Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI T)L FÖSTUDAGS Er telpum mismunað? Ágæti Velvakandi Getur verið að telpum sé mis- munað í umfjöllunum íþróttafrétta- ritara ykkar á Morgunblaðinu? Ég spyr, því að í grein í Morgunblaðinu 25. apríl um Andrésar andar-leik- ana á skíðum voru sex myndir af strákum en aðeins ein af stelpu. Ef svo er sem ég held, að þátt- taka kynjanna í þessum leikjum sé nokkuð jöfn, getur verið að hér sé komin skýringin á því að strákar endast lengur í íþróttaiðkun sinni en stelpur? Það gefur auga leið að þeir einstaklingar sem meta hvatn- ingu fá hætta síður en hinir sem minna eru hvattir. Mér datt þetta sísvona bara í hug í rigningunni. Herdís Hallvarðsdóttir V egley sur Til Velvakanda. Það fór ekki framhjá okkur landsbyggðafólkinu að kosningar voru á næsta leyti, sem merkja mátti af því að þingmenn kjördæm- isins voru famir að sýna sig, bjóða okkur góðan daginn o.s.frv. Mér fannst nú hálf hlægilegt að sjá þessa menn ganga á milli vinnu- staða og gefa sig á tal við fólk, en það gera þeir nú ekki nema á fjög- urra ára fresti og vantar þá ekkert nema betlistafinn til að fyrirbærið sé fullkomnað. Það er ýmislegt sem þessir menn lofuðu okkur fyrir síðustu kosning- ar, eitt af því vora umbætur í vegamálum, en gleymskan ræður ríkjum eftir að atkvæðið er komið í kassann. Hér í þessu kjördæmi era vegir með þeim eindæmum að vart er hægt að lýsa því, varasamt er að ferðast um þá ef maður er með gervitennur því erfítt reynist að hafa hemil á þeim, þá era það gler- augun, þau hanga ekki á nefí manna, jafnvel á þeim nefstærstu, já, nefíð, guð hjálpi þeim sem yrði það á að bora fingri upp í nef sér á meðan ekið er um þessar vegleys- ur. Þetta er bara eitt dæmi um dug- leysi þessara manna og er nú svo komið að hugleysið er farið að hrjá þá líka, því nú þorðu þeir ekki að halda sameiginlega framboðsfundi í þessu kjördæmi heldur pukrast þeir hver í sínu homi og skal engan undra það. Sú pólitík, sem nú er iðkuð, geng- ur bara út á það eitt að kasta skít í náungann og níða hann niður, hugsjónamenn fínnast ekki lengur. Það er mikið talað um hvað núver- andi ríkisstjóm hafí verið rausnar- leg að hækka kaup láglaunahóp- anna í þessu landi og mátti greinilega heyra það hjá flármála- ráðherra og utanríkisráðherra í útvarpinu um daginn á beinni línu að þeir vora ánægðir með afrekið, en þrátt fyrir ítrekaðar spumingar þeirra sem hringdu í þá, þess efnis, hvort þeir treystu sér til að lifa á 26.500 kr. á mánuði, þorðu þeir ekki að svara því, heldur fóra í kringum spuminguna eins og kettir í kringum heitan graut. Mig skal ekki undra það þegar þessir menn fá launahækkun sem nemur hálfum verkamannalaunum ofan á það óheyrilega kaup sem þeir hafa á mánuði, en þar mætti nú taka kúfínn af og miðla öðram. Það er auðséð að hugsjónamenn era ekki í þeim hópi þingmanna sem þykjast vinna að velferð okkar í þessu byggðarlagi (Vesturlandi). Aðalmálið hjá þeim er, að ég held, meiri völd og meiri peningar í eigin vasa og ekki undarlegt að reynt sé að sitja sem fastast í stólunum. 2004-0998 (Það skal tekið fram að vegimir sem átt er við í þessu bréfí era vegurinn kringum Snæfellsjökul og Fróðárheiði, svo má Staðarsveit bætast við.) Fyrirspurn um stað- greíðslukerfi skatta Til Velvakanda. Er það rétt hjá mér að nú fyrir þinglok á Alþingi íslend- inga hafi verið samþykkt ný skattalög, þ.e. staðgreiðslukerfí skatta, sem koma til fram- kvæmda í janúar á næsta ári? Ef svo er langar mig að biðja ijármálaráðherra að kynna þessi nýju lög nánar í Morgunblaðinu. Einnig hef ég heyrt að sam- kvæmt þessum nýju lögum fái fólk sem giftir sig u.þ.b. 90 þús- und króna skattafrádrátt. Ég spyr því: Ef giftingin fer fram á árinu 1987, „skattlausa ár- inu“, missir þetta fólk þá af þessum frádrætti? Og í öðru lagi. Það fólk sem staðið hefur í húsbyggingum á árinu 1987 ætti að fá fá frá- drátt frá sköttum vegna ýmiss kostnaðar sem tengist húsbygg- ingunni, eins og t.d. vegna vaxta af lánum o. fl. Missir þetta fólk þennan frádrátt á næsta ári (fellur allur frádráttur vegna húsbygginga á árinu 1987 nið- ur) eða verða útgjöld sem þessi höfð til viðmiðunar og veittur frádráttur við skattlagningu á næsta ári? Haraldur Haraldsson Þess ber að geta sem gott er Ágæti Velvakandi. í Velvakanda 14. apríl lætur ein- hver, sem kallar sig „skattborgara", gamminn geisa um efni ríkissjón- varpsins. I grein skattborgara segir m.a.: „Dagskráin er ekki og hefur aldrei verið beysin, en dæmi frá sl. sunnu- degi er kannski það, sem kórónar ófyrirleitnina og niðurlæginguna sem greiðendur ríkissjónvarpsins era látnir sæta. Á sunnudagskvöldið var (5. aprfl ’87), kvöld, þegar næstum allir sem sjónvarp hafa horfa hvað mest, er dagskráin á aðalsýningartíma þess: Fréttaágríp á táknmáli (algjör óþarfí og peningasóun), fréttir, sem allir era búnir að sjá á Stöð 2, dagskrá næstu viku (tilbúinn gerviþáttur um ekki neitt), Geisli um listir og menningu (fyrir þann þátt loka langflestir að öðru jöfnu), síðan Eldsmiðurínn (endursýnd langloka og sennilega ekki í fyréta sinn) og þá Passíusálmur númer 34!!“ Skattborgari má mín vegna hafa hvaða skoðanir sem honum henta best á dagskrá ríkissjónvarpsins, en ég get ekki orða bundist vegna skrifa hans um fréttir á táknmáli. Eitthvað skrýtinn hlýtur sá mað- ur að vera sem kallar það ófyrir- leitni og niðurlægingu hjá ríkissjónvarpinu, þegar það sinnir þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að flytja fréttir á táknmáli í nokkrar mínútur á kvöldin. Og að tala um að þessi þjónusta sé algjör óþarfi og peningasóun er sleggjudómur sem enginn heilvita maður tekur mark á. Það er hins vegar staðreynd að ýmislegt mætti bæta í dagskrá ríkissjónvarpsins, sem og einnig hjá Stöð 2, og get ég ekki betur séð en bæði forráðamenn og starfsfólk þess geri sitt besta til að koma þar til móts við óskir landsmanna. Þess ber að geta sem gott er, því af hinu er nóg. Ég vil þakka forráðamönnum ríkissjónvarpsins fyrir þá framtakssemi og víðsýni að hafa á hveiju kvöldi fréttir á táknmáli og beini þeirri ósk til þeirra að birta lesinn texta með íslenskum kvikmyndum, sem sjón- varpið sýnir, svo að heymarlausir njóti myndanna betur. Svo að lokum langar mig að biðja þá hjá sjónvarpinu að flytja tákn- málið á sinn gamla stað kl. 19.50 því margir geta ekki horft á tákn- málsfréttimar því þær era fluttar of snemma. Og gefíð þeim minnst 10 mínútna fréttatíma en ekki 3—4 mínútur eins og oft kemur fyrir. Guðrún Sigurðardóttir SIEMENS Fjölhæf hrærivél frá Blandari, grænmetiskvörn og hakkavél fylgja með! lAllt á einum armi. IHrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker — bæði fljótt og vel. lítarlegur leiðarvísir á íslensku. Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.