Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Kennsla hefst við háskólann á Akureyri 10. september: Við vinnum varla betra verk til að treysta byggð landsins - segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra KENNSLA hefst við Háskólann á Akureyri 10. september nk. og verður kennt í tveimur greinum, hjúkrunarfræði og iðnrekstrar- fræði. Jafnframt verða haldnir fyrirlestrar, sem verða opnir fyrir almenning, og efnt verður til námskeiða fyrir fuliorðna. Forstöðu- maður Háskólans á Akureyri er Haraldur Bessason, prófessor við háskólann í Manitoba. Bárður Halldórsson, menntaskólakennari, er skrifstofustjóri. Hússtj ór nar skólinn að Laugiim: Leigður til reksturs sumarhótels Hótel Ás opnar 20. júní NÝTT sumarhótel, Hótel Ás, verður opnað að Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu nk. laugardag, 20 júni. Rikið hefur leigt Hjördísi Stefánsdóttur, sem verið hefur skólastjóri hússtjórnarskólans að 'Laugum, húsnæðið til reksturs sumarhótels og hefur hún fengið Kristínu Sigfúsdóttur hússtjórn- arkennara til iiðs við sig. Þær sögðust í samtali við Morg- unblaðið geta tekið á móti allt að 50 manns í gistingu í uppábúnum rúmum, þar af 30 manns í tveggja manna herbergjum með vaski. Svefnpokapláss er í skólastofu með vaski og einbýlishúsi með eldunar- aðstöðu fyrir hópa. Auk morgun- verðar bjóða þær upp á aðrar 'máltíðir svo sem kvöldverð eftir pöntun. Einnig taka þær að sér hverskonar veislur fyrir 30 til 60 manns. Þá er á hótelinu fundarað- staða fyrir litla fundi. „Við ætlum fyrst og fremst að hafa þetta heimilislegt sveitahótel, en þó í svipuðum verðflokki og Eddu-hótelin eru.“ Héraðsskólinn að Laugum hefur rekið sumarhótel þar undanfarin ár. Þær Hjördís og Kristín sögðust ekki vera í neinni samkeppni við það enda hefðu helst komið þangað hópar af erlendum ferðamönnum. Þær sögðu að ekki veitti af meira rými þar sem ferða- mönnum virtist flölga heldur en hitt og ætluðu þær að stíla meira ”upp á íslendingana, sem væru að ferðast um landið sitt. Hússtjómarskólinn að Laugum tók fyrst til starfa árið 1929 að frumkvæði Kvenfélagasambands Suður-Þingeyjarsýslu, en eins og kunnugt er af fréttum hafa allir hússtjómarskólar landsins verið lagðir niður. Rikið á 75% í húsnæði skólans, sýslan á 15% og Húsavík- urbær 10%. Ekki er vitað hvað verður um húsnæði skólans í haust. Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, var fyrir norðan í gær og hélt þá blaðamannafund um málefni skólans. Á fundinum voru auk hans Halldór Blöndal alþingis- maður og formaður háskólanefnd- ar, Haraldur Bessason forstöðu- maður skólans, Bárður Halldórsson skrifstofustjóri, Margrét Tómas- dóttir, MS, lektor í hjúkmnarfræð- um við Háskóla íslands sem ráðinn hefur verið deildarstjóri hjúkmnar- Haraldur Bessason forstöðu- maður Háskólans á Akureyri, Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra, Hall- dór Blöndal formaður há- skólanefndar. Aftari röð: Margrét Tómasdóttir deildar- stjóri í hjúkrunarfræðum, Stefán G. Jónsson deildar- stjóri iðnrekstrarbrautar, Bárður Halldórsson skrif- stofustjóri og Tómas Ingi Olrich formaður háskóla- nefndar Akureyrar. brautar, dr. Stefán G. Jónsson eðlisfræðingur, sem ráðinn hefur verið deildarstjóri iðnrekstrar- brauta, og Tómas Ingi Olrich formaður háskólanefndar Akur- eyrar. Ráðherra sagði að hjúkmnar- fræðinámið yrði sambærilegt við hjúkmnarbraut Háskóla íslands, sama námsskrá yrði og prófkröfur þær sömu. Inntökuskilyrði em stúd- entspróf eða hjúkmnarpróf frá Hjúkmnarskóla Islands. Námið er 120 einingar og gefur BS-próf í hjúkrunarfræðum. Umsóknareyðu- Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Nýtt íþróttahús vígt á Húsavík NÝTT íþróttahús verður formlega vígt á Húsavík í dag, 17. júní, og fara jafnframt hátíðarhöld dagsins þar fram. Framkvæmdir við húsið hófust fyrst árið 1981 og er nú fyrsta áfanga af tveimur lok- ið. Eftir er að fullgera veitingaaðstöðu, tvö minni búningsherbergi og þrekæfingasal og verður það látið bíða betri tíma. Vígsluathöfnin hefst kl. 14.00, en á undan verður farið í skrúð- göngu frá sundlauginni í íþróttahöl- lina. Bjami Þór Einarsson, - bæjarstjóri, setur vígsluhátíðina og formaður byggingarnefndar, Bjami Aðalgeirsson, afhendir forseta bæj- arstjómar, Katrínu Eymundsdóttur, lykil að húsinu. Hún mun flytja ávarp auk fulltrúa frá Völsungi og mun Sighvatur Karlsson, sóknar- prestur þeirra Húsvíkinga, blessa húsið. Að því búnu fara fram 17. 'júní hátíðarhöld og mun byggingar- nefnd meðal annars etja kappi við bæjarstjóm í fótbolta. Framkvæmdum hefur að undan- fömu verið hraðað mjög vegna landsmóts ungmennafélaganna sem haldið verður á Húsavík dagana 10. til 12. júlí nk. Að sögn bæjarstjór- ans á Húsavík, Bjarna Þórs Einars- sonar, hafa 23 milljónir króna runnið í íþróttahúsið á þessu ári og aðrar 10 milljónir hafa runnið í undirbúning landsmótsins, upp- byggingu vallanna og fleira í þeim dúr. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Nýja íþróttahúsið á Húsavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.