Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 36

Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 %s<t aÞ. Nú geta allir borðað hvítlauk KYOLIC alveg lyktar- og bragðlausi hvítlaukurinn Algjörlega jafngildi hráhvitlauks Helstu útsölustaðir eru: heilsuvöruverslanir, lyfjaverslanir og fl. Taiwan: Kaupa tíu flugvélar TAIWAN mun verja 1,7 milljörð- um dollara í flugvélakaup í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að jafna halla í viðskiptum rikjanna. Keyptar verða sex Boeing 747- flugvélar og fjórar aðrar banda- rískar vélar. I sömu verslunarferð verða keyptar iðnaðar- og land- búnaðarvörur fyrir 615 milljónir dollara. Þessi munur á viðskiptum ríkjanna sem Bandaríkjamenn vilja láta jafna nam um 6.3 milljörðum dollara á fyrstu fímm mánuðum þessa árs. Margret Höke Reuter Bæjarins glæsilegasta tertuhlaðborð ítilefni dagsins. Lifandi tónlist með kaffinu. Haldið uppá daginn hjá okkur. Hótel Borg. Réttarhöld hafin í máli Margretar Höke Stuttg-art, frá Ragnari Gunnarssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. FYRIR hæstarétti í DUsseldorf er núna verið að fjalla um mál Marga- ret Höke, fyrrverandi einkaritara forseta Vestur-Þýzkalands. Hún er sökuð um að hafa á 15 ára tima- bili útvegað njósnara sovézku leyniþjónustunnar, KGB, trúnað- arskjöl um varnarmál, er hún hafði aðgang að á skrifstofu sinni. Margret sagði að hún hafí verið yfír sig ástfangin og þess vegna ekki almennilega gert sér grein fyrir hvað hún hafí verið að gera. Menn, sem málum eru kunnugir, segja að hún hafí í tímans rás útvegað KGB meiri og verðmætari upplýsingar en njósn- arinn Gunter Guillaume, sem starfaði á skrifstofu kanzlara Vestur-Þýzka- lands. Olli hann gífurlegu tjóni með njósnum sínum. Ríkissaksóknari segir að yfírvöld í Moskvu hafí með upplýsingunum frá Margret alltaf vitað hvað Vestur- Þjóðveijar og Bandaríkjamenn hafí ætlast fyrir í öryggismálum og þess vegna getað truflað samstarfíð innan NATO. Með þessu hafí þeim tekist að veikja stöðu Vestur-Þjóðveija inn- an NATO og torveldað samskipti þeirra við lönd Austur-Evrópu, t.d. við Austur-Þýzkaland. Margret Höke sagði í fyrradag fyrir rétti að hún skildi ekki ennþá hvemig henni gátu orðið á þessi mis- tök. Hún var mikils metin af yfír- mönnum sínum. Þeir sögðu hana hafa verið áreiðanlega og ábyrgðar- sama og þess vegna hafí hún haft nær ótakmarkaðan aðgang að mikil- vægum leyniskjölum. Það var 2. júlí 1968 að Margret hitti Franz Becker fyrir framan síma- klefa í Bonn. Hann bauð henni góðan dag og sagðist vera kominn frá Aust- ur-Þýzkalandi til þess að hefja nám við vestur-þýzkan háskóla. Margret varð fljótlega ástfangin af Franz, sem tókst þarmeð að vinna traust hennar. Hann sigldi undir fölsku flaggi því hann var sovézkur njósnari. Við yfirheyrzlur kom fram að Margret hafði ekki átt velgengni að fagna í ástarmálum. Franz Becker notfærði sér þetta miskunnarlaust. Hún gerði sér enga grein fyrir því að hann ætlaði að notfæra sér stöðu hennar. Þau höfðu og verið lengi saman þegar Franz bað hana að ljós- mynda fyrir sig nokkur skjöl á forsetaskrifstofunni. Margret hafði aðgang að skjölum yfír leynilegar NATO-æfingar og yfír neyðaráætlanir vestur-þýzkra al- mannavama. Einnig hafði hún aðgang að skýrslum vestur-þýzku leyniþjónustunnar, M.A.D., og vest- ur-þýzka landvamaráðuneytisins. Hluta þessara gagna ljósmyndaði Margret með lítilli ljósmyndavél sem var falin í varalit. Margret sagði fyrir rettinum að hún styddi stjómarskrá Vestur- Þýzkalands og væri fylgjandi ríkjandi þjóðfélagskerfí. Hún sagði að eina hugsanlega ástæðan fyrir gerðum sínum væri samband þeirra Franz Becker. Bof ors-hneykslið: Indlandsstjóm vill rann- saka bankareikninga Bern, Nýju-Delhi, Reuter. SENDINEFND indversku ríkis- stjórnarinnar hefur byrjað viðræður við svissnesk yfirvöld um möguleikann á að fá aflétt LibbyV óskar stjórn og starfsfólki Nathan&Olsenhf til hamingju með 75 ára afmœlið. Bestu óskir um heillaríka framtíð. LibbyV LibbuV LibbyV bankaleynd varðandi einkareikn- inga indverskra borgara í sviss- neskum bönkum. Er ætlunin að rannsaka hvort staðhæfingar um mútur til indverskra embættis- manna í tengslum við sölu á sænskum fallbyssum til Indlands eigi við rök að styðjast. Sendimennimir komu til Bem í fyrradag. Talsmaður svissneska dómsmálaráðuneytisins sagði þá ekki hafa nefnt Bofors-málið sérs- taklega en en viljað kynna sér lögfræðileg atriði varðandi banka- leypd. í skýrslu, sem sænska stjómin lét gera nýlega, kemur fram að indverskir aðilar fengu greiddar um flörutíu milljónir Bandaríkjadala í tengslum við vopnasöluna en stjóm Bofors-verksmiðjanna segir þær greiðslur hafa verið fullkomlega löglegar. Hluta skýslunnar hefur verið haldið leyndum en talsmaður indversku stjómarinnar sagði í gær að Rajiv Gandhi mjmdi biðja bæði sænsku stjómina og stjóm Bofors um nöfn og önnur atriði varðandi greiðslumar margfrægu. Útbreiddasta dagblað Indlands, The Indian Express, hefur ráðist harkalega á Gandhi út af málinu og ásakað hann um að gera ekki gangskör að því að upplýsa málið. Einnig segir blaðið talsmenn ríkis- stjómarinnar rangtúlka ummæli sænsku skýrslunnar til að reyna að þagga málið niður. I dag eru þingkosningar í norð- ur-indverska ríkinu Haryana þar sem stjómarflokkur Gandhis, Kon- gressflokkur I hefur ávallt haft mikið fylgi. Skoðanakannanir hafa sýnt minnkandi fylgi stjómar- flokksins og er Bofors-hneykslið talið eiga sinn þátt í því en það hefur verið eitt af helstu kosninga- málunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.