Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 46
í
• Peter Shilton.
Shilton
til Derby
fyrir
, milljón
pund
Frá Bob Hennessy á Englandl.
PETER Shilton, markvörðurinn
góðkunni, gerði í fyrrakvöld
þriggja ára samning við Derby
County og var kaupverðið ein
milljón punda. Þetta er hæsta
verð sem greitt hefur verið fyrir
markvörð í Englandi og kemur
ef til vill enn meira á óvart sökum
j*. þess að Shilton er að verða 38
ára gamall.
Það var dagblaðið Daily Mirror
sem skýrði eitt blaða frá þessu í
gær en Robert Maxwel). er stjórn-
arformaður blaðsins bg gegnir
sama embætti hjá DóriyCounty.
Peter Shilton verður 38 ára í
september og hefur hann leikið
91 landsleik ^fyrir England. Hann
hóf feril sinn^hjá Leicester árið
1966 en var^eldur til Stoke 1974
fyrir 340.ÖÖÍ pund. Frá Stoke fór
hann til Nottingham Forest fyrir
270.000 árið 1977 og til Sout-
hampton árið 1982 fyrir 350.000
og hefur verið þar síðan. Samning-
ur hans við félagið átti ekki að
renna út fyrr en eftir tvö ár en nú
> hefur verið gengið frá því að kapp-
inn verði hjá Derby.
„Eftir að hafa verið í knattspyrn-
unni í 22 ár gæti það komið
einhverjum á óvart að mig langar
alltaf í einhverja spennu og erfið
viðfangsefni. Það sem Derby hefur
upp á að bjóða passar því vel fyrir
mig," sagði Shilton í gær.
Menn velta því fyrir sór hvernig
Derby geti greitt Southampton
eina milljón punda. í gær skýrði
BBC frá því að Southampton hefði
aðeins fengið 200.000 fyrir Shilton
sem þýðir þá væntanlega að kapp-
inn sjálfur hafi fengið 800.000
pund í eigin vasa. Dálaglegur pen-
ingur þaö!
Derby vann sig upp i 1. deild í
vetur og því er það spennandi
verkefni að verja mark nýliðanna
næsta vetur. Að lokum má geta
þess að Shilton ereini markvörður-
inn sem keyptur hefur verið á eina
milljón. Fyrra met var er Phil Parks
var seldur frá QPR til West Ham
í febrúar 1979, en þá greiddi West
Ham 565.000 pund.
í kvöld
ÞRÍR leikir veröa f 2. deildinni í
knattspyrnu í kvöld. Á Ólafsfirði
mætast Leiftur og KS, ÍBV og
Þróttur í Eyjum og síðan Breiða-
blik og ÍR í Kópavogi. Allir leikirnir
hefjast kl. 20.00. Einn leikur er á
dagskrá í 4. deildinni; Súlan og
Valur leika á Stöðvarfjarðarvelli.
Annar hluti íþróttagetraunar Morgunblaðsins:
Haukur Harðarson úr Biskups-
tungum hlýtur ferð til Lundúna
DREGIÐ hefur verið í öðrum
hluta fþróttagetraunar Morgun-
blaðsins. Sá sem datt f lukku-
pottinn að þessu sinni heltir
Haukur Harðarson, 12 ára, til
heimilis að Hvftárbakka f Bisk-
upstungum. Hans umslag var
dregið fyrst þeirra þriggja dreg-
in voru og þvf hlýtur hann ferð
til Lundúna f haust á leik Co-
ventry og Everton um Góðgerð-
arskjöldinn.
Haukur verður ekki einn í för
þangað, Sigurður Samúelsson,
14 ára, frá ísafirði varð fyrstur
til að tryggja sér Lundúnaferð
er hans nafn var dregiö fyrst í
fyrsta hluta getraunarinnar, í
maí, en í síðasta hluta keppninn-
ar — sem hefst næstkomandi
þriðjudag í íþróttablaðinu — er
þriðja og síðasta sætiö í um-
ræddri ferð ( boði. Við hvetjum
því alla krakka 16 ára og yngri
til að vera með og senda inn
lausnir sínar.
Þrír krakkar fá verðlaun í hverj-
um hluta íþróttagetraunarinnar
og þeir sem hljóta þau nú, auk
Hauks Harðarsonar, eru Lilja
María Sigurðardóttir, 11 ára, til
heimilis að Meistaravöllum 23 í
Reykjavík, og Sverrir Þór Viðars-
son, 10 ára, til heimilis að
Hagamel 52 f Reykjavík. Til stóð
að afhenda krökkunum viður-
kenningar nú um helgina — en
það verður að bíða betri tíma.
Þannig er mál með vexti að
Sverrir er að keppa á Tomma-
mótinu í knattspyrnu í Vest-
mannaeyjum og við höfum ekki
enn náð í Lilju til að flytja henni
gleðifregnirnar. Verðlaunaaf-
hendingin fer fram við fyrsta
hentugleik. Þremenningarnir fá
Morgunblaösklukku og Morgun-
blaðsbol og auk þess íþróttagalla
og tösku frá Henson.
Lausn getraunarinnar að
þessu sinni var: Hreyfing eflir
líkamann. Margir krakkar sendu
inn lausnir; langflestar voru rétt-
ar, en aðeins þrír gátu fengið
verölaun. Það er því ástæða til
að hvetja alla til að vera með
aftur í síðusta hluta getraunar-
innar — enn á einhver einn
heppinn eftir að hreppa ferð til
Lundúna til að fylgjast með leik
Coventry og Everton um Góð-
gerðarskjöldinn 8. ágúst næst-
komandi.
Guðmundur
Torfason til
Winterslag
GUÐMUNDUR Torfason hefur
gengið frá samningi við nýliðana
f fyrstu deildinni f Belgíu, Wlnter-
slag, og mun því leika með
fólaginu næsta keppnistímabil.
Það má segja að þetta hafi allt
verið á síðasta snúningi hjá Guð-
mundi þvf (gær lokaðist markað-
urinn fyrir félagaskiptum innan
Belgfu.
„Eg er ánægður með þennan
samning og vonandi fær ég tæki-
færi á að leika meira með Winter-
slag en hjá Beveren. Það voru
fleiri félög í sambandi við mig og
þar á meðal lið í fyrstu deildinni í
Hollandi," sagði Guðmundur í
stuttu spjalli við Morgunblaðið í
gær.
Winterslag vann sig upp í fyrstu
deild með miklum yfirburðum á
síðasta keppnistímabili og ætlar
sér stóra hluti næsta vetur.
Blaðamaður spurði Arnór
Guðjohnsen hvernig honum litist á
að Guðmundur færi til Winterslag
en eins og mönnum er kunnugt
er Arnór öllum hnútum kunnugur
í Belgíu. Svar Arnórs var stutt og
laggott: „Þetta er pottþétt."
• Guðmundur Torfason
Heimsmeistarakeppnin í rallakstri:
Finnar í
LANCIA-liðið hefurtögl og hagld-
ir í heimsmeistarakeppninni f
rallakstri eftir Akrópólis-rallið f
Grikklandi. Lancia er með örugga
forystu í heimsmeistarakeppni
framleiðenda og á þrjá efstu öku-
menn í keppni ökumanna. Finn-
inn Marrku Alén á Lancia vann
Akrópólis-rallið á undan félaga
sfnum og landa Juha Kankkunen
á samskonar Lancia.
Kankkunen leiddi mest allt rallið,
en á lokasprettinum var honum
skipað að aka hægar, til að Alén
ynni. Er það í annað skiptið á árinu
sem það gerist. í fyrstu keppni
ársins varð hann að hægja ferðina
svo ítalinn Miki Biasion hjá Lancia
ynni Monte Carlo-rallið! Þrátt fyrir
þetta hefur Kankkunen forystu í
heimsmeistarakeppni ökumanna
með 52 stig, Alén er með 48, Biasi-
on 39, Frakkinn Jean Ragnotti 37
og Finninn Hannu Mikkola 32.
Mikkola tók þátt í sinni hundruð-
ustu keppni í Akrópólis og ók Audi
Quattro, sem átti ekki möguleika
í fljóta Lancia-bílana. Á tímabili
voru Lancia-bílarnir í þremur efstu
sætunum, en Biasion féll úr leik.
Mikkola krækti því í þriðja sætið,
en fyrir aftan hann kom Brasilíubú-
inn Jorge Recalde á Audi. Jean
Ragnotti varð fimmti á Renault
Turbo.
Einn keppandi í Akrópólis varð
öðrum ólánsamari. Nóttina fyrir
keppnina var öllu hafurtaski hans
stolið af fingralöngum Grikkjum.
Keppnisbílnum, æfingabílnum, við-
gerðarbíl með dekkjum og vara-
hlutum og töskum í hans eigu var
stolið frá hótelinu sem hann gisti
á og hvarf sporlaust. Samt var
forystuhlutverki
Morgunblaöiö/Martin Holmes
• Finnarnir Markku Alén og
llkka Kivimarki f léttri svelflu f
Akrópólisrallinu (að ofan). Hér til
hægri eru Hannu Mikkola og Juha
Kankkunen, sem náðu f verð-
launasæti. Mikkola (t.v.) var f sínu
hundraðasta ralli, sem gefur stlg
til heimsmeistara, en Kankkunen
leiðir nú heimsmeistarakeppni
ökumanna.
hótelið híbýli keppnisstjórnar!
Lokastaðan í Akrópólis-rallinu.
1. Marrku Alén, Lancia 7.25,57
2. Juha Kankkunen, Lancia 7.25,43
3. Hannu Mikkola, Audi 7.31,21
4. Jorge Recalde, Audi Q. 7.32,39.
5. Jean Ragnotti Renault 7.34,27
- GR.
íþróttirfatlaðra:
Norrænt
barna-og
unglinga-
mót
NORRÆNT íþróttamót fatlaðra
bama og unglinga verður haldið
hér á landi um helgina. Keppt
verður f frjálsum íþróttum, sundi,
boccia og borðtennis. Keppendur
eru 78 talsins og koma frá Dan-
mörku, Svfþjóð, Noregi, Finnlandi
og íslandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt
mót gr haldið hér á landi en mót
þettá ór nú haldið í fimmta sinrí.
Það var fyrst haldið í Danmörku á .
alþjóðaári barnsins-1979 og hefur
síðan verið haldið annað hyert ár
til skiptis á Norðurlöndunum. :•
Mótið hefst sr morgtírvklltkkan >
10.30 á Laugaröalsvfelli rnéð' því
að Ólafur Jénsson '.-fermaður
íþróttasambands - fatlaöra setur
mótið og síðan mun Forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
heilsa þátttakendum. Skólahljóm-
sveit Árbæjar og Breiðholts leikur
við setninguna.
Frjálsíþróttakeppnin hefst síðan
klukkan 11.45 og klukkan 15 hefst
sundkeppnin í Laugardalslaug.
Á sunnudaginn verður keppt í
boccia og borðtennis og þá flytja
keppendur sig inn í Laugardals-
höll. Bocciakeppnin hefst klukkan
10.30 og klukkan 12.30 hefst
keppnin í borðtennis.
Mackenzie
til Charlton
Frá Bob Hennauy I Englandi.
CHARLTON, sem leikur í 1.
deild ensku knattspyrnunnar
næsta vetur, hefur fest kaup
á Steve Mackenzie frá WBA
fyrir 200 þúsund pund.
Mackenzie er miðvallarleik-
maður og hefur veriö hjá WBA
síðan 1981. Áður lék hann með
Manchester City og Crystal
Palace. Hann er 26 ára.
Peter Reid þjálfar
Peter Reid, miðvallarleikmað-
urinn snjalli hjá Everton, hefur
verið gerður að þjálfara hjá lið-
inu, en mun jafnframt leika
áfram með því. Howard Kend-
all hætti sem stjóri hjá Everton
á dögunum sem kunnugt er.
Colin Harvey, sem var aðstoð-
armaður Kendall, tók við af
honum, þjálfarinn Terry Darra-
cott var gerður að aðstoðar-
manni Harveys og Reid að
þjálfara.