Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 5 Prestastefna 1987 sendir frá sér samþykkt um eyðni: „Tökum okkur stöðu meðal syndaranna“ - segir sr. Olafur Oddur Jónsson um samþykktina PRESTASTEFNA 1987 sam- þykkti samhljóma í Borgarnesi í gœr að skora á alla kristna menn, gagnkynhneigða sem samkyn- hneigða, að sýna ábyrgð í kynlífi sínu, að fordæma engan og sýna fómarlömbum eyðni og aðstand- endum þeirra sannan náunga- kærleika. Jafnframt var skorað á alla þá, sem smitast hafa, að virða náunga sinn og aðhafast ekkert sem leitt gæti til þess að fólk smitaðist. I prestastefnu- samþykktinni er þeim tilmælum beint til lækna og heilbrigðisyf ir- valda að fylgjast vel með og koma á framfæri upplýsingum um eyðni, og til fjölmiðlafólks að fara gætilega í umfjöllun sinni um þennan vágest til að vekja ekki óþarfa hræðslu né falskar vonir meðal eyðnisjúklinga. í samþykktinni er lögð áhersla á að eyðni sé ólæknandi smitsjúk- dómur sem berst á milli manna, fyrst og fremst með blóði og við kynmök. Varar prestastefnan sérs- taklega við öllu fjöllyndi og allri lausung í kynferðislegri hegðun. Tekið er undir með heilbrigðisnefnd Alkirkjuráðsins að menn taki hönd- um saman til að mæta þeim vanda sem útbreiðsla sjúkdómsins hefur valdið. Er í samþykktinni bent á að Kristur býður mönnum að elska náunga sinn; koma honum til hjálp- ar hvenær sem hann þarfnast þess. Samþykkt þessi er um margt mjög merkileg því íslenska þjóð- Sr. Ólafur Oddur Jónsson: „Það sem vakir fyrir okkur er að draga siðferðilega ályktun af fagnaðarerindinu.“ kirkjan hefur ekki áður ályktað um vandamál þetta, sem sérstaklega hefur bitnað á samkynhneigðum, á jafn skorinorðan hátt. í umræðum um samþykktina sagði dr. Bjöm Bjömsson, siðfræði- prófessor við Háskólann, að nú riði á að kirkjan gripi til annarra ráða en ávítunartónsins, það þyrfti að taka höndum saman um að vinna gegn þessum vágesti með því að kalla fólk fram til ábyrgðar í nafni kærleikans. „Eyðnisjúklingar og samkyn- hneigðir em minnihlutahópur sem verður að njóta þeirra mannrettinda sem aðrir hafa, og eyðnivandamálið bendir okkur einmitt á þá staðreynd að meðbræður okkar og systur þarfnast hjálpar," sagði sr.Ólafur Oddur Jónsson, í samtali við Morg- unblaðið, en hann var í ráðgjafar- nefnd kirkjunnar, sem undirbjó þessa samþykkt og stýrði umræðum um eyðnivandamálið á prestastefn- unni. „Það sem vakir fyrir okkur með þessari samþykkt er að reyna að draga siðferðilega ályktun af fagnaðarerindinu og taka okkur stöðu við hlið þess fólks sem á um sárt að binda vegna þessa sjúk- dóms. í hirðisbréfí Sigurbjöms Einarssonar, Ljósi yfír landi, lýsir hann því yfír að það sé hlutverk kirlq'unnar að taka sér stöðu meðal syndaranna til þess að skýla þeim, og þá má náttúrlegu einu gilda hvort syndarinn er samkynhneigður eða gagnkynhneigður, kirkjan er og verður alltaf á öllum tímum sam- félag syndara sem lifa af fyrirgefn- ingu Guðs,“ sagði Ólafur Oddur Jónsson. Mikil undirbúningsvinna hafði verið lögð í þessa samþykkt, en í ráðgjafamefnd kirkjunnar sem sá um undirbúninginn voru læknir, líffræðingur, heimspekingur, prest- ur og einn prófessor guðfræðideild- ar. Aðrar samþykktir prestastefn- unnar 1987 voru þær að samþykkt var að skora á Hið íslenska Biblíufé- Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar, í ræðustól á Prestastefnu í gærmorgun, en hún gerði grein fyrir starfseminni að undanfömu og hvað væri framundan. lag að láta prenta hin Apokrýfu rit Gamla testamentisins. Einnig var ákveðið að láta gera úttekt á notk- un kirkjuhandbókarinnar frá 1981, hvar hún væri notuð og hvaða kafl- ar hennar væru notaðir. Aðalumræðuefni Prestastefnu að þessu sinni var staða hjónabandsins í nútíma þjóðfélagi og var rætt um helstu þætti þess í kjörhópum í fyrradag. Eitt af því sem tekið var til umræðu í kjörhópi var hjóna- fræðsla kirkjunnar og varðveisla hjónabandsins. Var niðurstaða um- ræðunnar sú að prestar skyldu í auknum mæli sinna hjónafræðslu og væri nauðsynlegt að tekin yrðu upp samræmd vinnubrögð presta um þetta mikilvæga mál. í gærmorgun var svo umræða um Hjálparstofnun kirkjunnar, þar sem framkvæmdastjóri hennar, Sigríður Guðmundsdóttir gerði grein fyrir starfsemi hennar undan- fama þijá mánuði og hvað væri ffamundan. Ámi Gunnarsson, stjómarfor- maður Hjálprstofnunarinnar, kynnti drög að nýrri skipulagsskrá sem lögð hefur verið fram og sagði að í henni væri gerð nákvæmlega grein fyrir verkefnum stofnunar- innar. Sagði hann að meginverkefn- in fram að þessu hefðu verið á sviði neyðarhjálpar og þróunarstarfs, en nú væri mikill áhugi fyrir því að Hjálparstofnun beitti sér á fleiri sviðum, meðal annnars á sviði öld- runarhjálpar hér heima fyrir. „Það er verðugt verkefni í þessu þjóð- félagi allsnægtanna að styðja við bakið á gamla fóikinu sem hefur lokið starfsdegi sínum og ekkert hefur nema ellistyrkinn til að lifa af. Okkur ber að halda þessu starfí áfram og til þess höfum við aðstæð- ur. Við þurfúm að spyija okkur að því hvemig þjóðin geti veitt nokkr- um molum af borðum sínum til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín,“ sagði Ámi Gunnarsson að lokum á Prestastefnunni sem lauk í gærkveldi. Á LÆKJARTORGIíDAG, 26. JÚNÍ, KL. 14.00 Hin nýstofnaða hljómsveit Siggu Beinteins leikur fyrir gesti og gangandi. Hér er á ferðinni aldeilis frábær hljóm- sveit sem kemur á óvart. Sigga Beinteins hefur aldrei verið betri. Hljómsveitina skipa: Sigga Beinteins.....................söngur Edda Borg.................hljómborð/söngur Birgir Bragason...............bassaleikari Magnús Stefánsson...........trommur/söngur Guðmundur Jónsson.............gítar/söngur Bein útsending á Stjörnunni FM 102,2 og FM104 Stórdansleikur í kvöld í veitingahúsinu Broadway. Húsið opnað kl. 22.00. Að sjálfsögðu er það hljómsveit Siggu Bein- teins sem heldur uppi fjörinu. Aldurstakmark 18 ára og eldri. & BFSOADW/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.