Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 32
Fjársöfnun til bygginar Sels II:
Söfnunin skilaði
1,4 milljón kr.
MAGGA Alda Magnúsdóttir,
formaður byggðarnefndar JC
Akureyrar, afhenti Halldóri
Jónssyni, framkvæmdastjóra
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri, nýlega fé sem safnaðist í
fjársöfnun til byggingu Sels II
fyrr i þessum mánuði, en alls
söfnuðust 1.415.495 krónur.
Söfnunin fór fram 4. apríl síðast-
liðinn og var til styrktar byggingu
Sels II sem fyrr segir, en það er
hjúkrunardeild við Fjórðungs-
sjúkrahúsið. Söfnuninni var háttað
Þar sem ekki náðist í heimilisfólk
voru skildir eftir gíróseðlar og nú
þegar hafa skilað sér á þessum
seðlum 189.000 krónur. Alls hafa
því safnast 1.415.495 krónur. Þau
félög sem störfuðu saman við þessa
söfnun eru eftirtalin: JC-Akureyri,
,Kvenfélagið Baldursbrá, Kvenfé-
lagið Framtíðin, Kvenfélagið Hlíf,
Kvennadeild Einingar, Sinawik-
klúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur
Akureyrar, Soroptimistafélag Ak-
ureyrar, Kvenfélagið Freyja,
Kvenfélagið Hvöt, Kvenfélagið
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
Frá afhendingu söfnunarfjárins, frá vinstri eru: Stefán ívar Hans-
en, forseti JC Akureyrar, Sigriður Albertsdóttir, Halldór Jónsson,
framkvæmdastjóri FSA, Magga Alda Magnúsdóttir og Jón Kristins-
son, formaður áhugamannahóps um byggingu Sels 2.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bikarhafar á minningarmótinu, frá vinstri: Hannes Hlífar Stefánsson, Dan Hansson, Ólafur Kristjáns-
son, Elvar Guðmundsson og Haukur Jónsson.
Skákf élag Akureyrar:
Dan Hansson sigraði á minn-
ingarmóti um Halldór Jónsson
DAN Hansson sigraði á minning-
arskákmóti um Halldór Jónsson,
fyrrum skákmeistara Akureyrar
og Norðlendinga, sem Skákfélag
Akureyrar hélt í Skákheimilinu
um helgina. Halldór lést í fyrra,
tæplega fimmtugur.
Fjörutíu og sex keppendur hvað-
anæva af landinu voru á mótinu.
Keppni var mjög jöfn og spennandi
allan tímann og fyrir síðustu um-
ferð voru þrír efstir með fimm
vinninga. Dan Hansson frá
Reykjavík sigraði sem fyrr segir,
hann fékk 6 vinninga af 7 möguleg-
um en hann tryggði sér sigur með
því að vinna Jón Garðar Viðarsson
í síðustu umferðinni. í 2.-3. sæti
urðu Elvar Guðmundsson, Reykja-
vík, og Ólafur Kristjánsson,
Akureyri; þeir fengu 5 lh vinning
hvor. Þeir mættust einmitt í síðustu
umferðinni og_ endaði skák þeirra
með jafntefli. í 4.-8. sæti urðu Ás-
geir Þór Ámason, Róbert Harðar-
son, Sævar Bjamason, Hannes
Hlífar Stefánsson, Jón Þ. Þór, allir
frá Reykjavík, og Jón Ámi Jónsson,
Akureyri, en þeir fengu allir 5 vinn-
inga. Jón Ámi kom einmitt mjög á
Mikill sinubruni í Innbænum:
á þann veg að farið var í hvert hús
á Akureyri og í 12 hreppum, sem
Selið þjónar, og óskað eftir frjálsum
framlögum. Félagar í byggðamefnd
JC-Akureyrar sáu um skipulag og
frumundirbúning söfnunarinnar
fyrir hönd áhugamannahóps um
byggingu Sels. Söfnunin sjálf var
síðan í höndum margra kven- og
kvennafélaga á svæðinu að
ógleymdum fjölmörgum einstakl-
ingum, sem lögðu fram vinnu sína
á söfnunardaginn. Söfnunarfólki
var að sögn mjög vel tekið og þenn-
an dag söfnuðust samtals krónur
1.226.495.
Gleym mér ei, Kvenfélagið Hlín,
Kvenfélag Fnjóskdæla, Kvenfélagið
Hjálpin, Kvenfélag Hörgdæla,
Kvenfélag Svalbarðsstrandar-
hrepps og Kvenfélag Þistilfjarðar.
Einnig var safnað í Öxnadals-
hreppi; þar er ekkkert kvenfélag
starfandi og því tók Fjóla Rósants-
dóttir á Hólum í Öxnadal söfnunina
þar að sér.
Eftir að hafa tekið við söfnunar-
fénu sagði Halldór Jónsson að þessi
upphæð gerði það líklega að verkum
að hægt væri að klára byggingu
Sels II.
Landsmót í skóla-
skák á Dalvík
ÚRSLIT Landsmóts í skólaskák
fara fram á Dalvík um næstu
helgi. Það er Dalvíkurskóli sem
heldur mótið fyrir Skáksamband
íslands.
Upphaflega eru það um 4.000
nemendur um allt land sem byija
í landsmótinu; keppni er háð í öllum
skólum landsins, síðan eru haldin
sýslumót og þá kjördæmamót. Það
eru síðan fulltrúar úr öllum kjör-
dæmum sem komast á mótið á
Dalvík. Tveir fulltrúar eru úr
Reykjavík og Norðurlandi eystra,
en einn úr öðrum kjördæmum.
Keppt er í tveimur flokkum og eru
tíu keppendur í hverjum flokki.
Tefldar verða níu umferðir.
Eftirtaldir keppa á Dalvík. í yngri
flokki: Helgi Áss Grétarsson, Breið-
holtsskóla, Héðinn Steingrímsson,
Hvassaleitisskóla, Páll Ámason,
Kársnesskóla, Ægir Amarson,
Grunnskóla Búðardals, Guðmundur
Daðason, Grunnskóla Bolungarvík-
ur, Dagur Gunnarsson, Grunnskóla
Siglu^arðar, Þórleifur Karlsson,
Lundarskóla, Akureyri. Júlíus
Bjamason, Bamaskóla Olafsfjarð-
ar, Marteinn Hilmarsson, Grunn-
skóla Neskaupstaðar og Einar
Sigmarsson, Seljalandsskóla. í eldri
flokki eru þessir keppendur: Sigurð-
ur Daði Sigfússon, Seljaskóla,
Reykjavík, Þröstur Ámason, Selja-
skóla, Reykjavík, Sverrir Öm
Bjömsson, Lækjarskóla, Hafnar-
firði, Veturliði Stefánsson, Grunn-
skóla Borgamess, Magnús Pálmi
Ömólfsson, Grunnskóla Bolung-
arvíkur, Guðný Karlsdóttir, Héraðs-
skólanum Reykjum, Tómas
Hermannsson, Gagnfræðaskóla
Akureyrar, Ásgrímur Angantýsson,
Grunnskóla Raufarhafnar, Þórar-
inn Amason, Hallormsstaðarskóla,
og Öm Haraldsson, Flúðaskóla.
Sigurvegaramir í hvorum flokki
hljóta titilinn Skólaskákmeistari ís-
lands 1987.
Skólaskákmótið verður sett á
fimmtudágskvöld kl. 20.00 í Dalvík-
urskóla og verður teflt þar á
föstudag, laugardag og sunnudag.
„Vítavert kæruleysi
að kveikja þarna í“
— segir Gísli Lórenzson
MIKILL sinubruni varð í Inn-
bænum á Akureyri á sunnudags-
kvöldið. Þegar slökkviliðið kom
að logaði glatt á stóru svæði, eld-
ur var kominn inn i gróðurreit
við íbúðarhús og „hefði eldurinn
fengið að leika lausum hala leng-
ur er alveg klárt að hús þarna
hefðu verið í hættu,“ svo notuð
séu orð Kristins Gísla Lórenz-
sonar, aðstoðarslökkvistjóra,
sem var einn þeirra slökkviliðs-
manna sem kom að eldinum.
„Það gekk nokkuð erfiðlega að
slökkva pví það var svo hvasst, við
vorum því talsvert lengi, en nutum
aðstoðar lögreglu og íbúa þama
þannig að þetta hefði getað verið
erfiðara,“ sagði Gísli í samtali við
Morgunblaðið. Mikið er um timbur-
hús í gamla Innbænum — einmitt
nálægt þeim stað sem þama var
kveikt í sinu og var Gísli allt annað
en ánægður með þennan verknað.
„Við lítum þetta mjög alvarlegum
augum, það er vítavert kæruleysi
að kveikja þama í,“ sagði hann.
Gísli sagði að mikið hefði verið
um útköll vegna sinubruna í grennd
við Akureyri að undanfömu, en
síðastliðna viku hefur slökkviliðið
verið kallað alls 12 sinnum út, í öll
skiptin vegna sinubruna. Á sunnu-
daginn gerðist það reyndar þrívegis.
Fyrst vegna elds í sinu innan skóg-
ræktargirðingar á Vöglum á
Þelamörk. Þar skemmdist gróður,
nokkrir tugir plantna, síðan í Inn-
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Á myndinni sést vel svæðið þar sem sinan var brennd, og að ekki er langt í húsin fyrir neðan brekkuna.