Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGÚRW7. JÚNÍ 1987 33
jörð eða samsvarandi fasteign í kaupstað.
Kosningaréttinum var svo þröngur stakkur
skorinn, að aðalstuðningsmaður Jóns á
ísafirði, Gísli ívarsson, verzlunarþjónn, var
ókosningabær alla þingmannstíð Jóns nema
í eitt einasta skipti, en það var í kosningu
til Þjóðfundarins 1851 en þá voru reglur
rýmri.
Jón Sigurðsson var embættislaus en afi
hans, sr. Jón Sigurðsson á Rafnseyri, gaf
honum 10 hundruð í Auðkúlu þegar hann
var ungur drengur, en meðan hann var
ómyndugur hafði Sigurður faðir hans maka-
skipti við hann á 10 hundruðum í Gljúfurá
í Amarfirði. Það var því slúðursaga, sem
lengi gekk og var trúað, að sr. Sigurður
hafi brugðið skjótt við og gefið syni sínum
10 hdr. í jörð svo hann gæti verið í fram-
boði. Sannleikurinn var sá, að hinn stirð-
lundaði faðir var andvígur þingsetu sonar
síns, enda mætti hann ekki einu sinni á
kjörstað til að kjósa soninn. Svo undarlegt
sem það kann að virðast var hið sama upp
á teningnum hvað snerti Jón skipherra Jóns-
son, mág Jóns Sigurðssonar. Hann lét ekki
svo lítið að mæta á kjörfundi. Og raunar
var skýringa á sigri Jóns annars staðar að
leita en hjá sveitungum hans, því aðeins
einn Amfirðingur mætti á kjörstað, en það
var Jón Bjamason í Stapadal, og má það
meira en undarlegt heita.
Jón forseti var endurkjörinn þingmaður
ísfirðinga til æviloka.
En margur stjómmálamaðurinn má löng-
um reyna að valt er veraldargengið. Svo
var og um Jón Sigurðsson að einnegin við
honum átti hinn kenjótti kjósandi til að
snúa við bakinu. Við sjálft lá, að Jón næði
ekki kosningu í kjördæmi sínu á sjálfum
Þjóðfundinum 1851. Enn undarlegar kemur
þetta fyrir sjónir þegar óyggjandi má ganga
úr skugga um að mesta andstaðan við Jón
kemur úr hans eigin sveit. Steininn tekur
þó úr ef rifjuð em upp ummæli Magnúsar
á Hvilft við Jón Sigurðsson, svohljóðandi:
„Það er nú raunar von, þótt þú efíst um,
að þú verðir kosinn eftir bænaskrá (ef svo
á að kalla) frá Amfirðingum. Og hvað ætli
þú segðir, ef faðir þinn hefði ekki verið
lengra frá,_ þegar bænaskráin var samin,
en Kálfur Ámason, þegar Ólafur helgi var
veginn." Þetta stendur í bréfi frá Magnúsi
til Jóns, dags. 7. janúar 1850. Allir sem
lesið hafa Heimskringlu vita hvar Kálfur
var í kallfæri er veginn var Ólafur helgi á
Stiklastöðum. Eru ummæli Magnúsar með
fádæmum er hann vegur með þessum hætti
að föður Jóns. A.m.k. er með þessum orðum
fullljóst að sr. Sigurði er fullkunnugt um
hvers Jón megi vænta af sveitungum sínum,
enda kom það á daginn.
Helzti stuðningsmaður Jóns á ísafirði,
Gísli ívarsson, staðfesti þetta, en segir að
Jón muni eiga kosningu vísa.
Hitt sé ekki tiltökumál að óánægju gæti
með Jón sem þingmann, því eins og hann
segir orðrétt í bréfi til Jóns í árslok 1849,
„að þeir hinir sömu eru óánægðir með allt,
alla yfirmenn, alla þingmenn og óska víst
alþingi ofan undir allar hellur". Ýmsir í
nútíðinni munu kannast við svipaðan söng.
í bréfi til Páls amtmanns Melsted spyr
Jón um þessar mundir: „Hvað þykir þeim
við mig,“ og á þar við kjósendur sína. Og
við nútímamenn spyijum í enn meiri for-
undran: Hvað líkaði Vestfírðingum ekki við
sjálfan Jón forseta Sigurðsson að við borð
lá að þeir höfnuðu honum sem umboðs-
manni sínum á Alþingi?
Tæmandi svar við þessari sérkennilegu
en eðlilegu spumingu verður héðan af ekki
gefið. Nokkur atriði virðast þó blasa við.
Jón Sigurðsson var afar einarður maður og
óleiðitamur. Hann fór í einu og öllu eftir
eigin sannfæringu, óbifanlegur, og gaf ekki
um bænastagl eða skoðanir kjósenda sinna
ef honum sýndist öðruvísi. A þessu hefir
margur maðurinn fengið sárlega að kenna
og flestir dregið þann hagkvæma lærdóm
af að auðveldast sé og affarasælast að lát-
ast vilja gera allt fyrir alla í einu. Og
þingmenn þekki ég sem þurfa ekki nema
eitt símtal frá öflugum kjósanda, til að ger-
breyta um skoðun.
Isfírðingar höfðu sent bænaskrá til Al-
þingis 1849, þar sem lögð var áherzla á að
aukatekjur lækna væru fastákveðnar. Þetta
fékkst ekki afgreitt og var kennt um „slufsi"
Jóns Sigurðssonar, enda taldi Jón að slíkt
yrði ekki til hagsbóta fyrir almenning. Varð
þetta að miklu hitamáli vestra og um það
fjallað sérstaklega á Kollabúðafundi 1849.
En Magnús sýslumaður Gíslason gefur
skýringu á andstöðu ísfirðinga við Jón og
segir svo í bréfi til Bjama Thorsteinssonar
amtmanns dags. 11. janúar 1849: „Hann
kosti svo mikið. Það má til stundum að
horfa í dalina, þótt Jón segi annað og líklega
sýnist." Þar kom þá aðalskýringin. Kannast
einhver við fijóar umræður í íslenzku þjóð-
félagi nútímans um þingfararkaup alþingis-
manna?
Þessi skoðun þá átti sér sérstakar rætur
í dæmalausri grein, sem Þórður háyfírdóm-
ari Sveinbjömsson reit í blaðið Reykjavíkur-
póstinn og átti að fullvissa þjóðina um að
það væri óbærilega kostnaðarsamt að hafa
Jón Sigurðsson fyrir þingmann. Þessi grein
var þeim mun alvarlegri sem Þórður var á
þessum tíma forseti Alþingis. Veturinn 1850
spyrst víða að rógsbréf gangi um Vestfirði
þar sem Jóni Sigurðssyni séu ekki vandaðar
kveðjumar. Heldur er þetta plagg illa orðað
og hræmulegt í alla staði, en þar segir svo
m.a.: „Það er öllum fullkunnugt, að ísafjarð-
arsýslubúar, flestir af tiltrú góðra afleiðinga,
en sumir fyrir áeggjan og talhlýðni kusu
sér fulltrúa til þess svonefnda alþingis, sem
eftir langan undirbúning komizt hefur til
fullkomnunar og ávöxtur þess orðinn heila
fjöldanum til óbætanlegrar óánægju og
kostnaðar, en einskis góðs. Allir vildu út-
nefna duglegan, lærðan, hollan og föður-
landið elskandi verkamann, en sjá sig án
alls ávinnings hlotið hafa þann ómótmælan-
legasta ómaga og nokkuð í þess háttar
öðmm fullkomnari."
Eftir slíka lesningu ummæla um Jón for-
seta Sigurðsson ætti venjulegur þingmaður
1987 að þola eins og eina grein í DV eða
Helgarpósti án þess að verða forviða eða
að gjalti.
Talið er að rógsbréf þetta sé ritað af
bónda við Djúp en sönnunargögn ónóg og
öllum getgátum sleppt. Oss ýmsum þykir
nóg um að Djúp skuli vera nefnt.
Hinn 27. maí 1850 fór fram á ísafirði
kosning til Þjóðfundarins. Atkvæði greiddi
51 og hlaut Jón Sigurðsson öll atkvæði
nema eitt. Nú skyldu menn halda að það
sem hér á undan var rakið hafí lítil áhrif
haft og ótti um veika stöðu Jóns verið
ástæðulaus. En ef betur er að gáð er þessu
öðruvísi farið. Jón fékk að vísu jafnmörg
atkvæði og 1844, eða 50. En aðgætandi er
að þá voru aðeins 80 á kjörskrá og kosninga-
þátttakan því 65%. í þessum síðari kosning-
um hinsvegar voru 358 á kjörskrá og
kosningaþátttakan því aðeins 14,6% og sú
lakasta í landinu. Þegar kjörbókin er athug-
uð kemur í ljós að úr Arnarfirði neytti
enginn maður atkvæðisréttar síns. 4 af 52
í Dýrafirði. í Önundarfírði kjósa tveir prest-
ar og einn bóndi af 38 á kjörskrá. Jafnvel
Magnús á Hvilft situr áhrifalaus og ráða:
laus heima. í Súgandafírði kaus 1 af 13. í
Eyrar- og Hólsþingum voru flestir á kjör-
skrá eða 70 vegna kaupstaðarins á Skutuls-
fjarðareyri. 19 kusu og þátttakan því aðeins
27%. Ekki skulu þessar ófarir lengur raktar.
Ég hefi gerzt fjölorður um þessi efni, en
fyrir því sérstaklega að mér fínnast málsat-
vik öll og atburðir með ólíkindum næsta,
þegar haft er í huga að hér á aðalhlut að
máli glæsilegasti stjómmálaforingi sem ís-
land hefir alið og tímaskeiðið sem síðan er
runnið aðeins ein öld og einn þriðji. Sann-
ast hér e.t.v. það sem sagt hefir verið um
meðferð íslendinga á mikilmennum sínum
að þeir þurfi að hafa verið með öllu dauðir
um aldarbil áður en þeir yrðu metnir að
verðleikum.
Jón forseti var þingmaður ísfirðinga í 34
ár samfleytt. Á því tímabili heimsótti hann
kjósendur sína 5 sinnum. En bréfaskrifta-
maður var hann með ólíkindum enda iðju-
og starfsmaður svo kunnugir vissu ekki
dæmi slíks. Á fyrsta ári þingsetu sinnar
1845 hóf Jón að rita kjósendum sínum ítar-
legt þingfréttabréf. Má sjá af bréfum í safni
Jóns að það framtak er mikils metið. Um
efni þessa fyrsta bréfs er nú ekkert vitað,
en sr. Ólafur Sívertsen í Flatey víkur að því
í bréfi til Bjama Thorsteinssonar sem hann
skrifar á gamlársdag 1845, en þar segir:
„Lítið hafa menn héma ennþá að segja af
alþingisfréttunum, nema það sem einstöku
menn hafa fengið að lesa hjá ísfirðingum
bréf Jóns Sigurðssonar, er hann ritaði þeim
um Alþingið frá Reykjavík, áður en hann
sígldi, og fá bændur þeir, er á Alþing voru
komnir og þeir, sem þá kusu, sínar ádrepur
fyrir þögn og fákænsku og aðvörun að læra
betur, áður en þeir koma annað sinn á Al-
þingi."
Þegar menn sjá slíka skýrslu sem þessa
má ekki þykja undarlegt þótt einstaka fyrir-
maður hefði hom í síðu Jóns, enda var hann
allra manna einarðastur og lét aldrei hlut
sinn, en vildi aga landsmenn sína til þroska
og manndóms, og fór þá ekki að því þótt
bokkum yrði bilt.
Á þingmannsárum Jóns eru Kollabúða-
fundir haldnir reglulega en það voru
héraðsþing Vestfirðinga og mjög áhrifarik
á þeim tíma um framfaramál. Jón fylgdist
glöggt með gangi mála þar og gaf ráð til
flestra þeirra mála sem gagnsamlegust
voru. Það er engin tilviljun, svo aftur sé
viðhaft það orðaval, að á Vestfjörðum er
stofnaður fyrsti sjómannaskóli íslands, sem
var skóli Torfa Halldórssonar á ísafirði, sem
tók til starfa haustið 1852. Til þess naut
Torfi allrar fyrirgreiðslu Jóns Sigurðssonar.
Þetta var vagga sjómannafræðslunnar á
íslandi. Þess má og geta að fyrsti búnaðar-
skóli landsins hóf göngu sína í Flatey á
Breiðafirði 1857 fyrir forgöngu sr. Ólafs
Sívertsen, náins vinar og samstarfsmanns
Jóns forseta.
Um miðja síðustu öld var mestur upp-
gangur í atvinnumálum á ísafirði. Var
Ásgeir eldri Ásgeirsson í fararbroddi og
sonur hans síðar. Samstarf þeirra og Jóns
forseta var mjög náið. Jón barðist með oddi
og egg fyrir að létta af verzunaránauðinni,
sem tókst til fullnustu 1854. Hann brýndi
fyrir mönnum nauðsyn vöruvöndunar og í
öllum atvinnuvegum var hann í fararbroddi
með frammámönnum Vestfirðinga. Þótt rit
hans um búskaparmál, fiskveiðar og vöru-
vöndun sýnist mönnum nú sem þau skorti
fullnægjandi þekkingu í einstökum atriðum
voru Fiskibók Jóns og Vamingsbókin hinar
mestu lyftistengur til framfara á þessum
sviðum. Séra Eiríkur Briem segir svo á ein-
um stað í minningargrein sinni:
„Að verzlun og viðskipti væru sem frjáls-
ust, þótti honum mikið undir komið; kvað
hann það meira vert fyrir bændur, að leit-
ast við, að hafa sem mest aflögum af búi
sínu til verzlunar, en að reyna að búa svo
að sínu, að menn kæmust af, án þess að
eiga teljandi viðskipti við aðra. Jón leitaðist
mjög við að örva menn til alls konar félags-
skapar og samtaka, og var það eigi að eins
til þess, að hveiju einstöku máli yrði betur
ágengt, heldur öllu fremur til að vekja og
glæða félagsandann yfir höfuð og allt þjóð-
legt líf; í sama skyni hvatti hann menn
mjög til að halda fundi og samkomur í héruð-
um. Þótt hann einatt ámælti almenningi
fyrir að eyða óskynsamlega efnum sínum,
þá þótti honum vænt um, að menn legðu
nokkuð í kostnað til þess, er gat verið til
prýðis og gjört lífið ánægjulegra. Honum
var mjög í móti skapi, að menn leituðu til
yfírvalda með það, er honum þótti menn
vel geta gjört sjálfír, t.d. að útvega næga
aðflutninga á komi. Brýndi hann fyrir
mönnum, að þeir þyrftu sem mest að eiga
undir sjálfum sér, treysta kröftum sjálfra
sín, en byggja sem minnst á aðstoð ann-
arra. Kvein og kvartanir um eymd manna
og volæði vildi hann eigi heyra; kvað hann
það karlmannlegra að bera harm sinn í
hljóði, þar sem eigi yrði við gjört, og að það
væri eigi til annars, að gjöra mikið úr slíku,
en til að draga kjark úr mönnum. Kvað
hann meiri framfara von að því, að menn
hefðu álit á sjálfum sér og ætluðu sér fátt
ófært, heldur en að menn um of vantreystu
kröftum sínum.
Hin miklu áhrif, er Jón hafði á hag ís-
lands, voru þannig eigi aðeins fólgin í því,
að koma fram einstökum málum, heldur
einnig í því að glæða félagsanda manna og
framfarahug nálega í öllum greinum. Það
var eigi aðeins sem þingmaður og rithöfund-
ur, að hann hafði þessi áhrif, heldur kom
hann og, ef til vill, eigi minna til leiðar,
með því í viðræðum og bréfum að örva ein-
staka menn og hvetja þá til nytsamlegra
framkvæmda og afskipta af almennings-
málum. Hann gat sagt með sanni í æviágripi
sínu, þá er hann varð riddari, að hann hefði
jafnan eggjað landa sína til að veija rétt
sinn með djörfung og einurð, en einnig hvatt
þá til að kannast við skyldu sína og gæta
hennar. En það, sem mest var um vert, var
það, að maðurinn sjálfur var fyrirmynd í
því, er hann hvatti aðra til. Hann var sjálf-
ur fyrirmynd í iðjusemi og ósérplægni,
dugnaði, dáð og drengskap."
Hinn 4. september 1845 gekk Jón að eiga
frændkonu sína Ingibjörgu Einarsdóttur, en
þau voru bræðraböm. Þeirra hjónaband seg-
ir séra Eiríkur að hafí verið hið ástríkasta.
Þeim varð ekki bama auðið, en útlendur
maður, prófessor W. Fiske, íslendingum að
góðu kunnur, lét svo um mælt að „landar
voru böm hans“.
Jón var hraustur og heilsugóður um sína
daga, en 1869 fór hann að finna til gigtar
í hægri handlegg og átti erfítt með að
skrifa og kveður sr. E. Briem heilsu hans
hafa farið hnignandi upp frá því. Hann sat
síðast á Alþingi 1877 og fór þá vanheilsa
hans mjög vaxandi. Hann var jafnan þungt
haldinn síðasta árið sem hann lifði, en hafði
þó jafnan rænu unz hann dó, 7. desember
1879 á 69. aldursári. Kona hans Ingibjörg
andaðist 9 dögum síðar, hinn 16. desember.
Hinn 12. desember gerði hún erfðaskrá sína
og stofnaði sjóð sem hlaut nafnið: Gjöf Jóns
Sigurðssonar. Þar er svo kveðið að tilgang-
ur sjóðsins sé „að styrkja útgáfur rita eða
ritgerða sem lúta að sögu íslands, bók-
menntum, lögum, stjóm eða framförum".
Sjóðinn Gjöf Jóns Sigurðssonar hefir ófor-
sjálni íslendinga í fjármálum leikið hart á
umliðnum áratugum. Fyrir það vilja stjóm-
völd nú bæta svo um munar, og hafa ákveðið
að stórauka §árveitingar til sjóðsins, svo
hann verði betur í fæmm um að gegna
sínum upprunalegu markmiðum auk ann-
arra á sama sviði sem í undirbúningi em.
Ég lýk orðum mínum með tilvitnun í loka-
orð Jóns forseta Sigurðssonar í ritgerð hans
„Um Alþing" í Nýjum félagsritum:
„En allramest ríður á, að allir þeir geð-
kostir, sem em einkennilegir þrekfullri og
vel menntaðri þjóð, dafni í landinu; föður-
landsást og ósérplægni og mannlund, atorka
og dugnaður til andlegra og líkamlegra
framkvæmda, þolgæði og stöðuglyndi og
framfylgja því, sem rétt er og þjóðinni gagn-
Iegt, og sönn dyggð og trúrækni yfír höfuð
að tala. Því það er ekki rétt skilin trúrækni
og dygð, sem ekki lýsir sér eins í athöfnum
til þarfa fóstuijarðar og samlanda, eins og
lífemi hvers eins sér í lagi. Marga af þessum
kostum má læra af hinum fomu feðmm
vomm og eftir þeim eigum vér að breyta.
Ef vér notum þar hjá reynslu annarra þjóða
og sjálfra vor til að efla framfarir vorar og
hagsældir, þá er enginn efí á, að vér getum
tekið eigi alllitlum viðgangi í menntun og
velgengni og búið eftirkomendum vomm svo
f haginn, að þeir komist enn lengra, og þá
er aðferð vor komin í hið rétta horf, sem
hún á að vera.“
„En allramest ríöurá, aÖ allirþeir geÖkostir, sem
eru einkennilegir þrekfullri og vel menntaÖri þjóð,
dafni í landinu; fööurlandsást og ósérplœgni og
mannlund, atorka og dugnaÖur til andlegra og
líkamlegra framkvœmda, þolgœÖi og stööuglyndi og
framfylgja því, sem rétt er ogþjóÖinni gagnlegt, og
sönn dyggÖ og trúrœkni yfir höfuö aÖ tala. Þvíþaö
er ekki rétt skilin trúrœkni og dygÖ, sem ekki lýsir
sér eins í athöfnum tilþarfa fósturjarÖar ogsam-
landa, eins og líferni hvers eins sér í lagi. “
JÓN SIGURÐSSON