Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 28
19. landsmót UMFÍ á Húsavík: Við viljum skapa hressa og breytta ímynd af landsmóti — segir Guðni Halldórsson, fram- kvæmdastjóri landsmóts ALLAR likur benda til þess að bæjarstarfsmenn á Húsavík taki sér ekki sumarfrí fyrr en eftir landsmót. Þeir Ieggja nú nótt við dag við að koma bænum i hátíðarskrúðann fyrir landsmótið sem þar verður haldið dagana 9.-12. júli. Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri, fór þess á leit við starfsmenn bæjarins að þeir létu sumarfri lönd og leið fyrir landsmótið þar sem taka þyrfti til hendinni í bænum, og var þeirri ósk bæjarstjórans vel tekið. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að einstaka menn hefðu verið búnir að borga inn á Apex-miðana sina til útlanda svo ekkert hefði verið við þvi að gera, en að öðru leyti kepptust menn við að gera sitt besta. Mikið kapp er lagt á að fegra og snyrta bæinn fyrir landsmótið. 77% líkur á góðu veðri Undirbúningur _ 19. landsmóts Ungmennafélags íslands hófst árið .1985 og var framkvæmdastjórinn, Guðni Halldórsson, ráðinn um síðustu áramót. Hann sagði á blaða- mannafundi er haldinn var fyrir skömmu að mikið yrði lagt upp úr nýjungum að þessu sinni og væru 77% líkur á mjög skaplegu veðri, væru tölur um slíkt skoðaðar 40 ár aftur í tímann. „Við viljum hressa upp á landsmótið þó að umgjörðin, hvað keppnisgreinamar varðar, verði með hefðbundnum hætti. Til dæmis er nú í fyrsta sinn verulega ,lagt upp úr þjónustu við fjölskyld- ' una sem slíka og viljum við skapa hressilega og breytta ímynd af landsmóti. Vissulega kostar slíkt átak sitt og kostnaður við mótshaldið er að nálgast 10 milljónir og er þá ótalinn sá kostnaður sem Húsavíkurbær hefur þurft að leggja til. Miðaverð fyrir fullorðna á mótið verður 1.300 krónur fyrir þijá daga, 1.000 krón- ur fyrir tvo daga, 600 krónur fyrir einn dag og 400 krónur fyrir hálfan dag. Fyrir böm yngri en 14 ára greiðist helmingur af þessu verði en jafnframt býður landsmótsnefnd upp á fjölskylduafslátt. Þau böm yngri en 14 ára sem koma í fylgd með foreldri eða foreldrum fá frítt inn. Innifalið verðinu er allt nema víkingaleikamir, dansleikir og kvöldvaka. Keppt verður í ellefu landsmótsgreinum og þrettán sýn- ingargreinum og hafa þær aldrei verið fleiri. í fyrsta lagi má nefna tákn mótsins, Víkinginn, sem birst hefur á fatnaði sem og í auglýsing- um. Það verða víkingamir Jón Páll Sigmarsson, Hjalti „Úrsus" Áma- son, Geoff Capes og Mark Higgins sem keppa í víkingaleikum sem fara munu fram þann 9. og 10. júlí. Þeir félagamir reyna sig í alls sjö þrautum svo sem í tunnulyftum, drambukasti, bíldrætti, þórsham- arskasti, bátsdrætti og fleira í þeim dúr. Aðrar sýningargreinar verða siglingar, dans, karate, fimleikar, íþróttir fatlaðra, kraftlyftingar, brids, afmælishlaup UMFI og fjár- hundasýning svo eitthvað sé nefnt en hið siðasttalda er íslendingum næstum óþekkt þó iðkað sé að ráði til dæmis í Skotlandi. Lifandi bær Lagt verður upp úr því að hafa margt á boðstólum fyrir böm, að sögn Guðna. Meðal annars kemur brúðubíllinn í heimsókn og einnig mun Leikfélag Húsavíkur gera sitt- hvað fyrir yngstu gestina. Fyrir eldri bömin verða sérstakar keppn- isgreinar, svo sem kassabílaspyma og reiðhjólarallý. Þá verður staðar- útvarp rekið á meðan á mótinu Dngfnri Flugleiðir: Dagfari skemmdist á AkureyrarflugvelK EIN af Fokker-flugvélum Flug- leiða, Dagfari, skemmdist litils- háttar I gær á Akureyrarflug- velli þegar dráttarbíU lenti á skrúfublaði vélarinnar. Óhappið vildi til um kl. 11.00 í gærmorgun þegar unnið var að þvi að afhlaða flugvélina. Dráttar- bíl hafði verið lagt á hefðbundinn hátt við farangursop vélarinnar og var áhöfn hennar komin inn i flugstöðvarbygginguna. Ein- hverra hluta vegna fór dráttarbfll- inn, sem var mannlaus, allt í einu af stað aftur á bak og lenti á skrúfublaði flugvélarinnar, að sögn sjónarvotta, og þaðan á hjólabúnað, sem ekki sást mikið á. Skrúfublaðið beyglaðist nokkuð svo skipta þarf um það. Vélin varð óflughæf eftir óhappið og er helst talið að samsláttur hafí átt sér stað i rafkerfi dráttarbils- ins. stendur sem er nýlunda á lands- móti. Ætlunin er að gera bæinn að „lifandi bæ“, eins og Guðni komst að orði, en með því er átt við lif- andi tónlist á götum úti, leiklistarat- riði, sýningar og fleira. Stefnt er að því að virkja áhorfendur sem mest og boðið verður upp á morgun- göngur um Húsavík og næsta nágrenni undir leiðsögn fróðra manna. Fjórar hljómsveitir Dansleikir verða öll landsmóts- kvöldin og verður dansað á tveimur stöðum, í íþróttahöllinni og í félags- heimilinu. Hljómsveitimar MX 21 ásamt Bubba Morthens, hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Skriðjökl- ar frá Akureyri og Greifamir frá Húsavík munu halda uppi fjörinu. Landsmótsgreinar era: fijáls- íþróttir, glíma, knattspyma, skák, handknattleikur, körfuknattleikur, sund, borðtennis, blak og starfs- íþróttir sem greinast í línubeitingu, dráttarvélaakstur, starfshlaup, hestadóma, lagt á borð og jurta- greiningu. Alþýðuleikhúsið, sem er á ferð um landið, sýnir ieikritið „Era tígrisdýr í Kongó" landsmótsdag- ana á Húsavík. Verkið fjallar um tvo rithöfunda, sem fengið hafa það verkefni að skrifa gamanleik um eyðni. Landsmótslag Sérstakt landsmótslag hefur ver- ið samið fyrir mótið og heitir það hreinlega „Á landsmót". Það vora þeir Skriðjöklar sem sungu það inn á plötu og annað til sem ber heitið „Mamma tekur slátur". Bæði lögin og textar era eftir Bjama Hafþór Helgason, sem fæddur er og uppal- inn á Húsavík. Samver hf. gaf plötuna út. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvaredóttir Guðni Halldórsson (t.h) og Bjarni Hafþór Helgason hampa plötunni með landsmótslaginu. Samið við SJS verktaka um byggingu á Hofsbót 4 SAMIÐ hefur verið við SJS verk- taka um byggingu þjónustuhús- næðis á lóð númer 4 við Hofsbót á Akureyri. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu bárust þijú tilboð í verkið og var þeim öllum hafnað á þeim forsendum, að þau væru of há. Eiríkur Jónsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Norðurlands, sagði í samtali við Morgunblaðið að lægstbjóðandi, Híbýli hf., hefði boðist til að lækka tilboð sitt um 600.000 krónur. Hinsvegar hefði það ekki nægt til miðað við þá kostnaðaráætlun sem VN hefði gert. SJS verktakar áttu næst- lægsta tilboðið og hefðu þeir verið tilbúnir til að lækka sig enn frekar. Eiríkur vildi ekki tilgreina upphæð- ina, en sagði að viðunandi samning- ar hefðu náðst við þá. Á móti hefði byggingatími verið lengdur nokkuð og auk þess hefðu ýmsar aðrar for- sendur breyst. í húsnæðinu verða, auk Verk- fræðistofu Norðurlands, þijár tannlæknastofur og fatahreinsun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.