Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
Filippseyjar:
16 hermenn féllu í
fyrirsát skæruliða
Maníla, Reuter.
SKÆRULIÐAR kommúnista
drápu a.m.k. 16 hermenn í gær
og særðu fjölmarga er þeir gerðu
sveit stjórnarhersins fyrirsát í
héraðinu Aklan, sem er suðaust-
ur af Maníla, höfuðborg Filipps-
eyja.
Líbanon:
Karami hætt-
ir sem forsæt-
isráðherra
Beirut, Reuter.
RASHID Karami, sem er af trú-
flokki súnní-múslima, sagði af
sér í gær sem forsætisráðherra
i líbönsku „þjóðareiningarstjórn-
inni“ en hún var mynduð fyrir
þremur árum i þvi skyni að binda
enda á borgarastríðið í landinu.
„Mér ber skylda til að gera það,
sem gagnar þjóðinni best, og þess
vegna hef ég ákveðið að segja af
mér,“ sagði Karami en samkvæmt
stjórnarskránni er afsögn forsætis-
ráðherrans um leið afsögn allrar
stjórnarinnar. Amin Gemayel, for-
seti og kristinn maróníti, hafði í
gær ekkert um afsögnina sagt en
ráðherrar múhameðstrúarmanna
hafa ekki haft neitt samstarf við
Gemayel síðan í janúar í fyrra þeg-
ar forsetinn neitaði að fallast á
friðaráætlun Sýrlendinga.
Fyrir tveimur vikum komu allir
ráðherrar ríkisstjómar saman á
fund í fyrsta sinn í sjö mánuði og
var þá rætt um leiðir til að vinna
gegn vaxandi efnahagsöngþveiti í
landinu. Varð af honum lítill árang-
ur og síðan hafa ráðherrar
múhameðstrúarmanna og kristinna
deilt hart hverir á aðra.
Talsmaður hersins sagði her-
sveitina hafa ekið beint í fangið á
skæruliðum, sem falið hefðu sig í
runnum beggja vegna þjóðvegarins
og hafið gífurlega skothríð er sveit-
in fór hjá. Hefðu þeir tekið rifla
hinna föllnu hermanna og flúið
síðan. Fjórtán hermenn hefðu fallið
á staðnum ogtveirtil viðbótar hefðu
látizt á sjúkrahúsi. Mannfall stjórn-
ERLENT
arhersins er hið mesta í einni
viðureign frá því Corazon Aquino,
forseti, komst til valda fyrir rúmu
ári.
Aquino gagnrýndi Bandaríkja-
stjóm í gær fyrir það sem hún
kallaði seinagang í afhendingu her-
gagna, sem talin væm mikilvæg í
baráttunni gegn skæruliðum. Enn-
fremur gagnrýndi hún stjómar-
herinn fyrir getuleysi en sagði ekki
von á miklu meðan Bandaríkja-
stjórn ætlaðist til að hann berðist
„með bemm höndum“.
Búist er við að átök eigi eftir að
aukast næstu daga vegna þing-
kosninga 11. maí næstkomandi.
Stjómarherinn er í viðbragðsstöðu
og víða hefur verið gripið til mikilla
varúðarráðstafana.
Afvopnunartillögur Sovétmanna:
Vel fór á meö þeim Kohl og Chirac og hvorugur þeirra vill, að
Evrópa veröi ofurseld hernaöaryflrburöum Varsjárbandalagsins.
Reuter
Vestur-
Frakkar o g Vestur-Þjóð-
veijar vilja fara sér hægt
Ottast að kjarnorkuvopnalaus verði V-Evrópa berskjölduð og auðveld bráð
Strasbourg, Reuter.
VESTUR-Þjóðverjar og Frakkar
sögðu í gær, að þörf væri á frek-
ari viðræðum við bandamenn
þeirra í Evrópu áður en unnt
væri að taka afstöðu til síðustu
afvopnunartillagna Sovétmanna.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, sagði eftir viðræður við
Jacques Chirac, forsætisráðherra
Frakklands, að honum og ríkis-
stjóminni hefðu enn borist tillögur
Sovétmanna í heild og því væri of
snemmt að segja nokkuð um þær
að svo stöddu. Agreiningur er innan
vestur-þýsku stjómarinnar um við-
brögð við tillögunum en haft er
eftir aðstoðarmönnum Kohls, að
hann muni flytja ræðu um þetta
mál á þingi nk. fimmtudag.
Kohl og Chirac sögðu, að Evr-
ópuríkin yrðu að samræma viðbrögð
sín við sovésku tillögunum og
Chirac, sem fer til Moskvu 14. maí
nk., sagði, að franska stjórnin hefði
ýmislegt að athuga við þá tillögu,
að skammdrægu eldflaugunum yrði
eytt.
Hans-Dietrich Genscher, ut-
anríkisráðherra og leiðtogi fijálsra
Tilkomuniik-
il sýning- á
Aidu í Luxor
Luxor, Reuter.
ÓPERAN Aida eftir Verdi var
frumsýnd sl. laugardag við
mikinn fögnuð 3.000 áheyrenda
i hinu 3.200 ára gamla hofi í
Luxor, þar sem hin forna höf-
uðborg Egyptalands, Þeba,
stóð til forna og sagan sem
Aida segir frá á að hafa gerst.
Mikið var lagt í sýninguna, er
mikill mannfjöldi tók þátt í og
ýmsir frægir söngvarar s.s.
ítalski tenórinn, Placido Dom-
ingo.
Egypskur auðmaður, Fawzi
Metwalli, fékk þá hugmynd að
setja óperuna upp á þessum stað
og lét síðan af því verða. Miða-
verð var frá 250 dollurum sætið
og upp í 750 dollara (um 9.600
til 28.900 ísl. kr) og mátti meðal
áheyrenda sjá ýmsar vel þekktar
persónur eins og Susan Mubarak,
forsetafrú Egyptalands, Soffíu,
Spánardrottningu, Karólínu
prinsessu af Mónakó, Karl Lager-
feld, tískuhönnuð og Michael
Heseltine, fyrrverandi varnar-
málaráðherra Breta. Sýningin
þótti vera tilkomumikil og takast
vel, sérstaklega hópatriðin í öðr-
um þætti, er fjöldi egypskra
hermanna lék í, þó hljómburður
hafi ekki verið nógu góður. Dom-
ingo sagði eftir frumsýninguna
að það hefði verið stórkostlegt að
taka þátt í þessari sýningu, Verdi
hefði án efa verið ánægður með
umhverfið en sjálfsagt hefði hann
viljað heyra hljómlistina betur.
Eins og kunnugt er fékk
Khedive Ismail, stjómandi
Egyptalands, Guiseppe Verdi til
að semja óperuna í tilefni vígslu
Súesskipaskurðarins árið 1869,
en ekki var hún þó frumsýnd fyrr
en 1871 og þá í Kaíró.
Frumsýningargestir í Luxor
létu í ljósi ánægju sína með sýn-
inguna og höfðu margir á orði að
umhverfíð, hofíð gamla, sfín-
xamir og styttumar af Ramsesi
II og Nefertari drottningu, gerði
það að verkum að þetta kvöld
myndi aldrei gleymast. Eftir sýn-
inguna fóm þeir flestir á brott
um Luxorflugvöll, þar sem nútím-
inn réð ríkjum og prúðbúið fólkið
sté um borð í þotur af ýmsum
stærðum og gerðum. Þegar er
farið að tala um að flytja óperuna
Samson og Delilu í Luxor áður
en langt um líður.
Reuter
Stórsöngvarinn Placido Domingo í hlutverki sínu i Aidu.
demókrata í Vestur-Þýskalandi,
vill, að stjórnin fallist á tillögur
Sovétmanna um að skammdrægum
flaugum, sem draga 500-1000 km,
verði eytt innan 12 mánaða frá
samkomulagi um meðaldrægu
flaugarnar en Manfred Wörner
vamarmálaráðherra og aðrir
frammámenn kristilegra demókrata
eru því andvígir. Vilja þeir, að Nato
krefjist þess að fá að hafa vissan
flölda af skammdrægum flaugum
til að vega upp á móti skammdræg-
um flaugum Sovétmanna, sem
draga minna en 500 km, og marg-
földum hernaðaryfirburðum Var-
sjárbandalagsins.
Frakkar hafa áhyggjur af, að
verði fallist á tillögur Sovétmanna
sé þar með búið að stíga fyrsta
skrefíð í átt að allsheijarkjarnorku-
afvopnun í Evrópu en kjarnorku-
vopn eru burðarásinn í vörnum
Frakklands. Segja þeir, að kjam-
orkuvopnalaus sé Vestur-Evrópa
berskjölduð og Varsjárbandalaginu
auðveld bráð ef til styijaldar kæmi.
Ariane-flaugin:
Geimskot
dregst enn
París, Reuter.
EVRÓPSKU geimflauginni Ariane
verður að öllum líkindum ekki
skotið á loft fyrr en í júlí eða ágúst
vegna bilana í hreyfli efsta hluta
flaugarinnar að sögn talsmanns
frönsku geimvisindastofnunarinnar.
Ekki hefur enn tekizt að fínna
lausn á vandamáli, sem lýsir sér í
því að keflalegur í eldsneytisdælum
hreyfíls efsta þreps flaugarinnar of-
hitna. Vonast hafði verið til að hefja
geimskot að nýju í febrúar sl. Veður-
far hefur hins vegar verið mjög
óhagstætt til utanhússtilrauna með
endurbættan hreyfil og var því ákveð-
ið um helgina að fresta geimskotum
a.m.k.. fram í júlflok. Hefur það í för
með sér að ekki verður um að ræða
nema þijár til fjórar geimferðir flaug-
arinnar á þessu ári. Ariane er fullbók-
uð næstu þijú árin og bíða 44
gervihnettir þess að flaugin flytji þá
á braut um jörðu.