Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1987 Concorde nærri lent í loftárekstri London, Reuter. CONCORDE-þota frá brezka flugfélaginu British Airways flaug hættulega nærri 15 sæta smáflugvél yfir vesturhluta Eng- lands í síðasta mánuði, að því er flugf élagið staðfesti á sunnudag. Aðeins 800 metrar voru á milli flugvélanna er leiðir þeirra skárust stuttu eftir flugtak Concorde- þotunnar frá Heathrow 23. apríl sl. Þotan var á leið til New York og var full af farþegum. Brezka blaðið Observer skýrði frá atvikinu á sunnudag. í frétt blaðs- ins sagði að flugmenn Concorde- þotunnar hefðu annað hvort misskilið eða ekki heyrt fyrirmæli flugumferðarstjóra á jörðu niðri og því farið hættulega nærri hinni flugvélinni. Að sögn British Air- ways voru flugvélarnar og farþegar þeirra aldrei í neinni hættu og þurftu flugmenn hvorugrar þeirra að gera ráðstafanir til að afstýra árekstri. Brezka flugmálastjórnin hefur atvikið til rannsóknar. Græningjar í Vestur-Þýskalandi: Raunsæimenn biðu ósigur á flokksþingi Duisburg, Reuter. ÞEIR félagar flokks græningja í Vestur-Þýskalandi, sem aðhyllast samstarf við stjórnarandstöðuflokk jafnaðarmanna (SDP), máttu lúta í lægra haldi gegn á flokksþingi á sunnudag, þegar róttæklingar náðu meirihluta í framkvæmdastjórn flokksins. Græningjar, sem eru stærsta umhverfisvemdarhreyfing í Evrópu, hafa löngum verið klofnir í tvo arma, raunsæismenn og róttæklinga. Raunsæismenn eru hlynntir stjóm- arsamstarfi við jafnaðarmenn, en róttæklingamir segja að slíkt sam- starf myndi leiða til þess að græn- ingjar þyrftu að fallast á málamiðlun og gætu því ekki fylgt stefnu flokks- Suður-Afríka: Ráðist á nátnsmenn Jóhannesarborg, Reuter. Óeirðalögreglumenn búnir svip- um réðust í gær á þúsundir námsmanna, sem safnast höfðu saman á lóð háskólans i Jóhannes- arborg. Hélt yfirmaður lögregl- unnar í Suður-Afríku því fram, að svartir róttæklingar hygðust trufla kosningar hvita minnihlut- ans en þær verða á morgun, miðvikudag. Óeirðimar hófust eftir að lögregl- an hafði bannað Winnie Mandela að ávarpa fund í Witwatersrand-háskól- anum og notaði lögreglan táragas til að tvístra samkomunni. Voru það ekki aðeins svartir námsmenn, sem að henni stóðu, heldur fólk af öllum kynþáttum í landinu. Johan Coetzee, yfirmaður lögregl- unnar í Suður-Afríku, sagði í viðtali við dagblaðið Johannesburg Star, að svartir róttæklingar ætluðu að trufla kosningamar á miðvikudag með því flytja þúsundir bama á kjörstaði og hafa það að yfirskini, að verið væri að kynna þeim hvemig kosningar fæm fram. Sagði Coetzee, að örygg- isgæsla yrði efld og komið í veg fyrir slík vandræði. ins í kjamorkumálum til streitu. Þingið stóð í þrjá daga og lauk á sunnudag. Það var haldið í iðnaðar- borginni Duisburg og fór róttæki armurinn með sigur af hólmi. Sjö róttæklingar sitja nú í ellefu manna framkvæmdastjóm flokksins. A þinginu vom einnig kjömir þrír talsmenn til að vera í forsvari fyrir flokkinn utan þingsins, þar sem valdabygging innan hans er ekki með hefðbundnu sniði. Talsmenn þessir em einnig róttæklingar. Raunsæismenn, sem em fjöl- margir meðal 44 þingmanna flokks- ins, segja að nýja framkvæmda- stjómin muni kynda undir áframhaldandi missætti innan flokksins. Þess má geta að flokkur- inn fékk 8,3 prósent atkvæða í þingkosningum, sem haldnar vom í janúar. Um 82.000 manns áttu helgistund með Jóhannesi Páli páfa II á Ólympíleikvanginum í Mtinchen á sunnu- dag. Þar var þýskur jesúítaprestur, séra Rupert Mayer, tekinn í helgra manna tölu. Jóhannes Páll páfi II í Munchen: Um 3200 lögreglumenn og ör- yggisverðir í viðbragðsstöðu MQnchen. Frá Bergfljótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILL viðbúnaður var hér í MUnchen á sunnudag vegna komu Jóhannesar Páls páfa II á fjórða og næstsíðasta degi ferðar hans um Vestur-Þýskaland. Um 3200 lögreglu- og öryggisverðir voru í viðbragðsstöðu bæði í lofti og á láði, og gerðar voru miklar örygg- isráðstafanir f þeim hluta borgar- innar, sem áætlað var, að páfi færi um. Víða var gerð húsleit og öll umferð bönnuð á þeim götum, sem páfa skyldi ekið um. Þar, svo var og í nærliggjandi götum, bannað að leggja hvers kyns far- artækjum, og þau, sem ekki voru fjarlægð af eigendum sínum, voru dregin á brott af starfsmönnum borgarinnar. Klukkan var langt gengin í tíu á sunnudagsmorgun, er Boeing 707 þota páfa lenti í þungbúnu veðri á Riem-flugvelli í Miinchen. Þar beið 11 manna móttökunefnd með ýmsa kirkjunnar menn og Franz Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjara- Sovétmenn: Allar stj órnar stofnanir í Washington hleraðar - segir í dagblðainu The New York Times New York, Reuter. SOVÉTMENN hlera sfmtöl allra stjórnarstofnana í Washington, þA m. varnarmálaráðuneytisins, og eru sendiráð austantjaldsríkja og íbúð- ir sendiráðsstarfsmanna notaðar sem hlerunarstöðvar, að því er sagði f bandariska dagblaðinu The New York Times f gær. Hafði blaðið eftir embættismönn- um bandarísku leyniþjónustunnar að Sovétmenn hleruðu samtöl og ætti það einkum við um örbylgjusímtöl, þ.á m. langlínusamtöl í stjómarskrif- stofum. í The New York Times sagði að Sovétmenn hefðu fengið lóð undir nýtt sendiráð á Mount Alto, sem er með hæstu stöðum yfir sjávarmáli í borginni. Þaðan byrgir ekkert sýn að vamarmálaráðuneytinu, Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu og að- alfjarskiptamiðstöð sjóhersins. í blaðinu sagði að Sovétmenn gætu hlerað símtöl á örbylgju með því að starfrækja hlustunarstöðvar í sendiráðum austantjaldsríkja og í heimilum, sem liggja hátt í Wash- ington. I frét í fréttinni sagði að slíkar hlustun- arstöðvar væru í austur-þýska sendiráðinu og Kúbudeild tékkneska sendiráðsins, sem er um þijá km frá Hvíta húsinu. lands, í broddi fylkingar. Að lokinni stuttri móttökuathöfn á flugvellinum var flogið með páfa í þyrlu að Olympíuleikvanginum, þar sem um 82.000 manns biðu æðsta leiðtoga hinnar kaþólsku kirkju með óþreyju. Er þangað var komið, tók við þriggja klukkustunda löng helgistund með páfa og var hámark hennar helgi- festa, þar sem þýski jesúítaprestur- inn Rupert Mayer var tekinn í helgra manna tölu. Mayer barðist ötullega gegn ofríki þýskra nasista á stríðsár- unum og barg lífi fjölda gyðinga. Hann mátti sæta illri meðferð af hálfu nasista, var oft handtekinn og varpað í fangelsi. Mayer lést úr hjartaslagi í nóvember 1945. Páfi lauk lofsorði á séra Rupert Mayer og sagði, að hann hefði barist óhræddur gegn hinu illa. f því sam- bandi minnti páfi á útrýmingarbúðir nasista í Dachau og Auschwitz og bað fyrir þeim, sem þar létu lífíð. Páfí vakti í ræðu sinni máls á ýmsu sögulegs og þjóðfélagslegs eðlis, og meðal annars kvaðst hann harma, að bamsfæðingum hefði farið fækk- andi í Þýskalandi. Að helgistundinni lokinni var páfa ekið í skotheldri bifreið um miðbæinn að gröf Rupert Mayer, þar sem hann baðst fyrir góða stund. Að svo búnu hélt páfi til Erkibiskupahallarinnar, þar sem hann kvaddi Miinchenarbúa af svölum hússins eftir stuttan stans eða sjö klukkustundir. í biskupahöll- inni hvíldist páfi eftir annasaman dag og snæddi hádegisverð með ýmsum fulltrúum hinnar kaþólsku kirkju. Um fimmleytið um eftirmiðdaginn átti páfi að fljúga með þyrlu til Augs- borgar, sem var næsti áfangastaður. Skyndileg úrhellisrigning og slydda settu hins vegar strik í reikninginn, og vegna slæmra flugskilyrða var ákveðið að aka páfa til Augsborgar. Fyrirhugað hafði verið, að páfi mess- aði á íþróttaleikvanginum í Augs- borg, en þar sem þar var allt á kafi í vatni eftir úrhellið, fór guðsþjónust- an fram í dómkirkju borgarinnar að viðstöddum 3000 áheyrendum. Ko- must þar færri að en vildu. í gærmorgun heimsótti páfi kirkjustofnanir í Augsborg og flutti messu. Um hádegisbil átti hann að fljúga til Speyer til fundar við Helm- ut Kohl, forsætisráðherra Vestur- Þýskalands. Um kvöldið var áætlað, að Jóhannes Páll páfi II flygi frá Stuttgart til Rómaborgar og lyki þar með annarri opinberu heimsókn sinni til Vestur-Þýskalands. Ferð páfa um Vestur-Þýskaland hefur enn sem komið er gengið snurðulítið, og í aðeins einstaka til- fellum hefur lögregla orðið að hafa afskipti af óeirðaseggjum. Meðan á fimm daga dvöl páfa hefur staðið, hefur eldur verið lagður að tveimur kirlqum og tilraun gerð til að kveikja í þeirri þriðju. Fjöldi verðmætra málverka og kirkjumuna varð eldin- um að bráð og er hér um milljónatjón að ræða. Hefur hvorki tekist að upp- lýsa málið né hafa hendur í hári ódæðismannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.