Morgunblaðið - 17.06.1987, Page 26

Morgunblaðið - 17.06.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Frá vinstri: Hilmar Þór, Eyjólfur Andrés og Ágúst Bjarki. Vinnuskóli Hafnarfjarðar: „Látum krakkana sjá að þeir geri gagn“ Ester (t.v.) og Brynja. ÞEGAR skólum lýkur taka vinnuskólarnir tíl starfa. Þar er séð til þess að yngstu táningarnir hafi nóg að gera yfir sumar- tímann. Morgunblaðið heimsótti Vinnuskóla Hafnarfjarðar, forvitnaðist um það hvernig hann hagaði sínu starfi og ræddi við nokkra krakka. IVinnuskólanum eru um 300 krakkar á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Allir sem sækja um fá vinnu í sjö eða átta vikur við hreinsun bæjarins, garðyrkju og málarastörf svo nokkuð sé nefnt. Til að stjóma ölium þessum krökk- um em margir flokksstjórar, tveir yfirflokksstjórar og einn forstöðu- maður sem heitir Magnús Baldurs- son. Magnús sagði að alls væm tuttugu og tveir flokkar á vegum Vinnuskóla Hafnarfjarðar, sem störfuðu að margvíslegum verkefn- um. Fjórir flokkar em við að gróðursetja tré og plöntur en alls verða gróðursett um 20.000 tré í Hafnarfirði í sumar. Tveir flokkar em í slætti og garðhirðingu fyrir öryrlq'a og ellilífeyrisþega þeim að kostnaðarlausu. Magnús sagði að þessi þjónusta væri mjög vinsæl. Þá em flokkar í að mála leiktæki, hreinsa miðbæinn á milli klukkan sex og tólf árdegis og í alhliða hreinsun í bænum og umhverfís hann. Nokkrir krakkar em að auki til aðstoðar í skólagörðum og aðrir em leiðbeinendur á reiðnámskeið- um og á íþrótta- og leikjanámskeið- um fyrir böm. Að sögn Magnúsar er vinnutíminn frá átta til hálftólf og eitt til hálffimm alla virka daga. Kaupið fer eftir aldri. Fjórtán ára krakkar fá 87 krónur á tímann en þeir sem em fimmtán ára fá 96 krónur á tímann. Að auki starfa nokkrir sextán ára unglingar við Vinnuskólann sem ekki fengu vinnu annars staðar. Tímakaupið þeirra er 106 krónur. Vinnuskólinn er ekki bara ein- tómt strit því að á hans vegum em m.a. skipulögð ferðalög, skemmtan- ir og opin hús. Einnig stendur til að fara í eina útilegu í sumar með allan hópinn. „Við reynum að láta þau sjá að þau geri eitthvert gagn og skilji eitthvað eftir sig,“ sagði Magnús og bætti við að þannig tækist að vekja áhuga krakkanna á því sem þau væm að gera. Magn- ús sagði að bæjaryfirvöld hefðu góðan skilning á mikilvægi Vinnu- skólans og þeim möguleikum sem hann byði upp á. „Ekki svo slæmt“ í einum gróðursetnmgarhópnum hittum við að máli þá Ágúst Bjarka Jónsson, Eyjólf Andrés Bjömsson og Hilmar Þór Ámason. Þeir em 15 ára og allir í sitt hvomm skólan- um, Ágúst er í Lækjarskóla, Eyjólf- ur í Öldutúnsskóla og Hilmar er í Víðistaðaskóla. Þeir sögðu að hægt væri að setja fram óskir um hópa þegar krakkamir innrituðu sig. Þeir Ágúst, Eyjólfur og Hilmar sögðust allir hafa sótt um aðra vinnu og því væri vinnuskólinn eins- konar neyðarúrræði. „Þetta er samt ekki svo slæmt. Það er frekar er- fitt að fá aðra vinnu nema í gegnum Arna að mála rennibraut. Jóhanna málar af kappi. klíku. Við verðum að ganga á milli fyrirtækja," sögðu strákamir og bættu þvi við að þeim fyndist kaup- ið ekki nógu gott. „Kaupið er ágfætt“ Ester Erlingsdóttir og Brynja Traustadóttir vom að rnæla út fyrir tijám þegar við tókum þær tali. Þær sögðu að þeim þætti ekkert sérstak- lega gaman að mæla út en kaupið væri þó ágætt. Þær Ester og Brynja sögðu að síðastliðinn föstudag hefðu þær Bjarni (t.v.) og Bjöm. Á myndina vantar Halldór Guðfinnsson. unnið á útimarkaði sem Vinnuskól- inn og Æskulýðsráð Hafnarflarðar starfrækja á Thorsplani. Það þótti þeim mjög skemmtilegt. Aðspurður um útimarkaðinn á Thorsplani sagði Magnús forstöðu- maður að tilgangurinn með honúm væri sá að auka fjölbreytni í bæjar- lífinu. Öllum fyrirtækjum væri fijálst að hafa söluborð á markaðn- um og sem dæmi um söluvaming mætti nefna fatnað, myndir og meira að segja dúfur! Magnús sagði að hugmyndin væri að hafa mark- aðinn alla föstudaga í sumar. Fyrirmyndarbær Á sama stað á svæðinu framan við hina nýju Víðistaðakirkju hittum við garðyrkjustjóra Hafnarfjarðar, Kristján Inga Gunnarsson. Hann sér um að undirbúa þau verk sem bæjarstjóm hefur samþykkt að verði unnin. Hann hefur samráð við landslagsarkitekta og hefur til um- ráða tiltekna íjárhæð frá bænum. Að sögn Kristjáns er ætlunin að sameina skólagarða, vinnuskólann, garðyrlq'uaðstöðu, þjónustumiðstöð og tjaldstæði á þessu svæði. Tjald- stæðið verður gert með noickuð nýstárlegum hætti. Tyrft verður yfír vikur og skeljasand en það hindrar að tjaldstæðið verði að einu moldarflagi í rigningu. Kristján sagði að stefnt væri að því í sumar að aðkoman í bæinn yrði eins falleg og hægt væri. í þvi skyni hafa verið gróðursettar um 550 hansarósir við Reykjavíkurveg. Hansarós er villt rós sem er mjög saltþolin. Hafnarfjörður er eina bæjarfélagið sem gróðursetur hansarós í svo miklum mæli. Bær- inn hefur einnig ætlað sér að vera til fyrirmyndar á öðmm sviðum og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.