Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 37 Jóhannesar Einarssonar og Guð- rúnar Geirsdóttur í Eyvík. Fyrsta bam Guðrúnar og Guð- mundar, Egill, fæddist í Eyvík, þann 13. maí 1921. Vorið 1923 fluttu þau að Nesjavöllum í Grafn- ingi, ásamt_ Jóhanni, bróður Guðmundar. Á Nesjavöllum fædd- ust dætumar Guðrún Mjöll, þann 17. september 1923, og Áslaug Fjóla, þann 25. febrúar 1925. Árið 1927 eftir 4 ára búsetu á Nesjavöll- um, festu Guðrún og Guðmundur, ásamt Jóhanni, kaup á jörðinni Króki í Grafningi. Fluttu þau þang- að um vorið. í Króki fæddust þau Jóhannes Þórólfur Gylfí, 20. maí 1931, Sæ- unn Gunnþórunn, 15. júní 1933, Jóhanna, 12. ágúst 1936, Elfa Sonja, 28. mars 1945 og Erlingur Þór, 1. desember 1947. Bræðumir Guðmundur og Jó- hann settu upp vatnsaflsvirkjun árið 1929 í Króki og var hún með þeim fyrstu á landinu. Það má nærri geta hversu slík framkvæmd hefur breytt öllu heimilishaldi á mannmörgu heimili til hins betra. Uppbygging var mikil í Króki á búfénaði og húsakosti og hafði Guðrún þar fyrir mannmörgu og gestkvæmu heimili að sjá. Þann 9. nóvember 1937 andaðist Jóhann Jóhannesson, bróðir Guð- mundar, 38 ára að aldri. Máttu þau Guðrún og Guðmundur sjá á bak góðum dreng sem með trúmennsku og tryggð hafði fetað fram veginn með þeim í 14 ár. Guðrún hafði til sumardvalar fjölmörg böm, lengri og skemmri tíma. Jafnframt ólu þau upp að nokkru leyti dótturson sinn, Jó- hannes. Margra leiðir lágu að Króki og þar var gestrisnin í hávegum höfð. Guðrúnu var í blóð borin um- hyggja fyrir gestum og gangandi og ættmennum. Árið 1958 brugðu þau hjónin búi og fluttu til Reykjavíkur, en Egill, elsti sonur þeirra tók við búinu. I Ljósheimum 4 í Reykjavík byggðu Guðrún og Guðmundur nýtt heimili og ætíð hafa dyr þeirra staðið opn- ar fyrir öllum þeirra afkomendum, vinum og vandamönnum. Guðrún var alla tíð mjög félags- lynd, undi sér jafnt meðal yngri sem eldri. Hún var jákvæð gagnvart öll- um þeim sem halloka höfðu farið með einhveijum hætti og tók ætíð upp hanskann fyrir unga fólkið þegar á bjátaði. Hún unni lífínu og naut lífsins. Andlit hennar var brosmilt og bjart yfírlitum og fersk- ur blær fylgdi fasi hennar. Eftirlifandi eiginmanni hennar, Guðmundi Jóhannessyni, sendum við tengdaböm þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. í dalnum fagra mig dreymir um dásemdir lífsins og hnoss. Hann mærastar minningar geymir og morgunsins sólroðakoss. (Guðm. Jóh.) Helga Thoroddsen og Gylfi Guðjónsson. Það er sárt til þess að hugsa að elsku amma í Ljósheimum sé ekki lengur á meðal okkar. Nú flytjum við bráðum heim frá Danmörku og það er tómlegt að hugsa til þess að eiga eftir að koma í Ljósheimana þar sem ömmu nýtur ekki lengur við. - Amma í „Ljós“ eins og við kölluð- um hana alltaf, var glöð og glæsileg kona, sem naut þess að vera með í öllu því sem fjölskylda hennar tók sér fyrir hendur. Hvort sem það var í sveitinni okkar, Grafningnum, eða bara heimafyrir. Hún var alltaf létt og kát, hafði gaman að okkur unga fólkinu, sér í lagi ef spiluð var fal- leg músik eða lagið tekið. Oft var spjallað og hlegið dátt í eldhúsinu hjá ömmu og afa, drukk- ið kaffí og gætt sér á ástarpungun- um hennar góðu. Það voru ánægjulegar stundir sem við áttum saman, þegar amma var hjá okkur hér í Danmörku sumarið 1985. Þá var hún orðin 81 árs gömul. Henni fannst samt ekki mikið að ferðast hér um þrátt fyrir háan aldur. Þetta litla dæmi lýsir nokkuð hve dugleg hún var. Hún trúði með sanni á lífíð og tilveruna. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja ömmu okkar og óskum henni góðrar ferðar. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við afa og fjöl- skyldu hans. Skrifað í Heming í Danmörku 24. júní 1987. Kolbrún og Jóhanna í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Guðrún Sæ- mundsdóttir. Hún andaðist 17. júní sl., á þjóðhátíðardegi okkar íslend- inga, þegar sól skein sem skærast og landið skartaði sínu fegursta. Þó kynni okkar hafí verið stutt, aðeins átta ár, náði ég að kynnast vel þessari glaðværu og góðu konu. Ung giftist hún Guðmundi Jóhann- essyni og eignuðust þau 8 böm sem öll em á lífí, mikið atgervis- og dugnaðarfólk. Auk þess ólu þau upp dótturson til fermingaraldurs. Þau bjuggu í rúm 35 ár í Grafningi. Mun lffsbaráttan hafa verið hörð á þessum áram. Kreppan skall á og þrengdi lífskjörin. Þó veit ég, að hvemig sem heimurinn snerist, þá tóku Guðrún og Guðmundur bara meira á og sínum bamahóp komu þau til manns. Hingað fluttust þau öll 1958 og hafa búið hér síðan nema elsti sonurinn sem er bóndi á Króki. Ég man aldrei eftir Guðrúnu öðravísi en í góðu skapi, oftast hlæj- andi yfír hinu eða þessu. Hún var fordómalaus, ung í anda og lífsglöð og er mér minnistætt að í hverri sumarbyijun spurði hún okkur Sæunni: „Hvenær ætlið þið austur"? „Má ég koma með“? í austur var Grafningurinn, hin ramma taug sem dró. Þar hafði hún verið sín manndómsár og þangað leitaði hug- urinn. Má heita að það hafí verið hennar síðustu orð daginn áður en hún dó, er hún sagði við yngsta son sinn: „Skrepptu með mig austur í Grafning." Én núna er hún farin og svífur eflaust yfír sínum Grafíi- ingi glöð í huga, eins og endranær. Guðrún var ein sú mesta mamma sem ég man eftir. Aldrei sagði hún nei, var alltaf boðin og búin til að hjálpa, og segja má að Ljósheimar 4 hafí verið miðstöð ættarinnar. Þangað komu allir og alltaf var vel tekið á móti þeim sem komu, og af hjartahlýju var þar nóg. Mun hennar sárt saknað af öllum sem hana þekktu, en minningin um góða konu mun lifa. Guðmundi, öllum ættingjum hennar, tengdafólki og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Sigurður Mar Gleði heitir lífsins ljúfa leyniQöður mjúk og sterk hún er máttar hjól, er hreyfir heimsins mikla sigurverk. (M. Joch.) Á þjóðhátíðardegi íslendinga þann 17. júní 1987 kvaddi þennan heim sæmdarkonan Guðrún Sæ- mundsdóttir frá Króki í Grafningi. Hún átti að aðalsmerki gleðina, kraftinn og hina þjóðlegu reisn. Guðrún fæddist í Reykjavík og vora foreldrar hennar hjónin Guð- laug Jóhannsdóttir og Sæmundur Þórðarson steinsmiður. Á bemskuskeiði fór Guðrún í fóstur til ættmenna sinna að Björk í Grímsnesi, þeirra merku hjóna Katrínar Pálsdóttur, er síðar varð bæjarfulltrúi í Reykjavík, og Þórðar Þórðarsonar föðurbróður síns, en þau hjón vora systkinaböm. Samfélagið þar á bæ og hugar- heimur mótaði sterklega lífsviðhorf Guðrúnar og veitti henni lærdóm sem hún vitnaði gjaman til. Katrín Pálsdóttir var einörð baráttukona fyrir bættum kjöram og jafnrétti manna. Þegar Guðrún var 16 ára — ung og falleg með gleðina í farangrinum — réðst hún í kaupavinnu að Eyvík í Grímsnesi. Þar vora örlög hennar ráðin því hún og Guðmundur Jó- hannesson, bóndasonur þar, felldu hugi saman. Þau hófu búskap í Króki í Grafningi. Sveitin var af- skekkt, erfíðar samgöngur og því oft á tíðum óblíðar aðstæður. En þau byggðu upp jörðina, komu upp stóra fjárbúi og sátu jörð sína í 30 ár._ í Króki fæddust böm þeirra flest og uxu þar úr grasi og meðtóku þann heimanmundinn, sem best dugar í iífinu — enda era þau öll myndar- og dugnaðarfólk og bera þau foreldram sínum fagurt vitni. Elstur bama þeirra er Egill og býr hann i Króki, þá Áslaug Fjóla, Guðrún Mjöll, Jóhannes Þórólfur, Sæunn Gunnþórann, Jóhanna, Elfa Sonja og yngstur er Erlingur Þór. . Öll era þau búsett hér á höfuð- borgarsvæðinu. Ömmu- og langömmubömin era orðin mörg og urðu þau Guðrúnu einn vinahópur er naut ríkulega umhyggju og hlýju hjá ömmunni sem alltaf átti nóg til að gefa. Móðurhlutverkið og húsfreyju- starfið kallaði á ást og dugnað og- Guðrún var ein þeirra kvenna, sem lét ekki erfíðleikana smækka sig — heldur óx með hveijum vanda. Hún var góð móðir og rausnar- og mynd- arhúsmóðir og driffjöður í félags- skap kvenna í sveitinni og síðar góður félagi í Kvenfélagi Lang- holtskirkju hér í borg. Frá Lang- holtskirkju verður hún kvödd í dag kl. 13.30 en jarðsungin að Úlfljóts- vatni í Grafningi. Árið 1959, eftir þijátíu ára bú- skap, fluttu þau hjón til Reykjavík- ur, í Ljósheima 4, sem var. nýbygging, en ég flutti um svipað leyti. Þar hófust kynni okkar Guð- rúnar og myndaðist sú vinátta sem aldrei bar skugga á. Gleðin sem ríkti í fjölskyldunni í áramótafagn- aði á heimili þeirra Guðrúnar og Guðmundar, í Ljósheimum 4, ár hvert er mér minnisstæð — þar var sungið og kveðið að ógleymdum sagnasjóði húsbóndans sem er víðlesinn og fróður og ávallt var stutt í þjóðfélagsumræðuna og var framlag manna þar um æði litríkt — þama vora ungir og aldnir og enginn greindi hið umrædda kyn- slóðabil. Hvort heldur var í gleði eða mótlæti stóð Guðrún mér við hlið sem hinn trausti vinur — og fyrir þessa ómetanlegu vináttu vil ég þakka af alhug — nú á kveðjustund. Ég nefni áður þjóðlega reisn hennar — sú reisn undirstrikast einkar vel á áttatíu ára afmæli hennar þegar hún efndi til mann- fagnaðar á Þingvöllum við Öxará. í Valhöll var samankominn fjöldi ættingja og vina til þess að gleðjast og hylla þessa farsælu konu er hún tók á móti gestum sínum, björt og glöð í íslenska þjóðbúningnum. Eiginmanni hennar, bömum og bamabömum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Steinunn Finnbogadóttir Ragnar Magnús- son — Minning Fæddur 12. september 1939 Dáinn 18. júnf 1987 Æviskeiðinu má líkja við veg eða einstefnubraut. Inn á þessa braut koma böm við fæðingu, en út er farið við dauða. Margir eiga langa ferð fyrir höndum, en aðrir skamma. En enginn veit fyrir hvort ferðin verður stutt eða löng. Ferð þessi er mörgum erfíð og er þá gott að eiga góðan og trygg- an samferðamann, mann eins og Ragnar Magnússon, sem við eram að kveðja í dag. Að kvöldi fímmtudags 18. júní sl., um kl. 19.00, áttum við Ragnar tal saman og ræddum um fyrir- hugaða ferð á ættarmót, sem haldið var um síðustu helgi. Ákváðum við að hafa samflot. En kl. 22.00 var hann allur. Það er oft stutt til næstu vegamóta og enginn veit hver sveig- ir þar út af. Ragnar var búinn krafti og kær- leika sem hann miðlaði óspart öllum þeim samferðamönnum, vinum og ættingjum, sem áttu í erfíðleikum, veikindum eða sorg. Við spyijum, af hveiju Ragnar? Enginn hafði vitað að hann kenndi sér einhvers meins. Hafði hann gleymt sjálfum sér við að hjálpa öðrum eða fór svo leynt með veikindi sín? Þrek Ragnars og kraftur var undraverður. Ég starfaði með hon- um um smátíma í því starfí, sem hann stundaði síðustu 20 árin. Rétt- ara væri að segja að ég hafí verið áhorfandi af starfí hans. Að leggja járn er engin léttavinna, heldur er þetta erfitt starf, sem krefst þreks og krafts og ekki síst kunnáttu og lagni. Vann hann þetta með ótrú- legum hraða, en þó með ýtrastu vandvirkni og samviskusemi. Okkar samfylgd hófst fyrir um það bil þijátíu áram, er hann og systir mín, Guðný Ó. Einarsdóttir, eða Dúna eins og við köllum hana, kynntust og felldu hugi saman. Dúna átti tvö börn áður, þau Guð- rúnu Andreu og Erling. Ragnar gekk þeim strax í föðurstað með ást og umhyggju. Áttu þau mjög auðvelt með að laðast að honum. Ragnar og Dúna gengu í hjóna- band árið 1964. Þau áttu saman einn son, Brynjar. Fjölskyldan hefur stækkað með tengdabömum og bamabömum. Bamabömin nutu mikillar ástar hjá afa sínum og því verður söknuð- ur þeirra mikill við fráfall hans. Nú þegar leiðir okkar skiljast, mun ég hugsa með þakklæti til sam- fylgdarinnar. Ragnar var mér ekki aðeins mágur, heldur góður vinur, sem og hann var góður vinur vina sinna. Hann var glaður í vinahópi og hrókur alls fagnaðar á gleði- stund. Ég og fjölskyldan mín flytjum Þórlaugu Bjamadóttur móður Ragnars, svo og systkinum hans, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja þau og styðja. Dúna mín, þér og bömum þínum, tengdabömum og bamabömum færam við okkar einlægu og hug- heilu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki. Guð haldi vemdar- hendi yfír ykkur um ókomna tíð. Fari Ragnar minn í friði. Ingvi Rúnar Einarsson. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að Iát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þinu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist (TómasGuðmundsson) Enn er höggvið skarð í vinahóp- inn. Að kvöldi þess 18. júní sl. varð bráðkvaddur okkar besti vinur og félagi, Ragnar Magnússon. Við kynntumst Ragnari fyrir þijátíu áram, en þá unnum við sam- an við línubyggingar hjá Raf- magnsveitum Ríkisins. Sjómennsku stundaði Ragnar um tíma en lengst af starfaði hann sem jámabindinga- maður. Duglegri og afkastameiri mann til vinnu var ekki hægt að fá. Sérhlífni þekkti hann ekki. Milli okkar tókst mikill og góður vinskapur og ekki leið sú vika að ekki væri haft samband. Einnig vora þær margar ferðimar sem famar vora með fjölskyldum okkar bæði innanlands og erlendis, því ekki var hægt að hugsa sér glað- værari og traustari ferðafélaga er Ragnar heitinn. í einni slíkri ferð var m.a. talað um dauðann og þá spumingu hvort líf væri til eftir þetta líf. Það er huggun í þessari sorg að vita hve jákvæðum augum Ragnar leit dauðann og sannfæring hans var að ekki væri öllu lokið með dauðanum. Minningamar munum við geyma í hugum okkar. Við sendum eftirlifandi eigin- konu, móður, bömum og þeirra fjölskyldum samúðarkveðjur. — Vinir Hann Raggi er dáinn. Okkur setti hljóð við þessa frétt. Þessi duglegi og hrausti maður sem við höfðum þekkt frá bamæsku hafði verið mikill fjölskylduvinur. Við fóram oftast í útilegur með þeim hjónun- um, Ragga og Dúnu, og einnig vora tvær aðrar fyölskyldur í hópn- um og vora höfuðin á þessum fyölskyldum bestu vinir, en af þess- um 4 vinum era nú tveir eftir. Hann Raggi var alltaf bamgóður og skemmtilegur, hann ól upp böm- in hennar Dúnu, þau Öddu og Ella. Þau Dúna eignuðust eitt bam sam- an, hann Brynjar. Við eigum eftir að sakna Ragga mikið, hann var okkur krökkunum eins og faðir og hann sagði okkur oft að honum þætti vænt um okk- ur, eins þótti okkur vænt um Ragga. Hann var alltaf jafnhress og kom okkur alltaf til að brosa þegar leið- indi komu yfir okkur. Hann varð ekki nema 47 ára og lést mjög snögglega, en hann hafði gert mik- ið úr lífinu með ást og væntum- þykju. Við kveðjum nú vin okkar og vitum að honum iíður vel. Elsku Dúna, Brynjar, Adda og Elli við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Lísa, Siguijón og Jóhanna. Kveðja frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar Lionshreyfíngin á innan sinna vébanda marga félaga, sem vinna henni af einlægni svo sem þeir mega, félaga sem taka að sér verk- efni og ábjrrgð ótrauðir og leysa allt af hendi af stórhug og óeigin- gimi. Einum slíkum félaga varð Lions- hreyfíngin að sjá á bak þar sem var Ragnar Magnússon, en hann varð bráðkvaddur að kvöldi 18. júní sl., aðeins 48 ára að aldri. Stórt skarð hefur verið höggvið í raðir Lionsfélaga í Hafnarfírði. Ragnar gerðist félagi Lions- klúbbs Hafnarfjarðar í janúar 1981 og var alla tíð einn duglegasti og starfsamasti félagi klúbbsins, enda ávallt boðinn og búinn að leggja sitt af mörkum. Honum var eðlilegt að umgangast fólk og áhugi hans á að ljá þeim lið er minna máttu sín. Mætti Lionshreyfingin eignast fleiri félaga honum líka. Ragnai hefur gegnt mörgum trúnaðarstörf- um fyrir klúbbinn enda áhugasamur klúbbfélagi. Kvæntur var Ragnar mikilli ágætiskonu, Guðnýju Ósk Einars- dóttur, sem bjó honum og bömum þeirra gott og fallegt heimili og var honum góður lífsföranautur í hvívetna. Að leiðarlokum skulu honum hér færðar ríkulegar þakkir frá félögum í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar fyrir hans mikla og fómfúsa starf og ánægjuleg kynni. Konu hans, böm- um, aldraðri móður og öðram ástvinum færa félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styðja þau og styrkja í sorg þeirra. Blessuð sé minning hins góða og mæta félaga. Lionsfélagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.