Morgunblaðið - 17.06.1987, Síða 61

Morgunblaðið - 17.06.1987, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1987 Leikhópur Light Nights. Talið frá vinstri, aftari röð: Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús, Jóhanna Jónasdóttir. Fremri röð sitjandi: María Ingibjörg Reyndal, Guðjón Guðlaugsson, Ragn- heiður Þorsteinsdóttir og Magnús S. Halldórsson. Atjánda sumarið sem Ferðaleikhúsið stendur fyrir sýningum SÝNINGAR Ferðaleikhússins á Light Nights eru hafnar í Tjarnabíói við Tjörnina í Reykjavík. Sýningarkvöld eru fjögur f viku, á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum og hefjast sýningarnar kl. 21.00. Sýnt verður allan júnf, júlf og ágúst. Sfðasta sýning verður 30. ágúst. Light Nights-sýningamar eru sérstaklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks ensku- mælandi ferðamönnnum. Efnið er allt ísienskt, en flutt á ensku, að undanskildum þjóðlagatextum og kveðnum lausavísum. Meðal efnis má nefna: þjóðsögur af huldu- fólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er at- riði úr Egils sögu sviðsett. Sýningaratriði eru 25 alls sem eru ýmist leikin eða sýnd með ijöl- myndatækni (audio visual). Leiksviðsmyndir eru af baðstofu um aldamótin og af víkingaskála. Fyrir ofan leiksviðsmyndimar er stórt sýningartjald þar sem um 270 skyggnur eru sýndar í sam- ræmi við viðkomandi atriði. Stærsta hiutverkið í sýningunni er hlutverk sögumanns, sem er ieikið af Kristínu G. Magnús. Ferðaleikhúsið starfar einnig undir nafninu The Summer Theatre. Stofnendur og eigendur em Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús og Magnús S. Halld- órsson. Light Nights-sýningar Ferða- leikhússins hafa verið sýndar viðsvegar um Bandankin. Einnig voru þrír einþáttungar færðir upp á Edinborgarhátíðinni í Skotlandi árið 1978. Árið 1980 sýndi leik- húsið íslenskt bamaleikrit, The Storyland, í bamaleikhúsi í Lon- don, The Unicom Theatre for Children sem hefur aðsetur í The Arts Theatre, West End í London. Þetta er átjánda sumarið sem Ferðaleikhúsið stendur fýrir sýn- ingum á Lights Nights í Reykjavík. Ferðaskrifstofa Ríkisins Skogarhliö6 101 Reykjavik. simi 91-25855. et eÖ°- <íKSS’;í5*«iíS5» set& 0<3<3°bu VG3l“W®"8' Vöaihús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 - er birgðamiðstöðin ykkar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.