Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987
7
Rannsókn á misnotkun á
C-gíró Pósts og síma
Kópavogsbúi gaf innistæðulausar ávísanir fyrir milljónir króna
Rannsóknarlögreg'la ríkisíns
vinnur nú að rannsókn á máli
manns í Kópavogi, sem misnotaði
C-giróþjónustu Pósts og síma.
Maðurinn gaf út innistæðulausar
ávisanir og skipta upphæðir
þeirra milijónum króna.
Maðurinn, sem rekur fyrirtæki í
Kópavogi, notaði C-gíróþjónustuna
til að greiða inn á bankareikning.
Hann greiddi inn á reikninginn í
pósthúsi eftir lokun banka, svo ekki
var hægt að ganga úr skugga um
hvort innistæða væri fyrir ávísunum
hans. Póstur og sími lögðu upphæð-
ina inn á sinn reikning og sáu síðan
um að greiða inn á reikning manns-
ins í banka. Það var því Póstur og
sími sem sat uppi með tjónið þegar
ávísanimar reyndust innistæðu-
lausar. Þar sem bankar voru lokaðir
gat Póstur og sími ekki fært greiðsl-
una inn á reikning fyrr en daginn
eftir, en maðurinn millifærði af
bankareikningum sínum daglega.
Mál þetta er því svipað ávísanakeðj-
unum sem komst upp um fyrir
nokkrum árum, áður en bankar
urðu tölvuvæddir.
Til að skýra gang mála betur er
hægt að setja upp dæmi. Maður er
með reikninga í tveimur bönkum.
Dag einn leggur hann inn á reikn-
ing A með tékka af reikningi B.
Daginn eftir snýr hann þessu við
og þannig er tiyggt að alltaf er
innistæða fyrir tékkunum þegar
þeir berast en grundvöllur þess að
þetta sé hægt er að keðjan slitni
aldrei. Með þessu móti velti Kópa-
vogsbúinn háum Qárhæðum og gaf
út innistæðulausar ávísanir fyrir
fleiri milljónir króna.
Fyrir um tveimur vikum kærði
Póstur og sími manninn til lög-
reglu. Hann var handtekinn og
úrskurðaður í gæsluvarðhald, en
hefur nú verið sleppt úr haldi. Að
sögn Amars Guðmundssonar, deild-
arstjóra hjá rannsóknarlögreglu
ríkisins, verður þess vart lengi að
bíða að málið verði afgreitt til ríkis-
saksóknara.
Ólafur Tómasson, póst- og síma-
málastjóri, vildi ekki gefa neinar
upplýsingar um málið þegar rætt
var við hann í gær.
mnmimnr
20:00
SAGAN AF
HARVEY MOON
(Shine on Harvey Moon). Nýr
breskur framhaldsmyndaflokk-
ur. Sagt er frá Moon fjölskyld-
unni. Harvey Moon er að 3ma
heim úrstríðinu eftir herþjón-
ustuá Indlandi. Draumarhans
um hamingju og friðsælt heimil-
islíf virðast ekki ætla að rætast.
Laugardagur
MINNISLEYSI
(Jane Doe). Ung kona finnst úti i
skógi. Hún hefur orðið fyrir fólsku
legri likamsárás en meira er ekki
vitað um hana. Sjálfman hún
ekkert afþvi sem á daga hennar
hefur drifið fram að árásinni.
Myndin er ekki við hæfi barna.
STÖÐ2
L
A uglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Tilkynning um skuldabréfaútboð og samning um útboðstryggingu.
Skuldabréfaútboð
kr. 100.000.000,00
- krónur eitthundrað milljónir -
Útgáfudagur 15. júní 1987
3 ára eingreiðslubréf
Ávöxtunarkrafa 10,8%
s
Bréfin verða skráð á verðbréfaþingi Islands.
Aðalsöluaðilar eru Landsbanki íslands og Búnaðarbanki íslands.
Útboðstrygging
Lýsing hf. hefur gert samning við
Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands
um að þeir í sameiningu tryggi að fullu sölu bréfanna í upphafi.
Lyklllnn faord
þúhjá
Heimlllstœkjum
<8>
Heimilistæki hf
S:62 12 15
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
BLN\ÐARBANK1
ÍSIANDS