Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 66
TB 66 V8GÍ IMfJl .VX AUOAaraiVaiM .aiGAJSMUOíIOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 + ARTHÚR HEIDDAL STEFÁNSSON, sem andaðist þriðjudaginn 2. júní, verður jarðsunginn frá Nýju kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 18. júní kl. 13.30. Vinlrhins látna. t Faðir okkar, B0RGE KJERRUMGAARD (Bergur Kristjánsson) kjötiðnaðarmaður, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í Kaupmannahöfn. Trausti Bergsson, Smári Bergsson. + Faðir minn, EGGERT ÓLAFSSON, Njálsgötu 74, lóst 9. þessa mánaðar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ragnheiður Eggertsdóttir. + Móðir okkar, GUNNHILDUR RYEL, verður kvödd frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 18. júní kl. 13.30. Herlúf, Richardt, Hjördís og Ottó Ryel og aörir aðstandendur. Sigrún S. Péturs- dóttir—Minning Grein þessi er endurbirt vegna mistaka sem urðu er hún birt- ist hér i blaðinu laugardaginn 6. júní sl. í dag verður jarðsett á Sauðár- króki frænka mín, Sigrún Péturs- dóttir, en hún lést þar á Sjúkrahúsi Skagfírðinga eftir hetjulega bar- áttu, sunnudaginn 31. maí sl. á 65. aldursári. Það er nú, eins og oft endranær, að við hjón hefðum gjaman viljað vera komin norður til að fylgja vinum og frændum, mínum fyrrverandi sóknarbömum, sem kvatt hafa þetta líf. Það hefur sjaldnast reynst unnt vegna starfa minna hér syðra, en um það var rætt, að ég mundi nú rita fáein kveðjuorð og undan því skal ekki vikist. Hún var í raun aldrei kölluð ann- að en Siddý og sagði mér, þegar við hittumst fyrst, að hún vildi ekki heyra annað, nema ég væri henni reiður, þá mætti ég nefna fullt nafn, Sigrún Sigríður. En við hittumst fyrst á aðventu 1959, er ég kom til Sauðárkróks og þá í þeim hug- leiðingum að sækja um prestakallið, sem hafði nýlega verið auglýst. Ég vissi, að ég átti þama eitthvert skyldfólk í foðurætt, fólk sr. Hálf- dáns heitins Guðjónssonar prófasts Skagfírðinga og vígslubiskups Hólastiftis, en þeir faðir minn og hann vom systkinasynir. Sigríður Sigtryggsdóttir, móðir Siddýjar, ólst upp hjá sr. Hálfdáni móður- bróður sínum. Hún og eiginmaður hennar Pétur Hannesson voru flutt frá Sauðárkróki til Reykjavíkur, er hér var komið sögu. En Sigríður Sigtryggsdóttir, sú mikilhæfa kona, var of frændrækin til að láta af- skiptalausa hagsmuni ungs manns, sem var við hana þremenningur að frændsemi. Hún gerði þá mikið fyr- ir mig, Siddý ekki síður, enda stóð frændgarðurinn á Króknum þétt saman. Siddý söng sópran í kirkjukóm- um árin öll, sem ég var þjónandi á Sauðárkróki, hún lagði ungu æsku- lýðsfélagi ágætt lið og vann af áhuga gott starf til stuðnings Safn- aðarheimilinu þegar það var að hefja störf. Hún og eftirlifandi eig- inmaður hennar, Ami Þorbjömsson lögfræðingur, áttu einstaklega fal- legt og myndarlegt heimili. Þar var oft komið saman á góðum stundum, og nánast hygg ég að samfélag fjöl- skyldnanna hafí verið árið, sem okkur Áma var falið að leiða Rot- aryklúbb Sauðárkróks, en ég var ritari þar í hans forsetatíð. Einkasonur þeirra Þorbjöm, sem er lögfræðingur að mennt, og fram- kvæmdastjóri Loðskinns hf. á Sauðárkróki, er kvæntur Þórdísi Þormóðsdóttur meinatækni. Eiga þau þijú mannvænleg böm, sem voru Siddý ósegjanlega mikils virði og gáfu lífí hennar, síðari árin, mikla gleði og fyllingu. Þorbjöm varð nemandi minn í 6. bekk bama- skóla strax fyrsta veturinn nyrðra. Hann var einstaklega áhugasamur og skemmtilegur unglingur og við áttum fágætlega gott samfélag á sKólaámm hans á Króknum. Allt varð þetta til að tengja enn frekar. Siddý átti mikla mannkosti aðra en frændrækni og tryggð. Hún var syni sínum mikil móðir, og erfitt mun að fínna myndarlegri húsmóð- ur. Svo var hún þrekmanneskja, bæði til líkama og sálar. Tæki hún að sér verkefni á félagslegu sviði, þá var vel fyrir því séð. Reyndi eitt- hvað á í lífí Ijölskyldunnar, þá var hún sá klettur, sem aðrir gátu treyst, að ekki mundi bifast. Þegar Siddý gaf, þá gerði hún það bæði fallega og vel. Mér er það t.d. minnisstætt, að hún gaf blómin á altari Sauðárkrókskirkju nokkrar síðustu páskahátíðimar, sem ég starfaði á Sauðárkróki. Hún bað þess þá, að nafn hennar yrði ekki nefnt. En ég er viss um, að sú nafn- leynd gildir ekki lengur, því nefni ég þetta hér. Siddý veiktist af krabbameini fyrir tæpum §ómm ámm. Hún kom þá hingað til Reykjavíkur og gekkst + Útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, INGIMUNDAR KR. JÓNSSONAR, Rauöarárstfg 40, er lést 8. júní, fer fram frá Fossvogskirkju þann 18. júní kl. 10.30. Jarösett veröur í Hafnarfjarðarkirkjugaröi. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaöir en þeir sem vilja minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Guðlaug Magnúsdóttir, Sigurgeir Ingimundarson, Margrét Benónýsdóttir, og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN Þ. LOFTSDÓTTIR frá Grenivlk, sem lést 12. júní, veröur jarösett frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 20. júni kl. 13.30. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. júní kl. 13.30. Árni B. Árnason, Þórey Aðalsteinsdóttir, Helga Árnadóttir, Valdimar Ólafsson, Loftur Árnason, Þóra Ásgelrsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. + Konan mín, móöir okkar, dóttir og systir, LENA LÍSA ÁRNADÓTTIR, læknaritari, Reykjavikurvegi 40, Hafnarfirði, andaðist aðfaranótt 16. júní í gjörgaesludeiid. Haukur Karlsson, Hermann Kristjánsson, Elfsabet Kristjánsdóttir, Árni Þór Kristjánsson, Haukur Sveinn Hauksson, Jakobfna Björnsdóttir, Árni Einarsson og systkini. + Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, LIUA RANNVEIG BJARNADÓTTiR, Skúlagötu 76, lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans föstudaginn 12. júnf. Jón Traustason, börn, tengdabörn og barnabörn. Minning: Steingrímur Magn- ússon frá Hlíð Fæddur 3. október 1918 Dáinn 7. júní 1987 Mig langar .með fáum orðum að kveðja kæran fósturbróður minn, Steingrím Magnússon, sem jarð- settur verður frá Siglufjarðarkirkju fímmtudaginn 18. júni. Steini bróðir, eins og ég kallaði hann, fæddist í Ólafsfírði 3. óktóber 1918. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Stefánsdóttir og Magnús Ól- afsson. Þau eignuðust 8_ böm. Magnús lést í janúar 1922. í febrú- ar sama ár komu 2 bama þeirra til Siglufjarðar. Þau Sólveig Jó- hannsdóttir og Sigfús Ólafsson í Hlíð tóku Steina þá þriggja ára en Lóa, sem þá var 5 ára fór til Marsi- bilar Ólafsdóttur og Kristins Þorsteinssonar og vom bæði systk- inin alin upp á þessum heimilum til fullorðinsára. Ég, sem skrifa þessar línur, var 5 mánaða gömul, þegar Steini kom í Hlíð til ömmu og afa. Móðir mín, Þorfínna, einkadóttir þeirra, bjó þá heima. Steini byijaði snemma að hjálpa afa við búskapinn því í þá daga voru flest heimili með kindur, kýr og hesta. Steini fór ungur að vinna í sfld á sumrin. En þegar hann var 15—16 ára vildi amma að hann lærði trésmíði því hann var mjög lag- hentur. Steini sagði mér fyrir nokkrum árum þegar við vomm að rifja upp minningar frá liðinni tíð að amma hefði verið búin að fá pláss fyrir hann hjá Guðmundi Jó- akimssyni trésmíðameistara. Búið var að ákveða daginn sem hann átti að byija að læra. Steini fór á tilsettum tíma að heiman um morg- uninn en hann fór framhjá verk- stæði Guðmundar og beina leið niður í sfldarverksmiðju ríkisins og bað þar um vinnu og vann hann hjá því fyrirtæki til dauðadags. Þar sem aðeins vom þijú ár á milli okkar Steina hafði ég mikið af honum að segja í uppvextinum. Okkur kom ailtaf sérlega vel saman og dæmi um gæði hans við mig var að þegar hann fékk fyrsta kaupið sitt í verksmiðjunum þá gaf hann mér alla smáaurana úr umslaginu sínu og sagðist ekkert hafa með þá að gera. Þetta gerði hann í mörg ár eða þar til ég fór að vinna sjálf. Þetta vom miklir peningar í mínum augum og lýsir jafnframt vel hans góða innræti. Árið 1942 giftist Steini eftirlif- andi konu sinni, Ester Sigurðardótt- ur frá Siglufírði. Þau eignuðust 4 mannvænleg böm: Sigfús, Ólöfu, Sólveigu og Sigurð. Em þau öll gift og búa dætumar í Reykjavík en synimir í Siglufirði. Steini var mjög heimakær maður og umhyggjusamur um velferð konu sinnar og bama. Þau hjónin vom mjög samstillt um að fegra og prýða heimili sitt. Steini var mjög laghentur og vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur og það era ófáir hlutir á heimili þeirra hjóna sem bera vott um þá alúð sem Steini lagði í handverk sitt. Það var alltaf gott að heimsækja þau hjón, Ester með sínar rausnar- legu veitingar og hlýja viðmót og Steini svo rólyndur og traustur. Að leiðarlokum vil ég þakka Steina fyrir að hafa átt hann að bróður og vini. Ég og íjölskylda mín sendum Ester mágkonu minni, bömunum, tengdabömum og bamabömum innilegar samúðar- kveðjur. Magga í Hlíð DagnýL. Jónas- dóttir — Kveðjuorð Fædd 1. apríl 1975 Dáin 25. maí 1987 Dagný Lára Jónasdóttir er dáin. Það er erfitt að gera sér grein fyr- ir að hún eigi ekki eftir að koma oftar til þess að fá að passa litla vin sinn, sem nú er aðeins þriggja ára og er alltaf að spyija um Dagnýju, hvenær hún komi til að fara með hann á róló eða í sund. Ég kynntist Dagnýju fyrst fyrir úm ári síðan er hún bankaði upp á hjá mér til þess að fá að passa son minn, en þá var hún aðeins ellefú ára. Hún var alveg einstaklega ró- leg og hæg stúlka, alltaf tilbúin til þess að hjálpa ef hún mögulega gæti. Leiðir skildu síðan í haust en er við komum aftur nú um miðjan maí var það Dagný sem bankaði hjá mér fyrst af öllum. Hún var svo glöð og ánægð að hitta litla vininn aftur en hann varð svo feiminn, en oft hafði hann minnst á Dagnýju í vetur og þama var hún allt í einu komin. Þegar við hittum Dagnýju síðast vomm við að fara til Reykjavíkur og ætlaði hún að hitta okkur þar. Það sem mér datt í hug er ég frétti lát hennar er að þeir deyja ungir sem guðimir elska. Við geymum minninguna um fallega og trygga stúlku og biðjum Guð að styrlqa foreldra hennar, alla ástvini og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.