Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 44
rsor ? ítnnArrTTTaraíf araa raMitnqnw MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 Valgeir Jónasson er hér að fóðra kanínurnar. „Varan hjá okkur er góð og við vitum ekki annað en að Erla Einarsdóttir er hér að klippa eina kanínuna. hún eigi eftir að seljast.“ r*«»rw 'r^rssss .r* - * &S ’f :.l r »-*•»”' V estmannaeyjar: Gruimur lagður að rekstrí kanínubús fyrir 500 dýr V estmannaeyj um. ^ FYRIR fjórum árum hófu tré- smiðurinn Valgeir Jónasson og eiginkona hans, Erla Einarsdótt- ir, kanínurækt í Vestmannaeyj- um. Fyrstu árin var kanínubúið í bílskúrnum við heimili þeirra hjóna og þar voru 100 angór'a- kanínur þegar flest var, en í byrjun síðasta árs var ráðist í það að reisa sérstakt hús fyrir búið í landi hins forna prestset- urs, Ofanleitis. Þar eru nú 60 angórakaninur sem dafna vel og gefa vel af sér. „Okkur hjónum langar til þess að gera kanínu- ræktina alfarið að okkar atvinnu og hugsum okkur að vera hér með 500 dýr. Við erum aðeins búin að reisa 'A af húsinu en við stefnum á það að koma þessu upp á næstu tveimur árum,“ sagði Valgeir Jónasson í samtali við Morgunblaðið. í þeim hluta hússins sem kanínu- búrin eru núna, verður síðar slátur- hús og ungauppeldi. Síðar kemur pláss fyrir klippingu og verkstæði og ofan á þetta allt saman kemur síðan 157,5 fermetra hæð þar sem sjálft kanínubúið verður. Upphaf- lega var reiknað með að stærra hús þyrfti til þess að rúma framtíðar- áætlanir þeirra hjóna í kanínurækt- inni, en Valgeir sagði að með góðu skipulagi og með því að prófa sig áfram hefði verið hægt að komast af með minna hús. Kom honum þar vel til góða að vera lærður smiður og annálaður grúskari. Valgeir smíðar húsið að sjálfsögðu sjálfur, svo og búrin fyrir dýrin, fóðurtrog og hann hefur steypt sjálfur sér- stakar taðskúffur úr trefjaplasti. Þá hefur Valgeir ræktað bygg í tvö sumur sem hann notar með öðru í fóður fyrir kanínurnar. Um upphafið ájressu öllu saman sagði Valgeir: „Eg var búinn að vera lengi í húsasmíðum en gengið hálf illa svo ég ákvað að hætta. Við hjónin höfðum áhuga á því að fara út í kanínurækt en fj'árhagur- Edith Thorberg Jónsson - Kveðja Fædd 18. maí 1901 Dáin 25. apríl 1987 Að morgni laugardagsins 25. apríl síðastliðinn andaðist að Reykjalundi mæt og mikilhæf kona, Edith Victoria Julin Jónsson. Hún fæddist í bænum Rönne á eyjunni Bomholm í Danmörku 18. maí 1901. Foreldrar hennar voru af sænsku bergi brotin, þau Magnus V. Julin, múrarameistari, fæddur 1875, og Elna Andersen, fædd 1875. Þau fæddust bæði sama árið í Lödrup í Svíþjóð og bæðr létust þau sama árið, 1935, eftir að hafa sest að og búið lengst ævinnar á Bomholm. Edith átti fjögur systk- ini, þau voru Elma, Aima, Victor og Helge. Látin eru Elma og Helge. Edith ólst upp í foreldrahúsum, en fór ung til starfa í Kaupmanna- höfn. Þar kynntist hún Óskari Thorberg Jónssyni, bakarameist- ara, er þá var við nám þar. Felldu þau hugi saman og að námi hans loknu fór hún með honum upp til íslands og vom þau gefín saman í hjónaband 4. júlí 1922 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu síðan alla ævina. Óskar var drengskaparmað- ur, vel þekktur borgari hér í bæ, sem naut vinsælda sem bakari og var stétt sinni til sóma. Hann stofn- aði kökugerðarhúsið á Laugavegi 5 ásamt Jóni Símonarsyni, bakara- meistara, árið 1926, og ráku þeir það saman til ársins 1931. Arið 1930 reistu þeir mikið köku- og brauðgerðarhús á Bræðraborg- arstíg 16, en það var þá lang rúmbesta brauðgerðarhús landsins, búið fullkomnustu tækjum sem völ var á og með ijölda manns í vinnu. Þeir urðu og sambýlendur í því húsi til æviloka og var mikil vinátta á milli þeirra og fjölskyldnanna. Þeir slitu síðar samstarfí sínu og rak Óskar eftir það hið þekkta kökugerðarhús á Laugavegi 5, en þar var þá jafnframt lítið kaffihús og konditori. Óskar fæddist 4. júlí árið 1900 og lést 4. apríl árið 1957. Þau Edith og Óskar eignuðust þtjú böm, þau eru: Georg Thorberg, f. 1924. Hann var atvinnuflugmaður. Georg kvæntist ungur Dórótheu Vil- hjálmsdóttur, ættaðri frá Hafnar- firði. Georg fórst í flugslysi árið 1947. Dóróthea er einnig látin. Þau eignuðust einn son, Georg, bifvéla- virkja, f. 1947. Trausti Thorberg, hljómlistar- maður og fyrrverandi rakari og kaupmaður, f. 1927, kvæntur Dóru Sigfúsdóttur frá Akureyri. Þau eiga þrjú böm: Elsu, f. 1950, Edith, f. 1953 og Óskar, f. 1958. Elna, f. 1935, kvænt Ole Stange- gárd, forstjóra, sem fæddur er í Rönne á Bomholm árið 1933. Þau eiga tvö böm, Knud, f. 1957 qg Anne, f. 1959. Það má því segja, að Edith hafí bætt fyrir sig fyrir að taka sig upp frá ættfólki sínu og heimaslóðum og flytja alfarin til íslands, með því að gefa dóttur sína góðum syni Ronne-bæjar á Bornholm. Óskar Thorberg var hinn árrisuli og eljusami handverksmaður, sem af miklum dugnaði sá um fram- leiðslu hins daglega kaffíbrauðs og annars, sem bæjarbúar biðu ætíð eftir morgun hvem. Jón Símonar- son, bakarameistari, sagði í minn- ingargrcin að Óskari látnum, að hann hafi verið ákaflega vandvirk- ur, ákveðinn og vinnuharður, en þó fyrst og fremst við sjálfan sig. Hann hafði margt manna í vinnu og þurfti því á festu og stjómsemi að halda. En þar stóð hann ekki einn. Edith Thorberg stóð alla tíð stað- föst við hlið manns síns í lífi og starfi, ekki síst í önnum og erli hins daglega reksturs bakarísins á Laugavegi 5. Hann annaðist fram- leiðsluna, en hún sá um afgreiðsl- una, bókhaldið og annað, sem að rekstrinum laut. Þannig var þeirra verkaskipting, mótuð af hagsýni og dugnaði á löngum vinnudögum um margra ára skeið. Edith var einkar lagið að sjá um þennan rekstur af meðfæddum starfsþrótti og glögg- skyggni á tölur. Nákvæmni og vandvirkni vom hennar aðalsmerki. Það, sem ég hefí séð af bókhalds- færslum hennar ber vott um það. Dagbækur hennar einnig. Skrift hennar var mér undrunarefni. Svo stílhrein og fögur rithönd hennar er áreiðanlega fáséð. Bakaríið naut mikilla vinsælda hér í borg á þess- um ámm, ekki aðeins fyrir þær kökur og kaffibrauð sem þar var hægt að kaupa, heldur og fyrir þær kaffíveitingar og meðlæti, sem þar var hægt að fá á því smekklega og aðlaðandi konditori, sem þar var komið fyrir, þótt rýmið væri ekki stórt. Ég er fæddur og uppalinn í næsta nágrenni við Laugaveg 5 og marg- ar vom ferðimar í bakaríið á æskuámnum. Þar var ætíð gaman að koma, staðurinn aðlaðandi og kökumar hreint frábærar. Ýmsar stúlkur vom þar við afgreiðslu, en ekki varð komist hjá því að taka eftir Edith, þegar hún var þar að störfum, svo mjög bar hún af öðmm konum. Ég var svo lánsamur að kynnast henni náið gegnum mág- konu mína og Trausta, svila minn, og njóta margra heimsókna til hennar á yndislegt heimili hennar á Bræðraborgarstíg 16. Þar átti ég margar ánægjulegar stundir við gestrisni, söng og hljóðfæraleik. Til þeirra stunda hugsa ég nú með þakklæti. Edith hafði meðfæddan áhuga og yndi af öllu því, sem fag- urt var og fágað, enda átti hún afar hlýlegt og fallegt heimili. Hún var góð móðir bama sinna í ástríki og aga og sinnti húsmóðurstörfum sínum af reisn og skömngskap, svo sem og öðmm 3törfum. Edith var, eins og ríkjandi er í ætt hennar, mjög listelsk, átti áður fyrir fallega söngrödd og hafði dálæti á tónlist. Eftir að þau Óskar giftust gaf hann henni afbragðs gott píanó, sem hún lærði að spila á. Tónlistarhæfíleika hafa böm hennar erft, því Elna dóttir hennar stundaði á sínum tíma píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan, og Trausti, sonur hennar, hefur mikið starfað við hljóðfæraleik, einkan- lega gítarleik. Ánægjulegast þótti Edith þó að leika eða láta leika sígilda hrífandi stofutónlist, melodí-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.