Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 57 Fifur í kvöldgolunni. „Allmikið er um víði í mólendinu og kjarrbrekkumar undir Hjöllun- um eru fagrar og gróskumiklar," segir Eyþór, „og ættu að varðveit- ast eins og þær eru, leyfa ætti birkinu að breiðast þar út af sjálfs- dáðum". Eyþór bendir á að mestan part sé Heiðmörk frekar þurrt land og þvf auki uppsprettumar við Myllu- lækinn og Myllutjömina og mýrin umhverfís mjög á fjölbreytni nátt- úrannar að því er blómtegundir varðar. „Þar er helsta perla Heið- merkur," segir hann, „og ber því að varðveita votlendið þar eins ósnortið og hægt er.“ Mörg ár era nú liðin siðan Eyþór skráði þessar villtu plöntur í Heið- mörk. Plöntusamfélagið hefur sjálfsagt tekið einhveijum breyting- um síðan, vonandi orðið enn auðugra, og tími til kominn að hefja endurskoðun skráningar. En víkjum þá að fuglabúskapn- um í Heiðmörk, búskap hinna fíðraðu þegna landsins, sem lýtur alveg sérstökum lögmálum og er okkur því meira undranar- og fagn- aðareftii sem við skyggnumst betur þar um garða. Þorsteinn Einarsson ritar um fuglana í Heiðmörk í þetta hefti og lýsir 9 kjörlendum fyrir ýmsa fugla sem þar fyrirfinnast. Hann segist ekki hafa stundað fuglarannsóknir í Heiðmörk sérstaklega en unnið þar að skógrækt í 25 ár og gengið um svæðið. Hann gerir skemmtilega grein fyrir einkennum hinna fjölmörgu tegunda sem hann hefur orðið var við í Heiðmörk þannig að lesandinn fær ofurlitla innsýn í heimilishætti og félagslíf þeirra. Hann ráðleggur fólki að fara í fuglaskoðunarferðir í Heiðmörk að vor- eða sumarlagi því fuglar taki sumarið snemma og halda burt áður en okkur fínnst því lokið. Hann bendir einnig á að eng- inn annar staður í nágrenni Reykja- víkur búi yfír eins fjölbreyttu kjörlendi fyrir fugla og Heiðmörk og ef heppnin er með megi greina þar allt að 30 tegundir. Og að hver tegund hafí sín sérkenni, sérkröfur og lífsstíl í samfélagi við annað sem lifir og hrærist á þessum slóðum. Þorsteinn segir fyrst frá fugla- skoðunarferð í þorralok. Hann tiltekur að hann sjái til ferða rjúpna og skógarþrasta og gráhegrar era þar á ferð. Hrafnar fljúga yfír með krúnki og álftir standa á höfði í vök út af Þingnesi. Hvinendur busla í útfallinu úr Elliðavatni og guland- arkollur og blikar sömuleiðis að ógleymdum stokköndum. Litadýrð er þama mikil. Hann segir frá annarri gönguferð í Heiðmörk á uppstigningardag sem hefst við Rauðhóla. Þar synda graf- andarhjón á polli, grágæsir era á beit við Hellutjöm og í mýrinni má sjá þijá jaðrakana. Rauði liturinn þeirra er áberandi við fölgrænt grasið. Hávellur fljúga með hröðu blaki, toppendur tifa og rauðfættir stelkar spígspora og smella í góm. Lómurinn hlúir að unga sínum. „Lóan er komin__“ Ljósmynd/Grétar Eiríksson Þórshani í ætisleit. Rjúptikarri i vetrarham á verði. freista þess að heyra vell í sendl- ingi. Honum verður ekki að þeirri ósk en hann kemur hins vegar auga á sandlóur sem fljúga lágt og stijúka jörðina með vængjunum eins og þær séu að heilsa. Þá ber- ast honum til eyma skerandi hljóð- Þar era komnir tveir smyrlar í flujj* leik vestur með Hjöllunum og hann minnist þess að eitt sinn sá hann fálka í Heiðmörk að sumarlagi. Úti í Elliðavatni er mikill anda- fjöldi, skúfendur, duggendur, hafendur, stokkendur, stelkar, jað- rakan og þar má líta flórgoða ef heppnin er með. Á smátjömum Heiðmerkur sjást óðinshanar við skrifaraiðju sína, hringsnúning og goggdýfur. Að hausti kveður við annan tón í Heiðmörk. Annir sumarsins era um garð gengnar hjá fuglafjöl- skyldunum. Lómsvæl má heyra af vötnum og himbrimakall í ljósa- skiptunum. Og Þorsteinn minnist þess að hafa fylgst með þöglum spóahóp fljúga lágt yfir Elliðavatni í kvöldkyrrðinni í ágúst með léttum flugdyn — sjá hópinn hækka flugið — stefna upp á við yfir Bláfjöll og hverfa — þar yfírgáfu sumargestir kjörlendi sitt, segir hann. Það er ekki lítils vert fyrir okkur borgarbúa að eiga þess kost að njóta útivistar á þessu dýrlega svæði sem Heiðmörk er orðin. Fyrstu skrefín vora efling gróðurs og samkvæmt eðli náttúrannar kom í kjölfarið plöntu- og blómaskrúð ásamt fuglamergð handa okkur að' skoða. Við eram bara nokkuð rík, við Reykvíkingar, og heppin að hafa átt að forsjála forráðamenn. H.V. Hrafnsungar í hreiðri. Við Hellutjöm synda drifhvítir svanir. Steindepill dillar sér á steinnibbu. „Velkominn frá Eþíópíu," segir Þorsteinn og steindepillinn hneigir sig djúpt í öklaliðunum. Þúfutittlingur stígur nær lóðrétt til himins í kjarrlendinu og tfstir í sífellu, það er óður til maka eða viðvöran til keppinauta um landnám og sumarást. Spóinn er kominn og hrossa- gaukurinn kallar „gigg, gigg“ í grasinu. Tveir tjaldar hringsóla hvor um annan með hangandi gogg- um og hávær söngur skógarþrastar berst frá rauðgreni í lundi við Tor- geirsstaði. Sólskríkja, auðnutittlingur og jafnvel músarrindill verða á vegi Þorsteins og hvítflikróttu ijúpna- karramir slást um landsvæði. Lóan er líka komin f ástleitnisflug og gefur frá sér landregið „dí-dí“. Þorsteinn gerir sér sérstaka ferð yfír Löngubrekku og Tungu til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.