Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
Hver er sannleik-
anum sárreiðastur?
Svar við grein Guðmundar Arna Stefánssonar, bæjar-
stjóra í Hafnarfirði, í Morgunblaðinu 30. apríl sl.
eftir Jóhann G.
Bergþórsson
Guðmundur Ámi Stefánsson
tekur óstinnt upp að óhróðri hans
sé svarað og ásakar undirritaðan
um bræði og gífuryrði o.fl. o.fl.
Fullyrðingar þessar eru þó ekkert
rökstuddar frekar en annað í
meintu svari hans.
Fullyrt er að í grein minni úi
og grúi af rangfærslum, en ekki
bent á eina einustu. Slíkt er alveg
í takt við venjulegan málflutning
bæjarstjórans og sannar enn frek-
ar lýsingu mína á aðferðum hans
er hann er rökþrota, þ.e. að slá út
í aðra sálma og nota moldviðri stór-
yrða án umfjöllunar um málefni.
í stað þess að svara og hrekja
efnisleg atriði úr grein minni telur
hann skrifin efni í heilan greinar-
flokk en sleppir því alveg, enda
ekki hægt um vik þar sem mín
grein styðst við skriflegar stað-
festar heimildir.
Vegna nokkurra ummæla er
þörf á efnislegri umfjöllun, en um
orðaflauminn og lýsingarorðanotk-
unina hirði ég ekki, sérhver lesandi
getur t.d. sjálfur dæmt um hver
er reiðastur eða viðhefur mestu
stóryrðin og óhróðurinn frá upp-
hafí þessara skrifa.
Ekki kemur beint fram í grein-
inni hvað undirritaður á að vega
að hagsmunum Hafnarfjarðarbæj-
ar og bæjarbúa, nema þá í meintri
aðför að fískmarkaði, sem er algjör
öfugsnúningur staðreynda eins og
vikið verður að síðar. Enginn fótur
er fyrir þessari ályktun.
Hver skrifar?
Guðmundur Árni Stefánsson
vitnar í grein sína í Alþýðublaði
Hafnarfjarðar og segir að þar hafí
verið lögð fram einföld spuming
svohljóðandi: „Hvenær er Jóhann
Bergþórsson bæjarfulltrúi og hve-
nær er hann forstjóri Hagvirkis?
Ekki einu sinni í tilvitnanir í
sjálfan sig getur Guðmundur Ámi
haft rétt eftir. Nefndri grein sem
hefst svo: „Jóhann Bergþórsson
sýnir sitt rétta andlit: Hann tekur
Hagvirki umfram bæjarhags-
muni!“ lýkur á eftirfarandi setn-
ingu: „Er ekki tími til kominn að
Jóhann Bergþórsson ákveði það í
eitt skipti fyrir öll, hvort hann er
bæjarfulltrúi í Hafnarfírði éða for-
stjóri fyrir Hagvirki?".
Þannig hefur „hvort“ breyst í
„hvenær" í síðari skrifum bæjar-
stjórans. Almennur málflutningur
hans er því miður jafnan á þessa
lund.
Þegar undirritaður var kjörinn
bæjarfulltrúi í Hafnarfírði var
hann forstjóri Hagvirkis og ekki
gefið til kynna með neinar breyt-
ingar á því starfí. Eini bæjarfull-
trúinn sem skipt hefur um starf
eftir kosningar er bæjarstjórinn
sjálfur, er hann tók sér þann
starfa, en til hans var hann ekki
kjörinn. Hann kynnti sig einn
frambjóðenda fyrir kosningar sem
bæjarfulltrúa en ekki fyrirtæki-
seiganda (sem hann er), en nú er
starfsheitið hins vegar ekki bæjar-
fulltrúi (sem hann er), heldur
bæjarstjóri.
Spumingunni um hvort það hafí
verið bæjarfulltrúinn eða forstjór-
inn sem skrifaði greinina er
auðsvarað. Persónan Jóhann G.
Bergþórsson, sem á voru bomar
ósannar sakir og vegið að á ósæmi-
legan hátt, skýrði aðeins frá
staðreyndum málsins og hrakti
þannig óhróðurinn. Jóhann óttaðist
um hag Hafnarfjarðarbæjar undir
slíkri stjóm, undir slíkum með-
förum sannleikans sem bæjarstjóri
hefur sýnt. Jóhann óttast um hag
einstaklinga og fyrirtækja í bæn-
um þegar bæjarstjori telur sjálf-
sagt að troða á rétti þeirra og
þeir auri ataðir ef þeir gæta réttar
síns eða svara.
Jóhann óttast um fjárhag bæjar-
sjóðs þegar ekki er staðið í skilum
og dráttarvextir eru sá útgjaldalið-
ur sem mest vex undir stjóm
bæjarstjóra.
Jóhann telur ástæðu til greinar-
skrifa þegar bæjarfulltrúi er auri
ausinn í pólitískum tilgangi rétt
fyrir kosningar til alþingis.
Jóhann óttast ekki um hag fyrir-
tækis síns í þessu máli og þarf
engin greinarskrif þess vegna.
Fj árhag'sstaðan —
ósannindi
Varðandi fjárhagsstöðu Hafnar-
fjarðarbæjar og skuldir við Hag-
virki er þetta að segja.
Eiginfjárstaða Hafnarfjarðar-
bæjar er sterk eftir áralanga stjóm
Sjálfstæðisflokksins.
Bæjarstjóranum hefur hinsveg-
ar tekist að stjóma ijármálum
bæjarins svo að vanskil era stað-
reynd. Vanskil á víxlum fyrir
milljónir era staðreynd. í grein
minni var ekki sagt að Hafnar-
fjarðarbær skuldaði Hagvirki hf.,
enda þótt svo væri, og því ósann-
indi þar sem Guðmundur Ámi
Stefánsson segir að hann skuldi
Hagvirki ekki krónu.
Uppgjöri vegna fískmarkaðar
lauk sl. fímmtudag 30. apríl, er
afhending hússins fór fram, og
vora skuldir hafnarsjóðs (bæjarins)
greiddar með 60 daga víxli.
Guðmundur Ámi Stefánsson
sakar Hagvirki um að svara ekki
erindum um gerðardóm. Hér er
rangt með farið, undirritaður taldi
ekki ástæðu til gerðardómsmeð-
ferðar meðan von væri til þess að
bæjarstjori veldi skjmsamlegasta
kostinn 5 samræmi við tilmæli
bæjarráðs, þ.e. að reisa aðstöðu
utan sjálfs fískmarkaðshússins og
ástæðulaust að auka á kostnað
bæjarins með þeim hætti. Þessu
var marglýst yfír við bæjarlög-
mann.
Nú er ljóst að skynsemin fær
ekki ráðið hjá bæjarstjóra og því
verður skorið úr réttmæti ágrein-
ingsmálanna í gerðardómi.
Fiskmarkaður
Hvað varðar leigusamning um
fískmarkað er rétt að ég sam-
þykkti hann, með þeirri bókun að
í framtíðinni færi bæjarstjóm að
samþykktum fyrirtækisins Háa:
granda hf., eiganda hússins. í
reynd vora allar hugmyndir að
stofnun þess fyrirtækis að engu
Jóhann G. Bergþórsson
„Eiginfjárstaða Hafn-
arfjarðarbæjar er sterk
eftir áralanga stjórn
Sjálf stæðisf lokksins.
Bæjarstjóranum hef-
ur hinsvegar tekist að
stjórna fjármálum bæj-
arins svo að vanskil eru
staðreynd. Vanskil á
víxlum fyrir milljónir
eru staðreynd.“
hafðar, er samið var við Fiskmark-
aðinn hf., og upplýst af bæjarstjóra
að það, svo og að byggja aðstöðu
innanhúss, hefði byggst á þver-
móðsku rekstraraðila og röngum
upplýsingum um kostnað við að-
stöðugerðina. Um réttmæti þeirra
fullyrði ég ekki. Rangar og ófull-
nægjandi upplýsingar til hafnar-
stjómarmanna vora þess valdandi
að þeir samþykktu tilboð annarra
aðila í byggingu timbur- og bára-
jámshúss inni í fískmarkaðshús-
inu.
Rétt er að upplýsa að bæjarstjór-
inn, hafnarstjórinn og fram-
kvæmdastjóri Háagranda hf. era
einn og sami maðurinn, Guðmund-
ur Ámi Stefánsson, og því ekki
óeðlilegt að þeir séu sammála.
Hvað varðar upphæðir tilboða í
aðstöðubygginguna hefur ekki ver-
ið fyrir því haft að kynna bæjar-
ráðsmönnum raunveralegan
samanburð þeirra og því í reynd
ekki ljóst hvaða tilboð var lægst,
að teknu tilliti til allra þátta og
efnisgæða. Jafnframt stendur eftir
áður tilvitnuð grein í verksamningi
um rétt til einhliða ákvörðunar
verðs.
Viðbrögð Jóhanns G. Bergþórs-
sonar hefðu verið á sama hátt
þótt aðrir verktakar hefðu átt í
hlut og verður undirritaður ekki
sakaður um að hafa gætt hags-
muna fyrirtækis síns í bæjarráði
eða bæjarstjóm, þvert á móti er
hægt að tilgreina dæmi um hið
gagnstæða.
Enginn hefur stefnt framtíð
fískmarkaðarins frekar í voða en
bæjarstjórinn sjálfur með seina-
gangi, óforsjálni og óhugsuðum
flumbragangi í flestum málum.
Fáir hafa lagt meira til framgangs
þessa málefnis en undirritaður og
fyrirtæki tengd honum. Þeim mun
óskiljanlegri era ásakanimar.
Samningamálin
í umfjöllun um samninga bæjar-
ins við iðnaðarmenn og verkamenn
kemur ljóslega fram hvemig mál-
flutningur bæjarstjóra er. Hann
segir að meðaltalshækkun til
verkafólks sé í „kringum 15%“.
Ekkert um rauntölur, ekkert um
iðnaðarmenn, ekkert hvað felst í
þeim fyrir bæjarsjóð, nákvæmnin
er „kringum". Sem dæmi um
hvemig staðið er að samnings-
gerðinni þá heitir ein greinin
„launahvetjandi kerfí“. Það sem í
öllum samningum heitir afkasta-
hvetjandi launakerfí (akkorð,
bónus, premía) heitir hjá Guð-
mundi Ama Stefánssyni launa-
hvetjandi kerfí.
Skrif Guðmundar Áma stað-
festa rækilega það sem fram
kemur í fyrri skrifum mínum og
þarf ekki frekari vitna við.
Gætir bæjarstjóri
aðeins hagsmuna
sumra Hafnfirðinga?
Guðmundur Ámi segir að það
sé grandvallarsjónarmið hjá sér að
hagsmunir bæjarbúa séu aðalatrið-
ið.
Af þeim sökum koma eftirfar-
andi spumingar upp:
a) Vora það hagsmunir Hafnar-
fjarðarbæjar sem réðu því að hann
eyddi hundraðum þúsunda úr bæj-
arsjóði til flutninga á dagheimili
(úr Setbergi) sem honum einum
bæjarfulltrúa líkaði ekki staðsetn-
ing á?
b) Vora það hagsmunir Hafnar-
„Leiguíbúðir“
verkanmnnabústaða!
eftirKristin Snæland
Nýlega ritaði Haraldur Jónasson
lögfræðingur athyglisverða grein
hér í Morgunblaðið um verka-
mannabústaði. Haraldur fjallar þar
um hina fáránlegu stöðu sem kaup-
endur verkamannabústaða era nú
komnir í. Vegna þess að ég á von
á því, samkvæmt eigin reynslu, að
skrif Haraldar verið dregin í efa,
eða hitt sem verra er, að þeim verði
ekki sinnt, þá vil ég koma hér með
klárt og sannanlegt dæmi úr verka-
mannabústaðakerfinu:
Sjómaður kaupir íbúð í verka-
mannabústað í febrúar 1982. Hann
fær 90 prósent kaupverðs lánað úr
Byggingarsjóði verkamanna. Það
lán er að upphæð kr. 491.400,00.
í febrúar 1987 fímm áram síðar
er lánið þrátt fyrir afborganir en
vegna verðbóta orðið að upphæð
kr. 2.284.018,00. Þegar sjómaður-
inn tók lánið árið 1982 þurfti hann
62,8 mánuði til þess að greiða það
upp að fullu. Árið 1987 miðað við
sama tíma þarf sjómaðurinn miðað
við sama launataxta 79,4 mánuði
til þess að greiða lánið að fullu. Til
nánari fróðleiks skal þess getið að
viðkomandi íbúðarkaup ijármagn-
aði sjómaðurinn að fullu með lánum.
Hann fékk 90 prósent að láni svo
sem fyrr sagði en 10 prósentin til
viðbótar hjá lífeyrissjóði. Fimm
áram síðar eru lán þessi orðin að
upphæð kr. 2.548.000,00. Bruna-
bótamat íbúðarinnar er á sama tíma
kr. 2.486.918,00 en í Reykjavík
telst það rétt söluverð, öllu jöfnu.
Þetta þýðir að þrátt fyrir afborgan-
ir lána og „eign“ íbúðarinnar í fimm
ár, þá skuldar sjómaðurinn kr.
61.082,00 ef hann rýmir íbúðina
og fær samt greitt fyrir hana bruna-
bótamatsverð.
Þessi ótrúlega saga er sönn, þótt
svo að Guðmundur G. Þórarinsson
trúi henni ekki og Þráni Valdimars-
syni og Finni Ingólfssyni þyki
ekkert athugavert við þessa uppá-
komu. „Sjómaðurinn hefur allavega
verið í lágri húsaleigu." Það má vel
vera, en ef það var ætlunin að
verkamannabústaðir væra í raun
aðeins' leiguíbúðir, þá var vitanlega
miklu skynsamlegra að hafa það á
hreinu, enda væri þá ekki hægt að
gera lögtak í íbúðinni og selja hana
ofan af leigutakanum. Aðeins það
væri mikil bót núverandi „eigend-
um“ verkamannabústaða.
Varðandi þróun lána frá Bygg-
ingarsjóði verkamanna, þá þetta um
þróunina síðustu þijá mánuði, en
þann tíma hefur verðbólga verið í
lágmarki. Lán sjómannsins hjá
byggingarsjóðnum var 1. febrúar
sl. kr. 2.284.018,00. Nú 1. maí,
þremur mánuðum síðar, er lánið
orðið að kr. 2.383.074,00. Lánið
hefur hækkað um 33.018,00 kr. á
mánuði þessa þrjá verðbólgulausu
mánuði. Viðkomandi sjómaður hef-
ur nú í Iaun kr. 35.509,00 á mánuði.
Þráinn, Finnur og Guðmundur
lögðu allir mikla áherslu á að vext-
Kristinn Snæland
„Ef það var ætlunin að
verkamannabústaðir
væru í raun aðeins
leiguíbúðir, þá var vit-
anlega miklu skynsam-
legra að haf a það á
hreinu, enda væri þá
ekki hægt að gera lög-
tak í íbúðinni og selja
hana ofan af leigutak-
anum.“
ir af lánum Byggingarsjóðs verka-
manna væra lágir. Það er vitanlega
orðaleikur stjórnmálamanna og
kerfískarla.
Sjómanninum er vitanlega sama
hvað hækkunin á láninu hans er
kölluð. Verðbætur samkvæmt láns-
kjaravísitölu, vextir eða hvað annað
sem hækkunin er kölluð, kemur út
á eitt. Sjómaðurinn lærði sumsé
eitt sinn, að það sem upphæð vex
um, skuli kallast vextir. Sjómannin-
um er alveg sama, þótt stjóm-
málamenn og kerfískallar kjósi að
halda sig við að kalla hlutina ekki
réttum nöfnum. Hann getur í móti
samþykkt að kalla áfallinn kostnað
á lánið „Qármagnskostnað". Fjár-
magnskostnaður var í eina tíð lítill
og lágur, enda var hann þá einung-
is fólginn í vöxtum sem þá vora
þó býsna háir. Stjómmálamenn,
sérstaklega kratar og aðrir kerfísk-
arlar töldu samt vexti of lága,
nauðsynlegt væri að hækka þá. Nú
var ekki gott í efni, flestir töldu
vexti þegar of háa. Kratamir og
kerfískarlamir fundu upp ráð. „Við
köllum vextina ekki vexti, heldur
verðbætur samkvæmt lánskjaraví-
sitölu". Þar með var svikamyllan
komin í gang. Hugtakið „fjár-
magnskostnaður" varð til.
freynd má segja að kratar, kerf-
iskarlar og aðrir stjómmálamenn
hafí komið á því Ijármagnskerfi í
landinu, að reyna að færa fé frá