Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987
Körfuhringir,
net og spjöld
Vélaverkstæði
Bernharðs,
Síðumúla 17,
108 Reykjavík,
sími 35810.
jé!». vmP plnrjgmwl \$ðtíb
| Góðan daginn!
GADDASKOR í SPÖRTU
ADISTAR COMPETITION
Nr. 36-48.
Alhliða gaddaskór.
kr. 3.387.-
ADISTAR SPRINT
Nr. 36-48.
Spretthlaupsskór.
Kr. 3.194.-
ADIDAS SPARTA
Spretthlaupsskór.
Nr. 37-44.
Kr. 2.488.-
Nr. 38-47.
Toppskór.
Kr. 4.990.
-N
SPJÓTKASTSSKÓR
Nr. 39-47.
Kr. 6.490.-
LANGSTÖKKSSKÓR.
Nr. 36-46.
Kr. 2.990.-
KASTSSKÓR
(kúluvarp, kringla, sleggja)
Nr. 40-46.
Kr. 4.914.-
HÁSTÖKKSSKÓR
Fyrir vinstri og hægri fót
(ath. stakur skór)
Nr. 38-46.
Kr. 3.990.- stk.
Póstsendum samdægurs.
EURO/VISA
SPORTVÖRUVERSLUNIN
eeúxím
LAUGAVEGI 49 SIMI 12024
OPIÐ LAUGARDAGA
Þrælakjör kommúnismans
TilV el vakanda
Útvarpið er núna að fræða mann
um þrælasöluna frá Afíku þegar
menn voru að fá sér ódýrt vinnu-
afl. Þrælastríðið í Bandaríkjunum
tók fyrir þessa þokkalegu verslun.
Þegar þrælahaldið var úr sögunni,
þá komu önnur mannréttindi á eft-
ir. Haldið var áfram og fyrir gamla
stríðið gat Wilson Bandaríkjaforseti
komið á vísi að löggjafarþingi í
Rússlandi. Meira að segja verka-
mennimir voru búnir að fá eftirlits-
menn í verksmiðijumar til að gæta
réttar þeirra. En þá kom bakslag í
seglin. Lenin gerði byltingu og nú
skyldi maðurinn bjargast á því að
afsala sér öllum mannréttindum í
hendur ríkisvaldinu og allir afsala
sér trúnni á heilaga þrenningu og
þess í stað trúa á Marx—Lenin—
Stalin þrenninguna. Alþýðan í
Rússlandi barðist gegn þessu í 4
ár og þá tók hungrið við, og hinn
frjálsi heimur lét þetta afskipta-
laust, og sendi svo hjálpina kúgur-
unum til ráðstöfunnar. Þannig
komst kommúnisminn á og síðan
hefur hinn fijálsi heimur horft að-
gerðarlítið á kommúnismann búa
fleiri þjóðum kúgun og ómennsk
lífskjör. Pyrir utan allar matargjaf-
imar sem hinn fijálsi heimur hefur
allar götur frá 1922, lafið af hendi
rakna til Rússa og allra kommún-
istaríkjanna, þá hafa líka Austur—
Þjóðveijar, Castro á Kúbu og núna
Suður—Víetnam endurreist þræla-
söluna, með því að drýgja ríkistekj-
umar á sölu á fólki sem flýja vill
kúgunina. Vestur—Þjóðveijar eru
ábyggilega búnfr að borga marg-
sinnis hallann á ríkissjóði okkar.
Þegar Lenin fór að predika trúar-
brögðin sín, þá vom það skáldin
og menntamennimir sem gleyptu
þennan óhugnað og lofsöngurinn
hóf sig hátt.
Ég var svo heppinn að mér vom
sagðar sögur úr Rússnesku bylting-
unni og síðan hef ég reynt að
fylgjast með gangi mála í Rúss-
landi og þar af leiðandi veit maður
að rússneska þjóðin er vamarlaus
eins og svertingjamir vom á bóm-
ullarökmnum í Suðurríkjunum í
Bandaríkjunum á sínum tíma. Hér
í hinum fijálsa heimi í dag er
ástandið þannig að vinstri pressan,
félagsfræðingamir, friðardúfumar
og jafnvel kirlqan ganga undir
K:G.B. fyrir útþenslustefnu heims-
kommúnismans og núna á að bæta
Nicaragúa f hóp þeirra hundmð
milljóna manna, sem mannréttinda-
lausar verða að lifa við þrælakjör
kommúnismans og þessi söfnuður
æpir, „Vei þeim sem fer fram á að
mannreftindi séu virt í kommúnista-
ríkjunum".
Húsmóðir
HEILRÆÐI
Vandið val björgnnarvesta
Björgunarvesti þurfa að vera þjál í notkun og hindra sem
minnst störf manna. Þá þurfa þau að snúa þeim sem falla í vatn,
þannig að öndun verði óhindruð.
Öll vesti ættu að vera með endurskinsborðum, flautu og ljósi.
Með réttri hegðun getur maður lengt liftíma sinn í vatni um
allt að helming. Syntu aðeins að nálægu öruggu athvarfi.
Yíkverji skrifar
Fyrir skömmu gafst Víkveija
tækifæri til að fara í flugferð
með hinni glæsilegu frönsku þyrlu
Landhelgisgæzlunnar. Farið var í
leitarflug meðfram Reykjanesi,
flogið út í Eyjar og síðan í eftirlits-
flug meðfram Suðurströndinni.
Þetta var sérstaklega skemmtileg
og áhugaverð flugferð og gaman
var að fylgjast með vinnubrögðum
flugmanna og skipherra þyrlunnar,
sem unnu verk sfn hratt og örugg-
lega. Þessir menn hafa unnið mikil
björgunarafrek við erfíðar aðstæður
eins og alþjóð veit og hafa verið
verðlaunaðir fyrir að makleikum.
Flugstjóri þyrlunnar upplýsti
Víkveija um að helsta ósk þyrlu-
mannanna væri að Landhelgis-
gæzlan eignaðist helmingi stærri
þyrlu en þessa. Hafa þeir augastað
á franskri þyrlu frá sömu verk-
smiðju. Slík þyrla gæti bjargað
heilli skipshöfn úr háska í svo að
segja hvaða vetrarveðri sem er.
Verðið mun vera um 250 milljónir,
sem greiðast má á 10 til 12 árum.
Ekki finnst Víkveija þetta hátt verð
þegar líf íslenzkra sjómanna er
annars vegar og vill hvetja ráða-
menn þjóðarinnar til að gefa gaum
hvatningum þyrlumanna. Þeir tala
fyrir munn íslenzkra sjómanna þeg-
ar þeir biðja um afkastameira
björgunartæki.
xxx
Víkveiji skrapp í stutta ferð til
Akureyrar á dögunum. Jafnan
er gleðilegt að koma til þess fallega
bæjar. Akureyri hefur átt erfítt
uppdráttar undanfarin ár en nú virt-
ist Víkveija annar bragur á. Miklar
framkvæmdir voru í gangi í bænum
og greinilegt að hjólin eru aftur
tekin að snúast á fullu. Enda kom
fram í samtölum við heimamnenn
að lifnað hefur yfir atvinnulífinu
og húsnæðisskortur háir enn frek-
ari framgangi. Stöðnun hefur verið
í byggingaframkvæmdum undan-
farin ár og margir iðnaðarmenn
hafa flutt á brott. Afleiðingin er sú
að skortur er á iðnaðarmönnum nú
þegar byggingaframkvæmdir heQ-
ast að einhveiju marki að nýju.
XXX
Asólardögum er gott að ganga
út á Miklatúnið enda leita
þangað margir. Göngustígar liggja
um túnið og er rækilega merkt að
bflaumferð sé bönnuð um þá. Engu
að síður virða margir þetta bann
að vettugi og aka eftir þessum
stígum. Verstir eru knattspymu-
menn, sem æfa íþrótt sína á túninu.
Þar aka gjaman eftir stígunum á
talsverðri ferð og flauta á fólk sem
vogar sér að ganga eftir stígunum
sem því em ætlaðir! Aldrei hefur
Víkveiji séð lögregluþjón á Mikla-
túni og hefur hann þó búið þama
nálægt lengi. Er til of mikils mælst
af lögreglustjóranum að hann sendi
menn sína til eftirlits á Miklatún
annað slagið?
xxx
»
Arið 1987 ætlar greinilega að
verða ár Valgeirs Guðjónsson-
ar í dægurlagamúsíkinni. Valgeir
sigraði sem kunnugt er í forkeppn-
inni fyrir Evrópukeppni sjónvarps-
stöðva f vetur og nú er ljóst að
hann hefur samið sumarsmellinn í
ár. Lag hans „Popplag í G dúr“
hefur þotið upp vinsældarlistana,
enda hefur lagið allt það til að bera
sem prýða má grípandi sumarlag.
Valgeir hefur sjálfur sagt Víkveija
að allt verði vitlaust á böllum Stuð-
manna þegar þeir byija að kyija
lagið og fólk segir að það sé engin
leið að hætta að syngja það!
1