Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 27
?ser ÍAM ?. HUOAaUiaiíM ,GIGAieV(Ti;;HOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 8S 27 Bandaríkin: Kvennalístínn vekur athygli Washington, frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ATHYGLI er vakin hér í Was- hington í dag á sigri Kvennalist- ans í Alþingiskosningunum með grein eftir dálkahöfundinn Ellen Goodman.sem skrifar rabbdálka fyrir fjölda blaða í Bandarílqun- um, frá Boston. Greinin birtist í The Washington Post. Höfundur fjallar um þá athygli sem Reykjavík hefur hlotið á alþjóða- vettvangi á undanförnum árum; skákeinvígi Spasskis og Bobbys Fisher og leiðtogafund Reagans og Gorbachevs. Minnst er á nokkur atriði, sem komið hafa íslenskum konum í sviðsljósið ,t.d. kjör Vigdísar forseta og kvennafrídaginn um árið. Þá gleymist ekki að minna á þá stað- reynd, að íslenskar konur halda skímar- og föðumafni sínu eftir giftingu í stað þess að bera nafn bónda síns Talsvert er gert úr því, að innan Kvennalistans sé enginn forystu- sauður heldur séu allir jafn réttháir til áhrifa. Karlmenn geti verið með- limir í flokknum, en séu ekki kjörgengir til Alþingis eða í ábyrgð- arstöður fyrir flokkinn. í greininni segir, að 80 prósent af íslenskum konum vinni utan heimilsins og beri úr býtum 40 prósent lægri laun en karlar. Greinarhöfundur skýrir frá símtali,sem hún hafi átt við Guðr- únu Agnarsdóttur .“Fólk skilur ekki.að við getum starfað án þess að hafa foringja“,er haft eftir Guðr- únu, sem neitar því algerlega að hún sé leiðtogi listans. “Við skiptum með okkur verkum og vinnum sam- an,“ er einnig haft eftir henni. Loks spáir greinarhöfundur.að það verði erfítt að mynda stjóm á Islandi án þátttöku Kvennalistans. Á sömu síðu og grein Ellenar Goodman er birt safn skopteikninga úr ýmsum bandarískum blöðum. Það er vani blaðsins.að birta slíkt safn á laugardögum. Nú vill svo til að hér kemur ísland einnig við sögu, það er að segja sjálfur Leifur Eíríks- son. í skopmyndasafninu em fímm teikningar í undir fyrirsögninni “Hrottaverk á höfunum“(Terrors of the Seas“). Fyrsta myndin er af Leifí heppna og er hann sýndur grár fyrir járnum með hrútshorns- hjálm í anda hetjudýrkunar Wagners á höfði. í baksýn er víkingaskip og getur þar einnig að líta ártalið 995. Næsta mynd er merkt ártalinu 1718 og er af sjóræn- ingjanum “Svartskegg“. Sú þriðja er af kafbáti frá 1940. Hin fjórða er af þýska orustuskipinu Bismarck Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollara lækk- aði gagnvart flestum helstu gjaldmiðlu heims í gær en gull hækkaði í Zilrich. Markaðir voru lokaðir í London og Tókýó. Breska sterlingspundið hefur ekki varið jafnhátt gagnvart dollara síðan í nóvember árið 1982 og kost- aði 1,6810 dollara (1,6680). Á meginlandi Evrópu kostaði dollarinn 139,90 japönsk jen (140,30). Gengi annarra helstu gjaldmiðla var með þeim hætti að dollarinn kostaði: 1,7695 vestur-þýsk mörk (1,7815), 1,4515 svissneska franka (1,4600), 5,9300 franska franka (5,9500), 2,0050 hollensk gyllini (2,0110), 1.273,375 ítalskar lírur (1.279,50) og 1,3457 kanadíská dollara (1,3375). í Ziirich kostaði únsan af gulli ,457,70 dollara (454,00). og sú fímmta er merkt 1987 og er af sorpprammanum frá New York, sem hefír verið að velkjast milli hafna og landa að undanfömu. imim Kattarstytt- an fölsuð? Ein frægasta stytta Metropolitan listasafnsins í New York, rúmlega 37 cm bronsköttur, sem álitinn var hafa verið kista fomegypskrar kattarmúmíu, er að áliti sérfræð- inga mjög líklega nútíma eftirlík- ing. Safnið keypti kattarstyttuna árið 1958 og hefur hún síðan skip- að þar heiðurssess. Á þessari mynd sést styttan og er röntgen- mynd af henni til hægri, en til vinstri en röntgenmynd af ófals- aði fomegypskri styttu. Victor VPC II - nú er harði diskurinn 30 Mb í stað 20 Mb áður, en verðið er óbreytt. LEYNDARMÁLIÐ að baki góðri tölvu er hugvit, tœkni og góð þjónusta VICTOR og Einar J. Skúlason hf. eru fyrirtœki sem þú getur treyst Til að góð tölva standi undir nafni þarf hún að hafa að baki samhent þjónustulið sem bregst fljótt og vel við ófyrirsjáanlegum vandamálum, sem skotið geta upp kollinum á meðan fólk er að ná tökum á tækninni. Victor einmenningstölvurnar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt. Reynslan sýnir að þær eru vandaðar, sterk- byggðar og hafa lága bilanatíðni. Síðastliðna 9 mánuði hafa liðlega 1200 nýjar Victor tölvur verið teknar í notkun hér á landi og segir það meira en nokkur orð um álit íslenskfa athafnamanna á Victor. Ánægðir við- skiptavinir eru okkar bestu meðmæli. Þjónustudeild Einars J. Skúlasonar hf. hefur á að skipa þaulreyndu og vel menntuðu starfsfólki sem leggur metnað sinn í að veita nákvæmar upplýsingar og trausta þjónustu. Victor tölvan er mjög ríkulega útbúin. Hún hefur vinnsluminni í fullri stærð, þ.e. 640 kb., raunverulegan 16 bita örgjörfa (8086) og er ákaflega hraðvirk. Victor fylgist vel með nýjungum og kappkostar að vera leið- andi í þróun einmenningstölva. Victor kynnir nýjungar: ★ Nýtt lyklaborð ★ Nýtt stýrikerfi: MS DOS 3.2 ★ Nýr 30 Mb. harður diskur. VICTR Kynntu þér Victor nánar - það borgar sig. Einar J. Skúlason hí. Grensásvegi 10, sími 68-69-33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.