Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1987
31
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö.
Hvers konar ríkis
stjórn tekur við?
Alþingiskosningar eru að
baki. Stjómarmyndun er
framundan. Þetta tvennt á at-
hygli og umræðu landsmanna
þessa dagana. Það er mjög að
vonum. Það skiptir meginmáli
fyrir framvindu þjóðmála okk-
ar, þróun þjóðfélagslegs
umhverfís, stöðugleika í efna-
hags- og atvinnumálum og
lífskjör yfirhöfuð, hvem veg
okkur tekst að „spila úr þeim
spilum", sem talin vóru upp úr
kjörkössunum á dögunum.
Það varðar miklu fyrir stjóm-
málaflokka, einstaka stjóm-
málamenn og raunar þjóðar-
heildina, hvem veg kosningar
fara í kjördæmum og á lands-
vísu. Hitt skiptir ekki minna
máli fyrir einstaklinginn og
heildina, að stjómmálamenn
haldi vöku sinni að kosningum
loknum. Varðveiti það vel, sem
áunnizt hefur, t.d. í efnahags-
málum, það er í hjöðnun
verðbólgu, stöðugleika í gengis-
málum, lækkun erlendra
skulda, innlendum spamaði,
rekstraröryggi atvinnuvega og
atvinnuöryggi almennings.
Vinni áfram að lagfæringu
þess, sem miður hefur farið, til
dæmis að áframhaldandi jöfnun
lífskjara. í því efni ber að leggja
áherzlu á jöfnun upp á við, það
er að lyfta þeim kjaralega, sem
við lakastan kost hafa búið, svo
sem gert hefur verið.
Forsenda bættra lífskjara,
án verðbólgu, er að skapa þau
skilyrði í þjóðarbúskapnum, að
atvinnuvegimir fái að vaxa til
aukinna þjóðartekna, aukins
skiptahlutar á þjóðarskútunni.
Verðbólga var vel innan við
10% á ári öll viðreisnarárin,
1959-1971. Vinstri stjómin
1971-74 var hinsvegar ljósmóð-
ir verðbólgunnar. Vamarsigur
vannst gegn verðbólgu í sam-
stjóm Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks 1974-1978.
Vinstri stjóm, mynduð 1978,
var síðan undanfari óðaverð-
bólgunnar, sem náði 130%
marki vorið 1983. Þáttaskil
urðu síðan með myndun fráfar-
andi ríkisstjómar það sama ár,
en hún náði verðbólguvexti nið-
ur undir 15%. En hvað tekur
við? Verður eftirleikur kosning-
anna nú hliðstæður þeim sem
varð 1978? Eða hafa menn lært
nægjanlega af reynslunni?
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, felur væntan-
lega einhveijum stjómmálafor-
ingja að leiða formlegar
stjómarmyndunarviðræður á
morgun. Flestir stjómmála-
skýrendur telja líklegt að þær
viðræður, sem framundan em,
verði bæði langar og strangar,
enda vísa kosningaúrslitin ekki
skýrt markaðan veg um stjóm-
armynstur. Almenningur, sem
mest á í húfí, mun fylgjast
grannt með framvindunni. Von-
andi leiða lyktir þessara
umræðna, hveijar sem þær
verða, til stöðugleika og jafn-
vægis í þjóðarbúskapnum
næstu árin, samhliða viðleitni
til að gera íslenzkt samfélag
réttlátara og manneskjulegra.
Fóstrur
hefja störf
áný
Rekstur dagheimila fyrir
böm skiptir meira máli í
samtíð okkar en flestir gera sér
grein fyrir. Því ber að fagna
að fóstrur hafa valið þann kost
að hverfa aftur til vinnu sinnar.
í fyrsta lagi varðar rekstur
dagheimilanna mannréttindi
bamanna sjálfra, aðbúð þeirra
á viðkvæmu og mótandi aldurs-
skeiði. í annan stað varðar hann
stöðu foreldra í samfélagi þar
sem meginreglan er sú, að hvert
heimili hefur tvær fyrirvinnur.
Sú meginregla helgast í senn
af kynjajafnrétti til þátttöku í
atvinnulífínu og tekjuöflun til
að mæta kröfum samtímans um
aðbúð og lífsstíl. Og síðast en
ekki sízt af þörf fámenns sam-
félags fyrir vinnuafl.
Deilan, sem nú er leyst, vek-
ur ýmsar spumingar, m.a.
hvort sjálfgefíð sé, að ríki og
sveitarfélög „einoki" rekstur
dagheimila. Kemur til greina
að einkaaðilar, t.d. stærri
vinnustaðir, hafí slíkan rekstur
á hendi? Er betra fyrir ungbam
og hagkvæmara fyrir samfélag-
ið að greiða öðm foreldri
þóknun fyrir að dvelja heima
hjá því á vissu aldursskeiði
þess?
Eðlilegt er að umönnunar-
og uppeldisstéttir haldi launa-
legri jafnstöðu við aðra, miðað
við menntun og eðli starfs.
Fóstrur hafa nú fengið hlut-
fallslega meiri kjarabætur en
fólk á almennum vinnumark-
aði. Það er vel, miðað við eðli
og ábyrgð starfs þeirra. En
kjarabarátta má ekki bitna á
þeim er sízt skyldi.
Forystumenn björgunarsveitanna veittu gjöf Eykyndilskvenna formlega
viðtöku og færðu konunum þakkir fyrir frábæran stuðning.
Vestmannaeyjar:
Eykyndílskonur gefa björg--
unarsveitum flotbúninga
Vestmannaeyjum.
Slysavamadeildin Eykyndill í
Vestmannaeyjum færði nýlega
Hjálparsveit skáta og Björgunar-
félagi Vestmannaeyja flotbún-
inga að gjöf. Fékk hvor
björgunarsveit sex búninga í sinn
hlut. Búningar þessir eru af full-
komnustu gerð.
Verðmæti gjafarinnar er um 200
þúsund krónur. Rósa Magnúsdóttir
formaður Eykjmdils sagði að til
kaupanna hefði verið varið minn-
ingargjöf, 100 þús. krónum, sem
böm Rósu Bjamadóttur og Boga
Matthíassonar gáfu til minningar
um foreldra sína. Það sem upp á
vantaði hefði komið úr söfnunar-
sjóði félagsins.
Forystumenn björgunarsveit-
anna mættu á fund hjá Eykyndils-
konum og veittu þessari höfðing-
legu gjöf viðtöku formlega. Þeim
höfðu þó verið afhentir nokkrir
búningar daginn áður þegar sveit-
imar voru kallaðar út til leitar.
Færðu þeir konunum þakkir fyrir
frábæran stuðning við sveitimar í
gegnum árin en þetta er ekki í
fyrsta skiptið sem Eykyndilskonur
koma færandi hendi til sveitanna.
- hkj.
Bifreiðakaup
ríkisins:
Morgunblaðið/ÓLK.M.
Fyrirhuguð lóð undir Verslunarhús IKEA í Fifuhvammslandi verður neðan við Reykjanesbraut.
IKEA flytur í Kópavog
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur
samþykkt að veita Hagkaup, fyr-
ir hönd IKEA, 6 hektara lóð í
Fífuhvammslandi, austan við
Reykjanesbraut.
Að sögn Kristjáns Guðmundsson-
ar bæjarstjóra er lóðin ekki enn þá
byggingarhæf en stefnt er að því
að hún verði afhent síðla árs 1988
eða eftir áramót 1989. Byggt verð-
ur yfír alla starfsemi IKEA,
vörugeymslur og skrifstofur Hag-
kaups.
Bæjarráð Kópavogs fól bæjar-
verkftæðingi og skipulagsarkitekt
að vinna að framkvæmd málsins í
samráði við forráðamenn fyrirtækj-
anna.
Evrópudagurinn í dag
Sveitarfélögin og stofnanir
þeirra halda upp á Evrópudaginn
í dag, þriðjudag 5. mai, sem er
stofndagur Evrópuráðsins. Sam-
band islenskra sveitarfélaga
hefur hvatt þau til þess að hafa
við hún þjóðfánann eða fána
Evrópu, sem er tólf guiar stjöm-
ur á bláum feldi. Þá munu
strætisvagnar aka með veifur,
og veggspjaldi hefur verið dreift
tíl sveitarfélaganna.
Evrópudagurinn er í ár helgaður
kynningu á stijálbýlisátaki Evrópu-
ráðsins, sem standa mun í eitt ár.
Vakin verður sérstök athygli á
vanda stijálbýlisins í aðildarríkjum
þess og hvatt til aðgerða til efling-
ar byggðar og blómlegs mannlífs í
hinum dreifðu byggðum. Vegg-
spjaldi dagsins er ætlað að minna
á þetta átak, og ber það yfirskrift-
ina: Dreifbýli — þéttbýli.
Póst- og símamálastofnunin gaf
út Evrópufrímerki í gær og í nokkr-
um ríkjum Evrópu er haldið upp á
daginn á laugardegi í þeirri viku
sem 5. maí er, sama dag og söngva-
keppni sjónvarpsstöðva Evrópu fer
fram.
Veggspjald Evrópuráðsins.
Verðlækk-
unvegna
útboðal3,5
milljónir
króna
GENGIÐ hefur verið frá kaupum
á 126 nýjum ríkisbifreiðum, en
útboð vegna bifreiðakaupa fyrir
árið 1987 fór fram í nóvember á
síðasta ári. í nýútkominni árs-
skýrslu Bila- og vélanefndar
fyrir árið 1986 kemur fram að
verðlækkun með útboði vegna
bifreiðakaupa nemur um 13,5
milljónum króna.
Við útboð bárust tilboð frá 15
bifreiðaumboðum og var boðinn allt
að 20% afsláttur frá venjulegu
kaupverði, ef um kaup á mörgum
bifreiðum frá sama umboði var að
ræða. Tilboðsverð þeirra 126 bif-
reiða sem ríkissjóður hefur nú fest
kaup á er um 93.3 milljónir króna,
en venjulegt kaupverð hefði verið
um 106.8 milljónir.
Ríkisbifreiðar í árslok 1986 voru
913 talsins en í árslok 198 897
talsins. í skýrslunni segir að yfír-
leitt sé seldur svipaður fíöldi bif-
reiða og keyptur er, en þessi
aukning á milli ára stafí einkum
af því að keyptar voru 20 nýjar
bifreiðar til Ríkismats sjavarafurða
vegna skipulagsbreytinga. Sala
ríkisbifreiða fer fram með almennu
útboði sem Innkaupastofnun ríkis-
ins annast, en sú stofnun sér um
framkvæmd reglugerðar um bif-
reiðamál ríkisins. Bíla- og vélanefnd
starfar í náinni samvinnu við stofn-
unina, en hlutverk nefiidarinnar er
m.a að vera fjármálaráðuneytinu
og fíárlaga- og hagsýslustofnun til
aðstoðar og ráðuneytis við kaup á
ríkisbifreiðum.
AF ERLENDUM VETTVANGi
Eftir GUÐMUND HEIÐAR FRÍMANNSSON
Bæj arstj órnirnar
„skapa bókhaldið“
Heildarskuldir bæjarfélaga í Bretlandi néma nú um 5 milljörðum
punda, eins og kom fram í fréttum Morgunblaðsins nýlega. Þessar
skuldir jafnast á við skuldir sumra ríkja þriðja heimsins og gætu
farið mjög illa með fjárhag sumra sveitarfélaganna að minnsta
kosti. Ráðherrar I brezku ríkisstjrninni hafa varað fjármálastofnan-
ir í London við frekari lánum til bæjarstjóma og segja, að stjómvöld
muni ekki koma bæjarfélögunum til hjálpar. Þessar yfirlýsingar
munu sennilega hafa þær afleiðingar, að eitthvað dregur úr þess-
um lántökum og fjármálastofnanir munu hækka vexti á lánum til
bæjarstjórna, en ekki verður tekið fjnrir þær.
stjómum, að ef menn flytja á milli
Kosning'ar 7. mai
Nú standa kosningar fyrir dyr-
um til bæjar- og sveitar-
stjóma í Bretlandi 7. maí nk. Þær
verða mikilvæg vísbending um
komandi þingkosningar. En í þeim
skipta staðbundin mál líka mjög
miklu. Þessar upplýsingar um lá-
namál sveitarfélaganna gætu haft
áhrif á kosningamar, enda hafa
íhaldsmenn reynt að gera sér mat
úr þeim, en talsmenn Verka-
mannaflokksins hafa staðhæft, að
heildarupphæð lánanna væri ekki
eins há og sagt hefði verið. Einnig
hafa þeir sagt, að ekki kæmi til
greina að stjóm undir forystu
Verkamannaflokksins greiddi
þessi lán. Stjómvöld gætu í sam-
einingu við sveitarfélögin lengt þau
og skuldbreytt, eins og sveitarfélög
undir foiystu íhaldsmanna hefðu
gert nú þegar í samráði við stjóm-
völd.
En þetta mál er ívið flóknara.
Stjómir sveitarfélaga í Bretlandi
hafa hefðbundið myndað mótvægi
við vald ríkisstjómar á hveijum
tíma. Þær hafa verið leið til þátt-
töku í lýðræði landsins og gefið
þegnum þess tækifæri til að móta
líf sitt og umhverfi án þess að
þurfa að leggja stjómmál fyrir sig.
En það hefur ævinlega verið til-
hneiging til þess hjá stjómvöldum
að draga úr valdi sveitarstjóma
og er stjóm Margaret Thatcher
engin undantekning frá því. Sjálf
hafði hún slæma rey íslu af valdi
sveitarsljóma í skólamálum frá
þeim tíma, sem hún var mennta-
málaráðherra f upphafi áttunda
áratugarins, en ríkisskólar hafa
verið algerlega undir valdi sveitar-
stjóma bæði á grunnskóla- og
framhaldsskólastigi.
Ef stjóm Thatcher sigrar í
næstu kosningum og situr þriðja
kjörtímabilið má búast við því að
verulega dragi úr valdi sveitar-
stjóma.
Eitt aðalverkefni stjómar
Thatcher, þegar hún var kjörin til
valda, var að draga úr verðbólgu
og koma fjármálum þjóðarinnar á
réttan kjöl. Hún lagði mikla
áherzlu á það, að dregið skyldi úr
lántökum hins opinbera, þar með
sveitarstjóma, á fyrstu áram
sínum við völd, en sveitarstjómir
fóru misjafnlega eftir fyrirmælum
stjómvalda. Þá var reynt að koma
lögum yfir þær ýmist með því að
framfylgja gömlum lögum eða
setja ný. En það reyndist útilokað
að halda aftur að þeim. Það vora
alltaf einhveijar leiðir, sem sveitar-
stjómimar gátu notað.
Helzti tekjustofn sveitarfélaga
er fasteignagjöld, „rates". Sveitar-
félög hafa nokkuð ftjálsar hendur
til að leggja á fasteignagjöld og
getur munurinn verið mjög mikill
á milli sveitarfélaga. Þannig getur
það verið til dæmis í London, sem
er stjómað af mörgum sveitar-
hverfa geta fasteignagjöld tvöfald-
ast eða þrefaldast eða öfugt, eftir
því í eða úr hvaða hverfi þeir flytj-
ast. En sett vora lög um þak á
fasteignagjöld. Einnig bannaði
stjómin lántökur sveitarfélaga
umfram ákveðið mark.
„Skapandi bókfærsla"
Á síðustu áram hafa sveitar-
stjómir undir forystu Verka-
mannaflokksins, sem ekki hafa
sætt sig við aðþrengdan fárhag,
eigu fyrir 200 milljónir punda,
bæjarstjómin í Islington í London
hefur veðsett ráðhúsið fyrir 150
milljónir punda. Bæjarstjómin í
Camden í London hefur selt stöðu-
mæla á 125 pund stykkið og
ljósastaura á 200 pund. Heildar-
skuldir Manchester nema um 300
milljónum punda eða 1,8 milljörð-
um íslenskra króna, skuldir Isling-
ton nema um 250 milljónum punda
og svo mætti áfram telja.
Odran Steed, fjármálastjóri
Brent-bæjarfélagsinsí London,
hreykir sér af því að starfsmenn
hans og annarra bæjarfélaga hafi
sýnt slíka leikni við bókhaldið, að
þeir hafi alltaf verið einu skrefi á
undan embættismönnum stjómar-
innar. Allir, sem þetta mál era
viðriðnir, líta svo á, að um leið og
einni leiðinni sé lokað uppgötvist
önnur. Það sé því engin Ieið að
beita lögum til að koma í veg fyr-
ir þessa lánastarfsemi.
legu lánastarfsemi og hefur orðið
af tekjum svo nemur hundrað millj-
óna punda. En nú er skattalögregl-
an komin í málið og búast má við
einhveijum aðgerðum.
Viðkvæmt mál fyrir
Vfirkaniannaflokkinn
Þessar nýju upplýsingar um lá-
namál sveitarfélaga eru viðkvæmt
mál fyrir Verkamannaflokkinn.
Ástæðan er sú að langflestum
bæjarstjómum, sem hafa beitt
þessum sérkennilegu aðferðum til
að afla sér lánsfíár, er stjómað af
Verkamannaflokknum. Flokkurinn
hefur verið í opinbera stríði við
trotskyistana í Liverpool og rékið
þá flesta úr flokknum. Sumar
bæjarstjómir í London hafa orðið
landsfrægar fyrir að leggja ofurá-
herzlu á réttindi þeldökkra og
kynvilltra. Það hefur gengið svo
Gengið verður til bæjar- og sveitarstjórnarkosninga á Bretlandi næstkomandi fimmtudag og er
úrslita kosninganna beðið með óþreyju. Þessi mynd var tekin á útimarkaði í London.
gripið til ýmissa aðgeiða til að
komast framhjá banni stjómvalda
á lántökum sveitarfélaga. Hér í
landi eru þessar aðgerðir kallaðar
„skapandi bókfærsla". Hún beinist
einvörðungu að því að komast
framhjá boðum og bönnum stjóm-
valda.
Nýjasta dæmið er veðsetning
ýmissa eigna sveitarstjómanna
fyrir lánum til að standa undir
ýmsum framkvæmdum, sem tekj-
umar duga ekki til. í rauninni er
þetta ekki veðsetning heldur eins
konar kaupleigusamningur. Það,
sem gerist er þetta: bæjarfélagið
selur fjármálafyrirtæki einhveijar
eignir sínar, ráðhús, bækur, stöðu-
mæla, innréttingar, salemisskálar
eða húsgögn eða hvað annað, sem
fíármálafyrirtækið telur einhvers
virði. Síðan leigir fíármálafyrir-
tækið bæjarfélaginu þessa hluti
aftur til notkunar til einhverra ára
og byijar venjulega að greiða leig-
una tveimur eða þremur áram eftir
að salan hefur farið fram. Ástæðan
er sú, að þessi aðgerð má ekki
heita einfalt lán, það bryti í bága
við lög. En sala á eignum bæjarfé-
lagsins gerir það ekki, frékar en
sala á ríkisfyrirtækjum.
Ýmsar bæjarstjómir hafa verið
mjög hugmyndaauðugar í þessu
efni. Sagt er að þessir kaupleigu-
samningar hafí byijað árið 1974 í
Leicester en aukizt til mikilla muna
í kringum 1980 og sérstaklega nú
á síðasta ári. Manchester hefur til
dæmis veðsett sláturhús í sinni
Einhvers virði?
Eitt er það, sem vekur nokkra
umhugsun í þessu sambandi. Það
er, hvort þessar eignir séu í raun-
inni nokkurs viiði. Ástæðan er
meðal annars sú, að erfitt er að
hugsa sér banka koma nokkur
þúsund stöðumælum í verð, svo
að dugi fyrir skuldum. Ef banki
tæki til dæmis ráðhús og ætlaði
að selja það þyrfti leyfí frá skipu-
lagsnefnd bæjarins fyrir breyttri
starfsemi í húsinu. Og auðvitað
dytti bæjarstjóminni ekki annað í
hug en að neita um leyfi fyrir
annað en starfeemi bæjarins.
En hvers vegna hafa banka-
menn þá lánað svo mikið fé, sem
raun ber vitni, til bæjarfélaga? Ein
ástæðan virðist vera sú, að þeir
treysta því, að ríkisstjóm muni
ekki leyfa bæjarfélagi að verða
gjaldþrota. En það virðist vera, að
þeir taki ekki eftir erfiðleikum
bæjarstjómarinnar í Liverpool,
sem trotskyista-armur Verka-
mannaflokksins stjómaði til
skamms tima. Liverpool skuldar
um 700 milljónir punda og stjóm-
völd hafa þvemeitað að lyfta
litlafingri til aðstoðar.
En það era líka aðrir hagsmunir
bankanna, sem nú hafa komið í
ljós, sem stjóma þessu. Þessi við-
skipti við bæjarstjómimar geta
þeir kallað í reikningum sínum
fíárfestingar. Þær lækka skatta.
Ríkissjóður hefur því að veralegu
leyti staðið undir þessari sérkenni-
langt, að skólanefndir hafa ávítað
kennara fyrír að nota orðalag eins
og „svartur sauður" vegna þess
að það bærí vott um kynþáttahat-
ur. Það er rétt að taka það fram,
að þetta er raunveralegt dæmi,
fleiri mætti nefna. Það er rétt
hægt að ímynda sér hvað gerðist,
ef bömum f skólum væri kennd
bamagælan „Tíu litlir negrastrák-
ar“ eða „Litli svarti Sambó".
Þessar bæjarstjómir hafa skað-
að málstað Verkamannaflokksins
meira en flest annað að allra mati,
enda setja íhaldsmenn sig aldrei
úr færi að nota þessar bæjarstjóm-
ir, „The loony left“ eins og þær
era nefndar, til að sýna að hve
miklu leyti Verkamannaflokknum
er stjómað af öfgamönnum til
vinstri. Nýlega hvatti Ian Callag-
han, fyrram forsætisráðherra
Verkamannaflokksins, til hófsemi
í þessum efnum innan flokksins.
Það virðist stundum svo með
Verkamannaflokkinn, að í viðleitni
hans að ná til allra minnihlutahópa
gleymist venjulegt fólk, hagsmunir
þess draumar og vonir. Það hefur
því í ríkara mæli en áður snúið sér
til íhaldsflokksins eða Bandalags-
ins.
Það kemur svo í ljós 7. mal
' hvort þessi lánamál hafa áhríf á
gengi bæjarstjómanna.
Höfundur er fréttaritari Morg-
unblaðsins á Bretlandi.