Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 17
Y86í IVtTJT, .VI HUOAaUHIVaiM .OIOAJaVlUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Nýtt frímerki var gefið út i þess- ari viku og er á því mynd af málfræðingnum Rasmus Kristj- áni Rask. Frímerki helgað íslenskri tunguog málvernd GEFIÐ hefur verið út frímerki sem helgað er íslenskri tungu og málvemd og prýðir það mynd af danska málfræðingnum Rasmus Kristján Rask. Rask beitti sér fyrir stofnun Hins islenska bókmenntafélags og var fyretur kjörinn foreeti þess. Á þessu ári er þess minnst að 200 ár eru liðin frá fæðingu Rask, sem var uppi á árunum 1787-1832. Póst- og símamálastofnuninni þótti verðugt að mynd Rasmusar Rask væri á frímerkinu, sem helgað er íslensku og vemd hennar. Frímerkið er hannað af Þresti Magnússyni og er prentað í Holl- andi. Það hefur verðgildið 20 krónur. Siðfræði rædd í fyrsta sinn á norrænu læknaþingi Morgunblaðið/KGA Sitjandi frá vinstri: Peter Dunn, Petter Karlberg og Göran En- hörning. Hjá þeim standa fslensku læknarnir Gunnar Biering og ÞING norrænna fæðingar- og bamalækna var haldið á Hótel Loftleiðum í siðustu viku. Þetta var 11. norræna þing fæðingar- og barnalækna, en það hefur ekki áður verið haldið hér á landi. Þingið sátu um 150 lækn- ar, auk fjölda gesta. Á dagskrá vom þijú meginefni. Fjaílað var um vöxt og þroska baraa í móð- urkviði, áhrif álags í fæðingunni á baraið og siðfræði, en það efni hefur ekki verið rætt áður á norrænum læknaþingum. Peter Dunn frá Bretlandi var gestafyrirlesari og flutti á fyrsta degi' þingsins inngangsfyrirlestur um vöxt og þroska á meðgöngutíma og gerð nýburavaxtarrita. Hann sagði á blaðamannafundi sem hald- inn var á meðan á þinginu stóð að ráðstefnan hér á íslandi væri ein sú athyglisverðasta sem hann hefði tekið þátt í til þessa og mjög gagn- legar umræður átt sér stað. Hann sagði einnig að Norðurlandaþjóðim- ar stæðu mjög framarlega hvað þessi mál snerti og miklar fram- farir átt sér stað á síðustu árum. Gunnar Biering, forseti þingsins, sagði að ungbamadauði á íslandi og í Svíþjóð væri minni en nokkur- staðar annarstaðar í heiminum. Ástæðumar kvaðst hann fyrst og fremst telja þær hversu menntun og aðstöðu hefði fleygt fram á síðustu áratugum. Hann nefndi til samanburðar að árið 1970 dóu 21 af hveijum 1000 nýburum, en að- eins 6 af hveijum 1000 á árunum 1985-1986. Þá sagði Peter Dunn Ath Dagbjartsson. að athyglisvert væri að íslensk böm fæddust stærri en böm á hinum Norðurlöndunum, að meðaltali 170 gr. þyngri en danskir nýburar og 90-100 gr. þyngri er norsk og sænsk böm. íslensku læknamir þeir Gunnar Biering og Atli Dag- bjartsson sögðust ekki telja að heilbrigði nýbura hér á landi væri meira en annars staðar á Norðurl öndum, þrátt fyrir þessa staðreynd, heldur væru íslendingar stærra fólk. Auk þess væri eftirlit á með- göngutíma auðveldara hér á landi vegna fámennisins. Fylgst væri vel með hverri einustu bamshafandi konu og hinu ófædda bami. Efnið siðfræði sagði Gunnar Bi- ering að væri nú rætt á þingi norrænna lækna I fyrsta sinn. Velt hefði verið upp spumingum um hvað rétt væri og leyfílegt að gera ef bam fæddist skaddað eða van- skapað, hvemig bregðast ætti við siíku og hversu langt ætti að ganga í að halda lífí í bömum sem jafnvel ættu sér enga lífsvon. Inrigangs- erindi um þetta efni flutti Petter Karlberg frá Gautaborg. Mikill áhugi og þátttaka var í siðfræðium- ræðunni og meðal þeirra sem komu til landsins sérstaklega í því sam- bandi var Erwin Bischofsberger, guðfræðingur og kennari í siðfræði við Háskólann í Uppsala. Svíinn Göran Enhöming hafði framsögu um álag það fyrir bamið sem fylgir fæðingunni sjálfri. En- höming sem undanfarin ár hefur starfað við Háskólann í Buffalo, New York, í Bandaríkjunum, hefur sérstaklega rannsakað áhrif og þýð- ingu álags á hormónastarfsemi líkamans og að hans mati er þetta álag eða stress sem fylgir fæðing- unni likamanum nauðsynlegt. Hann sagði fæðinguna sjálfa vera eitt mikilvægasta tímabil lífsins, en minnstar rannsóknir hefðu hingað til verið gerðar á því. Enhöming sagði tíðni keisaraskurða vera hærri í Bandaríkjunum en annars staðar, eða um 30%. Hann sagðist telja að ekki ætti að framkvæma keisara- skurði nema brýna nauðsyn bæri til vegna þeirrar þýðingar sem álag fæðingarinnar hefði fyrir bamið. Um þetta atriði munu sérfræðingar ekki vera einhuga. Enhöming skýrði hina háu tíðni keisaraskurða í Bandaríkjunum á þann veg að keisaraskurðsfæðingu fylgdi minni áhætta fyrir lækna sem tíðum væru lögsóttir þar í landi fyrir mistök í starfi. Því væri sú leið oft farin algerlega að ástæðulausu. Til sam- anburðar má nefna að tíðni keisara- skurða hér á landi er á bilinu 12- 15%. Þingið stóð fram á föstudag. Félag íslenskra iðnrekenda: Varað við aukinni skatt- lagninguá fyrirtæki VEGNA umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um hugsanlegar að- gerðir nýrrar ríkisstjórnar, óskar Félag íslenskra iðnrek- enda að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri: íslensk fyrirtæki greiða verulega skatta í dag. Þau greiða ekki aðeins telquskatt af hagnaði. Meginhluti skatta fyrirtækja er lagður á fram- leiðslukostnað, en slík skattheimta veikir samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum kep- pinautum. Hér má nefna aðstöðu- gjald, fasteignaskatt, iðgjöld til almannatrygginga og í mörgum greinum launaskatt. Þessir skattar nema um fjórum fimmtu hlutum af sköttum fyrirtækja, en tekju- skattur um einum fímmta. Skatt- lagning á framleiðslukostnað fyrirtækja er yfírleitt meiri á ís- landi en öðrum löndum, ekki síst þegar er einnig tekið tillit til upp- söfnunaráhrifa söluskatts og fleiri skatta á rekstramauðsynjar fyrir- tækjanna auk vörugjalda. Slík skattlagning veldur jafnan mismun- un milli fyrirtækja og atvinnu- greina. Það þarf að hverfa frá þeirri stefnu að skattleggja framleiðslu- kostnað fyrirtækjanna. Skattlagn- ing þeirra á fyrst og fremst að miða við afkomu. Það skýtur skökku við, ef minnka á halla á ríkissjóði með því að hækka enn skatta á framleiðslu- kostnað og veikja þannig sam- keppnisaðstöðu atvinnulífsins gagnvart erlendum keppinautum á sama tíma og samkeppnisstaðan fer versnandi vegna innlendra kostnað- arhækkana. ri AMC 1 UMBOÐIÐ IWdAl tm n Jeep UMBOÐIÐ XliáíVlV IVIAJ THEROKEE kAsi b. 1.010.000 ™™h. 1.108.000 CHIEF kr. 1 1.11 I0.0( 10 Lúxus útgáfa WAGONEER LIMITED Verd kr. 1.635.000,- Bíll þar sem fara saman gæði og glæsilegt útlit. ATH. Þegar að endurnýjun kem- ur tryggir bíll innfluttur af AGLI mun betri endursölu. Stuttur afgreiðslufrestur. fl Jeep umbodid EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smidjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 og 77202.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.