Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 23 Sovézkur læknír flýr Cadíz, Reuter. SOVÉZKUR læknir, sem var far- þegi á skemmtiferðarskipi, sem hafði viðdvöl í Cadiz á Spáni, hefur beðið um hæli sem pólitísk- ur flóttamaður. Læknirinn heitir Siluiriious Chi- aduidis og er 36 ára. Hann fór í skoðunarferð í fyrradag með hópn- um og kom ekki aftur til skips. Daginn eftir skýrði héraðsstjórinn í Cadiz frá því að maðurinn hefði hug á að komast til ættingja í Bandaríkjunum og setjast þar að. Gengi gjaldmiðla London, Reuter. Bandaríkjadollari hækkaði á Evrópumörkuðum í gær og verð á gulli lækkaði. I London kostaði sterlingspundið 1,6140 dollara á hádegi í gær. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var með þeim hætti að dollarinn kost- aði: 1,3316 kanadíska dollara, 1,8280 vestur-þýsk mörk, 2,0572 hollensk gyllini, 1,5165 svissneska franka, 37,88 belgíska franka, 6,1000 franska franka, 1.323 ftalskar lírur, 145,95 japönsk jen, 6,3750 sænskar krónur, 6,6950 norskar krónur og 6,8775 danskar krónur. Únsa af gulli kostaði 439,75 doll- í bókmenntaverkum Önnu Akh- matovu og Anatoli Rybakovs, sem nú fyrst hafa fengist gefín út eftir langa útilokun. En þó að mikið beri á þeim, sem gagmýna Stalín, væri óvarlegt að vanmeta raddir þeirra, sem fínna hvöt hjá sér til að veija harðstjór- ann. Þegar rætt er um uppgjörið við Stalíns-tímabilið, er því rétt að hafa í huga þessa andstæðu póla. Upp á síðkastið hafa vakið at- hygli nokkrar blaðagreinar, þar sem varin er sú stefna Stalíns að þröngva samyrkjuskipulaginu upp á landbúnaðinn. Þær hrottafengnu aðfarir, sem áttu sér stað í lok þriðja og byijun fjórða áratugar aldarinnar, kostuðu milljónir bænda lífíð. Landbúnaðartímaritið Selskovo Khosjaistva sagði í apríl- mánuði síðastliðnum, að samyrkju- búskapurinn hefði verið skynsam- legt og nauðsynlegt skref í uppbyggingu sósíalismans. Viku- ritið Novoe Vremja viðurkenndi í síðasta mánuði, að ákveðin mistök hefðu átt sér stað á þessum erfíðu árum. - En hvað sem því líður, segir í blaðinu, - átti samyrkju- stefnan stóran þátt í þeim miklu framförum, sem urðu í landinu. * A undanhaldi Samt er ljóst, að stalínistamir era á undanhaldi í opinberri þjóð- málaumræðu í Sovétríkunum. Á áttunda áratugnum reyndi flokks- foiystan að beija niður allar umræður um hlutverk Stalíns. Nú er annað upp á teningnum í Kreml. Ákveðið svar við þeirri spumingu, hvort Gorbachev sé reiðubúinn að gera upp reikningana við Stalín, eins og Kruschev gerði 1956, á ef til vill eftir að birtast í nýju sagn- fræðibókunum, sem koma munu út í nóvembermánuði í tilefni af 70 ára afmæli „Októberbyltingar- innar miklu". (Aftenposten og Keuter) Með sáningu úr Landgræðslupokanum má ná töluverðum árangri í að endurheimta þau landgæði sem tapast hafa. Áburðarverksmiðja ríkisins og Landgræðslan vilja með Landgræðslupokanum hvetja til sameiginlegs átaks um uppgræðslu landsins. Pokinn inniheldur auk áburðar 250 gr. af uppgræðslufræi, sérstaklega ætlað til dreifingar með áburði. Hann kostar aðeins 200 kr. og fæst á bensínstöðvum um land allt. Pað er tilvalið að taka Landgræðslupokann með í ferðalagið, dreifing úr honum veitirpkkur ánægju og gerir ótrúlegt gagn. Stöndum saman — Gróið land gleður augað. indöt Kj. íW -mi TíPí JLCA^C itöövum rnn land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.