Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 34
ðS
34
T8GI IAM HTTOACTUUIIíM .(TIGAJaMTJOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
Keflavík.
AFLI Keflavíkurbáta var frem-
ur tregur í síðustu viku. Búrfell
KE fékk dekk í skrúfuhringinn
þegar hann var að fara í róður
á mánudagsmorguninn og varð
að fá kafara til að skera dekk-
ið úr. Þá bilaði vél Ránar KE
á miðunum á laugardaginn og
varð að draga bátinn til hafnar.
Aflahæsti báturinn í síðustu
viku var Stafnes KE sem var með
57,1 tonn, síðan kom Skagaröst
KE með 47 tonn, Búrfell KE með
36,7 tonn, en þeir á Búrfellinu
urðu aflahæstir vikuna þar á und-
an með 36,3 tonn, Vonin KE var
með 32 tonn, Happasæll KE með
29,9 tonn og Albert Ólafsson með
18,4 tonn.
Litlu netabátamir eru flestir
búnir að taka upp netin og em
að undirbúa sig undir færaveiðar.
Færabáturinn Hegri fékk 4 tonn
í þremur sjóferðum í síðustu viku,
sem er prýðisgóður afli. Aðrir
bátar vom með minna. Tveir menn
em á Hegra.
- BB
Fiskurinn kemur inn fyrir rúlluna, myndin er tekin út um netalúguna.
Grindavík:
*
Ysan að
aukast
í afla
bátanna
Grindavik.
„SELVOGSBANKI var hér í
eina tíð mesta þorskhrygning-
arstöð í heimi en hann er það
ekki lengur,“ sagði Haraldur
Einarsson skipstjóri á Hrafni
Sveinbjarnarsyni GK er frétta-
ritari brá sér í róður með
honum síðastliðinn laugardag.
„Ýsan hefur bjargað þessum
veiðum á Bankanum undanfar-
in ár og aumt væri það ef
hennar nyti ekki við,“ bætti
hann við.
Þetta vom orð að sönnu því
spriklandi ýsan lyfti aflanum hjá
Greitt úr netunum á millidekki um borð í Hrafni Sveinbjamarsyni GK 255.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
mörgum bátunum um helming
þennan dag þó dregið væri
tveggja nátta. Skúmur GK var
með mestan afla á laugardag, 21
Ólafsvík:
Margir hafa tek-
ið upp net sín
Heildaraflinn 12.386 tonn
Ólafsvík.
MARGIR Ólafsvíkurbátar hafa
nú tekið upp net sín og lokið
vetrarvertíð. Eftir páska var afl-
inn yfirleitt tregur þó var einn
og einn bátur að fá sæmilegt.
Afli í síðustu viku var 246 tonn.
Heildarafli heimaflotans var 30.
apríl sl. orðinn 12.386 tonn og
er það um 1000 tonnum meira
en í fyrra.
Aflahæsti bátur er Gunnar
Bjamason með 801 tonn í 76 róð-
mm, næstur er Garðar II með 708
tonn í 75 róðmm. Þeir em báðir
búnir að taka netin upp. Þriðji er
Ólafur Bjamason með 660 tonn.
Hann er enn að og he'fur verið að.
fá 5-7 tonn eftir nóttina.
Nokkrir bátar em að gera sig
klára á rækjuveiðar og munu tvær
vinnslustöðvar vinna aflann, Stakk-
holt og Hraðfrystihús Ólafsvíkur.
Trillur em byrjaðar með handfæri
og hafa sumar þeirra fengið ágætan
afla, t.d. Magnús Ámason SH sem
þrjá daga í röð fékk um og yfir 2
tonn í róðri.
Liðin vertíð fær nokkuð góða ein-
kunn, framan af vom góð veður en
mars var strembinn í því tilliti. Þó
nutu bátar farsæidar þrátt fyrir
erfiða sjósókn, Reyrfáttr fórst einn
bátur, Auðunn RE, en þá varð
mannbjörg se_m kunnugt er. Meðan
• svo mesta fiskiríið, var vom veðrin
allgóð og náðist aflinn því. með
háum gæðum, allri þjóð til ábata.
- Helgi
tonn, en yfir vikuna landaði hann
70 tonnum í þrem löndunum.
Skúmur er með netin á Reykjanes-
gmnninu. Oddgeir ÞH kom
næstur með 62 tonn eftir vikuna
en hann er í útilegu á Meðálfahds-
buktinni. Þá vom Þorbjarnarbát-
amir næstir, Sigurður Þorleifsson
GK með 51 tonn og Hrafn Svein-
bjarnarson GK með 42 tonn í
fjórum löndunum, en þfeir em með
netin á Selvogsbankanum.
Hjá minni bátunum glæddist
vel hjá Áskel ÞH en hann kom
með 47 tonn í fjórum róðmm.
Hraunsvík GK var með 27 tonn
og Reynir GK með 25 tonn. Troll-
bátamir komust á sjó á laugardag
og gerðu flestir ágætis dag enda
ýsan uppistaðan í aflanum. Þröst-
ur KE fékk 12 tonn, Faxavík GK
8 tonn en aðrir eitthvað minna.
Ef skoðuð er aflaskýrsla frá
áramótum til 1. maí kemur í ljós
að Hafbergið GK er enn aflahæst
með 746 tonn og stefnir í afla-
kóngstitilinn. Næstir em Hópsnes
GK með 718 tonn, Sigurður Þor-
leifsson GK með 669 tonn og
Vörður ÞH með 651 tonn.
— Kr.Ben.
Þorlákshöfn:
Botnfisk-
aflinn
minni en
í fyrra
Þorlákshöfn.
HEILDARAFLI vikunnar var
646 tonn og kom þessi afli af
38 bátum og skiptist þannig:
29 netabátar voru með 449
tonn, 4 dragnótabátar með 134
tonn, 2 trollbátar með 19,8
tonn og 3 færabátar með 2
tonn. Aflahæstir í vikunni voru
Dalaröst með 57,8 tonn í tveim-
ur róðrum, Njörður með 42,8
tonn í tveimur, Þorleifur Guð-
jónsson með 39,6 tonn í þrem
róðrum.
Aflahæstir frá áramótum em
Þorleifur Guðjónsson með 763,6
tonn, Höfmngur III með 737,6
tonn og Friðrik Sigurðsson með
734 tonn. Miðað við sama tíma
í fyrra má segja að aflahæstu
bátar séu með um 200 tonnum
minni afla en þá.
Heildarbotnfisksafli bátanna í
apríl var 3.458 tonn. Heildarafli
togaranna var 684,7 tonn. Heild-
arafli frá áramótum kominn að
landi í Þorlákshöfn em 18.927
tonn. Á sama tíma í fyrra komu
á land 16.800 tonn. Þarna munar
því að loðna lönduð á þessari
vertíð er 3.589 tonn. Heildarbotn-
físksafli er því um 2 þúsund
tonnum minni en á síðustu vertíð.
Nokkrir bátar em famir að
taka upp netin en aðrir munu
halda áfram til vertíðarloka.
- JHS
Sandgerði:
Stirðar gæftir
hiá bátunum
INNLENT
Sandgerði.
GÆFTIR voru frekar stirðar hjá
Sandgerðisbátum í síðustu viku
og aflinn í samræmi við það.
Netabáturinn Sæborg var með
mesta aflann, 37,7 tonn í 5 sjó-
ferðum, Arney var með 21,9
tonn, Víðir II með 20,1 tonn og
Sandgerðingur með 17 tonn.
Snurvoðabátamir hafa fengið
sæmilegan afla að undanförnu.
Bliki var með 19,6 tonn í tveim sjó-
ferðum, Arnar 11,2 tonn í tveim
sjóferðum og Reykjaborg 12,2 tonn
í tveim sjóferðum. Vikuna þar á
undan var Boði efstur með 40,1
tonn.
Sóley var með 12,8 tonn af
steinbít á línuna og vikuna þar á
undan vom þeir á Sóleyju sem er
11 tonna bátur með 14 tonn af
steinbít. Færabátamir hafa verið
að fá sæmilegan afla þegar þeir
komast á sjó og fengu þeir á Birgi
og Skúmi rúm 2 tonn á einum degi
og Bolli var með tæp 2 tonn.
Deilan sem upp kom um legu-
pláss togaranna er leyst og hefur
Haukur landað 160 tonnum í Sand-
gerði en hann hefur að undanförnu
landað í Njarðvík.
- BB
VETRARVERTIÐIN
Keflavík:
Búrfell KE fékk
dekk í skrúfuhring
i