Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987
Sláttur að
hefjast
umlandið
SLÁTTUR er nú að hefjast
víða um land og í innsveitum
Eyjafjarðar er hann í fullum
gangi. Þetta kom fram í sam-
tölum Morgunblaðsins við
ráðunauta nokkurra búnaðar-
sambanda.
Ævarr Hjartarson hjá Búnað-
arsambandi Eyjafjarðar sagði að
á svæðinu um og innan við Akur-
eyri væru bændur almennt
byijaðir að slá og víða væri búið
að ná talsverðu heyi í hlöður.
Ævarr sagði að norðar í Eyja-
fírði, eins og á Árskógsströnd og
í Svarfaðardal, væri sláttur þó
ekki hafínn.
Á Suðurlandi er sláttur víða
að hefjast. „Menn byija alltaf
fyrr í lágsveitum heldur en í upp-
sveitum," sagði Sveinn Sigur-
mundsson hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands og bætti því við að í
Landeyjum væri sláttur hafínn á
flestum bæjum.
„Það byijuðu æði margir að
slá í upphafí vikunnar," sagði
Bjami Árason hjá Búnaðarsam-
bandi Borgarfjarðar og taldi vel
horfa með slátt í Borgarfírði.
Á Austurlandi eru menn al-
mennt ekki byijaðir þó viða sé
farið að huga að slætti að sögn
Páls Sigbjömssonar hjá Búnaðar-
sambandi Austurlands.
ísafjörður:
Dekkin
bráðnuðu
undanflutn-
ingabílnum
ísafirði.
STÓR malarflutnmgabQl rakst
á ellefu kílóvolta raflínu við
bæbm Svarthamar í Álftafirði
siðdegis í gær, með þeim afleið-
ingum að öll dekk bflsins
bráðnuðu, en ökumaður slapp
ómeiddur.
Á þessum slóðum er verið að
undirbyggja þjóðveginn til ísa-
fjarðar fyrir bundið slitlag. Við
það mun vegurinn undir línunni
hafa hækkað eitthvað en línan er
þó í rúmlega sex metra hæð.
Bílstjóri malarbílsins mun ekki
hafa varað sig á strengnum og
óvenjulöngum palli bflsins, þegar
hann sturtaði mölinni á veginn.
Hann varð ekki var við óhappið
þegar það gerðist, en maður í
öðmm bfl kallaði til hans um tal-
stöð og sagði að það logaði f öllum
dekkjum bflsins.
Raflínan slitnaði en þó að ein-
ungis hafí liðið örfáar sekúndur,
meðan rafstraumurinn fór í gegn-
um bílinn, dugði það til að brenna
alla 18 hjólbarðana, sem undir
honum voru. í vörubílum eru
vímet í dekkjunum til styrktar.
Vírinn myndaði mótstöðu og
bræddi dekkin.
Rafkerfí bflsins er mikið
skemmt. Úlfar
Morgunblaðifl/Sverrir
LÖGREGLAN stöðvaði i gær tvo unga
menn á fjórhjólum í Elliðaárdalnum
þar sem þeir voru á ferð eftir
göngustig. Fjórhjólin voru flutt i
geymslu enda er umferð véiknúinna
ökutækja á göngustigum bönnuð.
Morgunblaðið/KGA
Fjórhjólamenn hafa unnið skemmdir á Rauðhólasvæðinu eins og sést á þessari mynd sem
tekin var úr flugvél i gær. Rauðhólar eru friðaður fólkvangur. Framkvæmdastjóri Náttúru-
verndarráðs segir að hjólför séu komin á hvern einasta hól.
Mörg sveitarfélög íhuga
að banna notkun fjórhjóla
Fjórhjólamenn hafa unnið skemmdir á Rauðhólum
BÚAST má við þvi á næstunni að fjöidi sveitarfélaga fylgi for-
dæmi Mosfellshrepps og banni umferð fjórhjóla utan vega.
Landgræðsla rikisins og Samband islenskra sveitarfélaga hafa
undanfarið rekið áróður fyrir þvi að sveitarfélög banni umferð
þessara farartækja og að sérstakri aðstöðu verði komið upp fyr-
ir farartæki þessi innan marka sveitarfélaganna. Mosfellshreppur
er enn sem komið er eina sveitarfélagið, sem bannað hefur um-
ferð þessara tækja utan vega. Fregnir hafa nú borist af þvi, að
miklar skemmdir hafi verið unnar á Rauðhólum, sem er friðað
svæði og spjöllin hafi verið unnin af fjórhjólum.
Samband íslenskra sveitarfé-
laga sendi þann 16. júní síðastlið-
inn bréf til sveitarstjóma víðs
vegar um landið. í því segir m.a
að sambandinu hafí borist tilmæli
frá Landgræðslu ríkisins um að
sveitarstjómir beiti sér fyrir því
að eigendur eða umráðamenn
jarða og afrétta banni umferð
fjórhjólanna utan vega. Jafnframt
verði vakin athygli almennings á
ákvæðum laga og reglugerða um
náttúmvemd, þar sem bannaður
er allur óþarfa akstur utan vega
eða merktra vegarslóða, þar sem
hætt er við að spjöll hljótist á
náttúm landsins.
í bréfínu tekur Samband
íslenskra sveitarfélaga undir þessi
tilmæli, enda sé hér nóg af gróð-
ureyðingu, þótt ekki bætist nýtt
vandamál við. Hins vegar er sveit-
arsijómunum bent á að eigendur
þessara tækja vilji nota þau og
athugunarefni sé hvort ekki sé
unnt að taka frá sérstök „leik-
svæði“ fyrir þessi tæki, þar sem
gróðri er ekki hætta búin.
Magnús E. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri sambandsins, sagði
í samtali við Morgunblaðið að enn
hefðu engin sveitarfélög fylgt for-
dæmi Mosfellshrepps, en fastlega
mætti búast við því innan
skamms, enda ætti mikil umræða
sér stað um þessi mál hjá sveitar-
félögum.
Andrés Araalds, gróðureftir-
litsmaður hjá Landgræðslu ríkis-
ins, sagði að engar sérstakar
aðgerðir væm í gangi hjá stofnun-
inni í þessum efnum; þeir hefðu
sent landbúnaðarráðuneytinu
bréf, þar sem farið væri fram á
að notkun þessara tækja yrði tak-
mörkuð eða bönnuð. Einnig hefur
verið farið fram á það við mennta-
málaráðuneytið að það hlutist til
um að framfylgt verði ákvæðum
laga og reglugerða um náttúm-
vemd, þar sem allur óþarfa akstur
utan vega er bannaður. „Við vit-
um að skemmdimar vegna
þessara tækja em geysilega mikl-
ar og þá sérstaklega í nágrenni
Reykjavíkur," sagði Andrés. Hann
gat þess að vegna mannfæðar
embættisins hefði ekki verið unnt
að hafa eftirlit undanfarið og
hefði sameiginlegt eftirlitsflug
þeirra og Náttúmvemdarráðs leg-
ið niðri síðan á hvítasunnu. „Þessi
fjórhjól eiga engan tilvemrétt hér
á landi, þar sem þeim er meinað
að vera á vegum landsins, nema
einkavegum og allur óþarfa akst-
ur utan vega bannaður," sagði
Andrés og gat þess að innflutn-
ingur þeirra væri bannaður í
Noregi nema til ákveðinna nota.
Þóroddur Þóroddsson, fram-
kvæmdastjóri Náttúmvemdar-
ráðs, sagði að ráðið hefði fregnir
úr flestum sýslum landsins af tjóni
af völdum fíórhjólanna. Hann gat
þess og að undanfarin ár hefðu
ákveðin svæði á Rauðhólum verið
notuð af bflum og vélhjólum, en
önnur svæði fengið að vera í friði.
Nú væri hins vegar svo komið,
að slóðir eftir fíórhjól væm komn-
ar í hvem einasta hól. „Það er
ekkert vit í því hvemig gengið er
um þennan friðaða fólkvang,"
sagði Þóroddur og gat þess einnig
að þeir hefðu farið fram á það
við dómsmálaráðuneytið að þeir
bönnuðu leigu á fjórhjólum, en
ráðuneytið hefði ekki treyst sér
til þess.
Verðmæti fiskeldis-
afurða tvöfaldast í ár
Verður rúmlega hálfur milljarður
Framleiðsluverðmæti eldislax
og laxaseiða verður rúmur hálf-
ur milljarður á þessu ári. Við þá
tölu bætast síðan unnar afurðir
og silungur. í fyrra var fram-
leiðsluverðmæti þessara afurða
266 miiyónir og er hér þvi nm
verulega aukningu að ræða.
Eyðnirannsóknir með haustinu
VINNA við nýtt húsnæði Rannsóknastofu Háskólans i veirufræði í Ár-
múla er nú langt komin. Að sögn Margrétar Guðnadóttur prófessors f
veirufræði er reiknað með að rannsóknastofan mum flytja úr núver-
andi húsnæði sem er f þvottahúsinu við Landspftalann með haustinu.
„Þessa dagana er unnið að stillingu sem innrétting tilraunastofu. „Still-
á hinum flókna hreinsibúnaði sem í
húsinu er og sú vinna hefur gengið
vel hingað til,“ sagði Maigrét. Hún
sagði að aðrir hlutar undirbúnings-
vinnunnar væru langt komnir, svo
ingarvinnan mun væntanlega taka
mánuð og því reikna ég með að rann-
sóknarstofa fyrir eyðnirannsóknir
verði tilbúin með haustinu. Tilrauna-
stofa fyrir aðrar veirurannsóknir
kemst í gagnið nokkru síðar. Ég
reikna með að flytja hættuminni
rannsóknir fyrst f húsið, enda fylgir
því of mikil áhætta að flytja alla starf-
semina í einu, sérstaklega vegna hins
flókna loftræstikerfís sem í húsinu
er. Það hefur verið vel að þessari
framkvæmd staðið og hún hefur haft
forgang hjá ríkinu," sagði Margrét
Guðnadóttir að lokum.
Friðrik Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
fískeldis- og hafbeitarstöðva, sagði
í samtali við Morgunblaðið, að á
þessu ári yrðu framleidd um 1.000
tonn af laxi og miðað við það verð
sem menn fengju í dag mætti gera
ráð fyrir því að 10-11 dollarar feng-
just fyrir kflóið, en það þýddi að
skilaverðið yrði í kringum 200-250
krónur. Seiðaframleiðslan verður
um ijórar milljónir og sagði Friðrik
að verið væri að vinna að því að
flytja seiðin út til Noregs. Norskir
dýralæknar hefðu komið hingað til
lands f þessari viku ti) þess að gera
úttekt á íslenskum laxeldisstöðvum
og hefði þeim litist vel á það sem
þeir sáu.
Fyrr á árinu var hálf til ein millj-
ón seiða seld til írlands. Friðrik
sagðist gera ráð fyrir því að svipað
magn yrði flutt til Noregs. „Þetta
þýðir að okkur mun líklega takast
að selja öll gönguseiði í ár, þar sem
eitthvað fer einnig í innanlands-
framleiðslu", sagði hann. „Það
ræðst svo af því hver útkoman verð-
ur af sölunni í ár hvort áhugi verður
á auknum kaupum á næsta ári“.
Verðið á seiðum hefur verið um
60 krónur stykkið á innanlands-
markaði og allt að 100 krónur við
útflutning, en þá er oft um stærri
seiði að ræða. í fyrra vom fram-
leidd um 200 tonn af laxi og
seiðaframleiðslan var um 2 milljón-
ir. Á næsta ári er gert ráð fyrir að
um 1500 tonnum verði slátrað og
að um 6-7 milljónir seiða verði
framleidd.