrar lakar. Þó fannst mér bestu hljómsveitimar komast áfram. Stefnið þið á plötu? Ætlið þið að drifa ykkur í hljóðver? Það verður ekki alveg strax, ég held við séum ekki búnir að átta okkur á þessu ennþá. Eigið þið nóg af efni? Við eigum ekki nóg efni á stóra plötu. Sennilega verður byijað á fjögurra laga stórri plötu. Þá með þessum fjórum lög- um sem þið spiluðuð. Já. Verður ekki erfitt að gera út hljómsveit frá Akureyri i spilamennsku i Reykjavík og nágrenni? Það er spuming hvað verður gert. Greifanir fluttu suður til að sinna þessu. Við höfum ekkert ákveðið ennþá. Er það spilagleðin sem held- ur ykkur saman? Já, þetta er sameiginlegt áhugamál. Við stofnuðum þessa hljómsveit af áhuganum og stefndum alltaf hátt. Ef maður stefnir ekki hátt þá getur maður allt eins hætt þessu. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.