Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 23

Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 23 Nátttröllin og mjólkin eftirHjört Jónsson Það er ekki ýkja langt síðan að mikil barátta stóð um dreifíngu á mjólkurvörum. Baráttan stóð um það hvort mjólkurvörur mætti selja úr kæliborðum almennra verslana ásamt öðrum matvörum. Mjólkurhringurinn átti litlar sérverslanir um alla höfuðborgina, þar sem neytendur urðu að kaupa mjólk, ijóma og skyr. í krafti ein- okunarinnar þráaðist mjólkur- hringurinn við, hélt í þessar smábúðir þó það væri fjárhags- lega óhagstætt og neytendum til baga. Kæliborð og sjálfsafgreiðsla hafði rutt sér til rúms, og neytand- inn vildi auðvitað gera sín mjólk- urinnkaup f nýtískulegum verslunum um leið og hann keypti aðrar matvörur. En mjólkurhringinn varðaði ekkert um þetta. Húsmæður hefðu bara gott af því að trítla í eina búð í viðbót, sagði eitt af nátttröll- unum, og kaupfélögin úti á landi höfðu víða einokun á mjólkursöl- unni. En nótt fylgir dagur og tröllum er illa við birtuna og því fór svo, að þau hopuðu til fjallsins, og menn fóru að trúa því að þau hefðu orðið að steinum. En þetta var óskhyggja ein, tröllin eru enn á kreiki, jafnvel um Jónsmessuley- tið. Tröllunum leið vel, þegar ausið var úr stórum brúsa í lítinn brúsa í smáholunum þeirra. Þeim fannst óþarfa viðhöfn að breyta til yfir í eins lítra plastbelgi, sem nærri ómögulegt var að hella úr nema að sulla niður. Svo komu hyrnum- ar sem engin leið var að ná taki á, og það má hugsa sér svipinn á þeim, þegar þau létu neýtendur loks hafa pappaöskjur í eins og tveggja lítra stærðum. Tveggja lítra femumar voru eins og almennt er notað af nútímamönnum, en eins lítra um- búðimar voru af lélegri gerð og margfalt verra að umgangast þær. Þetta mun hafa leitt til þess að neytendur keyptu frekar tveggja lítra femur, sem betra var að hella úr, en nú virðast þær dregnar til baka, sem gæti vel komið heim og saman við hugsun- arhátt tröllanna. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Hringamyndanir, verslunarhöft og einokun hefur verið á töluverðu undanhaldi síðustu árin. Fólkið í landinu hefur fagnað þessu. Nýr heimur hefur opnast. Menn gleyma ekki strax innflutnings- höftunum, gjaldeyrishöftunum og leyfafarganinu, né mútum og braski, sem sigldi í kjölfarið. Nú gerir fólk samanburð, og það læt- ur ekki fyrst um sinn hneppa sig í haftaviðjamar á ný. Afleiðingar frjálsræðisins komu fljótt í ljós. Ótrúlega miklir kraft- ar leystust úr læðingi, athafna- semin óx, velmegun varð almennari og menn gátu keypt sér bíl án þess að biðja um leyfí. Nú þeysa menn um landið sitt — atkvæðahálfdrættingar af Reykjanes-rófunni líka — og þeir kaupa sér mjólk, ijóma og skyr allt í kringum landið og þykir þetta gott, misgott að vísu, en gott samt því mjólkurvörur hér- lendis em yfírleitt góðar. En þessi helmingur þjóðarinn- ar, Reykvíkingar og nágrannar, sem þama em á ferð, taka eftir því með ánægju, að mjólkumm- búðimar em bæði sterkari og betri, þegar komið er út fyrir höf- uðborgarsvæðið. Þetta em jafn- kanta einslítra femur eins og algengast er að nota erlendis, það er auðvelt að opna þær, gott að hella úr þeim, þær leka síður og þeim má loka sæmilega. Sama er að segja um minnstu ijómaum- búðimar. Svo breytist þessi ánægja þeirra í undmn yfír því, að svona umbúðir skuli ekki vera notaðar á höfuðborgarsvæðinu, aðalmark- aði mjólkurinnar. Og þeir komast líka að raun um að það em til, og hafa lengi verið til, stærri umbúðir um mjólk, t.d. 10 1 kass- Hjörtur Jónsson ar. Aldrei hafa þeir sést í Reykjavík. Reykvíkingar geta keypt ijóma í eins lítra og hálfs lítra umbúð- um, ágætum öskjum, sem auðvelt er að opna, hella úr og loka, en einn fjórða lítra af ijóma, í þessum góðu umbúðum, sem notaðar em sem ijómakönnur út um allt land, þær geta Reykvíkingar ekki feng- „Svo breytist þessi ánægja þeirra í undrun yfir því, að svona um- búðir skuli ekki vera notaðar á höfuðborgar- svæðinu, aðalmarkaði mjólkurinnar. Ogþeir komast líka að raun um að það eru til, og hafa lengi verið til, stærri umbúðir um mjólk, t.d. 101 kassar. Aldrei hafa þeir sést í Reykjavík.“ ið. Hvemig skyldi standa á þessu? Og ætli það sé ekki vitleysa úr þessum ferðamönnum að mjólk, ijómi og skyr sé betra Norðan- lands en í Reykjavík? Ætli það megi ekki flytja þessar vömr á milli landshluta? Svona spyija nú Reykvíkingar á ferð sinni um landið. Og það em margir fleiri sem spyija hér á suðvesturhominu, fjölmargar greinar hafa birst í dagblöðum, þar sem fólk kvartar undan eins lítra umbúðunum og litlu ijómad- úsunum. Það má vel vera að Samsölu- tröllin þykist hafa ástæður fyrir því að láta höfuðborgarsvæðið hafa verri umbúðir um mjólkura- furðir en aðra landsmenn. Það má vel vera að samningar þeirra við umbúðaframleiðendur og/eða pökkunarvélaframleiðendur valdi hér einhveiju um. Um þetta varð- ar neytendur á höfuðborgarsvæð- inu ekki nokkum skapaðan hlut. Hversvegna verri þjónustu við aðalmjólkumeyslusvæðið en aðra landshluta? Gömlum yélum henda menn á tækniöld. Úreltar vélar má ekki einu sinni nota í „vísinda- skyni". Það er krafa neytenda í höfuð- borginni og nágrannaþéttbýli að Mjólkursamsalan hætti þessum nátttröllaleik og afgreiði mjólk og ijóma til þessa svæðis í almenni- legum umbúðum. Það em nógu margir samt, sem ala á andúð milli höfuðborgar og dreifbýlis. Höfundur er kaupmaður í Reykjavík. AFMÆLI Það eru aðeins 4 ár KÐS S I .. ildi gestanna er orðinn I dag minnumst við Við byrjum MEÐLÆTI HEITT: Kryddhnsgrjon. Smjörsteiktar Parísarkartöflur Rósinkál og gulrætur. Heit rauðvínssósa. HATIÐARHLAÐBORÐ HEITIR RÉTTIR: Reykt lambahamborgarlæri m/rauðvínssósu. Kryddpottréttur að hætti Veitingahallarinnar. Fylltar gufusoðnar smálúðurúllur. KALDIR RÉTTIR: Roast-beef. Kaldir kjúklingar. Sjávarréttir í hlaupi. Köld fiskikæfa. Grafin stórlúða. Blandaðir síldarréttir og salöt. MEÐLÆTI KALT: Rauðbeður. Rauðkál. Agúrkusalat. 6 teg. salöt. Remoulaði. Dillsósa. Sinnepssósa. Sósa andalouse, Strákartöflur. Brauðkörfur. ðborði sem sést hefur. borðifrá Afmæliskaffi- hlaðborð Þótt kertin séu bara 4 er tertan handa 400 og þessar kræsingar að auki: Marsipantertur Rjómatertur. Döðlutertur. Súkkulaðiijómakaka. Súkkulaðibitar. Flatkökur m/hangikjöti. Brauðtertur. Heitt rabarbarapæ. Heimabakað döðlubrauð og margt fleira. Mftir ■ Hallargarourinn HUSI VERSLUNARINNAR taður vandlátra gesta. skyldunnar og anin Verið velkorairt og gleðHega hatíð 33272.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.