Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 VERTU ÖRUGGUR- VELDU VEL í LIÐIÐ ÞITT. VELDU VOLVOVARAHLUTI. SWWBfllBOfl Þurrkublöð í 240 kr. 339,- Kerti B-19, B-21, B-230 kr. 441,— Platínur B-19, B-21, B-230 kr. 178,- Tímareim í 240 kr. 582,- Framdempari í 240 kr. 2.992,- Afturdrempari í 240 kr. 1.570,- Framdempari í 144 kr. 1.560,- Afturdemparí í 144 kr. 1.507,- Blaðka í blöndung kr. 305- Dráttarkrókur á 240 kr. 5.887,- Dráttarkrókur á 740 kr. 6.872,- Suðurlandsbraut 16 - slmi 691600 Geirþrúður Hildur Bemhöft - Minning Drottinn gaf og Drottinn tók lofað verði nafn Drottins. (Jb. 1.21. v.) Minn nánasti samstarfsmaður og hjartkæra vina Geirþrúður Hildur Bemhöft er látin. Hennar sjúkra- saga og stríð var þannig að þyngra er en tárum taki. Þess vegna voru fyrstu viðbrögð aðstandenda og vina við lát hennar: Guði sé lof að lausn er fengin. Og þó getur eigin- gimi manna verið það mikil, að minnsta kosti mín, að á undanföm- um dýrðlegum sólskinsdögum hefi ég varla mátt þeirra birtu sjá fyrir skugga sorgar. Og veit ég þó að það er ekki í anda vinu minnar. Það var snemma árs 1969 að ég var ráðin til að veita forstöðu fé- lags- og tómstundastarfí eldri borgara í Reykjavík. Það var G.H. Bemhöft sem réði mig til starfsins. Hún var þá ellimálafulltrúi Reykjavíkurborgar, sá fyrsti hjá nýstofnaðri Félagsmálastofnun borgarinnar. Fljótlega eftir að hún hóf störf gerði hún sér ljóst hvar skórinn kreppti að hjá gamla fólk- inu og samkvæmt skapi hennar og gerð gekk hún strax til verks að bæta um og leysa þeirra mál. Það var nú svo að þó Trygginga- stofnun ríkisins væri búin að starfa lengi og til mikilla hagsbóta að ég vil segja fyrir landslýð allan þá vora þessum aldurshópi, það er ell- ilí- feyrisþegum, oft ekki kunn eða ljós þau réttindi sem þeim bar sam- kvæmt tryggingalögunum. Flestir heldur varla vanir að kvarta, reyndu að bjarga sér sjálfír svo lengi sem fært var. Og þama var réttur mað- ur á réttum stað óþreytandi við að tala við fóikið, upplýsa og fræða og það sem lýsti henni svo dæma- laust vel, að ganga strax í að fá úrbætur. Jafnvel hamra á „kerfínu" svo oft sem þess var þörf og ef henni fannst seinagangur á málum. Ósjaldan vissi ég til að hún lagði nærri nótt við dag að lesa trygg- ingalögin þessi ár því alltaf skyldi að lögum farið, en að leggja málin til hliðar og bíða var ekki að skapi G.H. Bemhöft. Oft sagði hún við mig: Þetta er fólk, manneskjur en ekki hlutir sem við eram að starfa með og fyrir. Þó að mér, vegna okkar nána samstarfs, væri full- kunnugt um þennan þátt í starfí Hildar vora félags- og tómstunda- mál þau störf sem fyrst og fremst að mér snera en alltaf í samráði við G.H.B. enda hún minn næsti yfírmaður. Félagsmálaráð hafði skipað nefnd undir stjóm ellimálafulltrúa til að undirbúa Félags- og tóm- stundastarf eldri borgara. Allt þetta nefndarfólk starfaði að þessum máium af mikilli prýði og veit ég að Hildur var þeim öllum þakklát fyrir samstarfíð. En auðvitað hvfldu framkvæmdir á ellimálafulltrúa. Til tfu kirkjukvenfélaga, Kvennadeild- ar RKÍ. og eldri skáta var leitað um aðstoð sjálfboðaliða. Allir vora fusir til hjálpar. Mér er mikil án- ægja að segja frá því að allmargar konur sem byijuðu sjálfboðaliða- störf f upphafí 1969 era enn að störfum og með sömu gleðinni og góðmennskunni og þegar þær byij- uðu. Það er ótrúlegt hvað einstæð- ingsskapur er mikill meðal margra f ekki stærra þjóðfélagi en okkar. Einmanaleiki er mikið böl og ef hægt er að ijúfa hann er hægt að koma í veg fyrir margt illt. Við höfum trú á því og trúum enn að við séum að vinna fyrirbyggjandi starf. Oft hef ég velt fyrir mér í gegnum árin: Af hverju er þetta starf, sem hófst í svo smáum stfl, orðið svo umfangsmikið sem raun ber vitni nú? Var það þrotlaus og óeigingjöm vinna G.H. Bemhöft ásamt hennar persónu og eiginleika til að fá fólk til að sýna það besta sem í hveijum manni býr. Hennar reisn og hlýleiki, jú ég veit það því að ég þekki það. Og svo sú stóra guðsgjöf, sú náð sem þessu starfi hefur alla tíð fylgt að alltaf hefur úrvals fólk ráðist til starfa hjá Fé- lagsstarfi aldraðra í Reykjavik, hvort sem það era sjálfboðaliðar eða iaunað fólk. Það ber að þakka, ekki hvað síst nú svo þakklát sem Hildur mín var öllu þessu fólki. Félags- starfíð var jú alltaf hennar óskabam og lengi býr að fyrstu gerð. Geirþrúður Hildur Bemhöft varð að láta af störfum fyrir nokkram áram sakir sjúkleika en gegndi síðan hálfu starfi hjá ellimáladeild. Henni var það sárt að geta ekki gegnt fullu starfí en mikil gleði var henni að góður samstarfsmaður og mikill vinur, Þórir S. Guðbergsson, var ráðinn í starfíð. Væri það mörg- um til eftirbreytni að svo gagn- kvæm vinátta og traust héldist við starfsmannaskipti. Að okkar mati sem lengst störf- uðum með Hildi vann hún lengi svo sárþjáð að með eindæmum var. En aldrei tapaði hún reisn sinni og glæsileik, alltaf jafn fín og falleg hvar sem hún fór. Hildur átti fag- urt heimili í Garðastræti 44 með sínum elskulega manni, Sverri Bemhöft, stórkaupmanni. Böm þeirra era 3 lifandi, öll gift og far- in að heiman, indælt og glæsilegt fólk. Mér fínnst svo nærri mér veg- ið ef ég fer að skrifa um fjölskyldu vinu minnar að ég get það varla. Mér fínnst ég eiga þau öll að og eins var hún minni fjölskyldu svo kær — svo kært var með okkur. Það var nærri sama hvað Hildur mín var veik, ef hún mátti mæla í síma og hún hafði minnstu ástæðu til að ætla að ég væri lasin, jafnvel bara með kvef, þá hringdi hún og sagði undantekningarlaust: Jæja elskan, hvemig gengur? Ég er bara svona að húsvitja. Þannig var vin- átta hennar og tryggð. Elsku Sverrir minn, Hiddý, Villi og Inga ástin mín, tengdaböm, bamaböm og allir aðstandendur; hjartanlegustu samúðarkveðjur frá mér, Millu •minni, manni hennar og bömum. Guð geymi okkur öllum minninguna um Geirþrúði Hildi Bemhöft. Helena Halldórsdóttir Árið 1940 útskrifaðist 51 stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Bekkimir vora tveir, máladeild og stærðfræðideild, en hópurinn einn. Við voram öll félagar og vinir. Geirþrúður Hildur Sívertsen var allt of hátíðlegt nafn á glaðværri og skemmtilegri skólasystur, svo við kölluðum hana aldrei annað en Stellu Sív. Það var bjart í kring um Stellu hvar sem hún fór, þessi glæsi- lega stúlka með fallega brosið. Hress og kát var hún, orðheppin svo af bar og hreinskilin. Það leidd- ist engum í nálægð hennar. Okkur þótti vænt um þessa skólasystur okkar. „Duglegri manneskja finnst varla á bggðu bóli,“ hugsuðum við, þar sem hún geystist áfram, því að hún var alltaf að flýta sér. Hún vann með náminu og þó var hún oft lasin. En bæði þá og seinna í lífínu, þegar alls konar veikindi hijáðu líkama hennar, þá sat glað- værðin í fyrirrúmi. Hún gerði gys að veikindum sínum. Aldrei vor- kenndi hún sjálfri sér. Ég sá henni aidrei bregða, nema árin sem hún var að beijast fyrir lífí litlu dóttur sinnar. Þrátt fyrir það, að heimurinn hafði bijálast árið 1940 og landið væri hersetið, þurftu ungar stúdín- ur að hugsa um framtíð sína. Við Stella ræddum málið fram og aftur í eldhúsinu hjá móður minni. Við voram báðar ákveðnar í því að fara í háskólanám. En hvaða nám og hvert? Evrópa var tykuð námsfólki, Bandarfkin dýr kostur og enginn var lánasjóðurinn. Við ræddum um nám í sálarfræði, félagsfræði og uppeldisfræði, en ekkert af þessu var kennt í háskólanum í þá daga. Einn daginn sagði móðir mín: „Þið eigið að fara í guðfræðina, stelpur mínar. Þar lærið þið allt þetta og þama fáið þið nóga latínu og grísku að auki.“ „En ekki getum við orðið prestar," sögðum við hlæjandi, því þetta var svo fráleit hugmynd í þá daga. „Nei,“ sagði sú reynda kona, „en ef þið ljúkið kandidatsprófí á svona góðri námsbraut, þá verða ykkur allir vegir færir, þegar út í lífíð er komið." Það varð úr, að ég hélt yfír úfíð haf til náms, en hugmyndin festist í huga Stellu. Hún lét ekki sitja við orðin tóm, en varð fyrsti kvenstúd- entinn, sem lauk guðfræðinámi. Þetta var afrek og brautryðjanda- starf, en henni var treystandi til þess að fara ótroðnar slóðir. Þegar ég kom heim úr mínu námi, eftir fímm ára útivist, var Stella gift sínum góða eiginmanni, átti yndis- lega litla stúlku og var búin að ljúka kandidatsprófí. Hún varð eftirsótt í allskonar félagsstörf, stjómmála- flokkar rifust um að fá hana á listann sinn og fjölbreytileg störf buðust henni í þjóðfélaginu. Ósér- hlífin, stjómsöm, greind, samvisku- söm og heiðarleg gegndi hún sínum margvíslegu störfum landi og þjóð til heilla. Blessuð sé minning hennar. Bekkjarsystkini Stellu frá MR senda innilegar samúðarkveðjur til eiginmanns og fjölskyldu. Oddný Thorsteinsson Við andlátsfregn Geirþrúðar Hildar Bemhöft, eða Stellu, eins og hún ávailt var köliuð, var mér bragðið. Hún var reyndar búin að vera lengi og oft veik, en hún hafði ávallt náð einhverri heilsu á ný. En nú er hún horfin og margs er að minnast. Ég minnist samvera okkar í menntaskólanum og þá er við lásum saman undir stúdentspróf. Þá tengdumst við þeim vináttuböndum, er héldust æ síðan. Ekki fækkaði samverastundun- um, eins og oft vill verða að stúdentsprófí loknu, og hápunkti náðu þær er hún giftist sínum elskulega eiginmanni, Sverri Bem- höft. Hann og bróðir hans, Guido, höfðu reist sér veglegt íbúðarhús í Garðastræti 44, gegnt húsi foreldra minna á Hávallagötu 3. Þá varð stutt að skjótast yfír götuna. Ungu hjónin eignuðust þar fal- legt heimili. Stelia hélt áfram í guðfræðinámi og varð fyrst kvenna til að ljúka kandidatsprófí í guð- fræði frá Háskóla íslands. Svo komu bömin: Hildur, Villi, Inga og svo litla Kristín Edda, sem var sólargeisli í þeirra lífí, en hún andaðist á bamsaldri. Að námi loknu vora húsmóður- störfín í fyrirrúmi hjá Stellu og fórast þau henni vel úr hendi. Maður fann ávallt hvað þau hjón- in vora miklir gestgjafar og samhent um alla hluti. Þar var ávallt opið hús og gott að koma. Að lokum votta ég Sverri, böm- unum og tengdabömunum samúð mína og kveð Stellu með þökk fyr- ir hálfrar aldar vináttu. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Aðalsteinsdóttir í dag er til moldar borin Geir- þrúður Hildur Bemhöft. Geirþrúður Hildur fæddist 19. júlí 1921, dóttir þeirra hjóna Jóns Sivertsen fyrsta skólastjóra Verslunarskóla Islands, og konu hans, Hildar Sivertsen. Jón faðir hennar fæddist í Amey á Breiðafirði, sonur hjónanna Þor-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.