Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐro' ÞRIÐJUDAGUR 5. MAj 1987 Blórabögglar í „geldu og glötuðu skólakerfi“ eftirElínu G. Ólafsdóttur Við kennarar erum blóraböggl- arnir, ef einhver skilur ekki sneið- ina. Gelda og glataða kerfið er auðvitað skólakerfið eftir „grunn- skólaævintýrið", eins og Halldór Þorsteinsson orðar það svo fallega í grein í Morgunblaðinu um daginn. En bytjum á byijuninni. „Svarta skýrslan“ fráOECD Út kom skýrsla, „svarta skýrsl- an“, eins og OECD-skýrslan um ástand skólamála hér á landi hefur verið nefnd. Í skýrslunni er á já- kvæðan hátt bent á ýmislegt gott og miðurgott í skólastarfi hér á landi. Flest sem þar kemur fram hefur þó kennarastéttin hvað eftir annað leitt fram í dagsljósið og vakið athygli á undanfarin ár. Hvað um það, gott var að fá þennan stuðning. Aukinni skólaumræðu í kjölfarið er einnig fagnað. Fögnuð- urinn er hins vegar orðinn blendinn. Hin annars svo ágæta umræða, sem hafin var á mannamótum og víðar, hefur verið yfirtekin af „svarta- gallsrausurum". Þeir láta ljós sitt skína í nánast hveiju máli og hafa að undanfömu sett mjög mark sitt á umræðuna, auðvitað til hins verra. Sleg-gjudómar og svívirðingar Alls konar fullyrðingar um ástand skólamála hefur mátt lesa af blöðum og heyra á öldum ljósvak- ans undanfarið. Því miður hafa þær oftast falist í að hnjóða í skólakerf- ið eða beiniínis svívirða það og þá sem þar starfa. Hvað veldur að til undantekninga virðist heyra að fag- leg og hleypidómalaus afstaða sé tekin til skólamála hér á landi? Að fólk kynni sér málin af eigin raun og taki því næst afstöðu með eða á móti af einlægni og án alls hroka og fordóma? Kúgaði þjónninn sem lemur hundinn sinn Við kennarar erum seinþreyttir til vandræða en nennum ekki að sitja sífellt undir rakalausum full- yrðingum og sleggjudómum án þess að svara. Hugsið ykkur t.d. um- mæli um heila stétt manna sem Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður hafði yfir í sjónvarpi fyrir skömmu. Hún ber saman skólastarf í heims- álfunni Bandaríkjunum og hér í fámenninu, finnur okkur flest til foráttu en lofar skólakerfið þar fýr- irvaralaust. í fýrsta lagi hefur hún sáralitla möguleika á að bera þetta tvennt saman svo vit sé í, til þess hefur hún of litla þekkingu eða yfir- sýn á málefninu. í öðru lagi er óveijandi að setja fram kenningu eins og hún jgerði þess efnis að kennarar á íslandi óvirði nem- endur sína. Beðin skýringa á þessu slær hún því fram að e.t.v. megi hugsa sér samband milli þessa og þeirrar staðreyndar að kennarar séu lágt launaðir og starfið lítils metið hér á landi. Það sem vakti þó mesta undrun mína var samlíking Sig- rúnar í framhaldi um kúgaða þjóninn sem kemur hundinn sinn. Þama fannst mér taka steininn úr, sat agndofa undir samlíkingunni. Þvílík móðgun við kennarastéttina. Hollt hefði verið fyrir Sigrúnu að hugsa áður en hún talaði, en það leyfí ég mér að efast um að hún hafi gert. Ég vonast reyndar til að þannig sé í pottinn búið, ummælin væru henni ella til slíks vansa. „Gelda og glataða skólakerfið“ Víkjum aftur að grein Halldórs Þorsteinssonar, sem hann skrifar í kjölfar viðtalsins við Sigrúnu Stef- ánsdóttur, en þar eru margar miður fallegar fullyrðingar um skólakerfí okkar nú til dags. Auk þess er þar að finan s'eggjudóma um sænska og bandaríska skóla, um Svisslend- inginn Jean Piaget, um skólaþróun- ardeild menntamálaráðuneytisins, sem hann líkir við mykjuhaug í stór- gripahúsi. Allt er þama á eina bókina, sem sagt á niðurleið miðað við það sem gerðist í hans ung- dæmi. Hans eigin skólaganga í MA virðist í hans augum vera hin eina sanna menntun. í þann tíð, þ.e. fyrir „grunnskólaævintýrið", þóttu stúdentar Norðurlanda ber af um undirbúning háskólanáms að hans áliti. Þvílíkt yfirlæti og bamaskap- ur. Ef mið er tekið af grein Halldórs virðist hann ekki hafa fylgst vel með þróun menntunar á síðustu árum. Á undanfömum áratugum hefur þekkingu og menntun fleygt fram í heiminum og við höfum sann- arlega ekki verið neinir eftirbátar annarra þjóða í þeim efnum. „Ömurlegt skólakerfi að erlendri fyrirmynd“ Grein Halldórs var fylgt eftir af Kristáni Jónssyni í greinarkomi með ofangreindri fyrirsögn í Vel- vakanda þann 8. apríl sl. Kristján þessi þakkar bæði Halldóri Þor- steinssyni fyrir skrifin og einnig ritstjómargrein í DV sem bar yfír- skriftina „Burt með Piaget úr skólunum" og hann bætir um bet- ur. Hann leggur út af sömu kenn- ingu um að íslenska menntakerfið sé ömurlegt, að OECD viti ekkert betur en við hvað okkur hentar í þessum efnum og slengir fram eftir- farandi kenningu: „Það ömurlega skólakerfi sem við búum við nú hefði Eggert Ólafsson sjálfsagt nefnt „útlenzkan maga í íslenskum búk“! Mér er mjög til efs að sá merki maður Eggert Ólafsson hefði unað því að vera bendlaður við svona rakalausan þvætting. Staðreyndirnar tala Lítum svo aðeins á stöðu mennta- mála eins og hún er í raun. Stað- reyndin er að góðu námsfólki hefur Qölgað svo mikið undanfama ára- tugi hér á landi að talað hefur verið um „menntasprengju" í skólakerf- inu. Veltum aðeins fyrir okkur tölum, þær sýna þetta vel. Brautskráðir stúdentar (hlutfall af árgangi 20 ára): Árið 1965 314 12,8% karlarog 6,3%konur. Árið 1983 1591 27,9% karlarog 41,3% konur. Eins og sjá má er þama um að ræða u.þ.b. fimmföldun þeirra sem ljúka stúdentsprófi og á háskóla- stigi gætir þessa í svipuðum hlut- föllum. íslenskir stúdentar eru því Elín G. Ólafsdóttir „ Alls konar fullyrðing-- ar um ástand skólamála hefur mátt lesa af blöð- um og- heyra á öldum ljósvakans undanfarið. Því miður hafa þær oft- ast falist í að hnjóða í skólakerf ið eða bein- línis svívirða það og þá sem þar starfa.“ bæði hér heima og um allan heim að bæta við sig þekkingu og yfirsýn á háskólastigi. Það sem meira er þeir standa sig jafnan með slíkri prýði á erlendri grund að leitun er að betra námsfólki, andstætt þvi sem halda mætti miðað við skóla- umræðuna. í því sambandi langar mig til að biðja þá sem þetta lesa að gera smá úttekt í huganum á sínum eigin vina- og vandamanna- hópi og skoða hvernig þessu er farið þar. Hversu margir úr þeim hópi eru í námi eða hafa farið í lengra framhaldsnám undanfarinn áratug? Hvemig hafa þeir staðið sig í sam- anburði við erlenda samstúdenta? Ég er óhrædd við þann dóm, hef fylgst með því og veit hversu vel okkar fólk stendur sig meðal ann- arra námsmanna. Þeir sem einblína á gömlu góðu dagana og sjá ekki þær framfarir sem orðið hafa í menntun undanfarin ár með íjöl- breyttum kennsluaðferðum, nýju og endurbættu námsefni og aukinni Hveijir fengu hækkunina? eftirHerdísi Ólafsdóttur Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Verkamannasambands íslands, er mikið niðri fyrir í Alþbl. 9. apríl, yfir því sem hann kallar siðleysi, að kennarar skuli að feng- inni 24—25% kauphækkun hafa borið sig saman við lágmarkslauna- hækkun á taxtakaupi sem gerð var í desembersamningum. Guðmundur segir með talsverðu stolti að þar hafi orðið langstærsta stökk, sem þekkt er í launum, þessu fólki til handa. En þar hækkuðu lægstu byijunarlaun úr kr. 19.810,- og hæstu laun þess flokks eftir 15 ár kr. 22.222,- upp í kr. 26.500,-. Byijunarlaunin hafa þá hækkað um 33% en hæsta þrep þessa flokks um 19% eða ca. meðaltal alls launa- flokksins um 26%. En síðan voru öll launaþrep lögd niður. Þetta var stórkostleg hækkun eins og Guð- mundur segir. En hveijir fengu þessa hækkun? Hún var lítils virði í bæjunum þar sem fiskvinnslan er uppistaða atvinnulífsins. Fiskvinn- an færði fólki litlar sem engar kauphækkanir því bónusinn var lækkaður það sem tímakaups- hækkuninni nam og í sumum tilfell- um meira. Þegar dæmið var skoðað hér á Akranesi kom í ljós að sá sem var á 15 ára aldursþrepi og á hæsta bónus hafði lækkað í káupi. Ekki var þorað að leggja samningana fyrir fólkið fyrr en búið var hér á Ákranesi að betla um viðbótar- hækkun við samninginn um 3% fyrir þá sem höfðu unnið í 15 ár hjá sama fyrirtæki svo sá hópur lækkaði ekki í launum. Sama var að segja um prósentuálag sem greitt var við sum störf í fískvinnu, það var samkv. samningunum fellt niður. Þetta gat í tilfellum sem ég þekki til þýtt lækkun á kaupi fólks. Sem sagt útkoman úr fiskvinnu- kauphækkuninni í desembersamn- ingum er á þá lund að hver þykist góður sem ekki hefur lækkað í kaupi. í marssamningum 1986 var sam- ið um 40 tíma námskeið fyrir fiskverkafólk. En að því loknu átti það að fá starfsheitið „sérhæfður fískverkamaður" og auk þess átti það að hækka um þijá launaflokka sem þýddi 7,3% kauphækkun. Nú „Fiskvinnan færði fólki litlar sem engar kaup- hækkanir því bónusinn var lækkaður það sem tímakaupshækkuninni nam og- í sumum tilfell- um meira.“ í vetur er verið að ljúka þessum námskeiðum. En hvað kemur þá á daginn, að desembersamningamir hafa lækkað launahlut þess að lokn- um námskeiðunum frá því að vera 7,3% í það að nú er hann föst tala kr. 1.530,- á mánuði sem þýðir 5% hækkun. Líka það fékk lækkun að verða „sérhæfður fiskverkamaður". Eða eins og góður forystumaður verkalýðshreyfingarinnar og fisk- verkafólks, Jón Kjartansson í Vescmannaeyjum, sagði um des- embersamningana: „Þeir eru klúður.“ Nú en hveijir fengu þá stóru kauphækkunina hans Guðmundar Joð? Fólkið í iðnaðinum hlýtur að hafa fengið hana, hugsar fólk. Hér á Akranesi eru tvö iðnfyrirtæki, dálítið stórar sauma- og pijónastof- ur með ca. 70—80 konum í vinnu. Þar var borgað taxtakaup með 15 og 22% álagi. Samkv. samningun- um féll álagið eða yfirborgunin niður og þá þýddi það, að flestar konurnar hækkuðu lítið sem ekkert og þær sem vom á 15 ára taxta lækkuðu í kaupi. Nú hvert fór stóra kauphækkunin spyr ég enn? Jú, ég er búin að finna hana. Á Akranesi er lítil fiskiðja sem vinnur kavíar í dósir. Þar vinna um 8—10 konur. Þær unnu á sléttum taxta og þær fengu kauphækkunina, guði sé lof. Síðan hef ég leitað með logandi ljósi, að þeim sem fengu stóru kaup- hækkunina og viti menn. Það komu til viðbótar: Bensínafgreiðslumenn, en að vísu hafa þeir ekki hækkað nema um helming þess sem kennar- ar fengu, en þetta geta verið 10—12 menn. Sem sagt gott. Á Akranesi fengu 8Í7 kennaramenntun ættu ekki að tjá sig um þessi mál. Þeir eru þess varla umkomnir að dæma um menntun ungu kynslóðarinnar. Kínversk heimspeki ájapönsku Að lokum langar mig að segja frá viðtali sem ég heyrði í útvarpinu fyrir stuttu. Talað var við ungan mann sem er í háskólanámi í Jap- an. í Japan er skólakerfið,'af sumum talið vera til mikillar fyrirmyndar, allt kapp er lagt á samkeppni og framgang „góðra“ nemenda. Sam- keppnin er slík í þessu tæknivædda markaðsþjóðfélagi að óvíða í heim- inum er að finna annað eins. Sjálfsvíg ungmenna eru líka óvíða jafn algeng. Íslendingurinn er að greina frá tilkomumikilli útskrift lítillar stúlku úr 6 ára bekk. Sam- keppnin er þegar hafin, enda skiptir þar verulegu máli hvernig einkunn- ir bamið fær strax í byijun til að það komist í „góðan“ háskóla þegar fram líða stundir. í þessum efnum eru þeir efnameiri betur settir því að „góðir" skólar kosta meira en hinir. Alla skólagönguna, allt frá byijun, verða nemendur að fá auka tilsögn með skólanum til að stand- ast kröfumar. Sumir falla í stafí yfir þessari dýrð, og víst er um það að langt hafa þeir komist í tækn- inni, sem er jú það eina sem verðgildi hefur í sumra augum. Það sem vakti mig sérstaklega til um- hugsunar var að í lokin var Islend- ingurinn spurður hvað hann væri að læra. Yfirlætislaust svaraði hann því til að hann væri að læra kín- verska heimspeki. Mér varð á að hugsa að það gæti ekki verið neitt áhlaupaverk að læra kínverska heimspeki á japönsku við hlið Jap- ana. Hvemig má það vera að slíkur nemandi komi úr hinu „ömurlega skólakerfi" okkar hér á landi? Um- hugsunarvert? Góðir lesendur, ég lýk máli mínu á að vísa til dómgreindar ykkar. Kynnið ykkur skólamalin sjálf. Við kennarar erum tilbúnir til að hlusta á rökstuddar ábendingar um það sem miður fer í skólastarfi. Við þiggjum líka frásagnir af því sem vel er gert og alla þá aðstoð sem þið getið látið í té við að bæta skóla- starf hér á landi. „Svartagallsraus- inu“ og svívirðingunum vísum við til föðurhúsanna. Höfundur er kynningnrfulltrúi Kennarasambands Islands. ca. 20 manns á samningasviði Verkamannasambandsins og Sam- bands iðnverkafólks, kauphækkun sem einhveiju nam eftir desember- samningana, hinir allt fólkið í fiskiinum sem er uppistaða atvinnu- og framleiðslustarfanna í bænum, þykist gott ef það hefur ekki lækk- að í launum, því öll þessi vinna er unninn í bónus eða premíulaunum. Nú á vetrarmánuðum þegar allt logar í launadeilum hjá öllum hóp- um, háum sem lágum í ríkisgeiran- um, og allir virðast koma út með ekki minni hækkun en kennarar, kannski örlítið, mest sem betur eru launaðir. Þá er verið að semja í stóriðjunni hér á Akranesi, í Sem- entsverksmiðjunni og á Grundart- anga og þar eru kannski menn sem hafa fengið hluta af stóru hækkun- inni hans Guðmundar Joð, en ekki konumar í fiskinum og iðnaðinum. Og ég vil enda þetta greinarkom um desembersamningana, að tæp- lega getur um meiri launahækkun- arblekkingu fyrir launlægstu hópana í landinu sem vinna fyrir þjóðfélaginu en þar hefur gerst og nota orðaval Guðmundar um des- embersamningana, að þeir séu illþolanlegt siðleysi, þar sem fisk- verkafólk og iðnverkafólk, sem er að stærstum hluta konur, fá litla eða enga sneið af jólatertunni, en nú er verið að skipta henni milli annarra betur launaðra hópa þjóð- félagsins. Höfundur er starfsmaður Verka- lýðsfélags Akraness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.