Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1987 45 Einungis er haldið eftir góðum kellingum og völdum köllum. inn leyfði það ekki. Þá ákváðu dætur okkar og vinir að stofna hlutafélag um reksturinn en við sjálf lögðum fram þekkingu okkar og vinnu. Fyrir þetta erum við þeim ákaflega þakklát. Ég fór því austur í Öræfi og sótti þangað fjórar kanín- ur og hófst handa við kanínurækt í bílskúmum heima. Fyrstu ungam- ir fæddust í febrúar 1984 og þetta þróaðist uppí það að 100 kanínur vom komnar í bílskúrinn. Fyrsta árið gekk vel en annað árið illa. Þá fóm hár og afurðir minnkandi og dýrin léttust. Út frá því fór ég að lesa næringarfræði og árangurinn varð sá að ég fór að skilja fóðmnina mun betur. Út- koman verður svo sú að hárið fer úr því að vera allt frá 700 grömm af dýri á ári upp í það að vera 1.300 grömm og metið hjá mér er 1.600 grömm sem er mjög gott. Þegar við fluttum hingað upp að Ofanleiti fækkuðum við dýmnum niður í 40 og héldum eftir efnilegustu og bestu kanínunum. Síðan hefur ekki verið haldið eftir nema góðum kellingum og völdum köllum og árangurinn er sá, að við höfum fengið mjög góð dýr, góða unga sem hafa gefið af sér verulega miklar afurðir. Dýr- in em miklu betur haldin, kvef og sjúkdómar em ekki til og lyfjagjöf er ekki til I þessu búi.“ Valgeir sagði að kanínuhárið verði alltaf aðal afurðin en nú væri það farið að fréttast að ræktunin gengi vel hjá honum og hefur hann því selt nokkuð af dýmm til ann- arra búa. Sagðist Valgeir ætla að halda því áfram og stefna ákveðið ur og svo synja hin gömlu og fallegu dönsku sönglög, með þeirra hug- ljúfu textum. Þá lyftist hugurinn og reikaði máske heim á gamlar slóðir á Bomholm þar sem fjölskyld- an var saman komin við glaðan söng og hljóðfæraslátt. Edith var skemmtileg í viðræðum og eftirtektarvert var, hversu fal- legá og skýra íslensku hún talaði. Hún tileinkaði sér íslenskt mál og tungutak og það var vart hægt að merkja að þar færi dönsk kona. Hún gerðist ábyrgur og góður þegn þessa lands, unni því og mat það að verðleikum, en gleymdi þó aldrei uppmna sínum, heldur hélt tryggð og góðu sambandi við sitt fólk í Danmörku, ekki síst fyrir það, að dóttir hennar er kvænt afbragðs manni, sem ættaður er frá Bom- holm. Edith var stórglæsileg kona, fríð, fönguleg og persónurík. Hjá þessari virðulegu og glæsilegu konu fór svo merkilega vel saman ytri þróttur til athafna heima og heiman og ákaflega næm skynjun á hið fagra og fíngerða í tónum, litum og umhverfí. Við söknum hennar, en lífsferill hennar var á leiðarenda. Mæt kona á háum aldri er nú gengin á fund herra síns. Góðar minningar lifa. Við þökkum henni fyrir samfylgdina, kveðjum hana með virðingu og biðjum henni allrar blessunar. Fjölskyldu hennar og ástvinum votta ég samúð mína. Már Jóhannsson Jarðarför hinnar látnu fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. að því að rækta aðeins góð dýr, viðhalda því sem þegar hefði náðst fram í ræktuninni. Varðandi sölu kanínuhársins sagði Valgeir: „Hárið var upphaf- lega selt til Þýskalands en síðan fór Álafoss að kaupa hárið hæsta verði. Heimsmarkaðsverð var mjög hátt en núna hefur það lækkað. Eg tel þó að reksturinn beri sig á þessu verði. Nú er verið að koma á fót nýrri verksmiðju sem á að vinna úr afurðunum hér heima og hef ég orð fyrir því að hún muni byija að taka á móti afurðum í lok þessa mánaðar. Ég á nú svo sem ekki von á því að peningar fari að streyma inn þótt þessi verksmiðja fari í gang, en þetta fyrirtæki þarf að komast á legg og fá sinn umþóttun- artíma. Varan hjá okkur er góð og við vitum ekki annað en hún eigi eftir að seljast." Hið nýja kanínubú' Stuðuls hf., en svo nefnist félagið, rís sem fyrr segir við Ofanleiti, við vesturenda austur-vestur flugbrautarinnar. Ekki sagði Valgeir að flugvéladyn- urinn hefði nein truflandi áhrif á kanínurnar sem þó eru mjög næmar fyrir óvæntum hávaða eða truflun. „Það tók okkur þijú ár að komast endanlega fram úr því að fá héma það land sem við þurftum. Ég var ákveðinn í því að gefast ekki upp og fékk á endanum allt það sem ég bað um. I framtíðinni munum við reisa okkur hér íbúðarhús," sagði Valgeir Jónasson kanínubóndi í Vestmannaeyjum. Já, lífið snýst um fleira en físk í Eyjum. Greini- lega kom fram í spjallinu við Valgeir að hann er mjög áhugasamur á þessum nýja starfsvelli sínum og horfir björtum augum fram á við. Fiskurinn er þó ekki langt undan í hugskotinu, því hann missti það út úr sér á kveðjustundinni að vonandi » gæfíst í framtíðinni tækifæri til þess að skjótast út á trillu milli stríða í kanínubúskapnum. — hkj. UBARU Sedan 1800 GL seldum miðum á lir. 610þúsund Hl Pajem Turbo-Diesel áKr.825þúsund VOLVO 240GL áhr.690þúsund Þökkum okkar traustu viðskiptavinum og bjóðum nýja velkomna EFLUM STUÐNING VIÐ ALDRADA. MIDIÁ MANN FYRIR HVERN ALDRAÐAN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.