Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 23 4 fjarðarbæjar sem réðu því að hann eyddi milljónum umfram það sem nauðsjm krafði til kaupa á óhent- ugu húsnæði til æskulýðsstarfsemi í bænum í stað þess að hlíta góðum ráðum um heppilegan stað og byggingu hannaða fyrir starfsem- ina? Allur kostnaður við ævintýrið er langt frá fram kominn. c) Eru það hagsmunir Hafnar- fjarðarbæjar sem ráða því að hann eyðir milljónum í aðstöðusköpun inni í fískmarkaði, þrátt fyrir óvissu um framtíð hans? > d) Eru það hagsmunir Hafnar- ijarðarbæjar _sem réðu því að Guðmundur Ami lét fella allar skynsamlegar tillögur bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins varðandi markviss vinnubrögð við bygg- ingaframkvæmdir og að ljúka hálfloknum verkefnum á skömm- um tíma? Svo mætti lengi telja en svarið er því miður ávallt nei. Þjóni það ekki hagsmunum bæjarstjórans, vildarvina hans eða pólitískum sandkassaleik hans þá er ekki spurt um hagsmuni Hafnarfjarðar- bæjar eða bæjarbúa. Undir hans stjórn hafa fyrirgreiðslan og klíkuskapurinn orðið yfirgnæf- andi hjá bæjarsjóði og pólitísk afstaða á ný orðið aðalsmerkið. Slík er siðferðis- og hagsmungæsla jafnaðarmanna við stjóm bæjarins í dag. Ásakanir bæjarstjorans á hend- ur Jóhanni G. Bergþórssyni að hagsmunir fyrirtækis hans hafí verið í fyrirrúmi við afstöðu til mála í bæjarráði og bæjarstjórn eiga við engin rök að styðjast og eru alrangar. Fullyrði ég að bæjarstjórinn get- ur ekki tilgreint eitt einasta slíkt mál. Að lokum vil ég láta það vera ósk mína að Guðmundur Ámi Stef- ánsson láti fögur orð sín um að hagsmunir bæjarbúa ráði gjörðum sínum, en ekki persónulega hags- muni (eða stolt), verða að veruleika og grundvallarsjónarmið hans sé ekki aðeins hvað þjónar „pólitísk- um hagsmunum hans best". í störfum mínum sem bæjarfull- trúi hef ég kappkostað að halda frið við „pólitíska" andstæðinga mína og vinna af heilum hug að því er til heilla horfír fyrir bæjarfé- lagið og mun gera svo áfram. Öllum ósannindum og óhróðri sem borin verða á borð fyrir bæj- arbúa og alþjóð mun ég hinsvegar svara fullum hálsi. Höfundur er forstjóri Hagvirkis og bæjarfulltrúí í Hafnarfirði. þeim sem ekkert eiga til þeirra sem eiga fé 'á bók. Þetta er í raun sára- einfalt, en felur einfaldlega í sér nauðungaruppboð og gjaldþrot hinna verr stöddu, og feitari og þyngri pyngjur ^ármagnseigend- anna. Þrátt fyrir það að viðurkennt sé, að sanngjamt sé að sá sem legg- ur inn lambsverð, fái út síðar lambsverð og svona eitt læri eða sviðahaus, þá er grundvallaratriði í mínum augum að Qárstreymi í þjóðfélaginu sé frá þeim sem betur mega sín til hinna. Þetta skilja ekki þeir fulltrúar félagshyggju og manngildis: Guðmundur G. Þórar- insson, Þráinn Valdimarsson og Finnur Ingólfsson. Finnur skilur þetta hugsanlega, þegar hann fjall- ar um lánasjóð námsmanna, en það er ekki nóg, maðurinn er kominn í stjómmál og verður að hafa víðari sjóndeildarhring. Haraldur Jónasson lögfræðingur tók upp merkilegt mál með grein sinni. Það er von mín að hann fylgi máli þessu vel eftir, ekki veitir af. Komandi ríkisstjom verður að taka á máli þessu, það þolir enga bið. Það væri líka fróðlegt að lesa ein- hveija grein eftir verkalýðsleiðtoga um þessa þróun mála og lána varð- andi verkamannabústaði. Frá þeim heyrist því miður ekkert. Höfundur er leigubílstjóri í Reykjavík. Viltu skjótast með? Verð frá kr. 18.440. * Heimsborgin og háskólaborgin Boston hefur upp á að bjóða flest það á sviði menningar, lista og afþreyingar sem hægt er að hugsa sér. Boston er vinaleg borg - mörkuð hlýju og stolti þeirra er fyrstir brutu sér þar land. Það er unun að spásséra um strætin og gleypa í sig sögu, menningu og fegurð þessarar hrífandi borgar, rölta milli litskrúðugra útimarkaða, tylla sér niður á kaffihúsi eða einhverju hinna fjölmörgu veitingahúsa, kínverskra, japanskra, indverskra og að sjálfsögðu amerískra. Tónlist - ballett - leikhús - söfn. Menningarstofnanir eins og Boston Sym- phony Orhestra, Boston Pops, Museum of Fine Arts og Boston Ballet eru með þeim bestu í heiminum á sínu sviði og draga listunnendur að úr fjarlægustu heimshornum. FLUGLEIDIR — fyrir þig — Strandlíf með menningarívafi. Skammt undan er Cape Cod, víðfrægur bað- staður með mörg hundruð mílna strandlengju og frábærum sumarleikhúsum. Þar eru einnig úti- tónleikar, litskrúðugir listmunaimarkaðir, tennis- vellir, golfvellir, sundlaugar og möguleikar til siglinga og sjóskíðaiðkana. Þú mátt hafa í huga að þótt Boston sé með nyrstu borgum í Bandaríkjunum er hún á sömu breiddargráðu og Barcelona. Eitt enn . . . ... amerískir bílaleigubílar eru ódýrir. Ef þú treystir þér til þess að aka í umferðinni í Reykjavík muntu sannarlega spjara þig hvar sem er í Bandaríkjunum. Hvernig væri að hringja og fá upplýsingar um fcirgjöld og áætlanir til BOSTON og annarra áfangastaða okkar í Bandaríkjunum. NEW YORK - CHICAGO - WASHINGTON OG ORLANDO. Hver veit hve lengi dollcirinn helst jafn ódýr. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferða- skrifstofurnar. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25 100. Bein áætlun Keflavík - Boston 29/3-21/10 miðvikudaga og sunnudaga Boston - Keflavík 30/3-20/5 mánudaga og miðvikudaga 24/5-30/9 miðvikudaga og sunnudaga 5/10-21/10 mánudaga og miðvikudaga * KEFLAVÍK - BOSTON - KEFLAVÍK Verð miðast við APEX-fargjald á tímabilinu 1/4-14/6 ’87. ) AUK hf. 110.2/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.