Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 17
17 valdar Sívertsen og Helenu Ebenes- ardóttur frá Skarði á Skarðsströnd. Faðir Þorvaldar var Skúli, sonur Þorvaldar eldra Sívertsen alþingis- manns og óðalsbónda í Hrappsey, og konu hans, Ragnhildar Skúla- dóttur, Magnússonar sýslumanns á Skarði. Auk Skúla eignuðust þau hjón tvær dætur, þær Katrínu er giftist séra Lárusi Johnsen og síðar Jóni Árnasyni bókaverði og Kristínu Ólínu er giftist Jóni Thoroddsen skáldi og sýslumanni og er Thor- oddsenættin frá þeim komin. Vegna veikinda og bammergðar á heimili foreldranna var Jón tekinn í fóstur til föðursystur sinnar, Katrínar, og próf. Guðmundar Magnússonar læknis, og ólst upp á heimili þeirra í Reykjavík. Móðir Geirþrúðar, Hildur fædd Zoéga, var dóttir Helga E. Zoéga kaupmanns, sonar Einars Zoéga kaupmanns og veitingamanns er reisti Hótel Reykjavík, og konu hans, Ástríðar Jensdóttur Schram. Móðir Hildar var Geirþrúður Clau- sen, dóttir hins merka athafna- manns í Stykkishólmi Holgers Clausen. Að Geirþrúði Hildi stóðu því ann- ars vegar sterkir breiðfírskir stofn- ar, er byggðu á íslenskri bændamenningu og hins vegar kaupmenn, er lifðu þá umbrota- tíma, er verslunin færðist úr höndum Dana til íslenskra athafna- manna. Geirþrúður Hildur, sem meðal vina og ættingja ætíð var nefnd Stella, stundaði nám í Menntaskól- anum í Reykjavík, en að stúdents- prófí loknu innritaðist hún í guðfræðideild Háskóla íslands og lauk þaðan guðfræðiprófi fýrst íslenskra kvenna vorið 1945. Tæp- um tveim árum fyrr hafði hún gifst eftirlifandi eiginmanni sínum, Sverri Bemhöft stórkaupmanni. Eignuðust þau ijögur böm, Hildi, fædda 15. júlí 1944, eiginkonu und- irritaðs, Sverri Vilhelm stórkaup- mann, fæddan 29. október 1945, kvæntur Ástu Denise Bemhöft, Ingibjörgu hjúkrunarfræðing, fædda 6. nóvember 1949, gift Bjamþóri Aðalsteinssyni rannsókn- arlögreglumanni, og Kristínu Eddu, fædda 18. mars 1957, en hana misstu þau úr erfíðum sjúkdómi aðeins fímm ára gamla. Bamaböm þeirra em nú átta talsins. Stellu kynntist ég fyrst árið 1963. Dáðist ég þá strax að þess- ari sterklyndu konu. Stella var fríð sýnum, breiðleit í andliti með hátt enni og skarpt nef, er hún taldi ættarfylgju. Skoðanaföst var hún bæði á menn og málefni og lét skoð- anir sínar frekar brotna á sjálfri sér en öðlast vinsældir með málamiðl- un. Á heimilinu var hún hrókur fagnaðar, enda sögufróð og veittist henni alla tíð létt að haga svo frá- sögn sinni að á yrði hlustað. Jafnframt þessu var hún þó alla tíð dul á eigin hagi og fáir munu þeir hafa verið, sem þekktu hennar innstu hugsanir. Á sinn hátt var Stella félagslynd kona, enda vel til forystu fallin. Gegndi hún fyölda trúnaðarstarfa í félags- og stjóm- málum. Hvað félagsmálin varðar má m.a. nefna formennsku hennar í Bandalagi kvenna, en fyrir þann þátt var hún heiðruð á 70 ára af- mæli bandalagsins þann 30. maí sl. í formannstíð hennar var m.a. haf- inn undirbúningur að hinu alþjóð- lega kvennaári. Sijómmál áttu lengi hug hennar. Var hún þá í forystusveit sjálfstæð- iskvenna, sat í miðstjóm flokksins, sinnti formennsku í Hvöt og meðal annarra verkefna sem henni vom falin má nefna setu í byggingar- nefnd Sjálfstæðishússins. A árun- um 1973—78 sat hún á Alþingi, sem varaþingmaður Reykvíkinga. Aðaláhugamál hennar síðustu áratugi vom þó velferðarmál aldr- aðra, en árið 1965 varð hún elli- málafulltrúi Reykjavíkurborgar. Þótt henni rynni til rifja fjármagns- skortur til þessara verkþátta mótaði hún strax starfssviðið með stórhug sínum, enda er óvíða hérlendis bet- ur staðið að málefnum aldraðra en í Reykjavík, þótt enn vanti mikið á að fullkomnun sé náð. í byijun áttunda áratugarins fór Stella að kenna til lasleika er krafð- ist tvívegis stórra hjartaaðgerða og MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 endurtekinna sjúkrahússlega. í framhaldi þessa dró vemlega úr starfsgetu hennar og vegna vax- andi heilsubrests neyddist hún til þess að draga sig í hlé frá félags- málum og að endingu varð hún að segja starfí sínu lausu, þótt hugur hennar stefndi til annars. Þrátt fyr- ir þetta starfaði hún áfram að velferðarmálum aldraðra þegar heilsa hennar leyfði allt fram til síðustu sjúkrahúsdvalar. Um miðbik janúar lagðist hún inn til aðgerðar og þrátt fyrir að góður bati væri í augsýn þá náði hún sér aldrei eftir aðgerðina og andaðist eftir stranga sjúkrahúslegu þann 15. júní síðastliðinn. Þakka ber læknum og hjúkmnar- fólki handlæknis- og gjörgæslu- deildar Landspítalans umhyggju og góða hjúkmn á þessu erfiðasta tímabili ævi hennar. Um leið og ég þakka vináttu og samfylgd þessarar stórbrotnu konu, votta ég tengdaföður mínum, böm- um þeirra, systkinum Stellu og öðmm nánum ættingjum mína dýpstu samúð, því að nú er skarð fyrir skildi. , , . „ . J Þórannn Svemsson Kveðja frá starfsmönnum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar Þeir em til sem skilja eftir sig spor sem aldrei mást. Með vilja, kjarki og fómfysi helgaði Geir- þrúður Hildur Bemhöft sig starfí fyrir málefni aldraðra. í sögu Reykjavíkurborgar, í sögu félagsmála höfuðborgarinnar verð- ur nafn hennar skráð sem braut- ryðjanda og fyrsta ellimálafulltrúa Reykjavíkurborgar. Við hlið yfír- manna og samstarfsmanna vann hún verk fyrir aldraða Reykvíkinga sem ævinlega verður minnst með miklu þakklæti og virðingu. Geir- þrúður Hildur var óvenju viljastyrk kona. Hún sagði stundum: Lífíð er stað- reynd og dauðinn er staðreynd. Þess vegna eigum við að vinna meðan við höfum til þess heilsu og krafta. Guð einn veit hvenær tíma okkar er lokið. Eitt af því síðasta sem hún sagði við mig á lífsgöngunni var hvorki víl né vol, hvorki kvörtun né ar- mæða. Ég sat við hlið hennar á sjúkrahúsinu og heilsufarið var eitt það fyrsta sem barst í tal. Hún horfði á mig og sagði svo góðlát- lega eins og hún gerði gjama og brosti um leið: Geturðu ímyndað þér nokkuð sem ekki getur komið fyrir mig? Verst af öllu þykir mér þó að ég skyldi ekki ljúka við þetta verkefni sem ég var bytjuð á. Við undruðumst oft, starfsfélag- ar hennar, hvemig hún tók veikind- um sínum, hvemig henni tókst að sigrast á erfiðleikum, hvað vilja- styrkur hennar var ótrúlega mikill. Eitt markmið var henni greinilega efst í huga: Meðan við lifum og höfum heilsu og krafta eigum við að vinna. Málefni aldraðra höfðu gagntekið hug hennar allan síðustu áratugi. Og eftir sig skilur hún spor sem aldrei mást. Brautryðjendastarf er erfítt. Það krefst starfsmanna með hugsjón, stórhuga manna sem hafa vilja og kjark til að keppa að settu marki og láta ekki deigan síga. Það krefst persóna sem innst inni eiga hlýjan hug og hjarta, manna sem bera velferð samborgara sinna fyrir bijósti. Vinnan sem Geirþrúður Hildur lagði á sig frá fyrstu stundu var ótrúleg og á tiltölulega skömm- um tíma óx starfsemi meðal aldr- aðra Reykvíkinga svo mjög að til þess var tekið um land allt. Þau spor sem stigin voru munu aldrei mást. Og nú þegar lífsganga hennar er á enda og dauðinn er staðreynd, er lífið líka staðreynd. Lífið heldur áfram. Eiginmanni, börnum, tengda- bömum og bamabörnum sem staðið hafa við hlið hennar í blíðu og stríðu vottum við einlæga samúð okkar og biðjum Guð um styrk á göngunni um leið og við þökkum af hlýhug fyrir góðar minningar um góðan starfsmann og vin. F.h. starfsmanna Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Þórir S. Guðbergsson MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ JALDASÝNING verður um helgina á nýju sýningarsvæði okkar við hlið Seglagerðarinnar. Hústjöld, göngutjöld, Ægistjöld og allt í útileguna. Einnig mikið úrval af sólhúsgögnum. LAPPLAND 2 m. kr. 4.800 og 11.100,- 3 m. kr. 5.698, 7.355 og 13.620,- 4 m. kr. 12.905,- EYJASLÓÐ 7 - SÍMI 62-17-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.