Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 Bandaríkjaþing: Opinberar vitna- leiðslur í vopna- sölumálinu hefiast Washington, Reuter. RANNSÓKN á vopnasölumálinu verður haldið áfram fyrir írana fyrir bandarísk vopn. Á opnum tjöldum í dag. Sjónvarpað verður beint í Banda- ríkjunum frá yfirheyrslum þingsins á embættismönnum. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings og öldungadeild starfa saman í þessu máli og hefur það ekki gerst áður. Nefndir fulltrúa- og öldunga- deildar, sem skipaðar voru sérs- taklega vegna vopnasölumálsins, voru enn að undirbúa lista yfir þá, sem verða yfirheyrðir, í gær en búist er við að um 50 menn verði kvaddir til yfírheyrslu. Tilkynnt var á sunnudag að Richard Secord herforingi, sem nú er sestur í helgan stein, bæri fyrstur vitni og á eftir honum kæmi Robert McFarlane, fyrrum yfirmaður þjóðaröryggisráðsins (NSC). Þingnefndimar í vopnasölumál- inu eru með svipuðu sniði og nefndimar, sem stjómuðu opin- berum yfirheyrslum í Watergate- málinu árið 1978. Þær vom skipaðar í janúar til að rannsaka erfiðasta mál, sem stjóm Ronalds Reagans forseta hefur lent í: sölu á vopnum til stjómarinnar í íran og greiðslur til skæmliða í Nic- aragua. Ákveðið var að nefndir beggja deilda þingsins skyldu vinna sam- an að rannsókin málsins. Formenn nefndanna era demókratar, Dani- el Inouye öldungadeildarþingmað- ur frá Hawaii og Lee Hamilton fulltrúadeildarþingmaður frá In- diana. „Þetta er alvarlegt atvik í sögu Bandaríkjanna og áhyggjuefni og frá því verður að greina án leik- rænna tilburða," sagði Inouye þegar hann tilkynnti að nefndun- um hefði verið steypt saman. „Hvorki þingið, né bandaríska þjóðin myndi láta viðgangast að hvor rannsóknamefnd um sig væri að keppast um að ná í vitni og athygli eins og í fjölleikahúsi." Inouye sagði í grein, sem birt- ist í The New York Times á sunnudag að vopnasölumálið væri meira hneyksli heldur en Water- gate vegna þess að það varðaði alþjóðleg málefni og stefnu bandarískra stjómvalda í utanrík- ismálum. Inouye og Hamilton virðast staðráðnir í því að koma í veg fyrir að svo verði litið á sem demó- kratar séu að taka í gegn forseta, sem er í veikri stöðu þótt enn njóti hann vinsælda, sérstaklega vegna þess að gengið verður til forsetakosninga árið 1988. Aðstoðarmenn segja að yfir- heyrslunum verði skipt í þrennt. Fyrsti hluti yfirheyrslnanna verð- ur um fé, sem rann í vasa skæmliða, sem beijast gegn stjóm Sandinista í Nicaragua. Þetta fé var tekið af greiðslum sama tíma var ólöglegt í Banda- ríkjunum að veita skæmliðum í Nicaragua opinbera aðstoð. Annar hluti þeirra verður um sölu á vopnum til írana, sem eiga í stríði við íraka, á ámnum 1985 og 1986. Ekkert stjómmálasam- band er milli írana og Bandaríkja- mannaog á ámnum 1979 til 1981 héldu íranar fimmtíu og tveimur Bandaríkjamönnum í gíslingu. í þriðja hluta yfirheyrslnanna verður fjaliað um þau lög, sem farið hefur verið kringum eða hafa verið brotin í þessu máli, og kannað hvar ábyrgðin liggur. Búist er við að lokaskýrsla nefndanna verði lögð fram í haust og þar verða tillögur um hvemig þingið eigi að bregðast við. Að- stoðarmenn nefndanna hafa sagt að rúmlega þijú hundmð menn hafi verið yfirheyrðir og nefndar- menn hafi farið yfir um hundrað þúsund skýrslur og skjöl frá Hvíta húsinu og öðmm stofnunum. Þá hafí verið settar fram hundrað og fimmtíu stefnur til að fá menn til að bera vitni, komast yfir skjöl og veita vitnum, sem talin vom ómissandi fyrir rannsóknina, und- anþágu frá málshöfðun. Mikilvægustu vitnin verða aftur á móti ekki kvödd fyrir nefndimar fyrr en í júni. Þá munu Oliver North, sem rekin var úr starfi sínu í þjóðaröryggisráðinu 25. nóvember, og fyrmrn yfirmaður hans, John Poindexter, sem sagði Reuter Daniel Inouye, öldungadeildarþingmaður og formaður annarra þingnefndanna, sem saman rannsaka vopnasölumálið, hlýðir á Warren Rudman, annan varaformanna nefndanna, í sjónvarpsvið- tali. Inouye kvaðst í viðtalinu telja að Ronald Reagan forseti hefði vitað meira um greiðslur til skæruliða í Nicaragua, en viður- kennt hefur verið i Hvíta húsinu. af sér sama dag, stíga eiðsvamir upp í vitnastúkuna og ijúfa þögn sína. Þeir, sem stjóma rannsókn- inni, telja að þeir hafi lausnina á málinu undir höndum. North og Poindexter hafa neitað að bera vitni í málinu og skotið sér bak við fimmta ákvæði stjómarskrár- innar, sem kveður á um að maður þurfí ekki að láta í té upplýsing- ar, sem gætu leitt til sakfellingar hans. Þeir geta þó ekki notið skjóls af fimmta ákvæðinu til eilífðam- óns. Tvær þingnefndir hafa greitt atkvæði með því að North, Po- indexter og rúm tylft annarra manna verði að takmörkuðu leyti undanþegnir málhöfðun. Þessir menn fá tryggingu fyrir því að vitnisburður þeirra verði ekki not- aður gegn þeim fyrir rétti. Samkvæmt samkomulagi milli þingnefndanna og Lawrence Walsh, sérskipaðs rannsóknar- dómara, sem einnig stjómar rannsókn á málinu, munu Po- indexter og North ekki bera vitni opinberlega fyrr en eftir 15. júní. Vildi Walsh fá tíma til að safna upplýsingum og sönnunargögnum áður en þeir leysa frá skjóðunni. Walsh lét koma skýit fram síðasta þriðjudag að hann væri andvígur því að menn yrðu undan- þegnir málssókn. Slíkt stæði rannsókn sinni fyrir þrifum og kvaðst hann vona að þingið veitti North ekki slíka undanþágu. North varði á sunnudag gerðir. sínar í vopnasölumálinu. Kvaðst hann ætíð hafa haft bandaríska hagsmuna að leiðarljósi og myndi hann „aldrei nokkurn tíma játa sekt sína“. Poindexter bar á laugardag fyrsta sinn vitni fyrir rannsóknar- nefndum þingsins og fór yfir- heyrslan fram fyrir luktum dymm. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kiwanismenn á Selfossi ásamt fulltrúum þeirra stofnana og féiaga sem fengu gjafir afhentar. Selfoss: Kiwanisklúbburinn Búr- ' fell afhendir gjafír og styrki Selfossi. Kiwanisklúbburinn Búrfell af- henti á félagsfundi 28. apríl síðastliðinn nokkrum félagasam- tökum og stofnunum gjafir sem klúbbfélagar hafa aflað fjár til með ýmis konar starfsemi, svo sem flugeldasölu. Fjölbrautaskóla Suðurlands var afhentur vandaður myndvarpi, Sambýli þroskaheftra við Árveg fékk ferðastyrk, Björgunarsveitin Tryggvi Gunnarsson fékk afhentan farsíma og utanborðsmótor auk peningaupphæðar sem var afsláttur af flugeldum sem keyptir vom. Loks fékk endurhæfíngardeild Sjúkrahúss Suðurlands nuddtæki. Gjafir kiwanismanna sem þessar em árlegur viðburður í starfí klúbbsins og koma að góðum notum .eins og kom fram í máli þeirra sem við þeim tóku. Sig. Jóns. Ólafur íshólm frá björgunar- sveitinni Tryggva Gunnarssyni reynir farsímann. Afmæliskveðja: Þórlindur Magnús- son fv. skipstjóri Það er alveg áreiðanlegt að tengdafaðir minn, Þórlindur Magn- ússon, kann mér litlar þakkir fyrir að skrifa þetta greinarkom og vekja þannig athygli á því að í dag, 5. maí, er hann áttræður. Ég gríp tækifærið nú, þegar hann er staddur á Mallorka og nýtur þar sólar og góðra veiga og treysti því að mér verði fyrirgefíð þegar hann kemur heim, endumærður á sál og líkama. Þórlindur ber aldurinn vel, það er víst og satt, og er aldeilis ekki sestur í helgan stein þó aldurinn sé orðinn hár. Af lifandi áhuga fylg- ist hann með öllum hræringum samfélagsins og kann ekki síður skil á íþróttum og pólitík en við sem yngri emm. Hann heldur sjálfstæði sínu í hugsun og gjörðum þrátt fyrir árin öll og langan starfsdag. Þórlindur Magnússon er einn af Hrafnistumönnum íslands og hefur á langri sjómanns- og skipstjóraævi marga hildi háð, bæði til lands og sjávar. I nærri íjóra áratugi var hann farsæll og fengsæll skipstjóri og ávallt í fremstu fylkingu þeirra sem tileinkuðu sér nýjungar og framfarir. Það er mikil saga og merkileg, en óskráð. Þórlindur var fyrst formaður árið 1926 á Agli SU og síðan á ýmsum bátum, tengst á Björgu SU 9, allt til ársins 1963. Eftir að hann kom í land starfaði Þórlindur við sfldar- mat og verkstjóm við sfldarsöltun og var með sjálfstæðan atvinnu- rekstur á Eskifirði. Á Eskifirði var heimili hans framundir 1970, en þá flutti hann til Reykjavíkur. En Þórlildur er fæddur á Eyri við Reyð- arfjörð og þaðan á hann góðar æskuminningar. Þórlindur hefur mátt sjá á bak tveimur eiginkonum. Fyrri konu sína, Guðnýju Hall- grímsdóttur, missti hann á gamlárs- dag árið 1943. Áttu þau einn son Magnús Bjarka, vélstjóra á Nes- kaupstað. Seinni kona Þórlinds var Guðrún Þórólfsdóttir, en hún lést 16. júní 1970. Eignuðust þau tvö böm, Þórólf prófessor í Reykjavík, og Katrínu, hjúkmnarfræðing í Vestmannaeyjum. Þórlindur hefur ekki alltaf siglt í blíðum byr. Alloft var ágjöf og siglt í kröppum sjó. Og ekki vom það alltaf náttúmöflin sem reynd- ust honum þyngst í skauti, heldur þröngsýni og íhaldssemi þeirra sem við var að eiga. Þórlindur hefur alltaf verið ákveðinn og stefnufast- ur og ekki látið hlut sinn fyrir neinum. Það hefur verið lærdóms- ríkt að kynnast æðmleysi og skapstyrk tengdaföður míns, sem aldrei hefur bugast, þrátt fyrir oft erfið örlög. En vissulega hefur hann einnig borið gæfu til velgengni og farsældar. En hvort sem hann hefur mátt þola súrt eða sætt hefur hann ávallt tekið öllu með karlmennsku. „Sá er háttur hetjulundar, hvað sem féll í skaut, veiklast ei í velgengninni, vaxa í hverri þraut." (Om Amarson) I mínum huga er Þórlindur Magnússon búinn þeim dyggðum fornra kappa, sem við metum svo mikils, en þær em: drengskapur, heiðarleiki og æðmleysi, hver svo sem örlögin leiða manninn og einn- ig á Þórlindur í ríkum mæli umhyggju fyrir því veika og smáa. Ég vil nota þetta tækifæri til að flytja tengdaföður mínum innilegar hamingjuóskir með afmælið og flyt kveðjur frá bömum og bamaböm- unum, sem vonast til að eiga margar góðar stundir með afa í framtíðinni. Þórlindur hefur dvalið á Hrafn- istu í Reykjavík síðustu árin. Kjartan Om Sigurbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.