Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS liWteuMmiiLP a ANDLIT ÍSLANDS Til Velvakanda. Ferðalansfur skrifar: ©1987 UnlverMl Pross Syndicate ,&óbac frétt'ir og vondarfréttir Qdáu ■firétt'imar eru, cxb ho.mn klóratr hú'S - gögriir\ þín ekki framar." ást er... I u-\_ ... aö fara i hressandi kvöldgöngu, til aó halda sér í formi Undanfarið misseri hefur íslensk þjóð barið sér á bijóst sem ákaf- ast, stolt og glöð yfir unnu afreki; nýrri og glæsilegri flugstöð á græn- um grundum Miðneshreiðar. Var tilkoma hennar vægast sagt tíma- bær, enda aðkoma og aðbúnaður í hinni eldri lýðveldinu ekki til fram- dráttar. Geta þegnar þess nú loks varpað öndinni léttar, að þeim tug- þúsundum erlendra ferðamanna er heimsækja landið flugleiðis árlega, skuli nú búin öllu veglegri móttaka í glæsilegum salarkynnum. Hitt vill þó gleymast, að þær hin- ar sömu tugþúsundir láta ekki staðar numið í þessari nýju Val- höll, en halda sem leið liggur til höfuðborgarinnar, fimmtíu kíló- metra leið um Miðnesheiði og Keflavíkurveginn. Skyldi maður því ætla, að ekki væri síður mikilvægt að búa glöggu gestsauganu frekara augnayndi þennan fyrsta spotta íslenskrar vegferðar; trúlega hins eina sem margir útlendir gestir sjá. Enginn hefur sýnt staðreyndum þessum næmari skilning en sveitar- félög á Suðumesjum, og rétt og skylt að vaskleg framganga þeirra í umhverfismálum þjóðbrautarinnar sé mærð á prenti. Strax er lagt er upp frá hinni nýju flugstöð tekur hver augnkrásin að elta aðra. Má með sanni segja, að á Miðnesheið- inni hafi þeir Suðumesjamenn sankað saman öllum þeim mann- vistarmenjum sem helst mega gleðja augu innlendra og erlendra ferðalanga. Ber þar hæst hvers kyns samgöngutæki gærdagsins og fyrradagsins, allt hið fegursta í íslenskri húsagerðarlist fyrr og síðar — þó einkum fyrr — að ógleymdum glæsilegum sýnishom- um af fiskitrönum; brotgjömum minnisvarða innlendra atvinnu- menningar eins og hún gerðist hvað veglegust. Enn er þó ótalin rúsínan f pylsuendanum þar sem er þjóðleg- ur íslenskur sorphaugur er látinn hefur verið halda sér neðan vegar á heiðinni. Skylt er að þakka heima- mönnum sérstaklega þann óeigin- gjama framkvæmdahug að rífa sig upp úr bólum sínum fyrir allar ald- ir, þá er vindátt er hagstæð, og kynda í hlóðum þessum fyrir morg- unflug frá Keflavíkurflugvelli, svo að rammíslenska anganina megi leggja yfir flugstöðvarveginn; ljúf- an keim í vitum hinna kveðjandi gesta og ógleymanlega „first im- pression" þeim er koma. En ekki lýkur þrotlausu land- kynningarstaríinu þó heiðinni sleppi. Tekur þá við hinn eiginlegi Keflavíkurvegur, beinn og breiður með fimmtíu kílómetra löngum veg- arköntum er bjóða upp á ýmsa möguleika. Væri og hin versta ósanngimi að halda því fram að sveitarfélögin nýttu ekki þessa sýn- ingarbása til hins ýtrasta. Líður vart svo metri, að ekki sé stillt upp einhvetjum þeim neytendaumbúð- um á vegarkantinum, er færa megi erlendum gestum heim sanninn um að þeir séu nú staddir í sönnu vest- rænu neysluþjóðfélagi, er allt hafi til alls, einkum hvað úrval áfengis, gosdrykja og sælgætis áhrærir. Færi nú svo ólíklega, að hinn erlendi ferðamaður þreyttist á vöm- kynningu þessari, stendur honum sá möguleiki til boða að hvíla augu sín á glæstri þyrpingu íslenskra sveitasetra, er tróna neðan vegar. Yfirgengur þar hver höllin aðra í stílbragði og snyrtimennsku, er færa hlýtur gestum okkar heim sanninn, svo ekki verður um villst, um næman skilning íslendingsins á náttúm sinni og umgengni við hana. Er það að sönnu þyngra en támm taki, að einhvem tíma í ár- daga hefur ein þessara perla í íslenskri húsagerðarlist orðið eldin- um að bráð, en til allrar hamingju hafa þeir Suðumesjamenn látið bmnarústimar halda sér, þannig að öllum má ljóst vera að hér stóð eitt sinn bær með burstir fjórar... Einnig ber að þakka það sérstak- lega, að a.m.k. tvær aðrar glæsi- byggingar við þessa aðkeyrslu hins islenska lýðveldis, er virðast hafa hlotið sömu örlög fyrrum sem áður- nefnt sveitasetur, skuli ekki hafa verið fjarlægðar, heldur fá útvegg- imir að tróna til himins sem þögul vitni um alkalístyrk hinnar innlendu steypu. Blasir annað þessara lista- verka við, þá er litið er niður eftir Grindavíkurafleggjaranum, en hitt gleður augu vegfaranda ofar vegar, þá er ekið er inn í Hafnarfjörð, og má með sanni nefna það veglegt borgarhlið Hafnaifyarðarbæjar. Af ofantöldu — og þó miklu fleim er ótalið hefur verið — má öllum vera ljóst hið þrotlausa landkynn- ingarstarf sem sveitarfélög á Suðumesjum vinna þjóð vorri, með stórhug sínum og uppbyggingu í alfaraleið erlendra og innlendra ferðamanna. Var enda löngu orðið tímabært að raust úr hópnum prísaði framlag þeirra Suðumesja- manna opinberlega, og þakkaði þeim er hlut eiga að málum þessum, minnugir þess, að umgengni lýsir innra manni... heillar þjóðar. TM Reg. U.S. Pat. Ott.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate $0 Hefurðu aldrei heyrt talað um nektarnýlendur? HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.